Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 30

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 30
30 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA meistaramótinu árið 2005 lauk fyrir skömmu í San Diego en það var níu umferða opið mót sem bæði kynin tóku þátt í. Sjálfsagt furðar margan að meist- aramótið 2005 skuli hafa farið fram árið 2004 en ástæða þess ku vera sú að samningsskuldbindingar leyfðu mótshöldurum ekki að kalla þetta meistaramótið fyrir árið 2004! Meðal keppenda var hinn 16 ára stórmeist- ari Hikaru Nakamura, en hann fæddist í Hirakata í Japan. Tveggja ára fór hann til Bandaríkjanna og hefur búið þar síðan. Flestir eru á því að hann sé mikið efni en hann varð stórmeistari 15 ára og tveggja mánaða. Með þessu sló hann met Bobbys Fischers en því hefur verið haldið fram að hann hafi slegið öll bandarísk met meistarans mikla fyr- ir utan að verða ekki meistari lands- ins fjórtán ára. Í ár náði hann að vinna sinn fyrsta meistaratitil þegar hann varð jafn Alex Stripunsky með sjö vinninga. Í einvígi þeirra vann unglingurinn örugglega. Það vakti mikla athygli að Gata Kamsky tók þátt í mótinu en hann tefldi heims- meistaraeinvígi árið 1996, þá 22 ára, við Anatoly Karpov. Eftir það hætti hann að tefla enda taldi hann að Kasparov og Karpov stjórnuðu skákheiminum með svikráðum! Það var afar ánægjulegt að sjá hann aft- ur við taflborðið en það er mörgum ógleymanlegt hversu eitilharður hann var á sínum tíma enda fékk hann annars að kenna á því hjá föður sínum, fyrrverandi hnefaleikakapp- anum Rustam Kamsky. Hann tapaði engri skák á mótinu en vann ein- göngu tvær og fékk 5½ vinning og lenti í ellefta sæti. Eins og landslið Bandaríkjanna voru flestir þátttak- endur frá fyrrverandi lýðveldum Sóvétríkjanna. Rusa Goletiani varð efst kvenna í mótinu ásamt Tatev Abrahamyan en vann einvígi þeirra um meistaratitil kvenna í skák. Einn af fáum innfæddum bandarískum stórmeisturum, Nick De Firmian, fékk að kynnast handbragði Nakam- ura í fjórðu umferð. Hvítt: Nick De Firmian (2.550) Svart: Hikaru Nakamura (2.620) 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Da5 4. d4 c6 5. Bc4 Bf5 6. Bd2 e6 7. De2 Bb4 8. 0–0–0 Rf6 9. a3 Bxc3 10. Bxc3 Dc7 11. d5 Skandinavíski leikurinn stendur prýðilega í fræðunum og textaleik- urinn virðist ekki vera til þess fallinn að breyta því mati. Þó að línur opnist fyrir svartreita biskup hvíts hafa uppskiptin í för með sér að vörn svarts verður auðveldari en ella. 11. … cxd5 12. Bxd5 Rxd5 13. Hxd5 0–0 14. Hd2 Rc6 15. Rf3 Hfd8 16. Hhd1 Við fyrstu sýn virðist sem hvítur standi örlítið betur en næstu leikir svarts, sem miðast að enn frekari uppskiptum, hafa í för með sér að taflið jafnast. 16. … Bg4!? 17. h3 Hxd2 18. Hxd2 Bxf3 19. Dxf3 f6! 20. De4 He8 21. f4 De7 22. Dc4 Df7 23. He2 h6 24. b3 a6 25. a4 e5! Með þessari framrás jafnar svart- ur taflið endanlega en hvítur sættir sig ekki við það með því að leika 26. Dxf7 Kxf7 27. fxe5 heldur teygir sig of langt í vinningstilraunum sínum. 26. De4? f5! 27. De3 e4 28. g4 Re7! 29. Be5 Rd5 30. Dg3 Svartur lætur nú til skarar skríða 16 ára stórmeistari sigrar á bandaríska meistaramótinu SKÁK San Diego, Bandaríkjunum Bandaríska meistaramótið 2005 23. nóvember til 5. desember 2004 Sigurreifir nemendur Rimaskóla. enda skiptamunarfórnin mjög væn- leg. 30. … Hxe5! 