Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEGIR Jólatónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju standa yf- ir þessa dagana. Fullt var á tónleik- unum á miðvikudagskvöld og þá þegar tvennum jafn vel sóttum tón- leikum með sömu efnisskrá lokið. Það er rannsóknarefni hve aðsókn á jólatónleika hefur aukist mikið, en gagnrýnandi heyrði þá kenningu að jólatónleikar væru það æði sem hefði tekið við af jólahlaðborðum sem aft- ur tóku við af jólaglögginu. Vera má að það sé rétt en vonandi þó að meira liggi að baki en einskær tíska. Mótettukór Hallgrímskirkju er af- burðahljóðfæri meðal íslenskra kóra; hljómurinn jafn, hreinn og tær og jafnvægi milli radda óað- finnanlegt. Hörð- ur Áskelsson, stjórnandi kórs- ins, hefur allt vald í hendi sér og kórinn fylgir honum fumlaust. Í ár einkenndust jólatónleikarnir af spuna kórs og saxófóna, sem Sig- urður Flosason lék á. Elstu jólalög- in, gömlu Prätoriusarlögin og fleiri slík voru vettvangur þessara til- rauna sem tókust einstaklega vel. Vegna þess hvert vald Hörður hefur á hljóðfæri sínu verður samvinna af þessu tagi mun auðveldari en ella – samspilið milli Sigurðar og Harðar var beintengt og markvisst og lék Sigurður músíkalskt og af andríki. Vissulega reyndi þó líka á næmi hvers einstaklings þar sem söng- urinn var brotinn upp í spuna í frjálsum rytma en á ákveðnum tón- bilum. Þá gat líka vel að heyra að meðal kórfélaga eru afbragðssöngv- arar, og söngþjálfun kórsins í hönd- um Jóns Þorsteinsson auðheyrilega vel fyrir komið. Stjarna kvöldsins var Ísak Rík- harðsson, ellefu ára sópran, sem söng nokkur lög hreint dásamlega; fullkomlega einbeittur með hjartað í músíkinni. Orgelleikur Björns Stein- ars Sólbergssonar var líka afbragðs- góður og sérstaklega eftirtektarvert hvað hann fylgdi unga söngvaranum vel. Nokkur Jólalaga Ríkisútvarps- ins voru á efnisskránni, og sýnt að þeirri hefð þarf að halda við, því mörg afbragðsjólalög hafa sprottið af henni. Ég gæti tíundað innkomu tenórs í öðru erindi lagsins Hátíð fer að höndum ein – sem frekar loðna og ónákvæma – en hvað er það annað en tittlingaskítur á jafn yndislegum og vel vönduðum tónleikum. Andríki TÓNLIST Hallgrímskirkja Mótettukór Hallgrímskirkju söng íslensk og erlend jólalög. Einsöngvari: Ísak Rík- harðsson; saxófónleikur: Sigurður Flosa- son; orgelleikur: Björn Steinar Sólbergs- son; stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðvikudag kl. 20. Jólatónleikar Hörður Áskelsson Bergþóra Jónsdóttir BJARNI Bernharður gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1975. Í sveigðu rými er tíunda ljóðabók hans. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri er mun lengri og þar fjallar skáldið um ævi sína í stuttum prósaljóðsköflum. Ekkert er dregið undan, frásögnin er bæði berorð og miskunnarlaus. Bjarni segir frá skáldskap sínum, kynnum sínum af róttæku fólki, konum og fíkniefnum sem hann misnotar. Hann lýsir lífi sínu í Reykjavík og Kaupmannahöfn og ferðalögum milli landa, erfiðri geð- veilu sem efnin magna upp og erf- iðleikum sem hann lendir í í sam- skiptum við fjölskyldu sína og samferðamenn. Frásögnin er ná- kvæm og hisp- urslaus skáldið hlífir ekki sjálfu sér, hjónabandið fer út um þúfur, geðklofinn magn- ast og skáldið getur ekki leng- ur stundað venjulega vinnu og lifað eðlilegu lífi. Þetta endar síðan með ósköpum og Bjarni vinnur voðaverk sem hann lýsir í lokaljóði fyrrihlutans og nefnist það „Blóðugur veggur“. Eftir þetta verða kaflaskil í lífi Bjarna og í sjötta hluta bókarinnar eru nokkur ljóð sem lýsa því þegar skáldið reynir að fóta sig á ný í samfélaginu og tekst það miðlungi vel eins lesa má í ljóðinu „Ut- angarðsskáld á miðjum aldri“: Í dag þegar kulnaður er eldur allra hugsjóna og landinu stjórnað að vélrænum hætti finnst utangarðsskáldi á miðjum aldri lítið svigrúm fyrir bóksölu á strætum úti Í sveigðu rými eftir Bjarna Bern- harð er hrjúf lesning og verður ekki minnst fyrir ljóðræna framsetningu. Hér er á ferð skýrsla og heiðarlegt uppgjör við liðna tíð, um brostnar vonir og mótlæti. Bókin segir þann- ig á sinn hátt sögu utangarðsmanns sem jafnframt er hluti af okkar nú- tímasamfélagi og hlýtur að koma okkur við. Það er einhver kraftur í ljóðum Bjarna Bernharðs, einhver bernskur frumkraftur sem gerir verk hans minnisstæð þó nokkuð skorti á listræna fágun. Það er hins vegar ljóður á ráði útgáfunnar að bókin er illa prófarkalesin og villur eru fullmargar. En eftir stendur sú staðreynd að Í sveigðu rými er að mörgu leyti áhugaverð lesning. Hrjúf en sönn ljóð BÆKUR Ljóð Bjarni Bernharður. 79 bls. Deus, Reykjavík 2004 Í sveigðu rými Bjarni Bernharður Guðbjörn Sigurmundsson ATVINNA mbl.is smáauglýsingar mbl.is Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Mannakorn í kvöld HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/12 kl 14, Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Í kvöld kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SÖNGLIST - NEMENDASÝNING Í dag kl 15:30 og kl 20 Su 5/12 kl 16 og kl 20 Má 6/12 kl 20 Þri 7/12 kl 20 JÓLAPERLUR - JÓLADAGSKRÁ Leikhópurinn Perlan Leiklist, tónlist, dans Su 5/12 kl 14 - kr 1.200 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Lau 4/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1 kl. 20, Fi 20/1 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - DEAN FERRETT Captaine Humes Musicall Humors Í dag kl 15:15 - Tal og tónar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT fi 30/12 kl 20 Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl 20, lau. 4. des. kl. 20 allra síðasta sýning Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR: sun. 5. des. kl. 14- sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í 6.500 – og allt þar á milli. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Miðasala hafin Miðasala á netinu: www.opera.is Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI NOKKUR SÆTI LAUS Á MORGUN! • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Í kvöld lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 nokkur sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 5/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning nokkur sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. Mið. 29/12, fös. 7/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. Ævintýrið um Augastein Frábær jólasýning fyrir alla fjölskylduna! Lau. 4. des. kl. 14.00 (örfá sæti) Sun. 5. des. kl. 14.00 (örfá sæti) Sun. 12. des. kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 14.00 Sun. 26. des. (annar í jólum) kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 og á senan@senan.is Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! forsala í fullum gangi Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Í kvö ld l au . 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 30 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.