Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 33
www.krabb.is
Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum
540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á
heimasí›u Krabbameinsfélagsins
www.krabb.is/happ
Audi A3 Sportback.
Ver›mæti 2.490.000 kr.
Bifreið eða greiðsla upp í
íbúð.
Ver›mæti 1.000.000 kr.
Úttektir hjá ferðaskrifstofu
eða verslun.
Hver a› ver›mæti 100.000 kr.
168
Krabbameinsfélagsins
skattfrjálsir vinningar
að verðmæti
170
20.290.000 kr.
Vertu með og styrktu gott málefni
vinningar:
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 33
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU í gær
[fimmtudag] eru um
tuttugu greinar og
bréf um ólík mál-
efni. Öll skrifin eiga
það sammerkt að
koma á framfæri
skoðunum og upp-
lýsingum, sem höf-
undar álíta, að eigi
erindi við almenn-
ing. Með því að
birta þessar greinar
er Morgunblaðið
öðrum fremur að
kosta miklu til að
efla það frumatriði
alls lýðræðis, að
virða og rækta rétt
einstaklinga til að
tjá sig þannig að
aðrir geti vitað.
Þessi háttsemi er
eina ástæða þess að
ég er áskrifandi
Morgunblaðsins þó
ég sé oftast andvíg-
ur pólitískri rit-
stjórnarstefnu þess.
Ástæða þessara
skrifa minna nú er
sú að í síðustu viku sögðu mér
tveir kunningjar mínir, sem
ekki þekkjast, annar er bifvéla-
virki, hinn háskólakennari, að
þeir hefðu gerst áskrifendur
blaðsins. Báðir hafa oft lesið
það á vinnustað og með lausa-
kaupum. Þegar ég spurði af
hverju þeir hefðu
gerst áskrifendur
sagði kennarinn að
hann yrði að fylgjast
með umræðunni í
þjóðfélaginu og hún
væri mest í Mogg-
anum. Bifvélavirkinn
sagði: „Mogginn er
eini staðurinn þar,
sem fólk eins og ég
getur komið skoð-
unum sínum á fram-
færi, hann er svo
dýrmætur fyrir um-
ræðuna í þjóðfélag-
inu og lýðræðið að
mér finnst skylda
mín að styrkja hann
með áskrift, og hef
ég þó aldrei kosið
íhaldið.“
Mogginn er þjóð-
fundur – opið mál-
þing. Þar geta allir
beðið um orðið og
mælendaskráin er
löng.
Þetta kom í huga
minn þegar ég las
blaðið í gær.
Málþing
þjóðarinnar
Birgir Dýrfjörð fjallar
um Morgunblaðið
’Mogginn erþjóðfundur –
opið málþing.
Þar geta allir
beðið um orðið
og mælenda-
skráin er
löng.‘
Birgir Dýrfjörð
Höfundur er rafvirki og á sæti í
flokksstjórn Samfylkingarinnar.
MÁLEFNI sem tengjast stofnfjár-
eigendum SPRON og heimild til við-
skipta með stofnfé þeirra hafa verið
mjög til umræðu og gjarnan í kastljósi
fjölmiðla í meira en tvö ár. Fyrir nokkru
hófust viðskipti með stofnfjárbréf
SPRON á markaði sem
sparisjóðurinn stofnaði
til. Við hæfi er að líta um
öxl og rifja upp aðdrag-
andann að þessum við-
skiptum og þær afleið-
ingar sem hann hefur
haft í för með sér.
Sumarið 2002 reyndi
Búnaðarbankinn með að-
stoð 5 stofnfjáreigenda
að komast yfir SPRON
með því að bjóða stofn-
fjáreigendum 4–5,5-falt
verð fyrir stofnfé þeirra,
eða samtals 2–2,7 millj-
arða króna. Ári síðar var sparisjóðurinn
metinn á um átta milljarða króna. Bún-
aðarbankinn hefði hagnast vel. Bankinn
var þá að meirihluta í eigu ríkisins og
markmið þeirra, sem þar réðu för, var
að nota yfirráðin og stóran eignarhluta
SPRON í Kaupþingi til að tukta þá til,
sem staðið höfðu fyrir sölu á hlutfé í
Fjárfestingabanka atvinnulífsins til
Orca-hópsins.
Stjórn SPRON taldi ekki heimilt að
versla með stofnfjárbréf á hærra verði
en framreiknuðu nafnverði, þ.e. hærra
verði en sparisjóðum er heimilt að taka
fyrir ný bréf eða greiða fyrir innlausn
bréfa. Fjármálaeftirlitið úrskurðaði
hins vegar í júlí 2002, að þar sem slík
verslun væri ekki bönnuð berum orðum
í lögum væri hún heimil. Var það þvert
á álit allra sem komið höfðu að setningu
laga um sparisjóði.
