Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 41
KIRKJUSTARF
Leirárkirkja
90 ára
AÐ kvöldi sunnudagsins 5. desem-
ber kl. 20.30 verður þess minnst
með messugjörðí Leirárkirkju í
Borgarfjarðarprófastsdæmi að 90
ár eru síðan kirkjanvar tekin í
notkun en hún var vígð annan
sunnudag í aðventu árið 1914 sem
þá bar upp þann 6. desember.
Prédikun flytur sr. Sigurður
Sigurðarson, vígslubiskup í Skál-
holti og að messu lokinni verður
boðið upp á létta hressingu í Heið-
arskóla.
Það var Rögnvaldur Ólafsson,
húsameistari, sem teiknaði kirkj-
una og var hún upphaflega án
forkirkju sem árið 1974 var svo
bætt við.
Af gripum kirkjunnar má nefna
kirkjuklukkurnar en þær erufrá
1699og 1739. Þá er kirkjan búin
sex radda pípuorgeli, sem er hin
vandaðasta smíðBjörgvins Tóm-
assonar, vígt árið 1991, gjöf frá
Sigurjóni Hallsteinssyni, Skorholti.
Þá á kirkjan í fórum sínum ein-
tak af hinni frægu Messusöngs- og
sálmabók sem löngum hefur geng-
ið undir nafninu „Leirgerður“, en
hún var prentuð í Leirárgörðum
1801, gjöf sr. Jóns Einarssonar.
Allir eru hjartanlega velkomnir
til messunnar og væri ánægjulegt
að sem flestir sæju sér fært að
koma.
Sóknarprestur.
Margrét
Frímannsdóttir í
Villingaholtskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður nk.
sunnudag kl. 20:30 í Villingaholts-
kirkju í Flóa. Ræðumaður kvölds-
ins verður Margrét Frímannsdóttir
alþingisþingmaður.
Söngkór Hraungerðisprestakalls
undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur
flytur tónlistardagskrá. Börn úr
sókninni syngja jólalög undir
stjórn Höllu Aðalsteinsdóttur.
Kveikt verður á aðventukransi við
söng barnanna og með hefð-
bundnum siðum. Sóknarprestur
flytur aðventutexta og örstutta
hugvekju um aðventuna. Að lokum
sameinast allir viðstaddir í fjölda-
söng.
Kristinn Á. Friðfinnsson.
Aðventutónleikar
Kórs Hjallakirkju
ÁRLEG aðventuhátíð Kórs Hjalla-
kirkju verður að kvöldi 2. sunnu-
dags í aðventu, 5. desember, kl. 20.
Á tónleikunum verður flutt hefð-
bundin aðventu- og jólatónlist. Ein-
söngvarar með kórnum verða
Kristín R. Sigurðardóttir, Erla
Björg Káradóttir, Kristín Halla
Hannesdóttir og Gunnar Jónsson.
Undirleikari er Julian Hewlett og
söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson.
Séra Sigfús Kristjánsson annast
talað mál.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir. Að
þeim loknum verður boðið upp á
heitt kakó og piparkökur í safn-
aðarsal kirkjunnar. Verið hjart-
anlega velkomin í Hjallakirkju á
sunnudaginn.
Íslenska Krists-
kirkjan með
„Dag í kirkjunni“
EINS og undanfarin ár verður Ís-
lenska Kristskirkjan með „Dag í
kirkjunni“ á annan sunnudag í að-
ventu.
Hann byrjar með fjölbreyttri
fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00.
Þar koma börnin fram með söng-
atriði og sýndar verða myndir frá
Eþíópíu. Einnig verður hugleiðing
og lofgjörð. Í hádeginu verða grill-
aðir hamborgarar og seldir við
vægu verði. Síðan verður föndrað
saman fram eftir degi við jóla-
tónlist og piparkökur.
Samkoma verður síðan kl. 20
með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Sigríður Schram predik-
ar. Einnig verður heilög kvöld-
máltíð, þar sem gott verður að
undirbúa sig undir aðventuna og
jólin, með því að koma að borði
Drottins. Allir eru hjartanlega vel-
komnir að taka þátt í þessum degi.
