Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Munið að slökkva
á kertunum
❄
❄
❄
❄❄
❄
❄❄
❄
❄
❄
Yfirgefið aldrei vistarverur þar
sem kertaljós logar.
❄
❄
❄
❄
❄
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
„ÍSLENDINGAR eiga að taka
þátt í baráttunni gegn alnæmi í þriðja
heiminum. Við höfum á að skipa fær-
um sérfræðingum á sviði læknavís-
inda og jafnframt ætt-
um við að geta lagt t.d.
Afríkuríkjum lið við að
styrkja stöðu og rétt-
indi kvenna. Við ættum
að leggja áherzlu á að
nálgast vandann með
sem skilvirkustum
hætti og án fordóma og
kredda, af trúarlegum
toga eða öðrum.“
Þetta gat að lesa í
leiðara Morgunblaðs-
ins sl. sunnudag og á
ritstjórn Morgunblaðs-
ins heiður skilið fyrir
afstöðu sína. Við Ís-
lendingar eigum svo
sannarlega að taka þátt
í baráttunni gegn al-
næmi í þriðja heim-
inum. En hvar á að
byrja og hvar má
vænta besta árangurs
af framlagi Íslands?
Ekki er vænlegt að
dreifa kröftunum um
allan hinn þriðja heim, heldur ein-
beita sér þar sem vænta má að árang-
ur náist. Fjölmargar misvitrar rík-
isstjórnir ýmissa þróunarlanda
hindra oft slíka starfsemi með fjár-
málaspillingu, ránum og gripdeildum
eða jafnvel manndrápum og þjóðern-
ishreinsunum, og er þá verr farið en
heima setið að reyna að fást við slík
vonlaus dæmi.
Uppáhaldsbarn þróunarhjálpar Ís-
lands í að minnsta kosti 15 ár hefur
verið Namibía. Meginhluti alþjóð-
legrar þróunarhjálpar Íslands hefur
runnið til Namibíu og árangurinn hef-
ur verið stórkostlegur. Namibía er nú
orðið eitt af þróaðri ríkjum Afríku og
meðaltekjur á mann eru hærri en í
flestum öðrum ríkjum álfunnar þótt
mikið vanti ennþá upp á að ná evr-
ópskum eða öðrum vestrænum stöðl-
um.
Nú sem aldrei fyrr þarf Namibía á
aðstoð Íslands að halda. Ógurleg
plága herjar í landinu, plága sem
líkja má við svartadauða á miðöldum,
sem nær því náði að útrýma öllum Ís-
lendingum. Þessi plága
er AIDS eða alnæmi.
Talið er að allt að því
20% fullorðinna íbúa
Namibíu séu smitaðir af
HIV-veirunni sem talin
er leiða til alnæmis.
En hvað er til varnar?
Ég kann ekki skil á
þessum málum, en án
efa höfum við Íslend-
ingar fjölda sérfræðinga
á heilbrigðissviði sem
myndu fúslega vera
reiðubúnir til þess að
takast á við það verkefni
að aðstoða Namibíu við
berjast við þá ógn sem
AIDS er. Hjálp-
arstöðvar og sjúkraskýli
til þess að sinna þessu
verkefni þurfa ekki að
vera dýr mannvirki þótt
þau verði sett upp í
hverjum landshluta.
Mönnuð með íslenskum
sérfræðingum eru þau
ómetanleg og geta skipt sköpum fyrir
baráttuna við alnæmi í Namibíu.
Fyrir eina ríkustu þjóð heimsins,
Íslendinga, væri það kannske ekki
ofætlað að þeir væru reiðubúnir til
þess að endurnýja aðstoð sína við
uppáhaldsbarnið, Namibíu, og takast
á við hina miklu ógn sem alnæmið er.
Vinir okkar í Namibíu verða okkur
ævinlega þakklátir fyrir hverja þá að-
stoð sem við getum veitt þeim og
vissulega fara þeir fjármunir og önn-
ur aðstoð sem við veitum Namibíu
ekki í súginn. Namibíumenn hafa
sýnt það að þeir eru trausts og að-
stoðar fyllilega verðugir, hvað sem
segja má um önnur þróunarlönd.
