Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 1
ÍBÚAR í litlum bæ í Svíþjóð, Ringvattnet,
sem er nálægt Strömsund, rétt við norsku
landamærin, óttast nú mjög einmana úlf
sem heldur til í sveitinni og hagar sér
furðulega. Nýlega drap hann íslenska fjár-
hundinn Pilt, sem var í eigu bóndans Janer-
iks Bjurströms, og þora íbúar ekki lengur
að leyfa litlum börnum að leika sér úti við
nema fullorðnir fylgist með þeim.
Háværar kröfur eru um að dýrið verði
skotið og að sögn blaðsins Östersund er fólk
staðráðið í að taka ella málið í eigin hendur.
Bjurström segist hafa að venju farið út til
að sinna hestunum sínum þremur og ís-
lenski hundurinn Piltur stokkið á bak við
hesthúsið. „Ég heyrði hann skömmu síðar
gelta tvisvar og rétt á eftir heyrði ég ægi-
legt vein. Ég flýtti mér út og kallaði á hund-
inn. Þá skreið hann í áttina til mín,“ segir
Bjurström sem ók með hundinn til dýra-
læknis. En Piltur var þá dauður, úlfurinn
hafði bitið hrygginn í sundur.
Úlfur bítur Pilt
GENGI krónunnar hækkaði um 2,8% í miklum
gjaldeyrisviðskiptum í gær, en þau námu tæp-
um 18 milljörðum króna. Er hækkunin rakin til
tilkynningar Seðlabankans um hækkun á stýri-
vöxtum bankans um eitt prósentustig næst-
komandi þriðjudag, en hækkunin var töluvert
umfram væntingar. Gengi Bandaríkjadals er
komið í 62,50 krónur og hefur ekki verið lægra
í níu ár, evru í 83,60 krónur og sterlingspunds í
121,15 krónur. Er nafngengi krónunnar orðið
það sama og fyrir ellefu árum, árið 1993.
Gengishækkun leiðir til lækkunar á verð-
bólgu, sem er eitt meginmarkmið Seðlabank-
ans með hækkun stýrivaxta. Samkeppnisstaða
íslenskra útflutningsfyrirtækja versnar hins
vegar með styrkingu krónunnar. Fyrir al-
menning þýðir styrking gjaldmiðilsins aftur á
móti að verð innfluttrar vöru lækkar.
Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningar-
deildar KB banka, segir að útflutningsgrein-
arnar líði fyrir hina miklu þenslu af völdum
stóriðjuframkvæmdanna í landinu. Gagnvart
almenningi séu áhrifin af styrkingu krónunnar
hins vegar jákvæð, þegar til skamms tíma sé
litið, vegna lækkunar á verði innfluttra vara.
Raungengið mun lækka
„Ef kreppir hins vegar um of að útflutnings-
greinunum þá versna atvinnuhorfur þegar til
lengri tíma er litið, og kemur þannig niður á al-
menningi,“ segir Þórður.
Hann segir að í ársfjórðungsriti Seðlabank-
Samkeppnisstaðan versnar
en innfluttar vörur lækka
Mikil styrking
krónunnar eftir vaxta-
hækkun Seðlabankans
Reynir á/10
Bankarnir /16
Veikur dollar/35
ans, Peningamálum, sem kynnt var í fyrradag,
komi skýrt fram að viðskiptahallinn sé orðinn
það mikill að ljóst sé að raungengisstig krón-
unnar muni ekki haldast til lengdar.
„Aðgerðir Seðlabankans munu hafa tölu-
verðan kostnað í för með sér. Bankinn er að
grípa til þessara aðgerða til þess að sporna við
þenslu í hagkerfinu og til þess að slá á þær
miklu væntingar sem hér hafa myndast, til að
mynda vegna mikillar hækkunar á öllum eigna-
mörkuðum. Það er hins vegar okkar mat hjá
greiningardeild KB banka að Seðlabankanum
muni meira eða minna takast að ná mark-
miðum sínum með þessum aðgerðum,“ segir
Þórður.
STOFNAÐ 1913 331. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
PS:
Ég elska þig
Írski metsöluhöfundurinn Cecelia
Ahern í viðtali | Menning
Fjögur sérblöð í dag
Lesbók | Átta síðna bókablað Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar Haukur
Tómasson, Stranglers og Pogues Börn | Hvernig eru jólin í Latabæ? Íþróttir |
Eyjakonur áfram í bikarnum Enska knattspyrnan | Evertonklúbburinn á Íslandi
HÆSTIRÉTTUR Úkraínu ógilti í
gær úrslit seinni umferðar um-
deildra forsetakosninga í landinu
sem fram fóru 21. nóvember sl.
Skipaði rétturinn svo fyrir að aftur
yrði kosið á milli tveggja efstu
manna úr fyrri umferð kosning-
anna og sagði Anatoly Yarema, for-
seti hæstaréttar, að endurtaka
skyldi kosningarnar 26. desember
nk.
