Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 63

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 63
* * * Nýr og betri Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins kl. 2, 4 og 6. B.i. 14 ára. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári * * Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. www.laugarasbio.is Kr. 500 www.regnboginn.is M .M .J . K vi km yn di r. co m    Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 14 ára. H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is VINCE VAUGHN BEN STILLER BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd Kl. 5.45, 8 og 10.15. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Ó.Ö.H / DV  Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. kl. 3.30, 5.45 og 10.15 B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sjáumst í bíó Sýnd Kl. 8 og 10.15. Kr. 500 SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE ÓTRÚLEG MUAY THAI SLAGSMÁLAATRIÐI OG ENGAR TÆKNIBRELLUR. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 63              !" #$!  % &' ()  !   *+ ,-. / 0 * 1223 Hugleikur Dagsson sendir frásér sína þriðju mynda-sögubók um helgina. Bókin heitir Ríðið okkur og er hluti af þrí- leik en fyrstu bækurnar tvær heita Elskið okkur og Drepið okkur. Bækurnar eru beinskeyttar og einkennast af grófum húmor. Þær hafa selst vel og fellur þessi húmor greinilega í kramið hjá fólki. Nýja bók- in er í sama stíl og hinar tvær en Hugleikur segist æfðari í húmornum og teikn- ingunum núna og er á því að þetta sé besta bókin af þessum þremur. „Þessi bók er að mínu mati grófari og sumar sögurnar eru langsótt- ari,“ segir hann en sögurnar eru 69 talsins, sem Hugleiki finnst fyndin tala. Smekklegheitin ráða ekki ríkjum hjá Hugleiki og því vaknar sú spurning hvort hið ógeðslega sé fal- legt? „Hið ógeðslega getur örugg- lega verið fallegt. Það er ofboðs- lega fyndið stundum ef maður gengur aðeins of langt. Þær hafa ekki verið umdeildar bækurnar mínar. Ég hef ekki tekið eftir því,“ segir Hugleikur, sem hefur ekki lent í Kastljósinu út af bókunum líkt og Andri „Freysi“ Viðarsson, sem þurfti að verja umdeildan húmor sinn í þættinum í vikunni. Grófur húmor af ýmsu tagi og gróft orðfæri hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni. Slíkum húmor er til dæmis hampað í 70 mínútum og Tvíhöfða en Hugleikur gerði teiknimyndir fyrir sjónvarp fyrir síðarnefnda þáttinn. Titillinn Ríðið okkur er dónaleg- ur en Hugleikur segir að meiningin hafi ekki verið að vera dónalegur. Hann segir þetta rökrétt framhald af hinum titlunum en vinkona hans kom með uppástunguna. „Ég hugs- aði þetta út frá listrænu sjón- armiði.“    Ruddalegur húmor sem byggistá því að ganga alltaf skrefi of langt hefur verið við lýði um nokk- urt skeið. „Þessi húmor byrjaði al- mennilega þegar Clinton var for- seti Bandaríkjanna. Hann er þekktur fyrir að halda framhjá og hafa þáð munnmök í Hvíta húsinu. Á sama tíma komu myndir eins og Very Bad Things og There’s Some- thing About Mary. Í tónlistinni kom Eminem fram á sjónarsviðið. Celine Dion með Titanic-lagið var það vin- sælasta á undan honum,“ segir Hugleikur en Eminem er ennþá samur við sig. Á nýju plötu hans Encore er lag að nafni „Puke“ og má heyra uppköst í laginu, sem er sannarlega ekki geðslegt. Hugleikur getur lýst ruddalega húmornum ágætlega: „Fólk er að hlæja að hlutum sem það á ekki að hlæja að. Þetta gengur út á að fólk hlær og segir oj á sama tíma.“ Það er eins og heimurinn hafi fengið nóg af væmni í bili og þá kom þessi húmor og hann var mikið við lýði í nokkur ár. Núna er George Bush forseti og í kjölfarið kom stríð. Það sem er að gerast í kvikmyndum núna er að það er mikil bylgja af hryllingsmyndum í gangi. Á stríðstímum eru fleiri hryllingsmyndir gerðar í heim- inum,“ segir Hugleikur en bækur hans eru ekki lausar við hrylling og nefnir hann að ein vinkona hans kallaði þetta hryllingsbókmenntir. Hugleikur er þeirrar skoðanir að Íslendingar ættu að gera hryllings- myndir. „Við höfum mikið efni til þess að gera hryllingsmyndir en er- um ekki búin að gera eina einustu almennilegu hryllingsmynd. Þegar verið er að gera bíómyndir eftir Ís- lendingasögunum eru þær að mínu mati alls ekki nógu blóðugar miðað við hversu blóðugar þær eru í bók- unum,“ segir hann og bætir við að Íslendingasögurnar hafi fyrst og fremst verið skrifaðar sem skemmtisögur.    Hugleikur segir myndasögu-hefðina lifa ágætu lífi á Ís- landi og bendir á Brennuna og Blóðregn, sem eru myndasögur uppúr Njálu, og Best of Grim eftir Hallgrím Helgason í þessu sam- bandi. Hann er sannfærður um að myndasögur eigi eftir að sækja í sig veðrið. „Bráðum verður einhver sprengja. Ég held þetta fari bráð- um að gerast.“Einu skrefi of langt ’Fólk er að hlæja aðhlutum sem það á ekki að hlæja að. Þetta geng- ur út á að fólk hlær og segir oj á sama tíma.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hugleikur áritar bókina í Nexus milli 15 og 17 í dag en hún verður eingöngu seld þar fyrstu útgáfu- helgina en kemur í aðrar verslanir eftir helgi. Litlu jól Útburða, hljóm- sveitar Hugleiks, verða kl. 21 í Klink og Bank í kvöld. Fram koma Útburðir, Skakkamanage, Retron og Viðurstyggð. Ókeypis inn. Þar verður bókin til sýnis og sölu. Morgunblaðið/Kristinn „Það er eins og heimurinn hafi fengið nóg af væmni í bili,“ segir Hugleikur. Úr nýju bókinni hans Hugleiks Dagssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.