Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist í svonefndu Svarthúsi á Þórarinsstaðaeyj- um í Seyðisfirði hinn 13. apríl árið 1909. Hann lést á Sjúkra- húsi Seyðisfjarðar 24. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Magnús Jónsson, kennari, formaður, ritstjóri og skáld, ættaður frá Geldingaá í Leirár- sveit í Borgarfirði, f. 1. september 1875, d. 6. febrúar 1946, og kona hans Hild- ur Ólafsdóttir húsmóðir, frá Landa- mótum í Seyðisfirði, f. 20. júlí 1882, d. 18. maí 1917. Sigurður var sex mánaða gamall er hann fór í fóstur til Sigurðar Jónssonar, útvegs- bónda og hreppstjóra á Þórarins- stöðum, og konu hans Þórunnar Sigurðardóttur húsfreyju. Foreldr- ar hans fluttu hins vegar til Vest- mannaeyja og settust þar að árið 1915. Systkinin urðu alls ellefu en fjögur þeirra létust í barnæsku. Þau eru: Ólafur, læknanemi og rit- stjóri í Vestmannaeyjum, f. 3.5. 1903, d. 4.11. 1930; Jón, skrifstofu- maður í Vestmannaeyjum, f. 13.8. 1904, d. 17.4. 1961; Rebekka, hár- greiðslumeistari í Vestmannaeyj- um og síðan í Reykjavík, f. 20.7. 1905, d. 29.9. 1980; Gísli, f. 4.11. 1906, d. 8.3. 1908; Kristinn, skip- stjóri í Vestmannaeyjum, f. 5.5. 1908, d. 5.10. 1984; Ingólfur, f. 31.3. 1910, d. 9.1. 1911; Unnur, sýslu- mannsfrú og skrifstofumaður í Stykkishólmi, síðar í Reykjavík, f. 7.6. 1913, d. 19.9. 2002; Guðbjörg, f. nam við Lýðháskólann í Askov í Danmörku 1930–31. Þá stundaði hann námskeið í útvarpsvirkjun 1934 og öðlaðist réttindi til út- varpsviðgerða. Hann hélt unglinga- skóla í skólahúsi Seyðisfjarðar- hrepps 1932 og á Þórarinsstöðum 1933–34, var skólastjóri Barna- skóla Seyðisfjarðarhrepps 1938–39 og hafði unglinga í tímakennslu í Garði 1943 og í Vestmannaeyjum 1950. Þá var Sigurður ráðsmaður á Þórarinsstöðum 1924–42. Sigurður og Jóhanna hófu sambúð og bjuggu á Þórarinsstöðum árið 1936 en fluttu síðan suður í Garð árið 1943 þar sem Sigurður starfaði hjá varn- arliðinu og víðar við smíðar og múrverk. Þau fluttu síðan til Vest- mannaeyja árið 1944 þar sem Sig- urður gerðist starfsmaður Vest- mannaeyjabæjar og vann þar óslitið næstu þrjátíu árin, lengst af sem verkstjóri. Þau fluttu síðan aft- ur til Seyðisfjarðar árið 1974 þar sem þau bjuggu í Dröfn á Austur- vegi 34 við rausn þar til um áramót 2001/2002. Sigurður hefur safnað miklu af þjóðlegum fróðleik, eink- um síðari árin. Hann hefur samið fjölda ritgerða um sögulegt efni sem einkum hefur birst í Múlaþingi. m.a. er þar að finna ítarlega grein eftir hann um Inga T. Lárusson tónskáld. Það var einkum fyrir ábendingar og athugasemdir Sig- urðar að hin forna stafkirkja á Þór- arinsstöðum fannst en þar hafa nú staðið yfir umfangsmiklar forn- leifarannsóknir. Sigurður var ritari Verkstjórafélags Vestmannaeyja um árabil. Hann söng með Karla- kór Vestmannaeyja meðan hann var þar búsettur. Þá hefur hann verið virkur sjálfstæðismaður alla tíð, setið landsfundi og starfað í ýmsum nefndum á vegum bæjar- félagsins. Útför Sigurðar Magnússonar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 7.5. 1915, d. 13.11. 1915; tvíburi hennar, f. 7.5. 1915, d.s.d.; og Sigurbjörg, kaupkona í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík, f. 19.9. 1916, d. 1.6. 2000. Hinn 27. nóvember 1937 kvæntist Sigurð- ur Guðrúnu Jóhönnu Magnúsdóttur frá Másseli í Jökulsárhlíð, f. 1. mars 1917, d. 16. október 2002. Hún var dóttir hjónanna Magn- úsar Arngrímssonar bónda og Helgu Jó- hannesdóttur er lengst af bjuggu í Másseli. Börn Sigurðar og Jóhönnu eru fjögur: 1) Þórunn, hjúkrunar- fræðingur í Garðabæ, f. 22.1. 