Stuðningsmenn Viktors Jústsj-
enkós, leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar, fögnuðu úrskurði hæsta-
réttar innilega á Sjálfstæðis-
torginu í miðborg Kíev í gær.
Úrskurðurinn er í samræmi við
kröfu stjórnarandstöðunnar sem
heldur því fram að stjórnvöld hafi
staðið fyrir kosningasvindli í því
skyni að tryggja Viktor Janúkó-
vítsj forsætisráðherra sigur yfir
Jústsjenkó.
Sagði í úrskurði hæstaréttar að
yfirkjörstjórn Úkraínu hefði ekki
sinnt því hlutverki sínu að rann-
saka þau brot sem framin voru í
kosningunum. „Aðgerðir og
ákvarðanir kjörstjórnarinnar í
tengslum við seinni umferð for-
setakosninganna voru ólöglegar,“
sagði Yarema.
Ekki er hægt að áfrýja úrskurði
dómstólsins og báðir deilendur
hafa sagt að þeir muni hlíta honum.
Er niðurstaðan í samræmi við þær
óskir Jústsjenkós að aðeins seinni
umferð kosninganna verði endur-
tekin, ekki verður því efnt til nýrra
kosninga frá grunni.
Þá úrskurðaði hæstiréttur að
kosningarnar skyldu endurteknar í
landinu öllu, ekki aðeins í þeim hér-
uðum þar sem Viktor Jústsjenkó
kvartaði undan því að svindl hefði
átt sér stað.
Hæstiréttur Úkraínu ógildir forsetakosningarnar og boðar til nýrra
Sigur fyrir Jústsjenkó
Reuters
Viktor Jústsjenkó fagnar með stuðningsfólki sínu í Kíev í gær.
Kíev. AFP, AP.
LJÓSIN á Óslóartrénu á Aust-
urvelli verða tendruð á morgun
kl. 16. Dagskráin hefst kl. 15.30.
Er þetta í 53. sinn sem Norðmenn
færa Íslendingum veglegt jólatré
til að skreyta miðborg Reykjavík-
ur á aðventu. Sendiherra Noregs
á Íslandi, Guttorm Vik, afhendir
Reykvíkingum tréð fyrir hönd
Óslóbúa, en ljósin kveikir hinn
norsk-íslenski Helge Snorri
Seljeseth.
Jóladagskrá Þjóðminjasafns Ís-
lands hefst enn fremur á morgun,
en þetta árið er dagskrá safnsins
helguð íslenskum og erlendum
jólasiðum. Á morgun mun Toshiki
Toma, prestur innflytjenda,
tendra ljósin á jólatré safnsins, en
það verður að þessu sinni skreytt
á japanska vísu.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Gísli Harðarson vann hörðum höndum að því að undirbúa ljósabúnaðinn á Óslóartrénu á Austurvelli.
Ljósin
tendruð á
aðventunni
FIMM sprengjur sprungu í nágrenni bens-
ínstöðva í útjaðri Madrídborgar á Spáni síð-
degis í gær en viðvörun hafði áður borist frá
Aðskilnaðarsamtökum Baska (ETA). Að
sögn lögreglu voru sprengingarnar ekki öfl-
ugar og engin meiðsl urðu á fólki. Þetta eru
fyrstu sprengjuárásirnar sem ETA stendur
fyrir á Spáni í marga mánuði./Miðopna
AP
ETA minnti
á tilvist sína
HÁTTSETTIR embætt-
ismenn í Washington
greindu í gær frá því að
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hefði form-
lega farið þess á leit við
Donald Rumsfeld varnar-
málaráðherra að hann
sæti áfram í embætti.
Mun Rumsfeld hafa sam-
þykkt beiðni forsetans.
Bush og Rumsfeld hittust á fundi í Hvíta
húsinu til að ræða framtíð varnarmálaráð-
herrans sem var gagnrýndur harðlega í vor í
kjölfar frétta þess efnis að bandarískir her-
menn hefðu misþyrmt íröskum föngum í
þeirra umsjá í Abu Ghraib-fangelsinu í
Bagdad. Kröfðust nokkur dagblöð og tímarit
afsagnar Rumsfelds við það tækifæri.
Miklar breytingar verða á ríkisstjórn
Bush á seinna kjörtímabili hans en Tommy
Thompson heilbrigðisráðherra varð í gær
áttundi ráðherrann í fimmtán manna ríkis-
stjórn Bush til að tilkynna um afsögn sína.
Áður hafði Bush greint frá því að Bernard
Kerik yrði næsti ráðherra heimavarna.
Rumsfeld
fer hvergi
Donald Rumsfeld
Washington. AP.
Týndi sonurinn/20
♦♦♦
♦♦♦