Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í dag kl. 14.00
Söngstund í Kolaportinu.
Tilkynningar
30.12.-2.1. Áramót í Básum.
V. frá Reykjavík 13.300/14.800,
frá Hvolsvelli 10.700/12.800.
Fararstj.: Bergþóra Bergsdóttir
og Reynir Þór Sigurðsson.
www.utivist.is
Gvendur dúllari
Full búð af fínum bókum.
Fyrirtaks jólagjafir
fyrir bókaunnendur.
Jólaöl og piparkökur í dag.
Gvendur dúllari - alltaf góður,
Klapparstíg 35, sími 511 1925.
Félagslíf
RAÐ-
AUGLÝSINGAR
Toyota 4Runner árg. '91, ek. 188
þús. km. Toyota 4Runner árg. '91,
ek. 188 þús. km. Verð 350 þús.
Skoðaður '05, V6 3.0, 5 gíra,
beinsk. Góður bíll. Upplýsingar
í síma 892 6305.
Til sölu Ssangyong Korando,
ekinn 143.000. Dísel, með mæli,
skoðaður '05. Beinskiptur. Algjör
sparibaukur. Í toppstandi. Ný
snjódekk. Lítur mjög vel út. Uppl.
í síma 892 1284 eða 862 5584.
Subaru Legacy station
Árg. 98. Ek. 92 þús. Á nýjum nagl-
adekkjum. Tilbúinn í slabbið.
Toppbíll.
Uppl. hjá bílasölunni Toppbílum,
Funahöfða 5, s. 587 2000
Það hefur sjaldan verið hag-
stæðara að flytja inn bíla frá
USA. Bjóðum ávallt hagstæðasta
verðið. Örugg þjónusta hjá lögg-
iltum bifreiðasala. Uppl. í s. 897
9227 - www.is-band.is
DVD spilarar og skjáir í bílinn
RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52,
Kópavogi, s. 567 2100.
www.radioraf.is
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Driver.is
Ökukennsla, aksturs-
mat. Subaru Legacy, árg. 2004.
Björgvin Þ. Guðnason,
sími 895 3264 www.driver.is
Kona óskar að kynnast heiðar-
legum manni um sjötugt. Félags-
skapur, t.d gönguferðir o.fl.
Svör sendist til auglýsingadeildar
Mbl., merkt: „Jól“.
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Terrano II '99,
Cherokee '93, Nissan P/up '93,
Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza
'97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup
'91 o.fl.
Jeep Cherokee Jamboree árg.
'94. Ekinn 107.000 km. Einn eig-
andi frá upphafi. Beinskiptur.
Sumardekk fylgja. Verð kr.
420.000 stgr. Engin skipti. Upplýs-
ingar í símum 551 1816 og 898
4916.
VW Golf CL 1600, árg. ´99 Ekinn
aðeins 74.000 km. Mjög vel með
farinn og góður bíll. Sumar- og
vetrardekk, álfelgur, magnari.
Gott verð. Ath. skipti á ódýrari.
Jóhann, sími 899 0484.
Toyota Yaris árg. 2003. Sjálf-
skiptur. Vel með farinn. Góður
bíll. Upplýsingar í s. 565 7656, 863
7576 og 898 7656.
KOMIÐ hefur í ljós hjá Europris í
Noregi að eldhætta getur fylgt notk-
un á ákveðnum kertastjökum fyrir
sprittkerti. Fyrirtækið innkallar
þess vegna þessar vörutegundir.
Europris á Íslandi biður alla þá
sem keypt hafa umrædda kerta-
stjaka (sjá mynd) um að skila þeim til
næstu Europris-verslunar þar sem
varan verður endurgreidd.
Kviknað getur í kertastjökunum ef
loginn nær að snerta þá. Kertastjak-
arnir voru í sölu frá 13. október til 3.
nóvember, segir í frétt frá Europris.
Europris innkallar kertastjaka
Tólf ára stúlka skýtur
gömlu brýnunum ref fyr-
ir rass í Borgarfirðinum
Mánudaginn 29. nóvember var
spilað fimmta kvöldið í aðaltvímenn-
ingi félagsins. Litlar breytingar urðu
á toppnum en heldur drógu Anna og
Jón á efsta parið. Hæsta skor
kvöldsins í umferð fengu þau Siggi á
Hellubæ og Lára Lárusdóttir á
Hvanneyri en gaman er að geta þess
að Lára er aðeins 12 ára. Þá virðast
þeir Karvel á Hýrumel og Ingimund-
ur í Deildartungu hafa fundið fjölina
sína og tóku þriðju bestu skor
kvöldsins, og Kópakarlinn er farinn
að sjást á lista yfir efstu pör.
Úrslit kvöldsins.
Anna Einarsdóttir – Jón H. Einarsson 60
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 55
Karvel Karvelsson – Ingimundur Jónsson 49
Örn Einarsson – Kristján Axelsson 44
Ólafur Flosason – Þorsteinn Pétursson 41
Röð efstu para að loknum fimm
kvöldum er sem hér segir:
Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 275
Anna Einarsdóttir – Jón H. Einarsson 236
Örn Einarsson – Kristján Axelsson 157
Þorvaldur Pálmas. – Jón V. Jónmundss. 152
Hörður Gunnars. – Ingim. Ingimundars. 113
Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddsson105
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Hraðsveitakeppni félagsins lauk
sl. mánudag 29. nóvember með sigri
sveitar Eðvarðs Hallgrímssonar.
Fyrir síðasta kvöldið var hún með
allgóða forystu sem virtist líkleg til
að halda, en sveit Rúnars Einarsson-
ar náði verulega góðu skori og saum-
aði verulega að sveit Eðvarðs á loka-
sprettinum. Spilarar í sveit Eðvarðs
auk hans voru Magnús Sverrisson,
Jón Stefánsson og Halldór Svan-
bergsson.