Alnæmi í Namibíu
Grétar H. Óskarsson
fjallar um alnæmi
’Við Íslend-ingar eigum svo
sannarlega að
taka þátt í bar-
áttunni gegn al-
næmi í þriðja
heiminum. ‘
Grétar H. Óskarsson
Höfundur er fv. flugmálastjóri
Namibíu.
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
Frá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur:
tryggð einstaklinga og fyrirtækja í
áraraðir. Engu fé er eytt til að auglýsa
nefndina heldur er hver króna notuð
til aðstoðar þeim sem á þurfa að halda.
Átta kvenfélög í Reykjavík standa
að Mæðrastyrksnefnd og frá þeim fé-
lögum koma yfir tuttugu sjálf-
boðaliðar til starfa allt árið, þó mest
fyrir stórhátíðar, jól og páska.
Í desember 2003 fengu 1700 fjöl-
skyldur aðstoð hjá nefndinni og að
jafnaði allt árið 2004 hefir 110 fjöl-
skyldum verið veitt aðstoð vikulega,
þar af koma 56% oftar en einu sinni í
mánuði. Fata- og matarúthlutun er
alla miðvikudaga. Í desember verður
úthlutunardögum fjölgað í þrjá daga í
viku vegna mikils álags.
Hafin er söfnun vegna jólaúthlut-
ana. Treysta má því að peningunun
verður eingöngu varið til þess að
styrkja skjólstæðinga, en ekki í dýrar
auglýsingar og myndbirtingar.
Bankanúmer nefndarinnar er 0101-
26-35021 og kt. 470269-1119 vilji fólk
leggja þeim lið sem minna mega sín,
hver eftir sinni getu. Öll aðstoð er vel
þegin. Þeir sem vilja kynna sér starf-
semina eru velkomnir á Sólvallagötu
48.
MÆÐRASTYRKSNEFND
REYKJAVÍKUR.
ÞEGAR líður að jólum margfaldast
beiðnir um aðstoð Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur. Mæðrastyrks-
nefnd setur þá allt sitt traust á ein-
staklinga, fyrirtæki og opinbera aðila
að styrkja nefndina í aðstoð við þá
sem minna mega sín í þjóðfélaginu til
að halda gleðileg jól.
Mæðrastyrksnefnd hefur starfað í
76 ár. Störf hennar þekkjast vel þó svo
þau hafi ekki verið borin á torg en það
má merkja af góðum stuðningi og
UM NOKKURT árabil hef ég reynt
að leita réttar míns vegna þess mikla
fjárhagstjóns sem ég hef orðið fyrir
vegna ólöglegra fjárhættuspila, sem
viðgengist hafa hér á landi á vegum
„virðulegra“ þjóðfélagsstofnana og í
skjóli ríkisvalds.
Ég er ekki einn um að hafa haldið
því fram að spilakassar Háskóla Ís-
lands, Rauða krossins og Lands-
bjargar séu kolólöglegir. Ekki minni
menn en hæstarréttarlögmenn hafa
haldið slíku fram og vísa ég m.a. í
ágæta grein sem Sigurgeir Sig-
urjónsson skrifaði í Morgunblaðið 20.
nóvember 1993. Þar segir m.a.: „Með
hliðsjón af þeim ásökunum sem Há-
skólinn og Rauði krossinn hafa orðið
fyrir um lögbrot og „fjárhættuspil“
er þá ekki hér ástæða til að staldra
dálítið við og rannsaka þetta atriði
nokkuð nánar?“
Undir þetta skal tekið. En hér
stendur hnífurinn í kúnni. Eina færa
leiðin til að fá úr þessu skorið er
frammi fyrir dómstólum. Um árabil
hef ég reynt að leita réttar míns en
alltaf komið að lokuðum dyrum. Það
er umhugsunarvert að dóms-
málaráðuneytið skuli komast upp
með að gefa út leyfisbréf fyrir spila-
vélum án þess að farið sé að lögum
um málsmeðferð, að ekki sé á það
minnst að ráðuneytinu skuli líðast að
gefa ekki út reglugerðir um spila-
kassa eins og þó er kveðið á um í lög-
um. Meginmálið er þó að rekstur
spilakassanna stenst ekki hegning-
arlögin. Í 183. grein þeirra segir: „Sá
sem gerir sér fjárhættuspil eða veð-
mál að atvinnu eða það að koma öðr-
um til þátttöku í þeim, skal sæta sekt-
um ... eða fangelsi... Ákveða skal með
dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili
eða veðmáli skuli skilað aftur eða
hvort hann skuli gerður upptækur.“
Og í 184. grein segir: „Hver, sem
aflar sér tekna beint eða óbeint með
því að láta fjárhættuspil eða veðmál
fara fram í húsnæði, er hann hefur
umráð yfir, skal sæta sektum...eða
fangelsi allt að ári.“
Ég er nú búinn að verja tæpri
milljón í lögfræðikostnað en án ár-
angurs. Lögfræðingar detta úr skaft-
inu og er sú spurning farin að gerast
áleitin hvort þeir séu svo undir hæl
dómsmálaráðuneytisins, að enginn
vilji eða þori að taka á máli þar sem
nauðsynlegt er að beina spjótum að
dómsmálayfirvöldum. Ég mun ekki
gefast upp því ég veit að einhvers
staðar liggur réttur minn. Ég auglýsi
því hér með eftir lögfræðingi sem vill
reka mál mitt fyrir Evrópudóm-
stólnum.
