Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 63
* * * Nýr og betri Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins kl. 2, 4 og 6. B.i. 14 ára. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári * * Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. www.laugarasbio.is Kr. 500 www.regnboginn.is M .M .J . K vi km yn di r. co m    Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 14 ára. H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is VINCE VAUGHN BEN STILLER BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd Kl. 5.45, 8 og 10.15. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Ó.Ö.H / DV  Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. kl. 3.30, 5.45 og 10.15 B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sjáumst í bíó Sýnd Kl. 8 og 10.15. Kr. 500 SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE ÓTRÚLEG MUAY THAI SLAGSMÁLAATRIÐI OG ENGAR TÆKNIBRELLUR. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 63              !" #$!  % &' ()  !   *+ ,-. / 0 * 1223 Hugleikur Dagsson sendir frásér sína þriðju mynda-sögubók um helgina. Bókin heitir Ríðið okkur og er hluti af þrí- leik en fyrstu bækurnar tvær heita Elskið okkur og Drepið okkur. Bækurnar eru beinskeyttar og einkennast af grófum húmor. Þær hafa selst vel og fellur þessi húmor greinilega í kramið hjá fólki. Nýja bók- in er í sama stíl og hinar tvær en Hugleikur segist æfðari í húmornum og teikn- ingunum núna og er á því að þetta sé besta bókin af þessum þremur. „Þessi bók er að mínu mati grófari og sumar sögurnar eru langsótt- ari,“ segir hann en sögurnar eru 69 talsins, sem Hugleiki finnst fyndin tala. Smekklegheitin ráða ekki ríkjum hjá Hugleiki og því vaknar sú spurning hvort hið ógeðslega sé fal- legt? „Hið ógeðslega getur örugg- lega verið fallegt. Það er ofboðs- lega fyndið stundum ef maður gengur aðeins of langt. Þær hafa ekki verið umdeildar bækurnar mínar. Ég hef ekki tekið eftir því,“ segir Hugleikur, sem hefur ekki lent í Kastljósinu út af bókunum líkt og Andri „Freysi“ Viðarsson, sem þurfti að verja umdeildan húmor sinn í þættinum í vikunni. Grófur húmor af ýmsu tagi og gróft orðfæri hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni. Slíkum húmor er til dæmis hampað í 70 mínútum og Tvíhöfða en Hugleikur gerði teiknimyndir fyrir sjónvarp fyrir síðarnefnda þáttinn. Titillinn Ríðið okkur er dónaleg- ur en Hugleikur segir að meiningin hafi ekki verið að vera dónalegur. Hann segir þetta rökrétt framhald af hinum titlunum en vinkona hans kom með uppástunguna. „Ég hugs- aði þetta út frá listrænu sjón- armiði.“    Ruddalegur húmor sem byggistá því að ganga alltaf skrefi of langt hefur verið við lýði um nokk- urt skeið. „Þessi húmor byrjaði al- mennilega þegar Clinton var for- seti Bandaríkjanna. Hann er þekktur fyrir að halda framhjá og hafa þáð munnmök í Hvíta húsinu. Á sama tíma komu myndir eins og Very Bad Things og There’s Some- thing About Mary. Í tónlistinni kom Eminem fram á sjónarsviðið. Celine Dion með Titanic-lagið var það vin- sælasta á undan honum,“ segir Hugleikur en Eminem er ennþá samur við sig. Á nýju plötu hans Encore er lag að nafni „Puke“ og má heyra uppköst í laginu, sem er sannarlega ekki geðslegt. Hugleikur getur lýst ruddalega húmornum ágætlega: „Fólk er að hlæja að hlutum sem það á ekki að hlæja að. Þetta gengur út á að fólk hlær og segir oj á sama tíma.“ Það er eins og heimurinn hafi fengið nóg af væmni í bili og þá kom þessi húmor og hann var mikið við lýði í nokkur ár. Núna er George Bush forseti og í kjölfarið kom stríð. Það sem er að gerast í kvikmyndum núna er að það er mikil bylgja af hryllingsmyndum í gangi. Á stríðstímum eru fleiri hryllingsmyndir gerðar í heim- inum,“ segir Hugleikur en bækur hans eru ekki lausar við hrylling og nefnir hann að ein vinkona hans kallaði þetta hryllingsbókmenntir. Hugleikur er þeirrar skoðanir að Íslendingar ættu að gera hryllings- myndir. „Við höfum mikið efni til þess að gera hryllingsmyndir en er- um ekki búin að gera eina einustu almennilegu hryllingsmynd. Þegar verið er að gera bíómyndir eftir Ís- lendingasögunum eru þær að mínu mati alls ekki nógu blóðugar miðað við hversu blóðugar þær eru í bók- unum,“ segir hann og bætir við að Íslendingasögurnar hafi fyrst og fremst verið skrifaðar sem skemmtisögur.    Hugleikur segir myndasögu-hefðina lifa ágætu lífi á Ís- landi og bendir á Brennuna og Blóðregn, sem eru myndasögur uppúr Njálu, og Best of Grim eftir Hallgrím Helgason í þessu sam- bandi. Hann er sannfærður um að myndasögur eigi eftir að sækja í sig veðrið. „Bráðum verður einhver sprengja. Ég held þetta fari bráð- um að gerast.“Einu skrefi of langt ’Fólk er að hlæja aðhlutum sem það á ekki að hlæja að. Þetta geng- ur út á að fólk hlær og segir oj á sama tíma.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hugleikur áritar bókina í Nexus milli 15 og 17 í dag en hún verður eingöngu seld þar fyrstu útgáfu- helgina en kemur í aðrar verslanir eftir helgi. Litlu jól Útburða, hljóm- sveitar Hugleiks, verða kl. 21 í Klink og Bank í kvöld. Fram koma Útburðir, Skakkamanage, Retron og Viðurstyggð. Ókeypis inn. Þar verður bókin til sýnis og sölu. Morgunblaðið/Kristinn „Það er eins og heimurinn hafi fengið nóg af væmni í bili,“ segir Hugleikur. Úr nýju bókinni hans Hugleiks Dagssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.