Eftirtaldar sveitir náðu besta
skorinu á síðasta spilakvöldinu, með-
alskor 540:
Rúnar Einarsson 657
Anna Guðlaug Nielsen 577
Óttar Ingi Oddsson 543
Eðvarð Hallgrímsson 540
Lokastaðan í hraðsveitakeppni fé-
lagsins varð þessi:
Eðvarð Hallgrímsson 1792
Rúnar Einarsson 1769
Sigurrós Sigurðardóttir 1677
Hjördís Sigurjónsdóttir 1662
Anna Guðlaug Nielsen 1653
Næsta keppni félagsins er þriggja
kvölda barómeter-tvímenningur
sem hefst 6. desember. Allir vel-
komnir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
JÓLASVEINAÞJÓNUSTA Skyr-
gáms afhenti nýlega Hjálparstarfi
kirkjunnar 301.040 kr. sem fara til
að rétta kjör stéttlausra barna á
Indlandi. Voru þeir hluti af veltu
Jólasveinaþjónustunnar síðustu jól.
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms
hefur starfað í 6 ár og heimsótt
hundruð leikskóla, fyrirtækja og
einstaklinga. Jólasveinaþjónustan
leggur áherslu á að starfa í anda
jólanna og til að sýna viljann í verki
hefur þjónustan látið 20% af velt-
unni hver jól renna til Hjálparstarfs
kirkjunnar og þannig safnað rúm-
lega 1,3 milljónum til starfsins.
Áframhald verður á samvinnu
Skyrgáms og Hjálparstarfsins nú
um jólin og er þeim sem vilja fá
jólasveinana í heimsókn í desember
bent á heimasíðuna: skyrgamur.is.
Skyrgámur og Anna Ólafsdóttir hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar við af-
hendingu styrksins.
Styrkja Hjálpar-
starf kirkjunnar
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri fimmtudaginn
2. desember, sl.
Áreksturinn varð um klukkan 9.00
gatnamótum Miklabrautar og Háa-
leitisbrautar. Þar rákust saman ljós-
grár Chrysler PT Cruiser og dökk-
blár Volvo XC 70. Þeir sem veitt geta
upplýsingar um umferðaróhappið
eru beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
Lýst eftir vitnumHEKLA kynnir í dag og laugardag
nýjan bíl frá Audi. Er það fimm dyra
Audi Sportback. „Sportback hefur
bestu eiginleika snaggaralegra
sportbíla, fjölhæfni fimm dyra fólks-
bíla og háþróaðan tæknibúnað auk
þess sem hann er einstaklega ná-
kvæmur og sprækur í akstri,“ segir
m.a. í frétt frá Heklu.
Hægt er að velja á milli fjögurra
bensín- og dísilvéla sem skila allt að
200 hestöflum, framhjóladrifs eða
quattro-sídrifs á öllum hjólum.
Hekla kynnir
Audi Sportback
VIGDÍS Finnbogadóttir opnar
formlega „Táknabankann“, tákn-
málsorðasafn á netinu, í dag, laug-
ardag, kl. 14 við athöfn í Bókasal
Þjóðmenningarhússins.
Táknabankinn, sem Félag heyrn-
arlausra, Foreldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra og Samskiptamið-
stöð heyrnarlausra og heyrnar-
skertra hafa unnið að síðustu þrjú
árin, markar tímamót í aðgengi að
íslensku táknmáli. Þar verður ís-
lenskt táknmál í fyrsta skipti að-
gengilegt öllum á veraldarvefnum.
Slóðin inn á vefinn er http://
www.taknmal.is.
Táknmálsbank-
inn formlega
opnaður í dag
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
RÖNG mynd birtist með frétt um
Lottódansmót í blaðinu sl. laugar-
dag. Hér birtist rétt mynd: Alex
Freyr og Ragna Björk sigurvegarar
í báðum greinum Lottókeppninnar í
12–13 ára og er beðist velvirðingar á
mistökunum.
MS átti ekki
fulltrúa í hópi
Í FRÉTT í Mbl. í gær um mjólk-
uriðnaðinn var ranglega hermt að
fulltrúi MS hefði átt fulltrúa í sam-
starfshópi um næringu ungbarna
sem myndaður var fyrir nokkrum
árum. Hið rétta er að MS var í sam-
starfi við hópinn og var afrakstur
þeirra samvinnu þróun á járnríkri
stoðmjólk sem kom á markað í fyrra,
eins og greint var frá. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
Röng mynd
HIÐ íslenska
Biblíufélag hefur
gefið út sín árlegu
jólamerki fyrir
árið 2004. Þau eru
send til félaga í
Biblíufélaginu og
annarra stuðn-
ingsaðila, en allir
sem áhuga hafa á
að eignast merkin geta snúið sér til
félagsins. Merkin eru gefin út til
stuðnings hinu alþjóðlega Biblíu-
félagsstarfi.
Sú söfnun sem tengist útgáfu
þeirra í ár er til stuðnings starfi Bibl-
íufélagsins á Kúbu. José López leiðir
Biblíustarfið þar en á síðustu 11 ár-
um hefur 1,7 milljónum Biblía verið
dreift til landsmanna. Áður var stað-
an allt önnur.
„Við getum deilt gleði okkar yfir
Biblíunni með öðru fólki úti í heimi.
Með því að styðja hið alþjóðlega
Biblíustarf gefum við annarri mann-
esku tækifæri til að öðlast einnig
gleðina yfir því að kynnast Orði
Guðs,“ segir í fréttatilkynningu.
Jólamerki
Biblíufélagsins