Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÍMAFYRIRTÆKIN SPURÐ
Íslensku farsímafyrirtækin OG
Vodafone og Síminn hafa fengið
sendan spurningalista frá ERG, sam-
starfsvettvangi allra fjarskiptaeft-
irlitsstofnana í Evrópu, þar sem þau
eru innt svara um verðlagningu sína í
tengslum við alþjóðlega reikisamn-
inga. Um er að ræða rannsókn ERG
er tekur til allra farsímafyrirtækja í
Evrópu en markmið hennar er að
greina og lækka alþjóðlegt reikiverð.
Bruni í Nóatúni
Mikið tjón varð í verslun Nóatúns í
JL-húsinu í eldsvoða í fyrrinótt, bæði
vegna elds og reyks. Eldurinn virðist
hafa kviknað í kjötvinnslu og eldhúsi
inn af kjötborði verslunarinnar. Allar
vörur eru ónýtar og óljóst hvenær
verslunin verður opnuð á nýjan leik.
Reykur barst á skrifstofur á efri hæð-
um en tjón af hans völdum var ekki
talið mikið.
Uppgreiðslur lána
Íbúðalánasjóður greiðir lánveit-
endum sínum um 41 milljarð króna
umfram venjubundnar afborganir,
vexti og verðbætur að mestu á síð-
ustu mánuðum þessa árs og í upphafi
næsta árs. Þessar uppgreiðslur eru
að stærstum hluta til komnar vegna
uppgreiðslna í húsbréfakerfinu vegna
lækkunar vaxta og aukinnar sam-
keppni um íbúðalán.
Skilar féð sér alla leið?
Misjafnt er hvort allt fé, sem góð-
gerðarsamtök hér á landi safna, skil-
ar sér til þeirra sem safnað er fyrir.
Ástæður geta verið mismunandi.
Sem dæmi má þó nefna að öll framlög
til ABC barnahjálpar renna óskert til
málefnisins, nema fjármunir sem sér-
staklega er aflað til reksturs skrif-
stofu.
Kerik verður ekki ráðherra
Bernard Kerik, fyrrverandi lög-
reglustjóri í New York, hefur ritað
George W. Bush Bandaríkjaforseta
bréf og beðist undan því að verða
næsti heimavarnaráðherra Banda-
ríkjanna. Bush skipaði Kerik í emb-
ættið í síðustu viku en á daginn hefur
komið að barnfóstra, sem starfaði um
tíma hjá Kerik, var ólöglegur innflytj-
andi í Bandaríkjunum.
Barghuti hættur við?
Ísraelska útvarpið fullyrti í gær-
morgun að eiginkona Marwans
Barghuti, leiðtogi Fatah-hreyfingar
Palestínumanna á Vesturbakkanum,
myndi tilkynna síðar um daginn að
Barghuti væri hættur við framboð í
palestínsku forsetakosningunum 9.
janúar nk. Barghuti afplánar nú
margfaldan lífstíðardóm í ísraelsku
fangelsi.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Dagbók 54
Umræðan 29/30 Víkverji 54
Forystugrein 34 Velvakandi 55
Umræðan 38/44 Staður og stund 55
Bréf 42 Menning 58/65
Hugvekja 44 Ljósvakamiðlar 66
Minningar 45/49 Veður 67
Auðlesið 53 Staksteinar 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Merck
Sharp & Dohme, framleiðandi Vioxx,
hefur samþykkt að endurgreiða inn-
kallað lyfið að fullu. Þetta þýðir að
lyfjafyrirtækið hefur bæði fallist á að
endurgreiða sjúklingum hlut þeirra í
lyfjum, sem innkölluð hafa verið, og
sömuleiðis hlut ríkisins. Þetta á þó
ekki við um samhliða innfluttar
pakkningar af lyfjunum.
Lyfjafyrirtækið Merck ákvað í lok
september að taka frumlyfið rofecox-
ib (Vioxx) af markaði vegna of tíðra og
hættulegra aukaverkana á æðar í
hjarta og heila. Miklar umræður
höfðu spunnist um aukaverkanir lyfs-
ins austan hafs og vestan.