Heimsókn frá
Færeyjum
LEO Hans og Sigrun Mikkelsen
frá Færeyjum koma í heimsókn í
færeyska sjómannaheimilið um
helgina. Þau verða með kvöldvöku
í dag, laugardag, kl. 20.30 þar sem
þau segja frá og sýna myndir frá
ferð um Afríku.
Á sunnudag kl. 20.30 verður
samkoma og kaffi á eftir. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Basar Kristniboðs-
félags kvenna
BASAR Kristniboðsfélags kvenna
verður í dag, laugardaginn 4. des-
ember, kl. 14–17 á Háaleitisbraut
58–60.
Kökur, handunnir munir, föt,
jólakort og skyndihappdrætti.
Heitt kaffi og súkkulaði og nýbak-
aðar vöfflur.
Allur ágóði rennur til kristni-
boðs og hjálparstarfs í Eþíópíu og
Kenýu.
Aðventutónar
í Seljakirkju
AÐVENTUTÓNAR verða í Selja-
kirkju sunnudagskvöldið 5. desem-
ber kl. 20. Karlakórinn Fóst-
bræður syngur undir stjórn Árna
Harðarsonar og Seljur, kór Kven-
félags Seljasóknar, syngur undir
stjórn Vilbergs Viggóssonar. Verið
velkomin.
Jólafundur
Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
JÓLAFUNDUR Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju verður haldinn
mánudaginn 6. desember nk. kl.
20. Dagskrá: Kristín Marja Bald-
ursdóttir, rithöfundur og Graf-
arvogsskáld, les úr bók sinni Kar-
itas án titils, Þorvaldur
Halldórsson söngvari flytur jóla-
lög. Fjölbreytt jólaföndur frá
versluninni Litum og föndri. „Jóla-
legar“ veitingar. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Lágafellskirkja
– aðventukvöld
Á MORGUN, annan sunnudag í að-
ventu, verður aðventusamkoma
með fjölbreyttri efnisskrá í Lága-
fellskirkju kl. 20.30. Ræðumaður:
Matthías Johannessen skáld.
Hanna Björk Guðjónsdóttir, Óskar
Pétursson og Páll Rósinkranz
syngja einsöng. Skólakór Mosfells-
bæjar og Kirkjukór Lágafells-
sóknar syngja.
Stjórnandi skólakórsins er Guð-
mundur Ómar Óskarsson en org-
anisti safnaðarins, Jónas Þórir, sér
um stjórn kirkjukórs og orgelleik.
Jónas Þórir stjórnar einnig
strengja- og blásarasveit sem fegr-
ar stundina með list sinni. Sr.
Ragnheiður Jónsdóttir og Ásgeir
Eiríksson, form. sóknarnefndar,
flytja ávörp en sóknarprestur, sr.
Jón Þorsteinsson, sér um ritning-
arlestur og bæn.
Að lokinni stundinni í kirkjunni
verður boðið upp á kirkjukaffi í
safnaðarheimilinu í Þverholti 3.
Aðventan er undirbúningstími
blessaðra jóla. Þann undirbúning
er gott að eiga í húsi Guðs. Mætum
öll og eigum saman helga stund í
húsi Drottins.
Prestar og sóknarnefnd.
Aðventukvöld í
Glæsibæjarkirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í kirkj-
unni sunnudagskvöldið 5. desem-
ber kl. 20.30. Valdís Jónsdóttir,
Hraukbæjarkoti, flytur hátíð-
arræðu. Fermingarbörn flytja
helgileik. Nemendur Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri.
Kirkjukór Möðruvallaprestakalls
syngur. Börn úr Þelamerkurskóla
bera inn ljósið og syngja jólalög.
Helgistund í umsjá sóknarprests.
Sannkölluð jólastemmning. Allir
velkomnir.
Sóknarprestur.
Fjölskylduhátíð í
Hafnarfjarðarkirkju
Á MORGUN, sunnudag, kl. 11
verður haldin fjölskylduhátíð í
Hafnarfjarðarkirkju sem tekur
sérstaklega mið af aðventunni og
komu helgra jóla.
