Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMKVÆMT ársskýrslu Inn- heimstustofnunar sveitarfélaganna voru á Íslandi 12.054 meðlags- greiðendur við lok árs 2003. Af þeim eru 4.124 skuldarar í greiðsluerf- iðleikum og af þessum 4.124 eru um 100 manns gjaldþrota, um 815 með skiptalok og um 2.300 með árang- urslaust fjárnám. Í skýrslunni stendur að „mjög hert eftirlit er með þeim skuldurum, sem komnir eru í van- skil og fylgst vel með stöðu hvers og eins“. Áfram segir í skýrslunni: „Greiðsluáskoranir voru sendar út til 1.272 skuldara árið 2003 en 912 skuldara árið 2002. Aðfarabeiðnir voru sendar til 1.360 skuldara árið 2003 en 576 skuldara árið 2002.“ Inn- heimtustofnun sveitarfélaganna er með öðrum orðum að stefna á annað þúsund manns í gjaldþrot. Getur ver- ið að allir þessir 4.124 einstaklingar séu ábyrgðarlausir eða getur verið að eitthvað sé að hjá okkur í þessum málaflokki? Meðlög á Íslandi og í nágrannalöndunum Í dag er meðlag 16.025 kr. á mánuði. Til að meðlagsgreiðandi geti átt þessa upphæð þarf viðkomandi að hafa 25.000 kr. í laun fyrir skatta. Á Íslandi er lög- um samkvæmt ekki hægt að semja um lægra en lágmarks- meðlag. Í Svíþjóð er lágmarksmeðlag 1.173 sænskar krónur á mánuði með barni eða um 11.062 íslenskar krónur. Í Danmörku er mánaðarlegt lág- marksmeðlag 998 danskar krónur á mánuði eða sem svarar 11.274 ís- lenskum krónum. Lágmarksmeðlag í Svíþjóð og Danmörku er því 69%– 70% af því sem íslenskir meðlags- greiðendur þurfa að greiða. Í Noregi skiptist framfærslukostnaður barna eftir tekjum foreldra að teknu tilliti til greiðslu barnabóta og umfangs umgengni. Við háar tekjur forsjár- foreldris og lágar tekjur forsjárlausa foreldrisins verða mánaðarlegar meðlagsgreiðslur í Noregi mun lægri en á Íslandi og geta jafnvel verið felldar niður. Svipað er í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sam- eiginlegt með þessum löndum er að meðlagsgreiðandi verður að hafa greiðslugetu til að innheimt sé með- lag. Lágmarksmeðlag á Íslandi er því að minnsta kosti 30% hærra en í ná- grannalöndunum. Opinbert framlag til barnafólks virðist hærra hjá hin- um Norðurlandaþjóðunum en hér. Á Íslandi greiða því forsjárlausir meira en hið opinbera minna til forsjár for- eldra. Hvað kostar að framfleyta barni? Hinn 30. júni sl. ritaði Katrín Ólafs- dóttir í Fréttablaðið. Greinin bar yf- irskriftina „Hvað kosta börnin“. Þar telur hún að samkvæmt skýrslu Hag- stofu Íslands (nr 89/2004) kosti fyrir árin 2000–2002 um 47.000 krónur að framfleyta barni á mánuði, þ.m.t. húsnæðiskostnaður. Báðir foreldrar þurfa að eiga þak yfir höfuðið og því óeðlilegt að annað foreldri greiði hús- næðiskostnað hins foreldrisins. Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar má sjá að kostnaður án húsnæðis er um 36.064 kr. á mánuði við að framfæra barn. Uppreiknað til dagsins í dag, miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis, er kostnaður við barn á mánuði kr. 38.912. Einfalt meðlag er um 41% af mánaðarlegum fram- færslukostnaði barns. Forsjárfor- eldri fær barnabætur, sem geta verið 17.107 kr á mánuði. Einfalt meðlag og óskertar barnabætur eru því um 85% af farmfærslukostnaði barns. Flestir forsjárlausir hafa einhverja umgengni við börn sín og þann tíma greiða forsjárlausir einnig meðlög til forsjárforeldrisins. Að auki er hægt að krefja forsjárlausa um greiðslur vegna sérstakra útgjalda, s.s. tann- læknakostnaðar, fermingar o.þ.h. Sýslumannsembættin dæma forsjár- lausa í auknar meðlagsgreiðslur hafi þeir sómasamleg laun. Forsjárlaust foreldri, sem greiðir aukið meðlag með barni, greiðir meirihluta fram- færslu vegna barnsins og með barna- bótum er búið að dekka nánast þenn- an kostnað, sem er skv. tölum Hagstofunnar. Meðlagsgreiðendur eru framfær- endur barna sinna rétt eins og for- sjárforeldrar. Flestir forsjárlausir hafa nokkra umgengni og þurfa að eiga eða hafa húsnæði fyrir börn sín rétt eins og forsjárforeldrið. Með- lagsgreiðendur njóta þó ekki vaxta- bóta, húsaleigubóta o.s.frv. sem slík- ir. Hér er um mismunun að ræða á milli framfærenda með forsjá og for- sjárlausra framfærenda. Hafi for- eldrar sameiginlega forsjá hefur barnið ávallt lögheimili aðeins á öðr- um staðnum og það foreldri fær allar