Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 33
bænum, en allt annað fólk einhvers staðar úti við. Benedikt var veikur og lá í rúminu, en ég var að bjástra við húsverkin. Þá kallar hann allt í einu til mín og segir: „Geira! Af hverju hljóðar áin svona?“ Ég sagð- ist ekki heyra neitt til árinnar. Hún var að vísu í sumarvexti, en auðvit- að ekkert nálægt því að heyrðist til hennar inn í bæ, enda var hann ekki að tala um árnið, heldur annars konar hljóð. Hann hélt samt áfram að tala um þetta og sagði: „Voðalegt er að heyra í ánni, hvernig hún hljóðar.“ Ég eyddi auðvitað þessu tali og skildi svo sem ekkert í þess- um ofheyrnum bónda míns. En litlu síðar fréttist, að einmitt þennan dag drukknaði unglingsspiltur frá Heið- arseli í Jökuldalsheiði í ánni, langt fyrir ofan Hofteig, og auðvitað í miklu meiri fjarlægð en svo, að nokkur mannsrödd gæti borizt þá leið. Enda var þetta að sjálfsögðu ekki þannig heyrn, heldur hitt, að dauðastríð piltsins hefur með ein- hverjum undarlegum hætti náð eyr- um Benedikts. Ég hugsaði oft um þetta á eftir, en talaði ekki um það við neinn. Svo mælti Geirþrúður Bjarna- dóttir á kyrlátri stund á útmán- uðum árið 1962. En mig setti hljóð- an við frásögn hennar. Hvað vitum við menn eiginlega? Í sannleika sagt ósköp fátt. Hún talaði lágt, hófstilltum, tempruðum rómi. Síð- degið leið, það dimmdi úti og inni, en ég kveikti ekki í stofunni, enda bað gestur minn ekki um ljós. Ég tímdi ekki að rjúfa mildan, hljóð- látan hugblæinn, sem ríkti á milli okkar, – hennar, sem komin var yfir sextugt, og mín sem var á milli þrí- tugs og fertugs og satt að segja með hugann við margt annað frekar en hluti af því tagi sem nú voru til umræðu. Sumar stundir í lífi okkar hafa svo djúp áhrif á skynjun okkar og tilfinningalíf, að þær gleymast ekki þaðan í frá. Þessi rökkurstund í stofunni á Laugateigi 16 forðum hefur orðið mér ein slík. Og hún er alveg áreiðanlega einhver hugljúf- asta minningin sem ég á um mína góðu granna frá þessum árum, Geirþrúði Bjarnadóttur og Bene- dikt bónda hennar. Heimsókn um nótt Guðmundur Páll Ólafsson, nátt- úrufræðingur og rithöfundur, slær nú botninn í þetta: Þessi atburður átti sér stað í Flatey á Breiðafirði sennilega í mars árið 1976 þar sem ég sat við bréfaskriftir í gömlu verslunarhúsi sem ég hafði keypt, lagfært og ný- lega flutt í. Ég var nýbúi í Flatey og fyrsti íbúi hússins sem aldrei hafði verið bendlað við reimleika. Að auki álít ég sjálfan mig afar sljóvan í þeim framandi fræðum og laus við myrkfælni frá blautu barnsbeini. Niðri í eldhúsi var ég rétt byrj- aður að brenna kaffibaunir í gasofni og allt var rólegt og ofur notalegt þegar ég heyri karlmann rífa upp útihurðina og öskra af öllum kröft- um eitthvað óskiljanlegt, en ég þótt- ist samt viss um að hann kallaði á hjálp. Einhvern veginn hélt ég að barn hefði dottið í ískaldan sjóinn í Hafnarsundinu rétt hjá og því rauk ég út á sokkaleistunum ef ske kynni að ég þyrfti að stinga mér í sjóinn. En þá sá ég í iljarnar á Jóhannesi bónda við símstöðina og ég snaraði mér í skó; greip yfirhöfn því úti var snjóföl og gaddur. Á símstöðinni frétti ég að allt fé Jóhannesar og Svanhildar væri að flæða á skeri og mikill rekís streymdi í voginn þar sem kind- urnar voru. Leiðin lá út á bryggju þar sem Hafsteinn bóndi beið með bát. Auk bændanna og mín var Jón Yngvi með í för. Aðkoman við skerið var ömurleg. Kindurnar jörmuðu hátt af hræðslu innan um íshrönglið og upphófst þá mikill hamagangur að draga þær níðþungar úr sjónum, og áttu tveir menn fullt í fangi með að drösla hverri kind inn fyrir borðstokkinn. Allt