1938, gift Finni Jónssyni verkfræðingi og eiga þau fjögur börn; 2) Magnús Helgi, bifvélavirki og vélsmíða- meistari á Indriðastöðum í Skorra- dal, f. 29.6. 1947, var kvæntur Sig- ríði Stefánsdóttur, símritara á Seyðisfirði, og eiga þau tvö börn, er í sambúð með Inger Helgadóttur; 3) Ásdís, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27.1. 1950, gift Sveini Valgeirs- syni bifreiðastjóra, og eiga þau fimm börn; 4) Ólafur Már, deildar- stjóri hjá Bræðrunum Ormsson, f. 29.11. 1953, búsettur á Seltjarnar- nesi, var kvæntur Maríu Ólafsdótt- ur og eignuðust þau þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi en er nú kvænt- ur Sigrúnu Kristínu Ægisdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau saman tvö börn auk þess sem hún á fyrir tvö börn. Alls eru því barna- börnin orðin 16 og barnabörnin 25. Sigurður stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum 1928–30 og Látinn er í hárri elli Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum, tengdafaðir minn. Æviágripi hans verða gerð skil annars staðar, en hér er send hinsta kveðja með þakklæti fyrir nær hálfrar aldar góð kynni og margar ánægjulegar samverustund- ir. Sigurður kom mér þegar í upphafi fyrir sjónir sem sérlega vandaður maður í alla staði. Hann var áhuga- maður um þjóðlegan fróðleik og sögu, menn og málefni, og þekkti ótrúlega marga sem hann hafði kynnst við störf sín að þessum áhugamálum sín- um. Hann gerði sér margar ferðir til Reykjavíkur til að geta stundað fræði sín á Þjóðskjalasafni, Örnefnastofnun og víðar þar sem fróðleik var að finna. Aldrei heyrðist hann minnast á konur og menn sem hann kynntist á lífsleið- inni öðruvísi en sómakonur og af- bragðsdrengi, engum var nokkurn tíma hallmælt. Það leiðir vitanlega af sjálfu sér þar sem líkur sækir líkan heim, og trúi ég því að Sigurður hafi engum kynnst vel nema afbragðs- góðu fólki. Það var líka einhvern veg- inn mannbætandi að vera samvistum við Sigurð og laðaði hann þannig að sér bæði börn og fullorðna. Þau börn okkar Þórunnar sem dvöldust lang- tímum saman á sumrin hjá afa og ömmu á Seyðisfirði töluðu mikið um hve gott væri að vera þar. Eitt þeirra, Guðrún, sem búsett er í Svíþjóð og á ekki heimangengt biður fyrir góðar kveðjur með innilegu þakklæti fyrir allar samverustundirnar. Þrátt fyrir fremur alvarlegt yfirbragð og fram- komu var mjög stutt í glettnina hjá Sigurði, en það var á sama veg. Glettnin bitnaði aldrei á öðrum, sner- ist yfirleitt ekki um menn, heldur broslega atburði og málefni. Það var jafnvel síðastliðið sumar þegar við hjónin heimsóttum hann á Sjúkrahús- ið á Seyðisfirði að hann hafði orð á því að eitthvað hefði misfarist í bókhald- inu hjá Sankti Pétri. Pétur ætti að vera löngu búinn að koma og sækja hann. Orðinn níutíu og fimm ára gam- all, sjónin döpur og stundirnar í rúm- inu sífellt fleiri gerðu það að verkum að Sigurður var mjög tilbúinn að kveðja þennan heim. Það mátti jafn- framt vel finna það á honum hve hann hlakkaði til að hitta Hönnu sína hand- an móðunnar miklu þótt ekki hefði hann beint orð á því. Fyrir hönd barna Sigurðar og ann- arra aðstandenda er hér komið á framfæri innilegu þakklæti til alls starfsfólks Sjúkrahússins á Seyðis- firði fyrir frábæra umönnun Sigurðar og Jóhönnu meðan hennar naut við. Þau