barnabætur og þiggur meira að segja meðlag frá hinu foreldrinu, jafnvel þótt umönnun barnsins sé nokkuð jöfn. Meiri umönnun og minni meðlög Forsjárlausir eru að öllu jöfnu karlar og forsjárforeldrar að öllu jöfnu kon- ur. Sú mynd, að móðirin fái meðlag sem faðirinn greiði, styrkir hina gömlu staðalímynd kynjanna að karl- ar séu fyrirvinnur og konur uppal- endur. Framtíðarjafnréttissýn beggja kynja hlýtur að vera að báðir foreldrar séu jafn virkir í uppeldi barna sinna, hvort heldur í hjóna- bandi eður ei. Við slíkar aðstæður fullnægja báðir foreldrar fram- færsluskyldu sinni með beinni umönnun barna sinna. Við slíkar að- stæður er óþarfi að vera að millifæra meðlagsgreiðslur frá einu heimili til annars. Við nýjar aðstæður munu konur fyrst ná launajafnrétti á vinnu- markaði. Því miður hillir ekki undir neitt af þessu. Á meðan herðir Innheimtustofnun sveitarfélaganna eftirlit með van- skilaskuldurum og fleiri börn munu eignast gjaldþrota feður sem hafa verið skattlagðir með heimsins hæstu lágmarksmeðlögum. Heimsins hæstu lágmarks- meðlög eru á Íslandi Gísli Gíslason fjallar um meðlagsgreiðslur ’Getur verið að allirþessir 4.124 einstakling- ar séu ábyrgðarlausir eða getur verið að eitt- hvað sé að hjá okkur í þessum málaflokki?‘ Gísli Gíslason Höfundur er markaðsstjóri og ritari Félags ábyrgra feðra. MORGUNBLAÐIÐ birti nýverið greinar um atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í greinaflokknum koma berlega í ljós að á Vestfjörðum voru bættar samgöngur al- gjör forsenda fyrir efl- ingu byggðar. Þá vann Árni John- sen nýverið skýrslu fyrir Vesturbyggð. Þar bendir hann á að leiðin inn á Vestfirði sé um Steingrímsfjörð og að ferðamenn skili sér illa niður á Suðurfirð- ina. Því segir Árni að brýna nauðsyn beri til að gera veginn um Gilsfjörð að hliði inn á sunnanverða Vestfirði Við lestur á skýrslu Árna var mér hugsað til þess að á árunum 1938–1945 var Dala- Brandur með áætl- unarferðir Reykjavík- Dalir-Kinnarstaðir sem í þá daga var endastöð. Vissulega tekur áætlunarferðin hingað að Kinn- arstöðum nú með Sæmundi aðeins 3–4 tíma í stað 10–12 tíma þegar far- ið var með Dala-Brandi. En enda- stöðin er sú sama. Fyrirhugaðar vegabætur Óskir Árna um að Gilsfjörður verði hliðið að sunnanverðum Vest- fjörðum rætast því aðeins að veg- irnir í Gufudalssveit verði færðir niður á láglendið, hætt að fara yfir hálsana. Snæbjörn, fyrrum vegamálastjóri, hafði forystu fyrir skipulagsnefnd þeirri sem vann fyrstu tillögu að svæðisskipulagi fyrir Reykhóla- hrepp. Undir hans forystu var lagt til að varanleg vegagerð fælist í því að fara með veginn yfir Þorskafjörð og fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð í Skálanes í stað þess að vegurinn verði áfram yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls fyrir Gufufjörð í Skála- nes. Hvers vegna má ekki fara eins að á sunnanverðum Vestfjörðum og gert er í Kolgrafarfirði og Ísa- fjarðardjúpi? Sturla samgöngu- ráðherra á auðvitað að hafa forystu um að fara að tillögu sem kveður á um raunverulegar bæt- ur og færa veginn niður og þvera firðina. Sameining sveitarfélaga Hreppsnefnd Reyk- hólahrepps hefur lagt til, vegna fyrirhugaðrar sameiningar sveitarfé- laga á svæðinu, að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga í Dalasýslu, Austur- Barðastrandasýslu og Strandasýslu. Tillaga hreppsnefndarinnar er bæði þörf og djörf. En forsenda hennar er að hliðið um Gilsfjörð verði ekki bara hliðið að sunnanverðum Vest- fjörðum heldur ekki síður að þeim norðanverðum, stysta leiðin til Hólmavíkur yrði þá um Arnkötludal. Heilsársvegur um Arnkötludal yrði mikilvæg samgöngubót fyrir allt norðursvæðið samhliða því að efla byggðirnar í Dölum, Reykhóla- hreppi og Ströndum sem yrðu að einu sveitarfélagi, þá ættum við íbú- ar Reykhólahrepps möguleika á tveimur heilsugæslustöðvum og þremur sýslumönnum. Er ekki lífið dásamlegt! Samgöngu- og sameiningarmál Gunnbjörn Óli Jóhannsson skrifar um samgöngumál Gunnbjörn Óli Jóhannsson ’Hvers vegnamá ekki fara eins að á sunn- anverðum Vest- fjörðum og gert er í Kolgrafar- firði og Ísafjarð- ardjúpi?‘ Höfundur stundar verktaka- starfsemi á sunnanverðum Vest- fjörðum og í Dölum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.