Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 23
herberginu. Við göngum hlið við
hlið inn í ráðstefnuherbergið. Þeg-
ar ég ætla að taka hlífina af ritvél-
inni, segir Foringinn: „Takið þér
frekar hraðritunarblokk.“ Ég sest
umkomulaus við stóra borðið og
bíð. Hitler stendur við langhliðina á
borðinu eins og hann er vanur,
styður báðum höndum á borðið og
starir á auða borðplötuna sem nú
er ekki lengur þakin landabréfum
og kortum af borgum. Ef stein-
steypan myndi ekki virka eins og
málmþynna og endurkasta mis-
kunnarlaust og með miklum látum
hverjum einasta skothvelli, hefði
ekkert heyrst í margar sekúndur
nema andardráttur tveggja manna.
Þá sendir Foringinn fyrstu orðin
skyndilega út í herbergið: „Pólitísk
erfðaskrá mín.“ Hönd mín titrar
eitt andartak. Skyndilega er ég aft-
ur verulega spennt. Nú kemur
loksins það sem við höfum verið að
bíða eftir dögum saman: Skýringin
á því, hvað gerðist, játning, jafnvel
sjálfsásökun, hugsanlega réttlæt-
ing. Í þessu síðasta opinbera skjali
Þriðja ríkisins hlýtur sannleikurinn
að birtast, í formi játningar manns
sem hefur engu að tapa lengur.
Ráðherrar tilnefndir
En þær vonir rættust ekki. Án
nokkurrar hluttekningar, nánast
vélrænt þylur Foringinn yfirlýsing-
ar, ásakanir og kröfur sem ég,
þýska þjóðin og allur heimurinn
þekkir. Ég lít undrandi upp þegar
Hitler telur upp ráðherra í nýrri
ríkisstjórn. Nú skil ég hvorki upp
né niður í neinu lengur. Þegar allt
er glatað, þegar Þýskaland er gjör-
eyðilagt, nasisminn að eilífu dauður
og Foringinn sér enga aðra leið út
úr ógöngunum en að svipta sig lífi,
hvað eiga þá þessir menn sem hann
tilnefnir að gera? Ég næ þessu
ekki. Hitler talar án þess að líta
upp. Hann þegir eitt andartak og
byrjar síðan að lesa fyrir sína eigin
erfðaskrá. Og nú kemst ég að því
að hann ætlar að giftast Evu
Braun, áður en dauðinn sameinar
þau. Ég man óljóst eftir orðum
Evu þegar hún sagði að við ættum
eftir að gráta í dag. En hjá mér
koma engin tár. Foringinn skiptir
eigum sínum, en hér nefnir hann
allt í einu þann möguleika að ríkið
geti ekki lengur haldið áfram að
vera til, eftir að hann er allur. Síð-
an er hann búinn. Hann losar sig
frá borðinu sem hann hefur hallað
sér yfir allan tímann eins og til að
hafa eitthvert hald, og augnatillitið
er skyndilega þreytulegt og ör-
magna. „Skrifið þér þetta strax
upp fyrir mig, í þríriti og komið svo
með það inn til mín.“ Það er eitt-
hvað krefjandi í röddinni og ég átta
mig á því, mér til mikillar furðu, að
síðasti, mikilvægasti og örlagarík-
asti texti Hitlers kemur til með að
verða sendur út í heiminn, án þess
að verða leiðréttur eða vandlega yf-
irfarinn. Hver einasta afmælis-
kveðja til svæðisstjóra, listamanns
eða einhvers annars var vandlega
yfirfarin, lagfærð og leiðrétt, nú
hefur Hitler ekki lengur tíma fyrir
slíkt.
Skálað í freyðivíni
Foringinn fer aftur í samkvæmið
sem innan stundar á eftir að verða
brúðkaupsveisla. Ég sest hinsvegar
í setustofuna sem er fyrir framan
herbergi Goebbels, þar sem ég held
að ég geti verið ein og óáreitt, og
skrifa síðustu blaðsíðuna í sögu
Þriðja ríkisins. Nú er búið að
breyta ráðstefnuherberginu í
fógetaskrifstofu og embættismað-
ur, sem var sóttur á nálægar víg-
stöðvar, hefur gefið Hitlerhjónin
saman; Eva ætlaði að fara að und-
irrita skjalið með B-i þegar henni
var bent á að nafnið hennar- byrj-
aði nú á H-i. Og síðan setjast brúð-
kaupsgestirnir saman í herbergi
Hitlers. Fyrir hverju skyldu þau
skála í freyðivíninu? Fyrir gæfu-
ríkri framtíð nýgiftu brúð-
hjónanna?
Foringinn getur varla beðið eftir
að sjá það sem ég er að skrifa.
Hann kemur hvað eftir annað inn í
herbergið til mín, gáir hvað ég sé
komin langt, og segir ekkert, held-
ur horfir aðeins órólegum augum á
það sem eftir er af hraðritaða text-
anum og fer aftur út.