höfðu dvalist á sjúkrahúsinu síð- ustu ár ævinnar. Far þú í friði, með bestu óskum um góða ferð. Þinn tengdasonur, Finnur. Afi minn, Sigurður Magnússon frá Þórarinsstaðaeyrum, hefur haldið til fundar við Pétur á himni og félaga hans. Aðeins eru liðin tvö ár síðan ást- kær eiginkona hans Guðrún Jóhanna Magnúsdóttir (amma) féll frá, en þau höfðu verið gift lengur en margir fá lifað án þess að skugga bæri á þeirra sambúð. Þau voru bæði ljóðaunnend- ur og kunnu hvort um sig ógrynni ljóða og sagna frá gömlum tíma. Ég bjó við þá gæfu í æsku að eiga afdrep hjá ömmu og afa. Þar kenndi afi mér t.d. skák og ljóðagerð. Alltaf kom hann eins fram við börn og fullorðna, af virðingu og einlægni. Saman klifum við fjöllin sem umkringja Seyðisfjörð og var með ólíkindum hvað afi hafði orku og áhuga til náttúruskoðunar og skráningar örnefna og lífríkis sem varð á vegi hans þótt hann væri þá kominn á áttræðisaldur. Þá sagði hann mér á sinn einstaka hátt frá vísu sem Páll Ólafsson skáld skellti á vinnumann sinn, hún var svona: Nú er úti fannafans farðu að moka snjóinn, annaðhvort til andskotans eða þá í sjóinn. Skemmtileg munnmælasaga frá lokum 19. aldar fylgdi með. Páll var í kaupstað með tóman kút, þegar kaupmaður kallar á hann og biður um vísubotn. Kaupmaðurinn var skotfæralaus og orti: Ekkert púður, engin högl, ekkert til að skjóta fugl? Páll fékk gambra í kútinn fyrir að bæta við: Þetta er mikið bragarbögl mér blöskrar sjálfum þetta rugl. Þegar afi sagði mér svona gullkorn og rak upp óstöðvandi hlátur með gleðitárum sem fylgdu alltaf með fann ég að afi bar jafna virðingu fyrir börnum og fullorðnum og byggði um leið upp barnabörnin sín hvert af öðru með ósvikinni ást og virðingu og óbil- andi trú. Ég heimsótti afa ásamt fjöl- skyldu minni nú í sumar og enn var hann að segja svona sögur. Fór með ljóð sem hann hafði kunnað í 90 ár og sagðist ekki gleyma svo glatt því sem hann hefði eitt sinn lært. Amma og afi voru af kynslóð sem sárt verður sakn- að. Kynslóð sem gat unað við lítið sem ekkert, en kunni samt að kveikja bros og gleði með einföldum sögum eða vísum eða bara hlýlegu spjalli. Valgeir Sveinsson. Nú er afi minn fallinn frá, 95 ára gamall. Hann afi var enginn venjulegur afi. Fyrir mér var hann hinn fullkomni afi og þótti mér alveg óendanlega vænt um hann. Þar sem ég var svo heppin að búa í næsta húsi við ömmu og afa á mínum fyrstu 9 æviárum þá gat ég heimsótt þau á hverjum degi og stundum oft á dag. Mér fannst alltaf gaman að vera niðri hjá afa í bóka- herberginu hans og hlusta á hann segja mér sögur. Afi hafði gaman af söng og oft tókum við lagið saman. Hann afi var mikill viskubrunnur og oft gleymdi maður sér við að hlusta á hann. Einnig var hann mikill húm- oristi og oftar en ekki sá hann spaugi- legu hliðarnar á hlutunum. Til dæmis safnaði hann öllum grín- myndum Sigmunds úr Mogganum sér til ánægju. Hann var hagmæltur og orti hann oft skemmtilegar vísur um atburði líðandi stundar. Ég þakka Guði allan þann tíma sem ég fékk að eiga með afa mínum Ég kveð hann með einlægan söknuð í hjarta Alda Mjöll Sveinsdóttir. Elsku Siggi afi. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar á Seyðisfirði. Minningin um afa, sitjandi við skrifborðið sitt í Dröfn, umvafinn bókum, er sterk. Afi ritaði mikið af heimildum og má segja að hann hafi verið sagnfræðingur af guðs náð og átti hann auðvelt með að fanga at- SIGURÐUR MAGNÚSSON Kveðja frá Úr- smiðafélagi Íslands Í dag kveður fá- mennt fagfélag elsta félaga sinn. Er Úr- smiðafélagi Íslands ljúft og skylt að minnast Ólafs Tryggvasonar úr- smíðameistara. Ólafur Tryggvason nam úrsmíði á árunum 1927–1931 hjá Magnúsi Benjamínssyni úrsmíðameistara, miklum hagleiks- og uppfinninga- manni. Lauk hann sveinsprófi 1933 og fékk meistararéttindi 1935. Ólaf- ur starfaði hjá fyrirtæki Magnúsar til ársins 1976 er Ólafur ásamt öðr- um hluthöfum þess ákvað að leggja ÓLAFUR TRYGGVASON ✝ Ólafur Tryggva-son fæddist á Seyðisfirði 24. nóv- ember 1910. Hann lést á Landakotsspít- ala 16. nóvember síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 25. nóvem- ber. starfsemi Magnúsar Benjamínssonar úr- smiðs niður og hætta rekstri. Flutti Ólafur þá verkstæði þess á heimili sitt og starfaði þar að fagi sínu eftir það. Ólafur var ritari Úr- smiðafélags Íslands í tólf ár og sótti á þeim tíma mörg Norður- landaþing úrsmiða ásamt því að hann var lengi í prófnefnd úr- smiða. Í þakklætis- og virðingarskyni fyrir störf fyrir úrsmíðafagið var Ólafur sæmdur heiðurspeningi Nordisk Urmager Forbund ásamt gullmerki Úrsmiðafélags Íslands. Úrsmiðafélag Íslands sendir börn- um Ólafs og aðstandendum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum með þakklæti úr- smíðameistarann Ólaf Tryggvason. Frank Ú. Michelsen, formaður Úrsmiðafélags Íslands. Þökkum auðsýnda samúð og virðingu við minningu PÉTURS ÞÓRSSONAR, Marbakkabraut 38, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru færðar Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Hulda Finnbogadóttir, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Þórný Pétursdóttir, Baldur Bragason, Atli Mar Baldursson, Þór Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Rán Pétursdóttir. Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og frænka, INGIBJÖRG J. HELGADÓTTIR frá Patreksfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi, mánudaginn 6. desember kl. 13.00. Sigurður Steingrímsson, Gísli Steingrímsson, Ólöf L. Steingrímsdóttir, Jón Steingrímsson, Kristinn J. Gíslason, Helga Pálsdóttir, Hrönn Pálsdóttir, Helgi Pálsson og fjölskyldur þeirra. Kæri litli bróðir. Með örfáum orðum vil ég kveðja þig og þakka allar samveru- stundirnar í bernsku heima í fallegu sveit- inni okkar og ekki síð- ur hér fyrir sunnan eftir að við urð- um fullorðin og eignuðumst okkar eigin heimili og fjölskyldur. Margs er að minnast en ég segi bara takk, takk fyrir mig og mitt fólk, því að heimili ykkar Laufeyjar, fyrst í Blesugrófinni, síðan á Bústaðaveg- inum og síðan í Hólmgarðinum, stóð okkur ætíð opið og þangað var ÞÓRÐUR JÓNSSON ✝ Þórður Jónssonfæddist á Brekku í Aðaldal 9. septem- ber 1927. Hann lést á Landakotsspítala 14. október síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna. notalegt að koma og yndislegt og traust- vekjandi þegar þú tókst mig í þinn breiða faðm því að það gerðir þú alltaf þegar ég kom til ykkar. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa getað heimsótt þig í löngum og erfiðum veikindum og til síð- ustu stundar. Dætur mínar og fjölskyldur þeirra þakka ykkur Laufeyju liðin ár og alla ykkar vináttu til þeirra. Hafið Guðs þökk fyrir allt og alla á liðinni langri ævi. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Laufeyjar og fjölskyldu hennar. Hvíl í friði, litli bróðir. Þín litla systir, Kristín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.