Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristjana Guð-laugsdóttir
fæddist í Sand-
brekku á Fáskrúðs-
firði 16. febrúar
1952. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 25. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Aðalheiður
Valdemarsdóttir, f.
15. mars 1914, d. 18.
mars 1999, og Guð-
laugur Guðjónsson
frá Gvendarnesi Fá-
skrúðsfirði, f. 5.3.
1915, d. 8.8. 1979. Systkini
Kristjönu eru: Axel, f. 19.2.
1938, búsettur í Svíþjóð, Leifur,
f. 15. júlí 1939, d. 31. janúar
1987, Sigfríð, f. 29.10. 1941, bú-
sett á Fáskrúðsfirði, Valdemar,
f. 17.11. 1943, búsettur á Fá-
skrúðsfirði, og Þórhildur, f. 3.3.
1948, búsett í Sví-
þjóð.
Á jólum 1972
giftist Kristjana
Jens Pétri Jensen,
f. 7. sept. 1951. For-
eldrar hans voru
Anna Sigríður
Finnbogadóttir og
Jens P. Jensen.
Börn Kristjönu
og Jens eru: 1) Sig-
urður Jens, f. 16.
jan. 1970, sambýlis-
kona Herdís Lars-
dóttir og eiga þau
einn son. 2) Aðal-
heiður, f. 16 des. 1975, og á hún
eina dóttur. 3) Vilhelm, f. 7.
sept. 1982, sambýliskona Linda
Rut Jónsdóttir. 4) Fanney Dögg,
f. 5. des. 1990.
Kristjana verður jarðsungin
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku Kristjana mín, hvað er
hægt að segja með fátæklegum orð-
um þegar kveðja skal kæran ástvin
efir 36 ára samveru? Nú er hetju-
legri baráttu þinni við erfiðan sjúk-
dóm lokið, og þú hefur fengið hvíld-
ina. Hjá mér ríkir djúp og einlæg
sorg vegna ótímabærs viðskilnaðar,
en um leið mikið þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þér, elska og
vera í návist þinni þessi ár. Það var
haustið 2001 að þú greindist með
krabbamein í brjósti. Baráttan við
meinið var hörð og undir lokin var
líkami þinn orðinn undirlagður af
þessum ófögnuði. En barátta þín
var aðdáunarverð og aldrei slokkn-
aði vonin um bata, ávallt var stutt í
húmorinn hjá þér og þú hafðir oftar
en ekki meiri áhyggjur af öðrum í
fjölskyldunni en sjálfri þér í þínum
erfiðu veikindum.
Það er stórt skarð sem hefur
myndast í fjölskyldu okkar við að
missa þig frá okkur, ástin mín, þú
varst alltaf sú sem lést hlutina
ganga, ósérhlífin og drífandi í því
sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég
minnist allra þeirra góðu stunda
sem við höfum átt saman, vissulega
steðjuðu að erfiðleikar hjá okkur, en
við sigruðumst á þeim saman.
Missir barna okkar er mikill og
sorg þeirra djúp, mér verður ekki
síst hugsað til yngstu dóttur okkar
sem enn er heima, hún hefur fylgt
þér svo fast í gegnum þín veikindi
og vinátta ykkar verið svo einlæg.
Missir barnabarna okkar er mikill.
Þú hlakkaðir svo til að sjá þann
yngsta, hann Ísak litla, sem ætlaði
að koma frá Svíþjóð og vera hjá
okkur um jólin. Þú varst svo ákveð-
in í því, elskan mín, að vera heima á
Fáskrúðsfirði um þessi jól, en
margt fer öðruvísi en ætlað er.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er
Eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er og þá ég burtu fer.
Þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Elsku Kristjana mín, þú varst
alltaf skemmtileg, lífsglöð og hrókur
alls fagnaðar, þú hafðir gaman af að
skemmta þér í góðra vina hópi. Þú
varst mikil fjölskyldumanneskja og
varst alltaf eins og klettur, sama á
hverju gekk í stórfjölskyldunni. Þó
þú værir yngst af þínum systkinum
var eins og þú værir límið í þeirri
fjölskyldu sem aðrir reiddu sig á.