í kring voru skepnur sem ísinn þaggaði niður í en á stuttum tíma tókst aðeins að bjarga tæplega helming fjárins eða á milli tuttugu og þrjátíu kindum. Eftir þennan dapra atburð ylj- uðum við okkur með kaffi í Kráku- vör hjá Jóhannesi og Svönu en sem ég sat þar mundi ég eftir kaffibaun- unum og gasvélinni; tók undir mig stökk heim og bjóst jafnvel við því að sjá húsið mitt í ljósum logum. Svo var ekki. Kaffibaunirnar voru eðalbrúnar. Allt var í sóma. Mikill léttir greip mig og sagði ég við sjálfan mig í gamni sem alvöru að hafi einhver slökkt á vélinni þá væri þeim sama velkomið að fá sér smakk af léttvíni sem ég hafði bruggað og geymdi í búrinu. Takk fyrir. Bar svo fátt til tíðinda þar til um miðja nótt er ég vakna af værum blundi í kolniðamyrkri og heyri að niðri í eldhúsi og borðstofu er fólk og glasaglamur. Mér varð ekki um sel og ég heyri ávæning af spjalli fólksins og greinileg orðaskil, þar sem það ræddi m.a. um gestgjaf- ann, mig, og var ekki alveg á einu máli um ágæti hans. Þarna voru tveir karlar og ein kona og þau gengu um húsið og fóru á snyrt- inguna, sem þá var í kytru við borð- stofuna, þannig að vel heyrðist í hurðum og þegar sturtað var niður úr klósetti. Karlarnir voru ósammála en allt var þó í góðu. Annar, sem var dálít- ið skrækróma, var auðheyrilega svolítið slompaður og ekki alveg sáttur við mig í húsinu en hinn hafði þýða og djúpa rödd og var ákaflega hlýr í minn garð. Ég reis upp við dogg og leist hreinlega ekki á blikuna því ég þóttist vita að hér væri framliðið fólk í heimsókn og sagði við sjálfan mig: „Ef þessu heldur áfram verð ég nú bara smeykur.“ Í sömu andrá þagnaði allt, en ég dreif mig niður. Þar var auðvitað niðamyrkur og allt með kyrrum kjörum. Minningin um atburð næturinnar sótti á mig allan daginn og þegar tók að kvelda varð ég svo myrkfæl- inn að ég gat ekki á mér heilum tekið. Vissi sem var að héldi slíkt áfram byggi ég ekki lengi í Vorsöl- um, eins og húsið heitir nú. Tók ég það ráð að skrifa um atburðinn og lýsa honum nánar en hér og þegar því lauk kom yfir mig einhver indæl tilfinning um að hér væri gott að búa. Á þeirri stundu varð ég gjör- samlega laus við alla myrkfælni og hef aldrei fundið fyrir henni síðan – en mig grunar að sú sem bréfið fékk og varð síðar konan mín geymi skrifin í pússi sínu. Raddirnar sem ég þóttist heyra voru enn ljóslifandi mér í minni sumarið eftir þegar vinur minn, Ög- mundur skipstjóri, þá háaldraður kom til Flateyjar. Við vorum saman í stúku sem við Jón Gunnar Árna- son myndlistamaður stofnuðum. Ögmundur var heiðursfélagi af því að hann hafði verið æðsti templar í tveim stúkum og fallið og sem heið- ursfélagi sat hann stúkufund með okkur einu sinni á sumri þar sem hann sagði stúkusögur og við staup- uðum okkur. Við Ömmi tókum strax tal saman og ég sagði honum frá næturheimsókninni og lýsti rödd- unum eins vel og ég gat svo og við- móti karlanna. Ömmi var ekki í minnsta vafa um hvaða fólk hefði vísiterað um nótt- ina og taldi alveg víst að þarna hefði mágur hans, Sigfús Bergmann fyrrum kaupfélagsstjóri, verið á ferð svo og Guðmundur Bergsteins- son síðasti stórkaupmaðurinn í Flatey. Konan hét Sigríður, að mig minnir, og kann ég ekki frekari deili á henni. En allt þetta ágæta „fólk“ vil ég trúa að hafi vaktað húsið og geri enn, hljóðlega og hlýlega, en ég er hins vegar jafn sljór um fram- liðið fólk sem forðum. Dýrmæt reynsla – Rammíslenskar frá- sagnir af dulrænum atburðum er tekin saman af Valgeiri Sigurðssyni. Bókaút- gáfan Hólar gefur bókina út og er hún 200 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.