Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í
kjölfar styrktartónleika fyrir
krabbameinssjúk börn, sem
haldnir voru í Hallgrímskirkju á
dögunum, hefur talsverð umræða
verið í þjóðfélaginu um það að
tónlistarmenn, sem fram komu,
hafi þegið fé fyrir; laun, kostnað
eða hverju nafni sem greiðslurnar eru
nefndar. Vert er að kanna hversu mikið af
því sem safnast, hvort sem er á slíkum sam-
komum eða með öðrum hætti, skilar sér
beint til málstaðarins sem safnað er fyrir.
Það er nokkuð misjafnt, af ýmsum ástæð-
um, til dæmis má geta þess að allt sem
safnast til þróunarhjálpar á vegum ABC
barnahjálpar fer til þeirrar starfsemi;
rekstur skrifstofu í Reykjavík er fjármagn-
aður með öðrum hætti.
Ekki dæma of harkalega
Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla, varar við því að fólk dæmi of
harkalega og vísar þar til umræðunnar sem
átt hefur sér stað – aðallega um Kristján
Jóhannsson óperusöngvara – eftir tón-
leikana sem nefndir voru í upphafi.
Hún segir Barnaheill hafa staðið fyrir
fyrstu sambærilegu styrktartónleikunum og
þeim sem fram fóru í Hallgrímskirkju á
dögunum. Það var fyrir rúmum áratug, þeg-
ar Kristján Jóhannsson söng einmitt með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á sama stað. „Þá
tók Kristján ekki krónu fyrir; við greiddum
ekkert, hvorki flugfar hans né nokkurn
kostnað. Það rifjaðist meira að segja upp
fyrir mér, þegar ég fór að tala um þessa
tónleika við fólk sem starfaði með mér að
þeim, að hann keypti sjálfur 50 miða til
þess að bjóða vinum og fjölskyldu á tón-
leikana á sínum tíma. Vegna þess hvernig
umræðan hefur verið undanfarið finnst mér
rétt að þetta komi fram.“
Eini kostnaðurinn vegna tónleikanna 1993
var vegna stjórnanda sinfóníunnar, sem
kom erlendis frá. Hljómsveitin gaf alla sína
vinnu og fleiri sem að komu. Kristín nefnir
bæði Rut Magnússon og Halldór heitinn
Hansen barnalækni, en hjálp þeirra við
undirbúning hafi verið ómetanleg.
„Umstangið var heilmikið fyrir kirkjuna
vegna þrifa og annars, en við greiddum
enga leigu.“ Hún segir Stöð 2 hafa tekið
tónleikana upp og greitt fyrir. „Þetta var
mjög vel heppnað og ágóði samtakanna
heilmikill en kostnaðurinn lítill sem enginn.
Og með þeim peningum sem þarna söfn-
uðust stofnuðum við Rannsóknarsjóð
Barnaheilla sem hafði verið draumur lengi.
Nú hefur verið úthlutað úr honum nokkrum
sinnum. Það hefur ekki gengið vel að fjár-
magna sjóðinn síðan, en afrakstur þessara
tónleika hefur staðið undir því litla sem við
höfum getað úthlutað til rannsókna á börn-
um á Íslandi,“ sagði Kristín.
Hún bendir á að margt hafi breyst á Ís-
landi síðan umræddir tónleikar voru haldn-
ir. „Ásókn er mikil í listamenn og ég held
það sé ekkert óeðlilegt að þeim fylgi ein-
hver kostnaður. En það er best að allt sé
uppi á borðinu.“ Hún segist stundum hafa
hugleitt það að íslenskir listamenn gætu lík-
lega komið fram á einhvers konar góðgerð-
artónleikum um hverja helgi, en það gangi
ekki. „Það er ósköp einfalt. En best er ef
kostnaðurinn er uppi á borðinu og hver
samtök fyrir sig verða að ákveða hvort
kostnaðurinn er ásættanlegur í hvert
skipti.“
Því má ekki gleyma, segir Kristín enn-
fremur, að almenningur kemur á tónleika til
þess að hlýða á listamennina sem þar koma
fram. Ekki bara til þess að styrkja mál-
efnið.
