Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 ÞÓTT álftin nærist mest á vatna- og mýrar- gróðri fúlsar hún ekki við brauðinu ef svo ber undir. Þessir guttar sættu lagi á meðan álftin var að maula brauðið og freistuðu þess að strjúka henni. Virtist hún ekki kippa sér upp við þessa stígvéluðu gutta. Morgunblaðið/Sverrir Vinir álftarinnar sættu lagi á tjarnarbakkanum Þagað um Völuspárkenn- ingar Helga EYSTEINN Þorvaldsson, prófessor emer- itus, segir í grein í Lesbók í dag að það sé með ólíkindum að stofnanir og starfsmenn íslenskra fræða skuli í fjóra áratugi hafa þagað þunnu hljóði um Völuspárkenningar og -skýringar Helga Hálfdanarsonar og lát- ið sem bók hans um efnið, Maddaman með kýrhausinn, sé ekki til. Eysteinn telur að bók Helga, frá árinu 1964, sé athyglisverðasta rit sem birst hafi um Völuspá, merkasta kvæði allra Eddu- kvæða. Í ritinu setji Helgi fram nýjar og gagntækar skoðanir um form, efnisskipan og upprunalega gerð þessa elsta bók- menntaverks Íslendinga. Þykir Eysteini Helga takast að leiðrétta ýmsar rang- færslur og misskilning sem fram hafi komið um form og efni kvæðisins.  Lesbók/4 TÓNLISTARMAÐURINN Mugison og fönksveitin Jagúar fengu alls fimm til- nefningar hvor til Íslensku tónlistarverð- launanna 2004 sem voru kunngjörðar síð- degis í gær. Mugison er tilnefndur fyrir plötu sína Mugimama, Is This Monkeymusic? í flokki popptónlistar og Jagúar fyrir tvær plötur, Hello Somebody í flokki popptónlistar og Dansaðu fíflið þitt dansaðu! í flokki djass- tónlistar. Alls eru flokkarnir 16 talsins og skiptast niður á þrjá yfirflokka; popp og rokktónlist, sígilda tónlist og djasstónlist. Íslensku tónlistarverðlaunin verða af- hent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005./60 Liðsmenn fönksveitarinnar Jagúars. Mugison og Jagúar með fimm tilnefningar Íslensku tónlistar- verðlaunin 2004 Atkvæði greidd um fjárlög í dag ÞRIÐJU og síðustu umræðu um fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2005 lauk á Alþingi í gærkvöld. Lokaatkvæðagreiðsla fer fram á Alþingi í dag. Í umræðunni í gær gerðu stjórnarand- stæðingar m.a. nýlega spá Seðlabanka Ís- lands að umtalsefni. „Hefur Seðlabankinn staðfest að fjárlögin muni ekki duga sem aðhald í efnahagsmálum og jafnvel auka hættu á vaxandi verðbólgu,“ segir m.a. í áliti þingmanna Samfylkingar og Frjáls- lynda flokksins í fjárlaganefnd. Jón Bjarna- son, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. í sínu nefnd- aráliti að þótt gert væri ráð fyrir rúmlega tíu milljarða tekjuafgangi sýndi reynsla síð- ustu ára að niðurstaðan yrði allt önnur þeg- ar árið yrði loks gert upp.  Ákvörðun/10 VERKFÆRUM og öðrum búnaði fyrir tugi milljóna er stolið frá verktökum á hverju ári. Virðist sem þjófnaðurinn sé vandlega skipulagður og í mörgum tilfellum þykir líklegt að þjófarnir fái pant- anir, þ.e. að einhver biðji þá um stela ákveðnum verkfærum. Loft- pressur, borðsagir og dýr mæli- tæki eru meðal þess sem stolið er. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hafa talsvert á annað hundrað innbrot og þjófnaðir á verkfærum og búnaði frá verktök- um verið tilkynnt til lögreglu það sem af er þessu ári. Illa gengur að upplýsa málin og heyrir til algjörra undantekninga ef tekst að hafa uppi á kaupendum þýfisins. Sumir þeirra sem Morgunblaðið ræddi við telja hugsanlegt að hluti verk- færanna sé fluttur úr landi en þyk- ir þó langlíklegast að mestur hluti sé seldur hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá stóru tryggingafélögunum þrem- ur, TM, Sjóvá-Almennum og VÍS, hafa þau greitt í kringum 60 millj- ónir í bætur vegna þjófnaðar frá verktökum á þessu ári. Hjá lögreglunni í Reykjavík eru skráð 76 slík tilvik fyrstu tíu mán- uði ársins. