Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 31
en frá henni hef ég áður sagt, einn-
ig sams konar framkvæmd í Thor-
valdsenssafninu, hér vil ég víkja að
hinni þriðju með sama sniði sem
haldin var í hátíðarsal Akadem-
íunnar við Nýjatorg konungsins.
Lauk upp dyrum sínum stuttu eftir
að ég var farinn heim í september
og hafði ekki hugmynd um hana
fyrr en nokkrum dögum fyrir lokun
og þrátt fyrir góðan vilja náði ég
ekki að taka stökkið fyrirvaralaust
utan til Hafnar. En hef milli hand-
anna góðar upplýsingar um fram-
kvæmdina í formi sýningarskrár/
bókar sem ég fékk senda þrátt fyr-
ir að hún væri þegar uppseld, naut
hér ýtni Tryggva Ólafssonar úti á
Amákri, sem að tilmælum mínum
stormaði á vettvang með ljós-
myndagræjurnar í farteskinu. Mað-
ur skilur vel að bókin skuli hafa
rokið út, hún er einföld falleg,
handhæg og sneisafull af nytsöm-
um upplýsingum, einmitt slíkum
sem maður saknar í fyrrnefndum
doðröntum. Einneginn kemur til,
að borgarbúum þykir vænt um
þessa gömlu höll í hollenzkum bar-
okkstíl, sem á sautjándu öld var
byggð fyrir Ulrik Frederik Gylden-
løve, son Friðriks þriðja. Þá er fá-
títt að hátíðarsalirnir séu opnir al-
menningi, en þeir hýstu áður að
meginhluta til eign Akademíunnar
á gifsmyndum klassískrar högg-
myndalistar frá Aþenu og Róm,
vöggu evrópskrar siðmenningar,
raunar einnig verk þeirra Canova
og Thorvaldsens sem báðir unnu í
anda hinnar fornu og sígildu hefð-
ar. Í tilefni sýningarinnar voru
veggirnir prýddir málverkum gull-
aldarmálaranna, sem sóttu sér
gjarnan efnivið í antíksalinn, og
það sem meira var höfðu sýning-
arstjórarnir þeir Pontus Kjerrman,
Bjørn Nørgård og Jan Zahle,
ásamt málarameistaranum Réne
Petersen og hópi nemenda í
skúlptúr, endurgert upprunalegu
stallana og nutu þar gullaldar-
málverkanna.
Á undangengnum árumhefur það gerst að gifsiðer aftur komið inn í stofu-hita samtímalistarinnar
og á öllum söfnum má sjá ungt fólk
innan um stytturnar mundandi
teiknigræjurnar. Kannski á frum-
kvæði ameríska núlistamannsins
Jim Dine, sem ég hef áður greint
frá, einhvern þátt í endurreisninni
og ætti að vera einum og öðrum
nokkur lærdómur. Að vísu var gifs-
ið aldrei alveg úti í kuldanum, jafn-
vel þótt margur vildi ryðja því út í
hafsauga, þótti og þykir enn góð
leið til að öðlast þjálfun og innsýn í
grunnatriði risslistarinnar. Antík-
salurinn var eins og það heitir
færður í sinn fyrri búning og til
viðbótar var núlistaverkum nokk-
urra helstu og framsæknustu
myndhöggvara Danmerkur komið
fyrir við hlið gömlu verkanna. Til-
gangur gjörningsins var sem áður
hermir að tengja saman gamalt og
nýtt, koma á samræðu, díalógu,
milli antíkinnar og nútímans og að
sögn var um mikilsháttar lifun að
ræða. Hér komið enn eitt dæmi
viðhorfsbreytinga og að fortíðin
lætur ekki að sér hæða, heimtar
sem aldrei fyrr tilverurétt sinn og
óskipta athygli. Það sem helst kom
listrýnum blaðanna til að andvarpa,
var að þegar dyr féllu endanlega að
stöfum yrði heila klabbið fjarlægt
og hátíðarsalurinn fengi aftur sitt
fyrra og einsleitara form.
Í ljósi þess að sýningin Clinch! á
Ríkislistasafninu stóð yfir í hálft ár
og sú í Thorvaldssenssafninu varla
skemur, kemur mér meira en lítið
spánskt fyrir sjónir að sýningin
„Speglanir í gifsi“, skyldi einungis
standa í hálfan annan mánuð.
Einkum vegna þess að hún mun
eftir öllum sólarmerkjum að dæma
hafa verið þeirra áhrifaríkust,
sömuleiðis vakið mestu athyglina í
ljósi þess að katalógan seldist
upp…
Laókóonstyttan hellenska, frá því um einni öld f. Kr., við hlið hennar gifsmynd
eftir Pontus Kjerrman: Amor og Psyke.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 31
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
FRUMSÝNT Á STÓRA SVIÐINU ANNAN Í JÓLUM
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Atli Rafn Sigurðarson
Elva Ósk Ólafsdóttir
Erlingur Gíslason
Gunnar Eyjólfsson
Hjalti Rögnvaldsson
Jóhann Sigurðarson
Kjartan Guðjónsson
Kristján Franklín Magnús
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason
Sólveig Arnarsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Þórhallur Sigurðsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Tónlist
Hjálmar H. Ragnarsson
Sviðshreyfingar
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar
Þórunn María Jónsdóttir
Leikmynd
Gretar Reynisson
Leikgerð og leikstjórn
Hilmar Jónsson
eftir Ólaf Gunnarsson
ARNAR JÓNSSON
INGVAR E. SIGURÐSSON
HILMIR SNÆR GUÐNASON