Þá koma þar saman sunnudaga-
skólabörn úr báðum sunnudaga-
skólum kirkjunnar ásamt leiðtog-
um sínum.
Þau eiga þar gefandi stund með
fjölskyldum sínum og ættingjum á
öllum aldri, ungum sem eldri. Og
auðvitað eru allir velkomnir.
Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason.
Barnakórinn syngur aðventu- og
jólalög undir stjórn Helgu Lofts-
dóttur. Anna Magnúsdóttir leikur
undir söng hans. Hljómsveitin
Gleðigjafar leikur og leiðir annan
söng. Eftir stundina í kirkjunni er
boðið upp á góðgæti í Strandbergi.
Ekið verður frá Hvaleyrarskóla kl.
10:55 og aftur þangað eftir hátíð-
ina.
Gerðubergskórinn
og kaffisala í
Breiðholtskirkju
Á MORGUN, sunnudag, fáum við
ánægjulega heimsókn í Breiðholts-
kirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðu-
bergskórinn, kór félagsstarfsins í
Gerðubergi, og syngur við messu
kl. 14, undir stjórn Kára Friðriks-
sonar, en sú skemmtilega hefð hef-
ur skapast að kórinn syngi við
messu í kirkjunni þennan sunnu-
dag og hefur sú heimsókn ávallt
verið mjög vel heppnuð. Einnig
munu þátttakendur í félagsstarf-
inu í Gerðubergi, þau Margrét Eyj-
ólfsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sig-
rún B. Ólafsdóttir og Valdimar
Ólafsson, lesa ritningarlestra og
bænir. Vakin skal athygli á því, að
hér er um að ræða breyttan
messutíma frá því sem venjulegast
er í Breiðholtskirkju. Barnastarfið
verður hins vegar á hefðbundnum
tíma kl. 11.
Að messu lokinni verður kaffi-
sala kórs Breiðholtskirkju í safn-
aðarheimilinu og verður þá vænt-
anlega gripið í hljóðfæri að hætti
gestanna úr Gerðubergi.
Það er von okkar, að sem flestir
safnaðarmeðlimir og aðrir velunn-
arar kirkjunnar og félagsstarfsins
í Gerðubergi hafi tækifæri til að
taka þátt í guðsþjónustunni og
styðja síðan starf kirkjukórsins
með því að þiggja veitingar á eftir.
Sr. Gísli Jónasson.
Aðventusamkoma í
Vídalínskirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. desem-
ber kl. 20:00 er hin árlega að-
ventusamkoma Vídalínskirkju. Þar
komum við saman og eigum ljúfa
stund í kirkjunni um leið og við
færumst nær hátíð ljóss og friðar
við það að syngja saman yndislegu
jólalögin og sjá helgileik fluttan.
Flytjendur tónlistar verða: Hall-
fríður Ólafsdóttir flautuleikari, Jó-
hann Baldvinsson organisti, Söng-
hópurinn Veirurnar, stjórnandi
Þóra Fríða Sæmundsdóttir, og Kór
Vídalínskirkju, stjórnandi Jóhann
Baldvinsson. Æskulýðsfélag
Garðasóknar flytur helgileik.
Súkkulaði og piparkökur í boði
sóknarinnar að lokinni samkomu.
Prestarnir.
Aðventuhátíð í Stað-
arkirkju í Hrútafirði
AÐVENTUHÁTÍÐ verður laug-
ardagskvöld 4. desember kl. 20:30.
Hugleiðing: Ólafur Teitur Guðna-
son blaðamaður. Tónlist, helgi-
leikur og fleira kallar fram jóla-
skapið. Pálína Fanney Skúladóttir
stjórnar tónlistarflutningi.
Aðventuhátíð í
Víðidalstungukirkju,
Víðidal
AÐVENTUHÁTÍÐ verður sunnu-
dagskvöld 5. desember kl. 20:30.
Pétur Jónsson, safnvörður á
Reykjum, segir frá jólahaldi hér
áður fyrr. Tónlist og annað hátíð-
legt sem er ómissandi í jólaund-
irbúningnum. Organisti er Guð-
mundur St. Sigurðsson.