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn átta sinnum hjá einu og sama verktakafyrirtækinu og í tíu tilvikum var brotist inn tvisvar. Þjófarnir víla ekki fyrir sér að stela stórum og þungum verkfærum sem þarf a.m.k. tvo menn til að bera og sendibíl til að flytja. Hinrik Pálsson, rannsóknarlög- reglumaður í Reykjavík, segir að oft virðist sem þjófarnir hafi fengið pantanir um að útvega tiltekin verkfæri og þeim fylgi jafnvel upp- lýsingar um hjá hvaða fyrirtæki þeir geti gengið að þeim. Skipti miklu að vita að þeir geti selt þýfið áður en þeir láta til skarar skríða. Handverkfærum og tækjum stolið frá verktökum fyrir tugi milljóna á ári Oft stolið eftir pöntun ♦♦♦ ♦♦♦ Í HAUST hefur tvisvar verið brotist inn í vinnuskúr Eyktar ehf. við Úlf- arsá og þaðan stolið verkfærum og búnaði fyrir um 1,5 milljónir króna. Höskuldur Höskuldsson verkstjóri segir að eftir fyrra innbrotið hafi læsingar verið styrktar og m.a. settir gámalásar sem eru sérstaklega styrktir. Allt kom fyrir ekki því að um mánuði eftir fyrra innbrotið var aftur brotist inn, að öllum líkindum sami þjófur að mati Höskuldar. Þjófurinn mætti með eigin slípirokk og tók rafmagn úr sambandi í gámi skammt frá, tengdi sig við það og skar í burtu bæði hengi- og gámalása. Hverju einasta verkfæri og fylgihlutum var stolið úr skúrnum, þ. á m. leysigeislakíki sem kostar um 350.000 krónur. Höskuldur segir að verk- færin hafi verið rækilega merkt fyrirtækinu með lit sem erfitt er að má af og nafn fyrirtækisins ennfremur grafið í þau. Skáru sig gegnum lása STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, gerði viðveru ráðherra á Alþingi að umtalsefni í fjárlagaumræðu á þinginu í gærkvöldi. Steingrímur tók fram í um- ræðunum í gær að það hefði þótt sjálfsögð embættisskylda ráð- herra, áður fyrr, að mæta ef við- veru þeirra var óskað á þinginu svo framarlega sem þeir væru ekki veikir í rúminu eða erlendis. Virðingarleysi ráðherra gagn- vart þinginu hefði hins vegar versnað ár frá ári. Þeir virtust telja að þeim væri það í sjálfsvald sett hvort þeir mættu í umræður eða ekki. Spurði hann síðan hvort hinir nýskipuðu og frísku ráðherrar, eins og umhverf- isráðherra og menntamálaráð- herra, væru svona aðfram- komnir af þreytu vegna starfa sinna að þeir þyrftu að fara í rúmið fyrir kl. níu á kvöldin. Sagði hann að þingmenn hefðu í gær ítrekað óskað eftir nærveru þeirra. Það vekti því at- hygli að þær kæmu ekki til þings. Steingrímur rifjaði upp þegar hann, sem ráðherra, var kall- aður í umræður á þinginu um miðja nótt. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði þá verið þingmaður efri deildar þingsins og krafist þess að Steingrímur mætti í umræð- urnar til að svara fyrirspurnum. „Það var hringt heim til mín eitt- hvað að ganga þrjú um nótt og ég að sjálfsögðu dreif mig í fötin og keyrði hingað niður eftir al- veg í spretti.“ Steingrímur tók þó fram að hann hefði ekið á lög- legum hraða. „Ég kom svo hing- að og mætti Halldóri á tröpp- unum. Hann hefur þá sennilega ekki nennt að bíða eftir mér eða tilganginum var e.t.v. náð með því að ná mér úr rúminu,“ rifjaði Steingrímur upp í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Í rúmið fyrir klukkan níu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.