31. fxe5 f4 32. De1 e3 33. c4 Dc7! 34. Dh1? Betra hefði verið að reyna 34. Kd1 eða 34. Kb1 þó að möguleikarnir væru frekar svarts megin í þessari flóknu stöðu. Eftir textaleikinn er taflið tapað. 34. … Rc3! 35. He1 Dd7 36. Dh2 Dd4 37. e6 Re4 38. e7 Dd2+ 39. Kb1 Rc3+ 40. Ka1 Dxh2 og hvítur gafst upp enda er hann óverjandi mát jafnvel þótt hann veki upp nýja drottningu. Frumkvöðullinn Erik Andersen og samtök hans, AF4C, hafa undan- farin ár staðið fyrir meistaramótum Bandaríkjanna með miklum mynd- arbrag. Í ár voru heildarverðlaun á mótinu tæpir 300.000 bandaríkjadal- ir eða sem samsvarar 18 milljónum íslenskra króna. Þessi náungi ætlar sér stóra hluti með skákina og ekki síst hyggst hann koma henni í nám- skrá bandarískra skóla. Friðriksmót Landsbanka Íslands Friðriksmót Landsbankans og Skáksambands Íslands fer fram sunnudaginn 12. desember nk. kl. 15.00. Úrvalsflokkur mótsins mun skarta sterkustu skákmönnum og -konum landsins. Mótið er hluti af aðventu- og jólahátíð Landsbankans sem nú stendur yfir með ýmiss kon- ar menningarviðburðum í aðalútibúi bankans við Austurstræti. Skákun- um verður varpað á risaskjá til að gera áhorfendum betur kleift að fylgjast með framvindu þeirra. Auk þess verða til sýnis verðlaunagripir, fréttamyndir og annað fróðlegt efni um feril Friðriks Ólafssonar fyrir áhorfendur að kynna sér. Áður en úrvalsflokkur hefst munu efnileg- ustu ungmenni Íslands leiða saman hesta sína kl. 10.30 um morguninn og keppa um sæti á meðal eldri og reyndari meistara. Umhugsunartími er fimm mínútur á mann og eru áhorfendur velkomnir. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Mótshaldarinn Erik Andersen ásamt bandarísku meisturunum Hikaru Nakamura og Rusa Goletiani. L istaakademían í Kaupmannahöfn hefur ekki gert endasleppt um hátíðabrigði í til- efni 250 ára afmælisársins. Það sem helst mun standast tímans tönn verður líkast til útgáfa sögu- annáls í þrem þykkum bindum, sem afar vel er staðið að um hönnun og útlit eins og vænta má úr þeim ranni. Tvö þeirra hafa ratað í mínar hendur en hið þriðja lætur bíða eft- ir sér ef það er þá komið út, þannig nærtækast að slá því á frest að fjalla um útgáfuna. Ekki að vita nema síðasta bindið kunni að breyta að einhverju áliti mínu eftir að hafa flett end- urtekið í þeim fyrri sem mér þykja í fljótu bragði yf- irmáta fræðileg. Vissulega saman kominn drjúgur og nytsamur fróð- leikur á sögulegum grunni sem ómetanlegt er að geta gripið til jafnt af leikum sem lærðum, nátt- úrulega einkum fræðimönnum á sögusviði. Auðvitað þarf að hafa akademísku fræðin, þróunarferilinn og heimildirnar á hreinu við sam- setningu slíkra rita, um það deilir enginn, en of mikið má af öllu gera og best að viðurkenna strax að ég bjóst við læsilegra riti, jafnframt blóðríkari og sveigjanlegri fróðleik. Hér er ég einungis í hlutverki frásegjandans sem miðlar þeim sem les þeim brotakenndu upplýs- ingum sem hann hefur milli hand- anna, en stofnunin hins vegar drjúgur hluti íslenzkrar sjón- menntasögu sem ekki skal litið framhjá. Við lifum á