Að skila sér …
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri út-
breiðslusviðs Rauða kross Íslands, segir all-
ar hjálparstofnanir reyna að hafa kostnað
sem allra minnstan, en óhjákvæmilegt sé að
hann verði einhver. „Það er ágætt að velta
því fyrir sér hvað felst í því að féð skili sér
alla leið,“ segir Þórir í samtali við Morg-
unblaðið, þegar þetta atriði er borið undir
hann. Hann nefnir sem dæmi að ef einhvers
staðar úti í heimi er afhentur matur að gjöf,
eins og Rauði krossinn gerir oft, sé óhjá-
kvæmilegt að t.d. flutningskostnaður sé því
samfara. „Að minnsta kosti ef maturinn er
keyptur utan þess svæðis þar sem hann er
afhentur.“ Þá segir hann ákveðið eftirlit
nauðsynlegt. „Við viljum til dæmis fullvissa
okkur um að það sem fer frá Rauða krossi
Íslands komist raunverulega á áfangastað,
og það þýðir að við þurfum að hafa eitthvert
eftirlit með sendingunni, við þurfum fólk til
að fara yfir reikninga og jafnvel að fara á
staðinn og kanna hvort hlutirnir hafi ekki
örugglega borist.“
Þórir segir að fólk ætti að hafa í huga,
þegar það gefur peninga til hjálparstarfa,
t.d. matvælakaupa, „að kostnaðurinn er meiri
en bara sem nemur kaupverði matvælanna“.
Að sumu leyti er þessi hluti starfseminnar
auðveldari hjá Rauða krossinum en öðrum,
segir Þórir, bæði vegna alþjóða Rauða kross-
ins og Rauða kross félaganna sem starfandi
eru úti um allan heim og vinna því saman.
Alþjóðastarf Rauða kross Íslands er um-
fangsmikið; um 200 milljónir króna fara til
þess á árinu sem senn líður í aldanna skaut,
en þar er þó aðeins um að ræða þriðjung
starfsemi samtakanna því reksturinn hér
heima er umfangsmikill.
Tekjur samtakanna eru mjög mismunandi
frá ári til árs, segir Þórir, og fara m.a. eftir
því hvort sérstakt söfnunarátak fer fram;
eins og Göngum til góðs. Þegar slíkar her-
ferðir fara ekki fram geti safnast alls 40 til
50 milljónir króna frá almenningi; greiðslur
sem fólk innir af hendi með gíróseðlum,
gegnum styrktarmannakerfið ellegar með því
að arfleiða Rauða krossinn að einhverjum
eigum.
Sem dæmi nefnir hann að Göngum til góðs
hafi í haust skilað 30 milljónum þann dag
sem safnað var, en alls verði sendar um 35
milljónir króna utan vegna verkefnisins. „Í
vikunni eftir að söfnunin fór fram kom kona í
heimsókn til okkar, skrifaði ávísun upp á
fimm milljónir og gaf til söfnunarinnar.“ Þór-
ir nefndi líka að ein milljón króna hefði verið
lögð til verkefnisins í nafni aldraðs manns
hér á landi; Íslendingur, búsettur í Banda-
ríkjunum, hefði gefið föður sínum upphæðina
í afmælisgjöf en sent Rauða krossinum pen-
ingana í nafni gamla mannsins.
Um 30 starfsmenn eru á landsskrifstofu
Rauða krossins í Reykjavík, þar af fimm
sem starfa við alþjóðlegt hjálparstarf og er
fjár til launagreiðslna starfsfólks að lang-
mestu leyti aflað með hlutdeild í fyrirtæk-
inu Íslandsspilum, sem reka spilakassa á
ýmsum stöðum.
Starfsemi Rauða krossins er mjög fjöl-
þætt; samtökin reka til dæmis athvarf fyrir
fólk með geðraskanir á fjórum stöðum; í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ak-
ureyri, en um 750 manns koma á þá staði
árlega. „Síðan rekur Rauði krossinn alla
sjúkrabíla í landinu og í það fara um 50
milljónir á ári; þriðjunginn greiðir sjúkling-
urinn sjálfur í hvert skipti, þriðjungur kem-
ur frá ríkinu og Rauði krossinn greiðir
þriðjung.“
Þá nefnir Þórir hjálparsíma Rauða kross-
ins, 1717. Mjög hefur aukist að fólk hringi
þangað, um 1.500 manns hringdu í símann í
september. Þar sitja bæði starfsmenn sam-
takanna og sjálfboðaliðar en þeir sem
hringja glíma oftast við þunglyndi.
