Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOSIÐ Á NÝ Í ÚKRAÍNU Hæstiréttur Úkraínu hefur skipað svo fyrir að forsetakosningar sem haldnar voru 21. nóvember sl. verði endurteknar. Er gert ráð fyrir að kosningarnar fari fram 26. desem- ber nk. Viktor Janúkóvítsj forsætis- ráðherra sigraði leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, Viktor Jústsjenskó, í kosningunum skv. opinberum tölum en hæstiréttur tók í úrskurði sínum í gær undir með Jústsjenkó að svindl hafi einkennt kjörið. Blóðbað í Bagdad Að minnsta kosti 30 manns týndu lífi í árásum skæruliða í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Vígahópur Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis hefur lýst ábyrgð á ódæðunum á hendur sér. Krónan styrkist Gengi krónunnar hækkaði um 2,8% í gær, en hækkunin er rakin til tilkynningar Seðlabankans um hækkun á stýrivöxtum bankans. Hækkun á gengi krónunnar leiðir til lækkunar á verðbólgu, en sýnt þykir að samkeppnisstaðan versnar. Verkfærum stolið Verkfærum og öðrum búnaði fyrir tugi milljóna er stolið frá verktökum á ári hverju. Á síðasta ári voru greiddar meira en 60 milljónir í bæt- ur vegna þjófnaðar frá verktökum. Y f i r l i t Kynning – Blaðinu fylgja auglýsinga- blöðin Jólin 2004 frá Lancôme og Jólagjafahandbók Miðborgarinnar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #       $         %&' ( )***                 TUTTUGU og eins árs maður var í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til fimm ára, fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára telpu á heimili hennar í Hafnarfirði í sumar. Hann var einnig dæmdur til að greiða henni 150.000 krónur í miska- bætur. Móðir telpunnar leitaði til Fé- lagsþjónustu Hafnarfjarðar eftir að telpan hafði sagt frá því að maðurinn, kærasti eldri systur hennar til tveggja ára, hefði nuddað á henni kynfærin. Hjá lögreglu sagði maður- inn að stúlkan hefði dottið og meitt sig á kynfærunum, en það var stað- fest af móður hennar, og hún hefði viljað sýna honum sárið. Þá hefði hann kysst á kynfæri hennar og strokið þau og hefði það staðið yfir í tíu mínútur. Fyrir dómi sagðist hann frekar telja að þetta hefði staðið yfir í fimm mínútur. Stúlkan sagði foreldr- um sínum frá atburðinum samdæg- urs og móðir hennar leitaði í kjölfarið til Félagsþjónustunnar. Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjaness segir að atvikið hafi verið alvarlegt og beinst að mikilsverðum hagsmunum. Það hafi verið framið á heimili telpunnar þar sem maðurinn var heimilisvinur og naut óskoraðs trúnaðartrausts foreldra hennar. Með þetta í huga þætti sjö mánaða fangelsi hæfileg refsing, en þar sem maðurinn væri ungur, hefði ekki áður gerst sekur um brot á hegningarlög- um, skýlaust játað brot sitt, sýnt iðr- un og leitað sér hjálpar til þess að koma í veg fyrir að svona atburður gerist aftur mætti skilorðsbinda refs- inguna. Skilorðstíminn er fimm ár og brjóti maðurinn ekki af sér fellur hún niður að þeim tíma liðnum. 150.000 í bætur Fyrir hönd telpunnar var farið fram á eina milljón í miskabætur. Í dómnum segir að stúlkan hafi orðið fyrir áfalli og ljóst að brotið væri al- mennt til þess fallið að valda sálræn- um erfiðleikum. Talið var að telpan hefði orðið fyrir miska en dómurinn taldi bætur hæfilegar 150.000 krón- ur. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.á m. 180.000 krónur í málsvarnar- og rétt- argæslulaun. Gunnar Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari sótti málið f.h. ríkissaksókn- ara en Guðbjarni Eggertsson hdl. var til varnar. Dæmdur fyrir kynferð- isbrot gegn 5 ára telpu TILKYNNT var hverjir urðu fyrir valinu sem ljósberar ársins 2004 í Alþjóðahúsinu í gær og urðu séra Toshiki Toma, stjórnmálafræð- ingur og prestur, og Gunnar Her- sveinn, heimspekingur og blaða- maður, fyrir valinu en þeir þykja báðir hafa vakið athygli með skrif- um sínum fyrir rökfestu og beitta dómgreind um siðferði og ábyrgð í samfélaginu. Samstarfshópur um ljósberann hefur frá stofnun árið 2001 valið ljósbera ársins, en auk þess hefur hópurinn staðið fyrir fundum og ýmsum verkefnum tengdum heil- brigðum lífsstíl barna og unglinga. Í hópnum eru fulltrúar frá Félags- þjónustunni í Reykjavík, Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, ÍTR, Neyðar- móttökunni, SAMFOK, Landlækn- isembættinu, Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, Lögreglunni í Reykjavík og Lögreglunni í Kópa- vogi. Gunnar hefur undanfarið skrifað reglulega í Morgunblaðið um sam- mannleg