Það er sem foringi sé fallinn frá,
þú varst glæsileg kona og sterkur
persónuleiki sem skilur eftir sig
djúpa gjá í stórfjölskyldunni.
Kristjana mín, þínar þrautir eru
nú á enda, en við sem eftir lifum eig-
um erfitt með að skilja að þú sért
tekin frá okkur svona skyndilega.
Vertu sæl að sinni, elsku Kristjana
mín, ég trúi að nú sért þú komin á
betri stað. Ég sakna þín sárlega,
ástin mín, og þakka þér allar okkar
samverustundir.
Jens.
Elsku mamma, nú ert þú farin og
baráttu þinni lokið. Þú fórst í gegn-
um þessa baráttu á lífsviljanum ein-
um. Þú misstir aldrei kjarkinn og
hélst ótrauð áfram. Við höfum fylgt
þér í gegnum veikindin og það var
oft mjög erfitt að horfa upp á öll þau
ósköp sem á þig voru lögð, en nú ert
þú búin að fá frið og þér líður betur.
Öll eigum við ljúfar æskuminn-
ingar sem varðveitast í hjörtum
okkar. Við minnumst þín sem ynd-
islegrar móður sem var alltaf
reiðubúin að hlusta þegar eitthvað
bjátaði á og tók þátt og fylgdist
grannt með öllum okkar uppátækj-
um í lífinu.
Okkur finnst svo skrítið að vera í
stóra húsinu á Fáskrúðsfirði í kring-
um alla þína hluti án þess að hafa
þig hér, en minningarnar um þig og
okkur sem fjölskyldu í þessum litla
bæ eru svo ljúfar og góðar og þær
munum við varðveita alla tíð.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig.
Þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Aðalheiður, Sigurður,
Vilhelm og Fanney.
Elsku Kristjana mín. Hugurinn
reikar um liðnar stundir á þessum
sorgartíma. Mig langar að þakka
þér margar ógleymanlegar sam-
verustundirnar sem við áttum með
fjölskyldum okkar. Það var alltaf
jafn yndislegt að heimsækja ykkur
Jens, það vantaði nú ekki að þú,
elskuleg, varst alltaf tilbúin með
kaffi eða mat, enda var það þín sér-
grein. Það var líka alveg sama hvar
þið bjugguð, alltaf bjóst þú ykkur
fallegt og notalegt heimili sem var
gott að koma á og vildi ég svo sann-
arlega að hefði verið styttra á milli
okkar.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
stundir með þér austur á Egilsstöð-
um fyrir stuttu. Þá sátum við og
spjölluðum um liðinn tíma og hlóg-
um saman.
Elsku mágkona og vinur, ég kveð
þig að sinni, en minninguna um þig
mun ég ávallt geyma í hjarta mínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Jens Pétur bróðir minn, ég
bið góðan guð að blessa þig og fjöl-
skyldu þína og veita ykkur styrk í
sorg ykkar.
Þórunn Jensen, Þýskalandi.
Svartasta skammdegið leggst yfir
okkur af heljarþunga. Himinninn
grætur með okkur. Erfiðri hetju-
legri baráttu glæsilegrar hugrakkr-
ar konu er lokið. Vonin dvínaði
smám saman líkt og dagsbirtan, en
samt leitar maður ljóssins og við
finnum það. Vorið og sumarhlýjan á
Fáskrúðsfirði býr í sálum okkar
vegna dýrmætrar vináttu við Krist-
jönu Guðlaugsdóttur. Vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Það var árið 1976 sem
leiðir okkar hjóna lágu saman á Fá-
skrúðsfirði, þar sem við bjuggum
samtímis þeim hjónum í fimm ár.
