Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hér segir frá draumförum Odd- bjargar Sigfúsdóttur frá Krossi í Fellum, sem bjó í 16 ár á Arnórs- stöðum á Jökuldal. Vorkvöld eitt, þegar égbjó á Arnórsstöðum,var ég ein þar heimameð drengi mína. Mað-urinn minn hafði farið austur á Hérað að breiða áburð á tún. Ég átti hálft í hvoru von á því að hann kæmi heim um nóttina, og þessvegna vildi ég heldur hafa dyr ólæstar. Logn var og hlýtt úti, eng- inn var á ferð um Dalinn, aðeins heyrðist niðurinn í Jökulsá og söng- ur þrastanna í garðinum við húsið. Þrír ungir synir mínir sváfu vært í næsta herbergi, en ég gat ekki sofnað. Mér fannst vissara að læsa útidyrum, en ákvað um síðir að gera það ekki og hætta að hugsa um þetta. Fer mig þá að dreyma að ég heyri umgang og skyndilega er kominn maður inn að rúmi mínu og miðar á mig byssu. Skelfingu minni verður ekki með orðum lýst, þegar þessi óhugnanlegi náungi með byss- una á lofti, var að hrekja mig inn í herbergið til drengjanna. Hann skemmti sér við að útmála fyrir mér, hvað það yrði gaman að láta okkur deyja hægt. En það væri mest spennandi að sjá hver myndi deyja fyrst og hver síðast, við svona aðstæður kæmi það alltaf á óvart. Ég vaknaði af þessum vonda draumi við það að mér heyrðist ein- hver hrópa: „Vaknaðu, þú verður að læsa áður en það er of seint.“ Ég flýtti mér á fætur, læsti báðum úti- dyrum og dró fyrir alla glugga. Sól- in var að koma upp, þegar ég sofn- aði aftur. Eftir klukkunni að dæma hafði ég sofið í 15 mínútur, þegar ég vakna við að barið var fast og lengi á útidyrahurðina. Ég gægðist var- lega undir gardínuna á baðinu og sé að maðurinn sem er að lemja á dyrnar er eins og byssumaðurinn í draumnum. Ég gat ekkert nema vonað að hann færi ekki að brjótast inn og var á nálum um að dreng- irnir kynnu að vakna við þennan há- vaða. Það liðu skelfilegar 20 mín- útur áður en barsmíðin hætti. Þegar ég áræddi að gægjast út meðfram gardínunni á eldhúsglugg- anum, sá ég að hann var kominn upp brekkuna fyrir ofan bæinn og skálmaði út veg. Nokkrum dögum síðar kom frétt í útvarpinu um að tekizt hefði að handsama mann á Upphéraði, sem strauk af geðsjúkrahúsi í Reykja- vík, og leitað hafði verið undanfarið. Þótti það mikil mildi að ekki hlauzt slys af, þar sem maðurinn var talinn mjög hættulegur. Óvenjulegt samtal Sigrún Björnsdóttir, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisút- varpinu og síðar skólastjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavík, segir ýmsar sögur af föður sínum, séra Birni O. Björnssyni, í þessari bók. Hér er ein þeirra. Síðasta sagan sem ég ætla að segja hér af föður mínum varð all- fræg á sínum tíma, og líklega hefur það verið hún sem þú heyrðir þarna um árið. Þannig var mál með vexti, að pabbi hafði mætur á útiveru og fór oft einn saman í gönguferðir, langar og stuttar. Svo var það einu sinni sem oftar að hann gekk með- fram Miklubrautinni, sem var þá í smíðum, en lagning hennar stóð yfir í langan tíma, eins og mörgum mun enn í fersku minni, og mátti þar lengi sjá opna skurði, flestum til lít- ils yndisauka. Og sem pabbi er nú þarna á gangi, þá sér hann niðri í einum skurðinum roskinn mann sem hann kannaðist mætavel við. Það var góðkunningi hans og sókn- arbarn frá gamalli tíð. Pabbi heilsar honum, en hinn tók kveðju hans, hætti mokstri og studdist fram á rekuna. Þeir skipust þarna á ein- hverjum orðum, en hversu lengi það var, skal ég ekki um segja. Þeir kveðjast svo og faðir minn heldur áfram göngu sinni. En þegar hann kom heim brá honum heldur en ekki í brún, því það fyrsta sem hann rak augun í, þegar hann opnaði Moggann sinn, var – andlátsfregn þessa manns! Þannig var nú það. Lokaæfingin Ragnheiður Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, var