Grafarvogssöfnuður
eignast vinasöfnuð í
London
NÆSTKOMANDI sunnudag munu
prestar Grafarvogssafnaðar ásamt
nokkrum sóknarbörnum í Graf-
arvogi taka þátt í guðsþjónustu í
St. Paul-kirkjunni í Covent Garden
kl. 11:00.
Að tilstuðlan Biskupsstofu og
sendiráðsprests í London hefur
verið komið á vinatengslum við áð-
urnefndan söfnuð og kirkju. Sam-
band safnaðanna er byggt á svo-
nefndum Porvoo-samningi, er
greinir frá tengslum lútersku
kirkjunnar á Norðurlöndum og
ensku biskupakirkjunnar á Bret-
landseyjum.
Grafarvogskirkja.
Tónlistarsamkoma í
KFUM og KFUK
SANNKÖLLUÐ tónlistarveisla
verður á samkomu KFUM og
KFUK á morgun kl. 17.00. Þá mun
Gospelkór Reykjavíkur syngja
undir stjórn Óskars Einarssonar
og kynna nýja geisla- og mynd-
diska kórsins. Gospelkór KFUM og
KFUK og lofgjörðarhópur KFUM
og KFUK synga einnig undir
stjórn Keiths Reeds, sem mun líka
syngja einsöng ásamt Helgu Magn-
úsdóttur. Guðlaugur Gunnarsson
verður með aðventuhugleiðingu.
Boðið verður upp á barnapössun
og heitan mat eftir samkomu.
Gísli Marteinn
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið
5. desember, verður aðventukvöld
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og
hefst dagskrá kl. 20. Að venju
verður flutt vönduð dagskrá í tali
og tónum sem tengist undirbúingi
jólanna en aðventan er jú tími
kyrrðar og íhugunar. Gísli Mar-
teinn Baldursson flytur hugleið-
ingu. Kór kirkjunnar syngur að-
ventu- og jólalög undir stjórn
Arnar Arnarsonar og Erna Blön-
dal syngur einsöng. Sóley Elías-
dóttir leikkona les jólasögu. Heitt
súkkulaði og smákökur í safn-
aðarheimilinu eftir kvöldvökuna.
Aðventukvöld
í Hafnarfjarðarkirkju
9. des.
KRABBAMEINSFÉLAG Hafn-
arfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja
efna til aðventukvölds í Hafn-
arfjarðarkirkju fimmtudaginn 9.
desember nk. kl. 20.30. Er þetta
árlegur viðburður, en krabba-
meinsfélagið hefur aðstöðu í safn-
aðarheimili kirkjunar.
Á aðventukvöldinu flytur Sig-
þrúður Ingimundardóttir, hjúkr-
unarforstjóri á Sólvangi, hugvekju.
Þá syngur Óperukór Hafn-
arfjarðar nokkur jólalög undir
stjórn Kjartans Ólafssonar og við
undirleik Peters Máté. Einnig
syngur barna- og unglingakór
Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn
Helgu Loftsdóttur við undirleik
Önnu Magnúsdóttur. Séra Þórhall-
ur Heimisson leiðir athöfnina en
organisti er Antonia Hevesi. Að at-
höfninni lokinni býður Krabba-
meinsfélag Hafnarfjarðar upp á
kakó, piparkökur og konfekt í
safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.
Aðventukvöld
í Áskirkju
SUNNUDAGINN 5. desember, 2.
sd. í aðventu, verður haldið að-
ventukvöld í Áskirkju. Að venju
verður vandað mjög til dagskrár
aðventukvöldsins.
Kór Áskirkju flytur upp-
byggilega tónlist, aðventu- og jóla-
söngva, auk þess sem kórinn leiðir
almennan safnaðarsöng. Hallveig
Rúnarsdóttir syngur einsöng og
Jóhann Stefánsson leikur á tromp-
et. Stjórnandi er Kári Þormar,
organisti Áskirkju. Ræðumaður
kvöldsins verður Birna Anna
Morgunblaðið/ÓmarYtri-Njarðvíkurkirkja.
SJÁ SÍÐU 42