undarlegum tímum uppstokkana og rang- hugmynda um grunn akademískra fræða í listum, ásamt grófum sér- hagsmunatengdum umskiptum staðreynda. Borðleggjandi að fræði Platons og endurfæðingarinnar byggðust á framþróun síður en íhaldssemi og stöðnun, jafnframt að halda þéttingsfast um mikilsháttar hefðir. A ð listakademíur hafi í ald- anna rás verið meira og minna íhaldssamar stofn- anir liggur að vissu marki í hlutarins eðli, en sjálfur mennt- unargrunnur sjónarheimsins og miðlun þekkingar hefur þó lengst- um verið megininntak þeirra. Öll almenn fræði eiga það sameiginlegt að missa kraftbirting sinn með tíð og tíma, eins og dagur líður að kvöldi, en öfugþróun er sjaldnast sök sjálfrar grunnhugmyndarinnar heldur misviturra eftirkomenda. Minni á að einsleit og stöðluð ítroðsla innan menntakerfa þjóða er einmitt viðsnúningur á kenningum Platons, að menn skuli ala ungviðið upp með fulltingi skapandi kennda. Í lok útmánaða nánar tiltekið 1. apríl, var haldin mikil hátíð í Ríkis- listasafninu í tilefni tímamótanna og var rithöfundurinn Suzanne Brøgger fengin til að halda að- alræðuna. Lagði hún út af hætt- inum hvernig fólk lítur hlutina ólík- um augum og óskaði listakademíunni til hamingju með að beina athyglinni að innri gerð sinni, augunum innan í sjálfri sér. Sagði að Akademían hefði hýst margar mismunandi hefðir í tímans rás, sem seinna stokkuðust upp milli fleiri stofnana samfélagsins. Akademían væri í framtíðinni ei heldur með einkarétt á skapandi athöfnum, frekar dæmd til vera í beinharðri samkeppni við líf- tækniheiminn, hvar einungis hug- arflugið setur mörkin þá menn hygðust klóna risaeðlur, fluguglur og agúrkur með tómatabragði. Í gamla daga fóru menn til mál- ara til að gera sig ódauðlega. Eða til ljósmyndara. Í dag fara menn til fegrunarskurðlæknisins og sagt er að á morgun muni hin hannaða manneskja vera hinn erfðafræðilegi óhjákvæmileiki. Eftir að Dolly sá dagsins ljós – klónaða lambið – mun einfaldlega eftirsókn eftir hinni fullkomnu manneskju – helst með innkóðuðum ódauðleika. Tími líftækniheimsins boðaði ný trúar- brögð fyrir hin byltingarkenndu vinnubrögð á leyndardómum sköp- unarferlisins. En ef skapandi atriði eru útlögð á tæknilegum rannsóknarstofn- unum sem vísinda-bisniss, science- business, hvað er þá til bragðs að taka fyrir eldgamla listakademíu í stýrirými, cyberspace, árið 2004? Suzönnu Brøgger mæltistmjög vel í ræðu sinni ogkom víða við, helst voruþetta hugleiðingar um til- vist og þýðingu listamannsins í mannheimi, sjálft sköpunarverkið, þróunarferlið og þýðingu þess að skoða heiminn með galopnum aug- um, sjá. Lauk henni með því að vísa til þess að maðurinn hefði njósnað um sköpunarverk almætt- isins og uppgötvað að því væri ekki með öllu lokið, að það vantaði ein- hverja vigt í það sem við (lista- mennirnir) værum stöðugt að leit- ast við að ráða bót á… Sama dag var sýningin Clinch! opnuð í öllum eldri sölum safnsins, Smátt af hátíðarári Ljósmynd/Tryggvi Ólafsson Núverandi hátíðarsalur listakademíunnar í hollenskum barokkstíl, upprunalega riddarasalur krónprinsins, síðan antík- salur sem hýsti flestar gifsafsteypur akademíunnar. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.