mjög náin föður sínum, Tryggva Stefánssyni, og segir hér sögu af honum. n það var ekki einungis föður- missirinn. Fyrir mig var þetta erf- iður tími, einnig að öðru leyti. Ég átti nú að taka þátt í fyrstu frum- sýningunni sem atvinnuleikari. Það var verið að æfa Atómstöðina norð- ur á Akureyri, og ég lék ungfrúna Aldinblóð. Leikstjóri var Bríet Héð- insdóttir. Það var aðeins vika til frumsýningar, og henni var ekkert hægt að fresta, þótt svo stæði á að faðir eins leikarans væri nýdáinn. Ég var á sífelldum þeytingi að fljúga á milli Akureyrar og Reykja- víkur, það var kistulagning og und- irbúningur útfarar í Reykjavík, en æfingar á Akureyri. Ég var undir miklu álagi, bæði andlega og lík- amlega. Nú var komið að lokaæfingunni, generalprufunni. Eins og allir vita, þá er hún oft höfð „opin“, það er að segja, að áhorfendum er hleypt inn og leikið fyrir fullu húsi. En að þessu sinni ákvað Bríet að hafa æf- inguna lokaða, – húsið harðlæst og engir inni nema leikararnir. Nú, æf- ingin rann svo í gang og allt gekk að óskum. Auðvitað voru ekki nema sumir leikararnir á sviðinu í einu, – eins og alltaf er. Þá er það snemma á sýningartímanum að ég heyri tvo af þeim leikurum sem þá voru bak- sviðs, eins og ég, vera að spyrja hvor annan, hvaða maður þetta sé sem sitji þarna á aftasta bekk uppi á svölum. Hvort æfingin hafi ekki átt að vera alveg lokuð. „Getur þetta verið nokkur sem við þekkj- um? Kannast þú við hann?“ sögðu þeir. Svo fóru þeir að lýsa honum hvor fyrir öðrum. Hvort annar hvor þeirra kveiki nú ekki á perunni, hver þetta geti verið. Og sem ég hlusta á þetta tal þeirra, þá verður mér skyndilega ljóst, að þeir eru að lýsa honum pabba – alveg nákvæm- lega eins og hann var! Manni, sem þeir höfðu aldrei séð og höfðu ekki minnstu hugmynd um, hvað þeir voru að segja. En mér varð svo við, að ég stökk inn í næsta búnings- herbergi og hágrét. Í hléinu fór svo annar þessara leikara upp á svalir, rannsakaði þar allt hátt og lágt, en auðvitað var þar enginn lifandi maður, húsið harðlæst og ekki nokkur sála á ferli. Enda hafði eng- inn orðið var við þennan óboðna gest á svölunum, nema þessir tveir leikarar. Um þetta má svo hver halda það sem hann vill. Það má vel vera að einhver karl á Akureyri hafi verið alveg nákvæmlega eins og faðir minn í útliti, og að einmitt þessi eini Akureyringur hafi látið hleypa sér inn á lokaæfinguna okkar, setið þar í ró og næði uppi á svölum, án þess að nokkur yrði hans var, utan tveir menn, og horfið svo jafn sporlaust og hann kom. Nei, ég banna ekki nokkrum manni að vera þessarar skoðunar, en ég fyrir mitt leyti er viss um að hann pabbi hefur verið að gá hvernig litla skottinu sínu gengi að stíga fyrstu skrefin á lista- brautinni, – þeim mjög svo bratta og hála vegi. En mikið óskaplega þótti mér vænt um þetta á eftir. Og þykir enn. „Áin hljóðar“ Benedikt Gíslason frá Hofteigi og Geirþrúður Bjarnadóttir kona hans voru næstu nágrannar Valgeirs Sig- urðssonar í Reykjavík frá 1960– 1965, en kunnleikar voru með þessu fólki frá gamalli tíð. Þá sagði Geir- þrúður Valgeiri granna sínum eft- irfarandi sögu, eitt sinn „á hljóðri stund“. Eitt sumarið sem við bjuggum í Hofteigi stóð svo á, einu sinni sem oftar, að við hjónin vorum ein inni í Bókarkafli | Ekki eru allir viðburðir auðútskýrðir og suma má jafnvel segja falla í flokk dulrænna atburða. Bókin Dýrmæt reynsla geymir safn slíkra frá- sagna og var víða leitað fanga við efnisöflun. Stærsti hlutinn er viðtöl og frásöguþættir, gamlir og nýir, eftir Valgeir Sigurðsson, en nokkrir höfundanna settust þó niður og skrifuðu um eigin reynslu. Hér fylgja á eftir kaflar um nokkra óútskýrða atburði. Dularfullir at- burðir og dul- ræn fyrirbæri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.