Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 4
4 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
heildartekjur borgarsjóðs verði
rúmur 41 milljarður samanborið við
37,5 milljarða í útkomuspá þessa
árs sem er 9,3% hækkun milli ára.
Rekstrargjöld án breytinga á lífeyr-
isskuldbindingu, afskrifta og fjár-
magnskostnaðar eru áætluð 37,4
milljarðar. Rekstrarafgangur ársins
er áætlaður 554 milljónir kr. sam-
anborið við 314 milljónir á þessu
ári.
Gerð verður krafa um talsverða
hagræðingu í rekstri Reykjavíkur-
REYKJAVÍKURBORG hyggst
lækka hreinar skuldir borgarsjóðs
um tæpa 1,6 milljarða króna á
næsta ári samkvæmt frumvarpi að
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
sem lagt var fram í borgarráði á
fimmtudag.
Á blaðamannafundi með Stein-
unni Valdísi Óskarsdóttur borgar-
stjóra í gær kom fram að lögð verði
áhersla á aukna þjónustu við borg-
arbúa auk uppbyggingar í miðbæn-
um og fleiri verkefni.
Heildarskuldir borgarsjóðs eru
nú 22,2 milljarðar og hreinar skuld-
ir tæpar 7,7 milljarðar. Gert er ráð
fyrir að lækka heildarskuldir í 21,1
milljarð og hreinar skuldir í 6,1
milljarð. Heildarskuldir borgarsjóðs
og fyrirtækja samanlagt eru hins
vegar 70,3 milljarðar og munu
hækka í 78,9 milljarða 2005 sam-
kvæmt frumvarpinu.
Þjónustumiðstöðvar opnaðar
Á næsta ári verða opnaðar þjón-
ustumiðstöðvar fyrir íbúa í hverfum
borgarinnar, símaver opnað í febr-
úar og rafræn þjónusta á vef borg-
arinnar verður efld. Tekin verður í
notkun ný yfirbyggð sundlaug í
Laugardal, íþrótta- og sýningarhöll-
in í Laugardal verður opnuð og
framkvæmdir við nýja virkjun á
Hellisheiði munu standa sem hæst á
næsta ári. Að því gefnu að samn-
ingar náist verður opnuð sýning um
árdaga byggðar í Reykjavík í land-
námsskálanum við Aðalstræti.
Byggður verður nýr skóli í Graf-
arvogi og stefnt að byggingu a.m.k.
eins hjúkrunarheimilis fyrir aldr-
aða. Þá tekur borgin þátt í kostnaði
við færslu Hringbrautar og lagfær-
ingu Vesturlandsvegar. Þá kemur
nýtt fyrirtæki inn í samstæðureikn-
ing borgarinnar, Faxaflóahafnir sf.,
en samningur um sameiningu hafna
Reykjavíkur, Akraness, Grundar-
tanga og Borgarness tekur gildi um
áramót.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
borgar samkvæmt frumvarpinu og
mun sparnaður vegna þess nema 1–
1,2 milljörðum króna í árslok 2005.
Er þetta þriðja árið í röð þar sem
krafist er hagræðingar í rekstri.
Þá er í frumvarpinu ekki gert ráð
fyrir tekjum af sölu Vélamiðstöðvar
ehf. og Malbikunarstöðvarinnar
Höfða. Ekki er ljóst hver verður
niðurstaða af áformum um að rík-
isvaldið leysi til sín eignarhluta
Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun.
Í forsendum fjárhagsáætlunar er
gert ráð fyrir að almennar launa-
hækkanir nemi 3%. Þá er gert ráð
fyrir tekjuaukningu upp á 870 millj-
ónir við fullnýtingu útsvarsheimild-
ar og hækkunar fasteignaskatts.
Borgarstjóri mun mæla fyrir
frumvarpinu á fundi í borgarstjórn
7. desember.
ORKUVEITA Reykjavík mun tak-
ast á hendur gríðarlegar fjárfest-
ingar á næsta ári vegna Hellisheið-
arvirkjunar og vegur OR
langþyngst í samstæðureikningi
Reykjavíkurborgar. Fjárfestingar
OR eru áætlaðar 12,5 milljarðar á
næsta ári eða tvo þriðju af heildar-
fjárfestingum samstæðunnar sem
alls eru 18 milljarðar. Borgarsjóður
fjárfestir næstmest í sam-
stæðureikningnum eða fyrir 2,3
milljarða. Önnur fyrirtæki í sam-
stæðureikningnum á borð við Bíla-
stæðasjóð, Félagsbústaði, Faxaflóa-
hafnir og Strætó fjárfesta
samanlagt fyrir á þriðja milljarð kr.