Þar mynduðust vináttubönd sem
aldrei hafa slitnað og styrktust með
árunum. Starfskrafta sína undan-
farin ár gaf Kristjana leikskólabörn-
um bæði á Egilsstöðum og Fá-
skrúðsfirði við góðan orðstír. Þarna
var hún í sínu uppáhaldsstarfi og
elskuð af börnunum og sínu sam-
starfsfólki.
Kristjana hugsaði vel um sína og
gaf af sér á alls óeigingjarnan hátt,
þolinmæði, umburðarlyndi og
gæsku. Hún var mjög næm á líðan
barnanna og sýndi mikinn skilning.
Kristjana elskaði lífið og þráði að
lifa, þó að lífið hafi ekki alltaf farið
um hana mjúkum höndum. Á hvers-
dagslegustu stundum og púli fyrir
daglegu brauði hjá fjölskyldum okk-
ar sveif samt alltaf þessi yndislegi
léttleiki tilverunnar yfir vötnum.
Það var ávallt auðvelt að slá öllu
upp í létt grín og var mikið hlegið,
líka þegar eiginmennirnir komu til
skiptis á sokkaleistunum heim af
skrifstofu Kaupfélagsins.
Kristjönu þótti vænt um Fá-
skrúðsfjörð og þar vildi hún helst
vera. Hún lét sig alla varða og var
alltaf reiðubúin að rétta hjálpar-
hönd og var einstaklega ósérhlífin.
Dugnaði hennar og atorkusemi var
viðbrugðið.
Í hennar miklu veikindum kom
viljastyrkur hennar í ljós. Lífslöng-
unin og lífskrafturinn slíkur að það
gefur okkur öllum hugrekki og
styrk til að halda ótrauð áfram.
Kristjana bar gleðina í fari sínu.
Elsku Jens Pétur, Siggi, Alla,
Villi, Fanney og aðstandendur allir.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur.
Guðný, Helmuth
og fjölskylda.
Með hlýhug langar mig að minn-
ast Kristjönu Guðlaugsdóttur vin-
konu minnar. Í litlu þorpi þekkj-
umst við öll með nafni, en vitum
ekki í raun hvern mann hver hefur
að geyma. Það var ekki fyrr en ég
byrjaði að vinna með Kristjönu að
ég kynntist henni betur. Hún kom
oft í sundlaugina til okkar Jens,
þegar við unnum þar saman fyrir
nokkrum árum, á leið úr sinni vinnu
í leikskólanum. Mér fannst Krist-
jana vera mjög ánægð í þeirri vinnu.
Hún leysti Jens af í sundlauginni og
einnig síðar. Hún kom mér alltaf
fyrir sjónir sem vinsamleg, glöð og
hugguleg kona. Ég hef fylgst með
baráttu hennar við illvígan sjúkdóm,
sem að lokum hafði betur. Síðast
þegar ég hitti hana í sumar voru
hún og Fanney að fara til ættingja
sinna í Svíþjóð, einni meðferð var
lokið og hún var vongóð og hlakkaði
til fararinnar. En því miður fer ekki
allt eins og menn vona. Kristjönu er
sjálfsagt ætlað stærra hlutverk á
himnum. Ég sendi Jens, börnum,
tengdabörnum og öðrum ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Guðríður Karen
Bergkvistsdóttir.
Elsku Kristjana, stórt skarð er nú
höggvið í Pallíetturnar, sauma-
klúbbinn okkar, þar sem þú ert ekki
lengur á meðal okkar. Þær eru ófá-
ar minningarnar sem rifjast upp
þegar við sitjum hér saman og
hugsum til þín.
Það var alltaf svo gott að koma á
heimilið ykkar Jens. Það var alveg
sama hvar þið bjugguð, þar var allt-
af svo hlýlegt og fallegt, öllu punt-
inu svo smekklega fyrir komið. Svo
ekki sé minnst á hnallþórurnar og
heitu réttina, sem þú töfraðir fram,
en þú varst svo mikill listakokkur.