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON,
Esjugrund 14,
116 Reykjavík.
Auglýst eftir lögfræðingi
Frá Ólafi M. Ólafssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
JÆJA, þá er að koma að honum.
Deginum sem allir hafa beðið eftir
var í gær: Alþjóðadagur fatlaðra!
Fatlaðir um heim allan
eru væntanlega byrj-
aðir að gramsa í fata-
skápunum, leitandi að
sínum fínustu spariföt-
um til að fagna þess-
um merkisdegi. Fólk
mun rúlla sér út á göt-
urnar eða staulast um
strætin á hækjunum
sínum og fagna, þar
sem þessi dagur er
svo mikilvægur í bar-
áttu fatlaðra. Fólk
mun safnast saman á
degi þessum og
byggja rampa út um
allar trissur, henda
lyftum inn í stiga-
ganga. Öryrkjar geta
hætt að birta nöld-
urgreinar í Morg-
unblaðinu um leið og
„paradísarheimur“
fatlaðra verður til.
Þessi dagur er horn-
steinninn í okkar baráttu, er það
ekki annars? Ekki alveg.
Mikilvægt er að berjast fyrir
réttindum sínum og bættu sam-
félagi. Til þess að þróun verði í átt
að bættu samfélagi þarf að berjast
gegn því sem aftrar þeirri þróun.
Smám saman reynum við að mjak-
ast í áttina að því sem næst kemst
fullkomnun. Ekkert okkar sem er-
um lifandi í dag mun upplifa þenn-
an „paradísarheim“ fatlaðra.
Í lágværum hópum er fínt að
hafa dag tileinkaðan sér. Það er
þægilegt að berjast á ákveðnum
dögum, en ef það heyrir enginn í
okkur er alveg eins gott að sleppa
því. Því fólk lætur aðeins heyra í
sér einu sinni á ári og þegir þess á
milli. Þetta er eitthvað
sem er ansi slæmt. Ef
við erum hluti af
minnihlutahópi sem
telur stöðu sína ekki
nógu góða er nauðsyn-
legt að hafa hátt og
láta taka eftir sér. Nú
er ég ekki að hvetja
fólk til að vera sí-
tuðandi um hvað allt
sé ömurlegt og þyrfti
að vera betra. Ég er
að hvetja fólk til að
láta í sér heyra og
bjóða fram lausnir.
Sýna fram á hvað má
bæta, og hvernig, og
gera það við hvert
tækifæri. Ekki bara á
einhverjum sérstökum
dögum.
Barátta vinnst ekki
á einum degi, það er
mikilvægt að enginn
gleymi því.
Einnig vil ég benda á að stans-
laust nöldur og niðurrif er ekki
besta aðferðin. Mikilvægt er að
taka á málunum með jákvæðni og
hvetja í stað þess að skammast. Við
verðum nefnilega að muna að bar-
átta fatlaðra er barátta fyrir bættu
samfélagi, ekki gegn núverandi
samfélagi.
Dagurinn sem allir
hafa beðið eftir
Fannar Örn Karlsson fjallar
um alþjóðadag fatlaðra
Fannar Örn Karlsson
’Barátta vinnstekki á einum
degi, það er
mikilvægt að
enginn gleymi
því.‘
Höfundur er nemi og meðlimur
Ný-ungar, ungliðahreyfingar
Sjálfsbjargar, lsf.