Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 55 DAGBÓK Notaleg stemning verður á safninuGljúfrasteini á aðventunni, en þar lesarithöfundar upp úr bókum alla sunnu-daga fram að jólum. Er það liður í því að halda safninu lifandi og vekja áhuga almennings á bókmenntum. Á morgun les Þórarinn Eldjárn upp úr Baróninum, Halldór Guðmundsson les upp úr ævisögu Halldórs Laxness og Jónas Ingimundarson les úr ævisögu sinni, Á vængjum söngsins, og leikur jafnvel á flygil hússins. Á Gljúfrasteini er lögð áhersla á að sýna heimili Halldórs og Auðar Laxness eins og það var þegar þau bjuggu þar. Í tíð Halldórs og Auðar Laxness voru oft haldnir tónleikar á Gljúfrasteini og komu þar fram margir þekktir listamenn. Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður safnsins í Gljúfrasteini, segir hlutverk safnsins að halda á lofti minningu Halldórs Laxness og líka að vekja áhuga á verkum hans og ævi. „Einnig á það að vera lifandi vettvangur ýmiss konar viðburða s.s. eins og upplestra,“ segir Guðný. „Gljúfrasteinn var fyrst og fremst heimili og vinnustaður skáldsins, þannig að markmið heimsóknar í Gljúfrastein er að upplifa heimilið og vinnustaðinn. Heimsóknin í safnið hent- ar því öllum. Bæði þeim sem vita mikið um skáldið og þeim sem vita minna. Gljúfrasteinn er líka eins- konar listasafn því þar gefur að líta stórkostleg listaverk eftir málara eins og Svavar Guðnason, Kjarval, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og fleiri. Safnið er einstakt á margan hátt m.a. vegna þess að þar er mikið af munum sem voru í eigu Halldórs og fjölskyldu hans. Þessir munir fá svo margfalt gildi því þeim tengjast sögur og upplýsingar sem að Auður og börn Hall- dórs hafa veitt okkur til þess að miðla til gesta.“ Hvernig taka rithöfundar upplestrardögunum? „Rithöfundar hafa tekið því afar vel að lesa upp- hátt á Gljúfrasteini og óhætt að segja að það hafi ekki þurft að ganga á eftir fólki. Nú er dagskráin fram að jólum fullskipuð og er það mikið tilhlökk- unarefni að fá tækifæri til að hlusta á upplestur úr nýjum bókum í stofunni á Gljúfrasteini. Þess má geta að aðgangur er ókeypis og hefjast upplestr- arnir kl. 15.30. Við vonum auðvitað að sem flestir hafi tök á að koma á upplestrana en þó verður að slá þann varnagla að stofan á Gljúfrasteini verður fljót að fyllast. Nánar má lesa um upplestrana á heima- síðu safnsins. gljufrasteinn.is“ Hvernig hefur aðsóknin að safninu verið? „Aðsóknin hefur verið mjög góð. Safnið var opnað í byrjun september og hafa komið 3.000 gestir þessa fyrstu þrjá mánuði. Við getum ekki annað en verið mjög ánægð með þær viðtökur sem safnið hefur fengið. Það má gera ráð fyrir að aðsókn aukist með hækkandi sól og betri tíð. Meirihluti þeirra gesta sem þegar hafa komið í safnið hafa verið Íslend- ingar þótt talsvert hafi verið um erlenda gesti en ætla má að þeim fjölgi þegar ferðamannatímabilið hefst í vor.“ Bókmenntir | Upplestrar á sunnudögum í safninu Gljúfrasteini Vekur áhuga á lifandi safni  Guðný Dóra Gests- dóttir er fædd á Fells- strönd í Dalasýslu árið 1961. Hún lauk BA í ferða- málafræði frá South Bank University í Lundúnum og hefur unnið við margvísleg störf í ferðaþjónustu. Guðný tók við starfi framkvæmdastjóra Gljúfrasteins – húss skáldsins í janúar 2004. Hún er gift Þórði Sig- mundssyni geðlækni og eiga þau tvær dætur. Hver þekkir fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er lík- lega úr Reykjavík. Þeir sem þekkja það eru beðnir að hafa samband við Sigurð Björnsson í síma 565 6752 eða á netfangið: sigbj@vortex.is Nýting orkueiningar! ORKUFLOKKURINN vill benda á vegna umræðunnar um kísilgúrverk- smiðjuna að það má nota verksmiðj- una til að framleiða orkueiningu úr dýraleifum, bein og annað væri hægt að vinna á svipaðan hátt og kísilgúr, þar sem Orkuflokkurinn telur að það sé aðallega orkuinnihald efnisins sem ræður notkunarmöguleikum efn- anna. Mundi í þessu sambandi vera komið í veg fyrir að miltisbrandur myndaðist í þeim dýraúrgangi sem til félli. Orkuflokkurinn hefur oft látið í ljósi að það þyrfti að vera til orku- málaráðuneyti til að rannsaka alla þá möguleika sem hann telur að sé að finna í orkunni hvaðan sem hún kem- ur. Orka er í öllu, það er bara að skilja það sem getur fengið menn til að hugsa á nýjan hátt um hana og