Samtökin standa einnig fyrir kynningu
skyndihjálpar, gefa út ýmiss konar náms-
efni fyrir skóla þar sem mannúðarsjón-
armiðum af ýmsu tagi er haldið á lofti, og
hann nefnir alnæmisverkefni í sunnanverðri
Afríku. „Líka má nefna að árlega fá á milli
600 og 1000 fjölskyldur föt frá Rauða kross-
inum. Við gerðum litla könnun í fyrra og þá
kom í ljós að um 1000 börn fengu verulega
góð, notuð föt frá okkur. Í flestum tilfellum
er um að ræða einstæðar mæður sem þann-
ig ná í föt fyrir börnin sín.“
Þórir nefnir líka að Rauða kross deild-
irnar víðs vegar um land, sem eru 51 tals-
ins, aðstoði einstaklinga í töluverðum mæli.
„Það er helst fólk sem verður fyrir skyndi-
legum áföllum sem þannig er hjálpað; sú
aðstoð er þá liður í að fylla í þau göt sem
hugsanlega er að finna í velferðarkerfinu.
Mikilvægt að enginn
Íslendingar láta gjarnan
fé af hendi rakna til góðs
málefnis, ekki síst á
þessum árstíma. Skapti
Hallgrímsson kynnti sér
fjársafnanir af ýmsu tagi
og reyndi að komast að því
hversu mikið skilar sér
alla leið til þeirra sem
verið er að safna fyrir.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Matvæli skömmtuð í þorpinu Dollo Odo árið 1999. Þessi aldraði maður tjáði sig um ástandið og skein angist úr svip hans.
SIGURÐUR Kristinsson heimspekingur og lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans
á Akureyri, telur að út frá sjónarmiði siðfræðinnar geti listamenn varla bæði þegið fé fyrir
að koma fram á styrktarsamkomum og það þakklæti almennings og aðdáun sem því fylgir
að koma þar fram. Ekki verði bæði sleppt og haldið.
„Mér sýnist umræðan aðallega vekja tvær spurningar – í fyrsta lagi um hin samfélags-
legu gildi; hvort velferðarmál eða velferðarþjónusta eigi að vera á höndum einkaaðila og
frjálsra félagasamtaka eða hins opinbera eða hvernig hlutföllin þarna á milli eigi að vera,“
segir Sigurður við Morgunblaðið.
Þetta er pólitísk spurning, segir hann, en líka spurning um gildi. „Spurning um velferð-
arréttindi.“ Hin spurningin er sú, segir Sigurður, hvort ekki verði ávallt að hafa í huga
ákveðnar siðferðiskröfur þegar slík starfsemi sé annars vegar. „Mikilvægasta reglan er sú
að mínu mati að enginn sé blekktur; hvorki þeir sem gefa né þiggja, eða neinn sá sem kem-
ur að starfseminni á nokkurn hátt.“
„Ef maður spyr sig almennt hvort það sé skylda listamanns að gefa vinnu sína á styrkt-
arsamkomum þá er það ekki endilega nauðsynlegt; góðgerðarfélög sem kaupa eitthvað
þurfa ekki endilega að fá alla til að veita afslátt. Hins vegar er það oft þannig að sá sem
veitir þjónustuna á slíkum samkomum fær í staðinn auglýsingu sem er einstök; nafn hans er
lagt við góðgerðarstarfsemi. Þá nýtur viðkomandi almenns velvilja; fólk dáist að mann-
gæsku hans, og þá finnst mér hann verða að „gefa“ gjöfina. En fyrst og fremst þarf allt að
vera uppi á borðinu.“
Sigurður sagði að ef hann setti sig í spor Kristjáns Jóhannssonar og spyrði sjálfan sig
hvort hann hefði átt að afþakka þakklæti almennings, fyrir það að koma fram á samkomu
eins og tónleikunum í Hallgrímskirkju, fyrst hann þáði peninga fyrir, yrði niðurstaðan sú
að ekki væri bæði hægt að halda og sleppa. „[Kristján] hefði auðvitað getað sagt að hann
kærði sig ekkert um þakklæti fólks, þetta væri bara „bissness“ en mér sýnist sú leið ekki
hafa verið raunhæf. Hann hefði getað sagt frá því fyrirfram, jafnvel auglýst það sér-
staklega, að hann kæmi fram gegn gjaldi en það hefði líklega ekki fallið í góðan jarðveg.
Því finnst mér að eini kosturinn hefði verið sá að taka einfaldlega ekki þátt í samkomunni
eða þá að gefa vinnuna. Það er ekki bæði hægt að gefa og þiggja.“
Velja ætti peningana
eða þakklætið