Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 4

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 4
4 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EF MJÓLKURBÚ Flóamanna (MBF) og Mjólk- ursamsalan (MS) sameinast verður sameinað fé- lagið með um tvo þriðju hluta allrar mjólkur sem framleidd er á landinu á sinni könnu, en sameining félagana er þó ekki háð samþykki Samkeppnis- stofnunnar. Magnús H. Sigurðsson, stjórnarformaður MS, segir að þar sem mjólkuriðnaðurinn heyri undir búvörulög þurfi ekki samþykki Samkeppnis- stofnunar áður en þessi félög sameinast, þrátt fyr- ir mikla markaðshlutdeild. Hann bendir á að bú- vörulögum hafi til að mynda verið breytt í meðförum Alþingis í vor í þá veru að afurðastöðv- um í mjólkuriðnaði er heimilt að sameinast eða gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga, og hafa með sér samstarf til þess að halda niðri kostnaði í framleiðslu. „Við höfum þessa heimild vegna þess að mjólk- uriðnaðurinn hefur þessa sérstöðu,“ segir Magn- ús, og bendir á að fram til þessa hafi verið hægt að líta á MBF og MS sem nokkurskonar fyrirtækja- samsteypu og því sé sameiningin ekki svo stórt mál. „Mjólkuriðnaðurinn hefur tekið á sig þær hækkanir sem hann hefur átt að fá í fyrra og einn- ig núna, þannig að þarna er ástæðan fyrir því að við þurfum að horfa fastar en áður til hagræðing- armöguleika. Auk þess er varnagli í búvörulögum um það að ef alþjóðasamningar breytast og opnað verður fyrir flæði landbúnaðarvara milli landa þá getur þurft að taka upp samninginn [um verð- myndun á mjólk] til þess að geta svarað þess- háttar. Þannig að við þurfum að laga okkur meira að því sem umhverfið kallar á,“ segir Magnús. Félögin sameinuð í apríl? Hagræðingin af sameiningu yrði „veruleg“, að sögn Magnúsar, en hann sagði ekki hægt að fara með ákveðnar upphæðir í því sambandi. „Það er þó það mikið að sækja að ekkert vit er í því að láta sem ekkert sé.“ Það ferli er leiða kann til sameiningar MBF og MS er nú hafið, og munu stjórnir félagana taka af- stöðu til sameiningar í mars. Magnús segir að ef allt gangi að óskum og sameiningin fái brautar- gengi í báðum stjórnum megi búast við því að sam- einað félag undir einni stjórn geti tekið til starfa um eða eftir miðjan apríl nk. Hugsanleg sameining Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar Með 2/3 allrar mjólkurvinnslu Lögðu hald á 600 grömm af kannabisefnum LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði hald á rúmlega 600 grömm af þurrkuðum kannabisefnum, auk nokkurra gramma af amfetamíni, við húsleit á sveitabæ í Borgar- byggð á föstudag. Maður á fertugs- aldri var handtekinn vegna máls- ins, og var hann yfirheyrður í gærkvöldi. Hann mun hafa komið við sögu lögreglu áður. Húsleitin var gerð í kjölfar þess að lögreglan stöðvaði bifreið mannsins og grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst lítilræði af kannabisefnum. Að sögn lögreglu virðist sem kannabisefni hafi verið ræktuð á sveitabænum því hald var lagt á gróðurlampa og annan búnað til ræktunar á kannabisefnum. Einnig var lagt hald á skotvopn sem maðurinn hafði ekki leyfi fyrir, tvær haglabyssur og kraftmikinn riffil auk nokkurs magns af skot- færum. Málið telst að mestu upplýst að sögn lögreglu. Fíkniefni fund- ust við húsleit LÖGREGLAN á Akranesi fann um 10 grömm af hassi og 13 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúðarhúsi í bænum í fyrrakvöld. Íbúi í húsinu, 24 ára gam- all karlmaður, var handtek- inn og viðurkenndi hann við yfirheyrslur að eiga fíkniefn- in. Málið telst upplýst og hef- ur manninum verið sleppt úr haldi. Fögnuðu svo mik- ið að lögreglan var kölluð út FAGNAÐARLÆTIN í fjórum stuðningsmönnum Liverpool, sem voru