Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 39

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 39 UMRÆÐAN HERVERND landsins, sem nú er mjög til umræðu, hefur verið hvað fyrirferðarmest af þjóðmálum í tíð höfundar þessara lína. Margt rifjast upp þeg- ar horft er til upphafs- ins, hernáms Breta í Reykjavík, og okkar litla, kyrrláta Reykja- vík var kvödd að fullu og öllu. Við krakkarnir á stríðsárunum skynj- uðum það sem lán í óláninu, að það voru Bretarnir en ekki hinn stríðsaðilinn sem komu vorið 1940. Banda- ríkjamenn tóku við af Bretum árið eftir sam- kvæmt samningi við ís- lensk stjórnvöld, sem fólki hefur væntanlega fundist auka öryggi sitt í þessum miklu hörmungum. Íslend- ingar máttu færa mikl- ar fórnir þó hlutlausir teldust og ekki fór milli mála hvar við stæðum í baráttunni. Sovétríkin urðu bandamenn Breta og Bandaríkja- manna og ekki klauf sá stríðsrekstur íslenskt þjóðfélag. Kynslóð foreldranna trúði því þá og treysti, að með sigri í heimsstyrjöld- inni hefði endi verið bundinn á öll stríðsátök þjóða. Sigurvegararnir stofnuðu til samtaka Sameinuðu þjóðanna sem skyldu sjá um það. En við vöknuðum fljótt upp við þann illa draum sem var heimsyfirráðastefna Sovétríkjanna. Strax frá stríðslokum verður teng- ing varnarmála við heimspólitíkina mikið þema íslenskrar stjórnmála- eða hugsjónabaráttu. Samkvæmt herverndarsamningnum frá 1941 bar Bandaríkjamönnum að hverfa brott frá Íslandi í stríðslok. En vegna nýrrar ógnar líta ráðamenn í Wash- ington til hernaðarlegrar viðveru á Íslandi sem nauðsynlegrar vegna eigin þjóðaröryggis. Bandarísk stjórnvöld velja það mikla óráð til samvinnu við Íslendinga að við skyld- um leigja þeim herbækistöðvar til 99 ára. Það er nú hluti íslenskrar stjórn- málasögu, að Sjálfstæðismenn undir forystu Ólafs Thors höfnuðu þeirri kröfu en leystu málið farsællega með Keflavíkursamningnum árið 1946. Um hann urðu hinar harðvítugustu deilur, sem eru undanfari atburð- anna 30. mars 1949. Ég var á þessum árum skólapiltur í Reykjavík og mikill heimagangur hjá vini mínum Pétri, syni Péturs Magnússonar, fjármálaráðherra í Nýsköpunarstjórninni og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Þeir Ólafur Thors og Pétur Magnússon voru mjög nánir vinir og höfðu verið frá barnæsku. Þó ekki sé hallað á aðra, sérstaklega ekki Bjarna Bene- diktsson, þá borgarstjóra í Reykja- vík, hygg ég að ekki sé ofmælt, að fjármálaráðherrann hafi verið nán- asti ráðgjafi forsætisráðherrans, jafnframt utanríkisráðherra, sér- staklega um þau viðkvæmu mál sem leysa þurfti í samskiptum við Banda- ríkin. Arnór Hannibalsson og aðrir hafa í seinni tíð komist í skjalasöfn í Moskvu, sem sýna hvernig íslensk- um kommúnistum var lögð „línan“ til andófs gegn samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Öryggisþörf okkar hvarf alveg í skuggann vegna hörkuáróðurs hernámsandstæðinga, sem svo skilgreindu sig, um það ráðabrugg Bandaríkjamanna að sölsa undir sig land og lýð. Það átti að vera tilgangurinn með Marshallaðstoðinni, að- ildinni að NATO 1949 og varnarsamningnum við Bandaríkin 1951. Loks kom að því að Berlínarmúrinn féll og Sovétveldið hrundi árið 1989 og þar með kvikn- aði aftur vonin um að öll átök tilheyrðu fortíð- inni. Þetta reyndist þó aðeins sama óskhyggj- an og eftir síðari heims- styrjöldina. Stríðsátök brutust út á Balkan- skaga, í Austurlöndum nær og í Afríku sem al- þjóðasamfélagið réð illa eða ekki við. Algjör þáttaskil verða þó fyrst við árásir al-Queda á New York og Washington 11. sept- ember 2001. Hinn nýi veruleiki, ógn vegna hryðjuverka, blasir nú við okkur, rétt eins og hildarleikurinn á Atlantshafi 1939-́45 og heimsyfirráðaáform vald- hafanna í Kreml fyrrum með yfirvof- andi