Fjármálaeftirlitið úrskurðaði einnig,
að áform Búnaðarbankans gætu ekki
gengið eftir og lagði fyrir stjórn
SPRON að hafna framsölum á stofn-
fjárbréfum, sem byggð væru á tilboði
bankans. Í stað þess að Búnaðarbank-
inn félli þá frá yfirtökuáformum sínum
var flutt vantrauststillaga á stjórn
SPRON fyrir að lýsa því yfir, að hún
myndi hlíta fyrirmælum eftirlitsstofn-
unar ríkisins. Í Mbl. 31. júlí 2002 skrif-
aði Jón Steinar Gunn-
laugsson, lögmaður, sem
launaður var af Bún-
aðarbankanum til að stýra
aðgerðunum: „Vegna
þessarar afstöðu núver-
andi stjórnar SPRON hef-
ur orðið nauðsynlegt að
flytja tillögu um að víkja
henni frá og kjósa nýja.
Öðruvísi geta viðskiptin
ekki gengið eftir. Fallist
nægilega margir eigendur
stofnfjár á þetta mun hin
nýja stjórn samþykkja
viðskiptin.“ Svona einfalt
var það. Bara víkja þeim frá sem vildu
fara að settum reglum og fá síðan aðra
til verksins, enda beið þeirra ríkuleg
umbun. Er vonandi að lögmaðurinn
nálgist verkefni sín sem nýskipaður
dómari við æðsta dómstól landsins með
meiri virðingu fyrir því að farið sé að
settum lögum og reglum.
Í lok liðins árs samdi stjórn SPRON
við KB banka um sölu á eiginfé spari-
sjóðsins öðru en stofnfé fyrir 6 milljarða
krónur. Allt það fé átti að leggja í sjóð
til styrktar menningar- og líknarmálum
í Reykjavík. Hefði það orðið langstærsti
styrktarsjóður sinnar tegundar á land-
inu. Bankinn átti enga aðild að stjórn
sjóðsins eða aðgang að fé hans, sem
hefði runnið óskipt til ofangreindra
verkefna. KB banki bauðst jafnframt til
að kaupa stofnfjárbréf á genginu 5,5.
Fyrir atbeina forystumanna Sambands
sparisjóða og þorra alþingismanna voru
þessi áform eyðilögð með umdeildri
lagasetningu. Stofnfjáreigendur voru
taldir hagnast óeðlilega, en þess við-
horfs gætti lítið, þegar ríkisbankinn
ætlaði að eignast SPRON fyrir brot af
því, sem KB banki vildi greiða. Í samn-
ingnum við KB banka var að auki stofn-
aður öflugur styrktarsjóður og framtíð
SPRON sem sjálfstæðrar rekstrarein-
ingar var tryggð.
Í kjölfar alls þessa ákvað stjórn
SPRON fyrr á þessu ári að stofna til
markaðar með stofnfjárbréfin. Í raun
hefði hvaða verðbréfastofa sem er getað
hafið viðskipti með stofnfjárbréf í hvaða
sparisjóði sem er. Fjármálaeftirlitið
hafði jú úrskurðað, að bréfin væru sölu-
vara. Ýmsir aðilar hafa boðið og greitt
allt að 7-falt nafnverð fyrir bréf í
SPRON. Stofnfjáreigendur hafa því átt
kost á hærra verði en þeim stóð áður til
boða.
En sex milljarða króna styrktarsjóð-
urinn er ekki til.
Bankastjórn Búnaðarbankans með
blessun ríkisvaldsins og afstöðu Fjár-
málaeftirlitsins hratt þessari atburða-
rás af stað. Afstaða Sambands spari-
sjóða undir forystu sparisjóðsins á
Akureyri og með dyggri aðstoð alþing-
ismanna kom síðar í veg fyrir stofnun
öflugasta styrktarsjóðs landsins. Þessir
aðilar geta nú metið árangur verka
sinna.
Stofnfjárbréfin í SPRON
Jón G. Tómasson fjallar
um málefni SPRON ’Bankastjórn Bún-aðarbankans með bless-
un ríkisvaldsins og af-
stöðu Fjármálaeftir-
litsins hratt þessari
atburðarás af stað. ‘
Jón G. Tómasson
Höfundur er fyrrverandi
ríkislögmaður og fyrrverandi
formaður stjórnar SPRON.
mbl.isFRÉTTIR