að horfa á leik liðsins við gríska liðið Olympiakos í Meist- aradeild Evrópu á miðvikudag, voru svo mikil að kona, sem stóð fyrir utan íbúð þeirra á Baróns- stíg, taldi að eitthvað gruggugt væri á seyði og kallaði ítrekað eft- ir hjálp. Vegfarendur hringdu þá í lögreglu og óskuðu eftir aðstoð hennar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík voru tveir lögreglubílar sendir á stað- inn með fjórum lögreglumönnum innanborðs til að grennslast fyrir um hvað væri á seyði. Ekki var talin þörf á frekari afskiptum lög- reglu. Rétt er að taka fram að fótbolta- leikurinn var æsispennandi. Olympiakos skoraði í fyrri hálfleik og varð Liverpool því að skora þrívegis til að komast áfram. Það tókst Liverpool og því líklega ekki að undra þótt fagnaðarlæti stuðn- ingsmanna liðsins væru talsverð. VEGNA framkvæmda við Vestur- landsveg milli Víkurvegar og Skar- hólabrautar hefur umferð verið hleypt á eystri akbraut nýja vegar- ins. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna sérstaka varúð og tillits- semi á meðan framkvæmdirnar standa yfir, en vegfarendur mega búast við truflun vegna þeirra. Umferð um Úlfarsfellsveg var einnig breytt, en hún mun nú tengj- ast hringtorgi nýja vegarins nokkru norðar við núverandi tengingu. Með- an unnið er að tengingu eystri ak- brautar nýja vegarins við gamla veg- inn á móts við spennustöðina Korpu, sem mun taka nokkra daga, mun umferð þó fara um bráðabirgðaveg á því svæði. Morgunblaðið/Golli Vegfarendur hvattir til að sýna varúð og tillitssemi JARMANDI smálamb var ekki það sem Björgvin Viðarsson á Krauna- stöðum í Aðaldal átti von á þegar hann kom í fjárhúsin í gærmorg- un. Þessi burður kom óvænt, en það var forystuærin Krúna sem var komin með nýfæddan lamb- hrút í einni krónni, hvítan með stóran svartan blett á bakinu. Björgvin segir þetta mjög óvanalegt í desember, en móðir Krúnu bar tvö ár í röð í janúar fyrir nokkrum árum svo eitthvað er það í ættinni. Forystuféð á Kraunastöðum á sér langa sögu, en þangað kom ein forystuær frá Núpi í Öxarfirði í fjárskiptunum 1944 og er stofninn í dag allur út af henni og ættlið- irnir orðnir margir í beinan ær- legg. Með minnkandi vetrarbeit hefur forystufé fækkað mjög í sveitum en afi Björgvins, Jón Ólafsson, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á þessum stofni og í fyrra voru 15 forystukindur á Kraunastöðum. Í vetur eru þær aðeins færri, en litli jólahrúturinn var ágæt viðbót við stofninn. Krúna bar í des- ember Morgunblaðið/Atli Vigfússon Björgvin Viðarsson með Krúnu og lambhrútinn. Laxamýri. Morgunblaðið. Samskiptavandi lækna- ráðs og stjórnenda LSH Vonar að málið leysist innan sjúkra- hússins JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra vonar að samskiptavandamál læknaráðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) og stjórnenda sjúkrahússins verði leyst innan sjúkrahússins og það sem fyrst. Honum hafa borist bréf frá báðum aðilum, þ.e. formanni læknaráðs og forstjóra sjúkrahússins, og hefur málið nú til skoðunar. Í bréfi læknaráðs er farið fram á það að ráðherrann hlutist til um að farið sé að lögum um heilbrigðis- þjónustu hvað varði hlutverk og starf læknaráðsins. Kemur fram í bréfinu að ráðið telji að stjórnendum spítalans sé skylt að leita álits ráðs- ins á öllum helstu málum er varði læknisfræðileg atriði í rekstri sjúkrahússins og einnig á öllum helstu málum er varði læknisþjón- ustu sjúkrahússins. Telur ráðið að miklir meinbugir séu á því að stjórn- endur hafi uppfyllt þessa lagaskyldu. Í bréfi forstjóra spítalans, sem í kjölfarið var sent ráðherra, er ásök- unum formanns læknaráðs vísað á bug og þær sagðar rangar og órök- studdar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.