hættu á beitingu kjarnavopna. Það var aftur leiðtogi sjálfstæðis- manna, Bjarni Benediktsson, sem mestan þátt átti í því að Ísland gekk í NATO og gegndi lykilhlutverki í eld- línu átaka, sem orðið gátu milli aust- urs og vesturs, en forðað var með trúverðugum vörnum og viðræðum. Frá því að Keflavíkursamningurinn var gerður og Íslendingar marka sín fyrstu spor um þátttöku í vestrænu varnarsamstarfi, hafa viðhorf eða verkefnin breyst. Við erum komin langa, reyndar oft erfiða leið frá árinu 1947 þegar við heimiluðum Bandaríkjaher viðkomu í Keflavík vegna hersetunnar í Þýskalandi. Öll varnarmálastefna Bandaríkjanna er í deiglunni og því hefur verið haldið fram td., að bandarískur her hverfi innan tíðar frá Þýskalandi. Hættan á árásir á Ísland að austan heyrir nú sögunni til og viðhorf bandarískra stjórnvalda til hernaðarlegrar við- veru á Íslandi hafa greinilega breyst. Því verður þó ekki haldið fram, að hér á okkar norðurslóðum hafi allt fallið svo í ljúfa löð, að Íslendingar og Norðmenn geti eftirleiðis lifað áhyggjulausir hvað þjóðaröryggið snertir. Hvað sem öðru líður verður það ekki tryggt með einhverri ein- hliða hlutleysisyfirlýsingu fremur en var 1939. Það væri fyrirhyggjulaust að Íslendingar taki ekki þátt í nauð- synlegum ráðstöfunum og kostnaði vegna öryggismála. Nú fellur það í hlut Davíðs Oddssonar að skilgreina vandann og semja um stöðu Íslands og hann fer skörulega fram í því mikla máli. Varnarmálin fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar um varnarmál Einar Benediktsson ’Það væri fyrir-hyggjulaust að Íslendingar taki ekki þátt í nauð- synlegum ráð- stöfunum og kostnaði vegna öryggismála.‘ Höfundur er fv. sendiherra. Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Gangið úr skugga um að undirlag kerta og kertaskreytingar séu óbrennanlegar. ❄ ❄ ❄ ❄ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Málstofa Lagastofnunar Háskóla ÍslandsÁfallastjórnun á Íslandi Málþingið er öllum opið Málþing þriðjudaginn 14. desember kl. 12:00-13:15 í Norræna húsinu Í tilefni af útkomu bókarinnar „Small State Crisis Management: The Icelandic Way“ heldur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands málþing þar sem kynntar verða helstu rannsóknaniðurstöður um áfallastjórnun á Íslandi. Bókin byggir á rannsóknavinnu á viðbúnaði og viðbrögðum vegna þriggja áfalla: jarðskjálftanna á Suðurlandi árið 2000, strands Víkartinds árið 1997 og vegna tillögu ESB árið 2000 um að banna fiskimjöl í dýrafóðri. Þessar rannsóknir eru unnar í samstarfi við CRISMART rannsóknasetrið í Stokkhólmi og eru hluti af viðamiklu alþjóðlegu verkefni, þar sem lögð er áhersla á að safna niðurstöðum rannsókna á áfallastjórnun í ólíkum löndum (Crisis Management Europe Program). Dagskrá: ● Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, heldur inngangserindi. ● Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og verkefnisstjóri rannsóknahópsins, kynnir „Crisis Management Europe“ verkefnið. ● Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði og Elva Ellertsdóttir, stjórnsýslufræðingur og verkefnisstjóri í félagsvísindadeild, fjalla um viðbrögð stjórnsýslunnar vegna tillagna ESB um að banna fiskimjöl í dýrafóðri. ● Guðný Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf, og Guðrún Árnadóttir, MA í sálfræði, fjalla um viðbrögð vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi árið 2000 þar sem hlutur áfallahjálpar var sérstaklega metinn. ● Ásthildur Elva Bernharðsdóttir fjallar um þá mynd sem fyrrnefndar rannsóknir og rannsóknir á áfallastjórnun vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum árið 1995, gefa af áfallastjórnun á Íslandi. Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.