Af 12,5 milljarða króna fjárfest-
ingum OR á næsta ári verður 9,5
milljörðum varið í virkjanir og 2
milljörðum í dreifikerfum.
„Gert er ráð fyrir því að þótt
Orkuveitan þurfi að fara í mikla
skuldsetningu vegna framkvæmda
við Hellisheiðarvirkjun muni fjár-
festingin borga sig upp á 15 árum,“
segir Steinunn V. Óskarsdóttir
borgarstjóri.
Orkuveitan fjár-
festir fyrir 12,5
milljarða króna
„VIÐ stefnum að því að halda jafn-
vægi í rekstri á næsta ári eins og
okkur hefur tekist síðastliðin þrjú
ár,“ segir Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri um frumvarp
að fjárhagsáætlun borgarinnar
2005.
„Við ætlum að efla þjónustu við
borgarbúa með því að opna þjón-
ustumiðstöðvar í öllum hverfum
borgarinnar sem eiga að einfalda
íbúum að leita upplýsinga um hvað
sem vera skal.“ Opnuð verða síma-
ver sem gera fólki kleift að hringja
í eitt númer með spurningar sínar
um allt sem snýr að þjónustu borg-
arinnar.
„Við sjáum líka fyrir okkur öfl-
uga uppbyggingu í miðborginni í
tengslum við Tónlistar- og ráð-
stefnuhús og á svæðinu frá Lækj-
argötu að Faxaskála. Einnig verður
farið í uppbyggingu á Mýr-
argötusvæðinu og Skuggahverfinu
svo dæmi séu tekin.“
„Ætlum að
halda jafnvægi
í rekstri“
Í SAMANTEKNUM reikningi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að
heildartekjur verði 60,7 milljarðar króna 2005 samanborið við 55,9 millj-
arða í útkomuspá þessa árs sem er 8,6% hækkun milli ára. Rekstrargjöld
án breytinga á lífeyrisskuldbindingum, afskrifta og fjármagnskostnaðar
eru áætluð 49,3 milljarðar samanborið við 46,2 milljarða í útkomuspá þessa
árs sem er 6,7% hækkun milli ára.
Rekstrarafgangur ársins er áætlaður 8 milljónir króna samanborið við
144 miljónir á þessu ári.
Heildartekjur 60,7 milljarðar
Frumvarp lagt fram að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2005
Stefnt að lækkun skulda
um 1,6 milljarða króna
Morgunblaðið/Sverrir
Þjónustu, aðhald og ábyrgð eru einkunnarorð frumvarpsins. Steinunn V.
Óskarsdóttir borgarstjóri (til hægri) ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni fjár-
hagsáætlunarfulltrúa og Önnu Skúladóttur fjármálastjóra.
!"#$#
%!&# #
!"#$#
'()
*
+!&
, !&& ! #)
, -
. /$!0& ()/!& 1&& )0
2
& - #3$! &$3 4#) 5
$5
6!& * # *&
6!& # *&
ÞAÐ ERU enn þá múrar í samfélagi
okkar sem þarf að brjóta en engu að
síður hefur víða verið unnið mjög
gott starf í að jafna aðgang fatlaðra
og ófatlaðra í þjóðfélaginu. Þetta
sagði Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra áður
en hún veitti Íþróttasambandi fatl-
aðra og leikskólanum Kjarrinu í
Garðabæ viðurkenninguna Múr-
brjótinn í gær. Múrbrjótinn veita
samtökin Þroskahjálp árlega þeim
sem þykja hafa skarað fram úr í
jafnréttismálum fatlaðra.
Halldór Gunnarsson, stjórn-
arformaður Þroskahjálpar, sagði í
ávarpi sínu að fátt væri betur til þess
fallið að auka sjálfsvitund og trú á
sjálfum sér og íþróttir. Sagði hann
Íþróttasamband fatlaðra hafa staðið
styrkan vörð um hagsmuni þroska-
hamlaðra. Íþróttastarfið væri í mikl-
um blóma og hefði varpað jákvæðu
ljósi á fólk með fötlun. Leikskólinn
Kjarrið þykir að sögn Halldórs hafa
uppeldis- og starfsmannastefnu sem
auki jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra.
Halldór benti á að margir aðilar
hefðu verið tilnefndir til viðurkenn-
ingarinnar í ár en að vel ígrunduðu
máli hefði Kjarrið og Íþrótta-
sambandið þótt skara fram úr.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhendir Önnu Magneu
Hreinsdóttur frá Kjarrinu Múrbrjótinn. Að baki stendur Sveinn Áki Lúð-
víksson frá Íþróttasambandi fatlaðra sem einnig fékk Múrbrjótinn í ár.
Atkvæðamestu múr-
brjótar samfélagsins