gildi, tilfinningar, dyggð- ir, friðarmenningu, jafnrétti og fjöl- menningu. Þegar hann tók við viðurkenningunni í Alþjóðahúsinu í gær hvatti hann fjölmiðla til dáða við að birta efni um gildi, tilfinning- ar, mannréttindi og hugtök. „Það er alveg ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á þessum málefnum, miklu meiri kannski en ritstjórarnir gera sér grein fyrir,“ segir Gunnar. Toma sagði það mikinn heiður að verða fyrir valinu sem ljósberi árs- ins 2004, en það hafi jafnframt kom- ið sér mikið á óvart. „Mér þykir vænt um að fólk metur skrif mín svo mikils,“ sagði Toma. Hann þakkaði þeim sem hafa tekið að sér að lesa yfir greinar hans og lagað málfarið í þeim, og sagði það gott dæmi um hvernig fjölmenningarlegt sam- félag getur virkað. Í umsögn samstarfshópsins um Gunnar Hersvein og Toshiki Toma segir að þeir hafi báðir sýnt mikið hugrekki með því að stíga fram og fjalla á agaðan og eftirtektarverðan hátt um viðkvæm og krefjandi sið- ferðismál, og með því hafi þeir haft mikil áhrif á viðhorf fólks í sam- félaginu. Valdir ljósberar ársins 2004 Morgunblaðið/Árni Torfason Toshiki Toma og Gunnar Hersveinn eru ljósberar ársins 2004. VERJENDUR Dragoljub Ojd- anic, fyrrverandi yfirmanns júgóslavneska hersins, hafa óskað eftir því að íslensk stjórnvöld láti þeim í té allar leynilegar upplýsingar sem þau búi yfir um samskipti hershöfð- ingjans við aðra á tímabilinu 1. janúar til 1. júní 1999. Beiðnin var lögð fram á miðvikudag en þá hófust réttarhöld yfir hon- um hjá Alþjóðastríðsglæpa- dómstólnum í Haag í Hollandi. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að engin slík beiðni hefði borist og ekki væri vitað til þess að slíkar upplýsingar væri hér að finna. Verjendurnir hafa sent sam- bærilegar beiðnir til allra aðild- arríkja Atlantshafsbandalags- ins. Dragoljub Ojdanic var yfir- maður júgóslavneska heraflans í átökum í Kosovo 1998–1999 og var ákærður fyrir stríðs- glæpi og glæpi gegn mannúð í maí 1999, á sama tíma og ákæra var lögð fram gegn Slo- bodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Hann gaf sig fram við dómstólinn árið 2002 og hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu. Beiðni til 13 ríkja Blaðafulltrúi dómstólsins staðfesti í gær að íslensk stjórnvöld hefðu verið beðin um upplýsingar en enginn fulltrúi Íslands hefði þó mætt fyrir dóminn. Í bréfi sem blaða- fulltrúinn sagði að hefði verið sent til íslenskra stjórnvalda segir að verjendur Ojdanic fari fram á „allar upptökur, sam- antektir, minnispunkta eða endurrit“ af öllum hleruðum samskiptum sem hershöfðing- inn hafi átt í, hvort sem um sé að ræða samtöl, tölvupóst eða bréf, sem og upplýsingar um öll samskipti þar sem á hann er minnst. Einnig er farið fram á að stjórnvöld afhendi öll skjöl þar sem Ojdanic ber á góma. Í samtali við Morgunblaðið sagði Peter Robinson, einn þriggja verjenda Ojdanic, að dómstóllinn hefði tvisvar áður sent beiðnir til íslenskra stjórnvalda um upplýsingar en aldrei fengið svör. Vilja fá leynileg- ar upp- lýsingar INGIBJÖRG Þ. Rafn- ar hæstaréttarlögmað- ur hefur verið skipuð af forsætisráðherra í embætti umboðsmanns barna frá 1. janúar 2005. Hún var valin úr hópi sextán umsækj- enda og tekur við af Þórhildi Líndal, sem gegnt hefur embættinu frá 1. janúar 1995. Ingibjörg lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hún var lögfræð- ingur mæðrastyrks- nefndar á árunum 1978–1982 og vann sem lögmaður á árunum 1986–1999, einkum að mál- um er varða málefni barna og fjöl- skyldna. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1982–1986 og sat sem slík í félagsmálaráði, þar af sem formaður í eitt ár. Auk þess var hún formaður Dagvist- ar barna 1982–1985. Þá hefur hún tekið þátt í mótun löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingarorlof 1986 og laga um vernd barna og ungmenna 1992. Ingibjörg hefur langa og farsæla reynslu af störfum tengdum réttindum barna og aðbúnaði þeirra. Eiginmaður Ingibjargar er Þor- steinn Pálsson sendiherra og eiga þau þrjú börn. Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna Ingibjörg Þ. Rafnar Í dag Úr verinu 12 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Messur 40/42 Erlent 20/21 Minningar 42/49 Höfuðborgin 25 Skák 49 Árborg 26 Brids 52 Landið 26 Dagbók 54 Akureyri 27 Víkverji 54 Listir 28 Velvakandi 55 Ferðalög 29 Staður og stund 56 Daglegt líf 30/31 Menning 57/65 Bréf 32 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 32/37 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.