Fulltrúar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins og Trygginga-
stofnunar ríkisins hafa undanfarið átt
í viðræðum við forsvarsmenn Merck
Sharp & Dohme og leiddu þær við-
ræður til þess, eins og áður segir, að
fyrirtækið féllst á að endurgreiða inn-
kallað lyf að fullu. Ómögulegt er að
segja á þessu stigi hve mikil endur-
greiðslan verður vegna þessa lyfs.
Sjúklingar skili lyfinu
Heilbrigðisráðuneytið hvetur sjúk-
linga til að skila ónotuðum birgðum af
Vioxx í það apótek sem afhenti lyfið
og fá endurgreiddan kostnað sinn. Þá
hvetur heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið til að gætt skuli varkárni
við notkun annarra coxib-lyfja sem
efnafræðilega eru náskyld rofecoxib
og hafa enn markaðsleyfi hér á landi.
Merck Sharp &
Dome endurgreiða
Vioxx að fullu
ÞAÐ stefnir í að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gefi
út fjórfalt fleiri ákærur á þessu ári en hann gerði í fyrra.
Fjölgun hefur orðið í flestum brotaflokkum en einna
mest í brotum gegn útlendingalögum og í fíkniefnamál-
um. Þá hefur tollalagabrotum og fjársvikamálum fjölgað
umtalsvert.
Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli segir að skýringin á fjölgun brota sé margþætt. Með
nýjum útlendingalögum í vor hafi ýmislegt verið gert
refsivert sem ekki var refsivert áður, auk þess sem nú sé
tekið harðar á brotum gegn útlendingalögum og meiri
áhersla sé lögð á rannsókn slíkra mála. Þar að auki rann-
saki embættið og ákæri í auknum mæli vegna fíkniefna-
mála sem koma upp á flugvellinum, en áður var algeng-
ara að slík mál væru rannsökuð af lögreglunni í
Reykjavík. „Fjölgun mála skýrist líka af aukinni flug-
umferð og fjölgun farþega sem fara um flugvöllinn,“ seg-
ir Jóhann.
Vegabréfið talið falsað?
Þrítugur Írani er nú í haldi lögreglunnar á Keflavík-
urflugvelli en hann framvísaði ítölsku vegabréfi, sem tal-
ið er falsað, við komuna til landsins á fimmtudag.
Skammt er síðan Lithái var handtekinn með fölsuð skil-
ríki fyrir annan Litháa í fórum sínum. Hlaut hann 30
daga fangelsi og hefur hann hafið afplánun dómsins. Frá
því maðurinn var handtekinn og þar til dómur féll liðu
tólf dagar. Jóhann segir að þetta endurspegli þann hraða
sem þarf að vera á meðferð þeirra sakamála þar sem út-
lendingar sem ekki búa hér á landi eiga í hlut.
Maðurinn sem átti að taka við skilríkjunum hefur verið
yfirheyrður og er mál hans í rannsókn.
Fleiri mál hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli
Fjórfalt fleiri
ákærur en í fyrra
HLUTI af fastaflota Atlantshafs-
bandalagsins á Atlantshafi er nú í
höfn á Íslandi og gefst almenn-
ingi kostur á að skoða tvær frei-
gátur flotans, hina hollensku
Witte de With og hina þýsku Lu-
beck. Hollendingarnir ætla að
bjóða gestum upp á heitan súkku-
laðidrykk.
Í fastaflotanum eru að jafnaði
sex til tíu skip, freigátur, tund-
urspillar og birgðaskip sem vinna
saman sem fjölþjóðleg flotadeild í
allt að sex mánuði í senn. Skip-
unum er þá skipt út og önnur
koma í staðinn. Undanfarnar vik-
ur hafa skipin verið á umfangs-
mikilli flotaæfingu undan austur-
strönd Bandaríkjanna og Kanada
en eru nú á leið heim fyrir jólin.
Frá 2001 hefur meginstarf flot-
ans falist í eftirliti á Miðjarðar-
hafi í tengslum við baráttuna
gegn hryðjuverkum.