notk- unarmöguleikana á að nýta hana. Það mætti gefa öllum hlutum stig með til- liti til hvað þeir hafa margar orkuein- ingar á bak við sig og svo er það bara vinnsluaðferðin sem ræður því hvað unnið er úr afurðunum. Allt er orka í hvaða mynd sem hún birtist. Bjarni Þór Þorvaldsson, Hraunbæ 182, Rvík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Ídag, 4. desem- ber, er sjötugur Stef- án Hirst, fv. skrif- stofustjóri og lögfræðingur yf- irstjórnar lög- reglustjóraembætt- isins í Reykjavík. ÁRLEG jólagleði listamanna í Álafosskvosinni verður haldin í dag kl. 13–19 og hafa listamenn af því tilefni opið hús í vinnustofum sínum. Þannig verður handverk- stæðið Ásgarður opið og einnig Leirverkstæði Helgu Jóhann- esdóttur, þar sem finna má nytja- list og skúlptúr úr leir eftir Helgu. Þá verður haldin nemendasýn- ing leirmótunarnámskeiðs barna auk þess sem Myndlistarskóli Mosfellsbæjar efnir til nem- endasýningar barna og fullorð- inna. Í Þrúðvangi sýnir Marisa Arason ljósmyndir og Ólöf Odd- geirsdóttir og Valgerður Bergs- dóttir sýna teikningar. Þá mun Símon H. Ívarsson gít- arleikari gleðja gesti og listamenn með flutningi á ýmsum tón- verkum, en tónlistardagskráin hefst kl. 16 í Leirverkstæði Helgu og síðan kl. 16.30 í Þrúðvangi, kl. 17 í Myndlistarskóla Mosfells- bæjar og að lokum kl. 18 í Ás- garði, handverkstæði. Listamenn bjóða Mosfellinga og aðra velunnara hjartanlega vel- komna. Mosfellskir listamenn halda jólagleði HJÓNIN Catherine Dodd og Jónas Bragi Jónasson hafa nú opnað Glergallerí við vinnustofu sína í Auðbrekku 7, Kópavogi. Í tilefni af því opna þau sýningu á nýjum listgripum í dag kl. 14 og stendur hún til kl. 20 í kvöld. Catherine og Jónas Bragi eru bæði starfandi listamenn, menntuð í Englandi, Skotlandi, Finnlandi og á Íslandi. Þau skapa handgerða listgripi, skálar, diska, vasa og kertastjaka úr flotgleri og eð- almálmum. Einnig skapa þau skúlptúra og myndverk úr ýmiskonar gleri, kristal, grjóti o.fl. Glergallerí opnað í Kópavogi Sýningin verður áfram opin á morgun frá kl. 12 og allt til 22. desember frá kl. 12–20. Fréttir í tölvupósti Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun sunnudaginn 1. desember kl. 13:30 Dagskráin verður sem hér segir: Nemendur úr dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna dans Örn Árnason mætir með grín og glens Bjarni Ara og Silja syngja Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó. Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun, sunnudaginn 5. desember kl. 13:30 Dagskráin verður sem hér segir: Þrjár systur/Lárusdætur syngja jólalög Nemendur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna tangó Hin íslenska Edith Piaf gleður gesti með söng og leik Trúðurinn Tralli skemmtir börnunum Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jó as Þ rir Jónasson leik ljúfa tónlist á fiðlu og píanó. Girnilegt kaffihlaðborð – Glæsilegt happdrætti ALLIANCE française opnar í dag kl. 14.30 sýningu á málverkum eftir Marie- Sandrine Bejanninn í húsnæði Alliance française, Tryggvagötu 8. Áður en Marie-Sandrine Bejanninn varð listmálari hafði hún um árabil unnið í aug- lýsingageiranum sem listrænn stjórnandi og hugmyndastýra. Það er eflaust ástæð- an fyrir því þess að hún hefur brennandi áhuga á leik með orð og myndir, þörf henn- ar fyrir að búa til tengsl, örva ímyndunar- aflið. Í verkum sínum blandar hún án af- láts saman merkingum og formum sem sækja næringu í margvísleg og nánast ósýnileg ummerki hversdagslífsins. Flest viðfangsefnanna í verkunum sem sýnd eru á þessari sýningu eru fiskar, sem eru óður til Íslands. Fjögur málverkanna sækja einkum í þennan efnivið: þau hafa verið notuð í „könnun“ meðal innfæddra eða aðfluttra Íslendinga: „Hver eru að þín- um dómi skilningarvitin fimm (snerting, sjón, lyktarskyn, heyrn og bragð) Ís- lands?“ Þessi orð – vitnisburðir eru tekin upp aftur, og sett á svið, þau segja okkur frá sínu Íslandi, tilfinningum sínum, skynj- unum. lykilpersónurnar í íslensku jóla- haldi, Grýlubörnin þrettán eru líka falin í þeim á hugvitsamlegan hátt. Fransk-íslensk sýning opnuð í Alliance française Sýningin stendur frá 4. til 20. des- ember. Opið mánudag til föstu- dags 13.30-18.00 og 13.00-17.00 laugar- og sunnudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.