Við trúðum því aldrei þegar þú
greindist með krabbamein fyrir
þremur árum að það ætti eftir að
leggja þig að velli, þú varst alltaf
svo dugleg og jákvæð.
En eitt er víst, að þegar við hitt-
umst allar aftur, förum við í ferða-
lagið sem við vorum svo oft búnar
að plana.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir upp ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Jens, Siggi, Alla, Villi,
Fanney Dögg, Herdís, Linda, Alex-
andra og Ísak Fannar, ykkar missir
er mestur. Megi góður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Eygló, Dagný, Jóna,
Steinunn og Guðný.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku vakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku Kristjana, þökkum þér fyr-
ir allar ómetanlegu samverustund-
irnar, þú varst ætíð traustur vinnu-
félagi.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Kæri Jens, börn, tengdabörn og
barnabörn, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur
styrk og græða sár ykkar í þessari
miklu sorg.
Samstarfskonur
leikskólanum Kærabæ.
KRISTJANA
GUÐLAUGSDÓTTIR
✝ Guðfinnur Grét-ar Aðalsteinsson
fæddist á Siglufirði
29. september 1934.
Hann lést á heimili
sínu 27. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Sigríður María Gísla-
dóttir frá Grundar-
koti í Akrahreppi í
Skagafirði, f. 12. apr-
íl 1897, d. 17. mars
1986, og Aðalsteinn
Jónatansson frá
Sigluvík á Svalbarðs-
strönd, f. 20. maí
1900, d. 25. nóv. 1960. Alsystkini
Guðfinns eru: Hinrik Karl, f. 1930,
Jónatan Gísli, f. 1931, d. 1991,
Kristjana Guðlaug, f. 1933, Ey-
steinn Pálmar, f. 1936, d. 1936, og
Eysteinn Pálmar, f. 1941. Hálf-
systir Guðfinns, samfeðra, var
Jónína og hálfbróðir Guðfinns,
sammæðra, var Emil Gunnlaugs-
son. Þau eru bæði látin.
Guðfinnur kvæntist 25. desem-
ber 1959 eiginkonu sinni Stein-
fríði Ólafsdóttur, f. 27. júlí 1931.
Foreldrar hennar voru Ólafur
Kristinn Gottskálksson frá Húns-
stöðum í Stíflu í
Skagafirði, f. 11.
febr. 1887, d. 4. nóv.
1958, og Ólína Sig-
ríður Björnsdóttir
frá Litla-Dunhaga í
Arnarneshreppi í
Eyj., f. 14. júlí 1887,
d. 11. nóv. 1954.
Börn Guðfinns og
Steinfríðar eru: 1)
Róbert, f. 1957,
kvæntur Steinunni
R. Árnadóttur, f.
1957. Dætur þeirra
eru Gunnhildur, f.
1980, Sigríður
María, f. 1982, maki Finnur Ingvi
Kristinsson, Ragnheiður Steina, f.
1988, og Bryndís Erla, f. 1995. 2)
Erla Helga, f. 1959, maki Gunn-
laugur S. Guðleifsson, f. 1966.
Börn þeirra eru Finnur Mar, f.
1994, og Kolbrún Helga, f. 1997.
3) Grétar, f. 1967, kvæntur Valdísi
M. Stefánsdóttur, f. 1974. Börn
þeirra eru Stefanía Þórdís, f.
1997, Helgi Rafn, f. 2000, og Ró-
berta Dís, f. 2002.
Útför Guðfinns verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Guggi minn, takk fyrir allt.
Valdís María.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku afi, sofðu rótt, við elskum
þig. Góði Guð, passaðu elskulega
ömmu okkar.
Stefanía Þórdís, Helgi Rafn,
Róberta Dís.
Afi Guggi átti ekki einungis sætið í
brúna húsbóndastólnum á heimili
þeirra afa og ömmu heldur átti hann
einnig sérstakt sæti í hjarta okkar
systra.
GUÐFINNUR
GRÉTAR
AÐALSTEINSSON