Yfirmaður fastaflotans, hol-
lenski aðmírállinn Leon Bruin,
segir að sjóliðar hafi farið um
borð í rúmlega 50 skip á Miðjarð-
arhafi og skoðað farm þeirra. Að-
spurður segir hann að ýmislegt
hafi fundist en hvað það er ná-
kvæmlega sé leyndarmál. Flotinn
geti þó ekki hreykt sér af því að
hafa fundið stórar sendingar af
vopnum, sprengiefni eða öðru
slíku. Bruin segir að þetta sé eins
konar lögreglustarf, ef lögregla
væri aldrei á götum úti myndi af-
brotum að öllum líkindum fjölga.
Hann segir að hlutverk flotans sé
í auknum mæli að gæta landhelgi
og koma í veg fyrir smygl. Á
næstu árum verði flotinn að laga
sig að þessu nýja hlutverki, m.a.
með breytingum á skipakosti því
stór herskip henti ekki endilega
best til þessara starfa.
Hollenska freigátan Witte de
With heitir eftir frægum hol-
lenskum aðmíráli sem m.a. barð-
ist við flota Spánverja og Breta á
17. öld. Í áhöfn eru tæplega 200
manns.
Almenningi er boðið að skoða
skipin, sem liggja við Sunda-
bakka, í dag, sunnudag, frá
klukkan 13.30–16.
Þrjár freigátur úr fastaflota NATO við Sundabakka
Við lögreglustörf á freigátum
Morgunblaðið/Þorkell
Hollenski flotaforinginn Leon Bruin segir að hlutverk flotans felist í aukn-
um mæli í því að gæta landhelgi og koma í veg fyrir smygl.
SAMFYLKING og Vinstri grænir
fengju átta borgarfulltrúa, Sjálf-
stæðisflokkur sex og Frjálslyndi
flokkurinn einn ef kosið yrði til
borgarstjórnar nú, en Framsókn-
arflokkinn vantar aðeins meira
fylgi til að ná inn manni.
Þetta kemur fram í könnun sem
borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokks lét gera miðað við þær for-
sendur að þeir flokkar sem eiga að-
ild að R-lista byðu ekki fram saman.
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 40,8% atkvæða ef kosið
væri nú, Samfylking fengi 31,7%,
Vinstri grænir fengju 17,9%, Frjáls-
lyndi flokkurinn fengi 5,1% en
Framsóknarflokkurinn 4,4%. Sam-
kvæmt þessu gætu því Samfylking
og Vinstri grænir myndað tveggja
flokka meirihluta.
Athygli vekur að mikill munur er
á fylgi flokkanna eftir hverfum, t.d.
eru Vinstri grænir með 34,9% fylgi
í Vesturbæ og miðborginni, en að-
eins 8,6% í Grafarvogi og Árbæ.
Könnunin var gerð af IMG Gallup
fyrir borgarstjórnarflokk Sjálf-
stæðisflokksins, og fór fram 10.-29.
nóvember. Fjöldi svarenda var 558
og svarhlutfallið var 62,5%.
Framsókn með
engan mann
Í LESBÓK í gær birtist listi yfir þá
myndlistarlistamenn sem fyrirséð
er að taki þátt í myndlistarþætti
Listahátíðar í Reykjavík næsta vor.
Auk þeirra sem þar voru nefndir er
ljóst að þeir Carsten Höller og
Gabriel Kuri munu taka þátt í há-
tíðinni. Beðist er velvirðingar á því
að nöfn þeirra skuli hafa fallið nið-
ur af listanum í gær.
Höller og Kuri
á listahátíð
SEÐLABANKINN fagnar útspili
Fjármálaeftirlitsins, sem boðar
hert eftirlit með starfsemi lána-
stofnana vegna aukinna fast-
eignalána og útlána sem fela í sér
markaðsáhættu. Birgir Ísleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri segir
þessar aðgerðir hvetja lánastofn-
anir til varfærni og geta dregið úr
áhættusömum útlánum.
„Þetta á að gera lánamarkaðinn
betri og öruggari,“ segir Birgir Ís-
leifur. Hann segir þetta þó fyrst og
fremst varúðartæki en ekki pen-
ingastjórnunartæki, og muni því
ekki hafa áhrif á það hvernig Seðla-
bankinn hagar peningastjórnun
sinni.
Fagna útspili
Fjármála-
eftirlitsins