Skyndilega kemur Goebbels æð-
andi inn. Ég horfi undrandi á náföl-
an og æstan svip hans. Það renna
tár niður kinnar hans. Hann talar
við mig, því hann getur ekki létt af
hjarta sínu við neinn annan. Rödd-
in sem annars er svo skýr er nú
grátklökk og í uppnámi: „Foringinn
ætlar að skipa mér að yfirgefa
Berlín, frú Junge! Ég á að taka við
leiðandi stöðu í nýju stjórninni. En
ég get ekki farið frá Berlín og yf-
irgefið Foringjann! Ég er svæð-
isstjóri í Berlín og hér er minn
staður. Þegar Foringinn fellur frá
hefur líf mitt engan tilgang lengur.
Og svo segir hann við mig: „Goeb-
bels, ég átti ekki von á því frá yður
að þér óhlýðnuðust minni síðustu
skipun …“ Eftir að Foringinn er
búinn að taka svo margar ákvarð-
anir of seint, hvers vegna þurfti
hann þá endilega að taka þessa
ákvörðun of snemma?“ spyr hann
fullur örvæntingar.
Þvínæst les hann mér líka fyrir
erfðaskrána sína, sem á að vera
fylgiskjal með erfðaskrá Foringj-
ans: Þar segir að hann muni í
fyrsta sinn á ævinni ekki hlýða
skipun Foringjans, því hann sjái
sér ekki fært að yfirgefa Berlín og
skilja Foringjann þar eftir. Á
ókomnum tímum verði fyrirmynd
trúmennskunnar talin meira virði
en eitt líf sem bjargist … Og hann
kemur þeim boðum líka til heims-
ins að hann kjósi frekar að deyja
með allri fjölskyldu sinni en að lifa
í Þýskalandi, eftir að nasisminn sé
liðinn undir lok.
Ég skrifa báða textana eins hratt
og ég get. Fingurnir á mér vinna
vélrænt og ég er mest hissa á því
að ég skuli varla gera eina einustu
ásláttarvillu. Bormann, Goebbels
og Foringinn kíkja allir inn annað
slagið til að sjá hvort ég sé búin,
þeir gera mig óstyrka og tefja mig.
Að lokum liggur við að þeir rífi síð-
asta blaðið úr ritvélinni, þeir fara
aftur inn í ráðstefnuherbergið og
skrifa undir öll þrjú eintökin og
strax sömu nóttina leggur þessi
texti af stað með sendiboðum í all-
ar áttir. Von Below ofursti, Heinz
Lorenz og Zander, samverkamaður
Bormanns, taka hinsta vilja Hitlers
með sér frá Berlín.
Rússarnir nálgast
Þannig er ævi Hitlers eiginlega
lokið. Nú vill hann bara bíða eftir
að fá það staðfest að eitt eintak af
þessum skjölum hafi komist í rétt-
ar hendur. Við eigum von á að
Rússarnir ráðist á byrgið hvenær
sem er, skarkalinn frá stríðinu
virðist vera orðinn það nálægur.
Hundarnir okkar eru allir dauðir.
Hundahirðirinn gerði síðustu
skyldu sína og aflífaði vini okkar til
að koma í veg fyrir að þeir yrðu
sprengdir í tætlur í garðinum.
Þeir verðir og hermenn sem nú
þurfa að fara út undir bert loft,
hætta lífi sínu. Fólk úr okkar eigin
hópi hefur þegar særst. Yfirmaður
varðliðsins fékk skot í fótinn og
getur ekki lengur hreyft sig fyrir
kvölum.
Það eru næstum allir búnir að
gleyma fimm ljóshærðum stúlkum
og dökkhærðum hnokka, sem eru
enn að leika sér uppi í herberginu
sínu, full af lífsgleði. Nú er móðirin
búin að láta þau vita að það þurfi
kannski að bólusetja þau öll. Þegar
svona margt fólk býr saman í svona
þröngu rými verður það að verja
sig fyrir sjúkdómum. Þau skilja
þetta mætavel og eru alveg
ósmeyk.
Til hinstu stundar eftir Traudl Junge,
einkaritara Hitlers, í samstarfi við Mel-
issu Müller, kemur út hjá PP-forlagi.
Bókin er myndum prýdd og 326 bls.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 23
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
2
66
30
12
/2
00
4
Mikilvæg sending
hratt og örugglega
Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka
frá 1 – 10 kg, af hverju sem er, á alla áfangastaði fyrir aðeins 700 kr.
Tilboðið gildir frá 10. til og með 20. desember.
Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 www.flugfelag.is | 570 3030
1-10 kg á 700 kr.
til allra áfangastaða
Jólatilboð!
FRAKT
til og frá öllum áfangastöðum • fjöldi ferða daglega • hratt og örugglega • frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum