Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 46

Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 46
46 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bróðir okkar, SIGURÐUR EÐVARÐ PÁLSSON, Leifsgötu 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 13. desember. Hefst athöfnin kl. 13.00. Guðríður Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Páll Ólafur Pálsson, Hreinn Pálsson, Guðmundur Pálsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARELLA GEIRDAL SVERRISDÓTTIR, Sjávargötu 25, Álftanesi, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00. Ari E. Jónsson, Sverrir Örn Ólafsson, Steinar Arason Ólafsson, Unnar Geirdal Valsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON fyrrverandi iðnskólakennari, Álfaskeiði 91, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. desember kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Bryndís Stefánsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Jónasdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Kristinn Ágústsson, Daníel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ást- kæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengda- föður og afa, HJÖRLEIFS GUNNARSSONAR, Þúfubarði 11, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun og einstakan hlýhug. Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Björg Hjörleifsdóttir, Sumarliði Már Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Margrét Ósk Guðjónsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Sigríður R. Sigurðardóttir og afabörn. Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS BORG ÞÓRÐARSONAR, Suðurvangi 23B, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Steinvör Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Jenný Einarsdóttir, Hjalti Sæmundsson, Sigurður Einarsson, Sólveig Birna Jósefsdóttir, Þórður Einarsson, Ingibjörg Helgadóttir, Kristján Þórðarson, Sigrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Þórunn Sigur-bergsdóttir fæddist á Þernunesi við Reyðarfjörð 19. mars 1919 og ólst upp á Eyri við Fá- skrúðsfjörð. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Oddný Þor- steinsdóttir, f. 1893, d. 1983, og Sigur- bergur Oddsson, f. 1894, d. 1976. Systk- ini Þórunnar eru: Stefanía, f. 1915, d. 2000, Guðlaug, f. 1916, Oddur, f. 1917, d. 2001, Guðbjörg, f. 1921, Sigsteinn, f. 1922, d. 1986, Karl, f. 1923, Arth- ur, f. 1924, d. 1991, Valborg, f. 1926, Baldur, f. 1929, d. 1986 og Bragi, f. 1929, d. 1985. Árið 1942 giftist Þórunn Hall- dóri Benediktsyni, f. 21.7. 1912, d. 7.3. 1984, verkstjóra í Reykjavík frá Miðengi í Grímsnesi. Börn þeirra eru: 1) Oddný, f. 2.1. 1942, d. 10.7. 1997, tækniteiknari og skrautskrifari. Fyrri maður henn- ar var Baldur J. S. Guðmundsson, f. 8.12. 1939, skrifvélavirki. Þau skildu. Þeirra börn: A) Halldór Björn, f. 28.1. 1962, viðskiptafræð- ingur í Ríga í Lettlandi. Börn hans og fyrri konu hans, Valgerðar Hjartardóttur, f. 7.7. 1961, hjúkr- unarfræðings og djákna: Hjörtur Torfi, f. 23.3. 1985, Hildigunnur, f. 11.4. 1987, Þorgerður, f. 29.7. 1991, Oddný Halla, f. 3.7. 1998. Börn Halldórs og seinni eiginkonu hans, Innu Jarovicinu, f. 2.3. 1976: Alexandra, f. 13.11. 2000, og Daria, f. 5.5. 2003. B) Haraldur, f. 27.4. 1963, tölvuverkfræðingur, kvæntur Jensínu Eddu Her- mannsdóttur, f. 10.4. 1969, leik- skólakennara. Þeirra börn: Her- Hennar börn: Atli Valtýsson, f. 17.1. 1992 og Elma Rut Valtýs- dóttir, f. 16.8. 1996. 3) Hreinn, f. 5.1. 1945, húsasmíðameistari, kvæntur Katrínu Sól Ólafsdóttur, f. 4.1. 1947, verslunarmanni. Þeirra börn: A) Hilmir Þór, f. 13.1. 1971 húsasmiður. Sambýliskona hans er Kristín Elfa Axelsdóttir, f. 7.9. 1979, fulltrúi. Þeirra barn: Ax- el Hreinn, f. 29.9. 2000. B) Íris Anna, f. 27.5. 1973 stuðnings- fulltrúi. Barn hennar og Jónasar Rafns Jónssonar: Viktor Ingi, f. 21.2. 1994. Sambýlismaður Írisar er Sigurður Skjaldarson, f. 14.7. 1964, skrifstofumaður. Þeirra barn: drengur, f. 25.11. 2004. Barn Sigurðar af fyrra hjónabandi: Díana Lind, f. 26.4 1995. C) Harpa Sif, f. 12.4. 1978, nemi. Hennar barn og Ragnars Inga Ragnars- sonar: Tristan Ingi, f. 8.5. 1999. Sambýlismaður Hörpu er Ingvar Christiensen, f. 17.10. 1981, þjónn. 4) Bragi, f. 29.3. 1949, mennta- skólakennari, kvæntur Önnu Ragnhildi Ingólfsdóttur, f. 18.9. 1946, tónlistarmanni og þýðanda. Barn Braga og fyrri konu hans, Kristínar Þorvaldsdóttur: A) Hrefna, f. 14.7. 1981, teiknimynda- höfundur og myndlistarkona. Börn Kristínar af fyrra hjóna- bandi: B) Þorvaldur S. Arnarson f. 28.4. 1967 rafmagnsverkfræðing- ur og C) Sif Arnardóttir, f. 18.8. 1977, sölumaður, búsett í Nýja- Sjálandi. Börn Önnu af fyrra hjónabandi: D) Linda Vilhjálms- dóttir, f. 7.9. 1971, félagsfræðing- ur og starfsmaður Atlanta. Sam- býlismaður hennar er Sigtryggur Ari Jóhannsson, f. 15.6. 1974, starfsmaður Atlanta. E) Þrúður Vilhjálmsdóttir, f. 31.3. 1973, leik- kona. Barn hennar og Ásgeirs Halldórssonar, f. 25.1. 1973, raf- virkja: Róbert Vilhjálmur, f. 29.11. 2000. F) Ingólfur Vilhjálmsson, f. 15.3. 1976 klarinettleikari, búsett- ur í Hollandi. Sambýliskona hans er Korina P. Kordova-Santos, f. 21.5. 1978, dansari. Útför Þórunnar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. mann Björgvin, f. 31.9. 1996, Halldór Benedikt, f. 8.3. 2000. Dóttir Jensínu: Kol- brún Björg Baldvins- dóttir, f. 14.4. 1990. C) Brynja, f. 12.4. 1964, myndlistarkona og hönnuður á Siglufirði. Sambýlismaður henn- ar er Arnþór Þórsson, f. 16.5 1951 vélstjóri. Börn Arnþórs: Kári Þór, f. 23.4. 1975, Guðbjörg Þóra, f. 24.5. 1983, Ívar, f. 5.12. 1985, Sigríður Rut, f. 19.9. 1990. D) Guðmundur Björgvin f. 9.11. 1966 sjómaður, kvæntur Önnu Hildi Guðmunds- dóttur, f. 22.11. 1969. Þeirra börn: Ásdís, f. 30.3. 1998, Brynja Rún, f. 5.5. 2000. E) Áslaug, f. 2.11. 1974, sölumaður. Sambýlismaður henn- ar er Gísli Skúlason, f. 15.9. 1965 starfsmaður Atlanta. Seinni eigin- maður Oddnýjar var Árni Kristján Aðalsteinsson, f. 7.11. 1935 versl- unarmaður. 2) Halldóra, f. 19.2. 1943, d. 10.7. 1997 smurbrauðs- dama. Barn Halldóru og Haraldar Eiríkssonar: A) Ragnar, f. 10.9. 1967, verkfræðingur í Árósum í Danmörku, kvæntur Christine Julie Kjærulf Beck, f. 10.1. 1968, presti. Þeirra börn: Halldór Kjær- ulf Ragnarsson Beck, f. 30.1. 1994, Jens Kjærulf Ragnarsson Beck, f. 17.3. 1998. Halldóra var gift Davíð Guðnasyni, f. 27.8. 1938, sjómanni. Þau skildu. Þeirra börn: B) Þór- unn, f. 16.10. 1970, fulltrúi hjá Landssímanum. Sambýlismaður hennar er Jóhannes Kristinn Steinsson, f. 28.9. 1965 bílstjóri. Þeirra börn: Sunneva Lind, f. 5.3. 1995, Kári Steinn, f. 25.4. 1999. C) Sævar, f. 10.2. 1973 viðskiptafræð- ingur. Sambýliskona hans er Dagný Ágústsdóttir, f. 4.8. 1974. Elsku amma mín, þegar ég hugsa til baka og minnist allra okk- ar góðu stunda get ég aðeins sagt að þú varst sniðugasta og skemmti- legasta amma sem nokkur gæti óskað sér að eiga. Sögurnar sem þú sagðir voru svo litríkar og fullar af töfrum. Einni sögu gleymi ég aldrei frá því ég var átta ára gömul. Þú varðst eftir heima hjá pabba á með- an við pabbi fórum út í búð. Þegar við komum til baka náðir þú að sannfæra mig um að Michael Jack- son-plakatið mitt hefði lifnað við og hann sjálfur stigið út úr því og byrjað að dansa inni í svefnher- bergi. Þar sem ég var ung og mikill Jackson-aðdáandi trúði ég öllu saman og dáðist að þessu plakati lengi eftir það. Einu sinni sagðirðu mér líka að þú værir af konungaætt og að allir í þeirri ætt væru með blátt blóð. Sem krakki tók ég þessu hreint bókstaflega og trúði því lengi vel að þú værir ekki eins og við hin! En amma mín, í mínum huga varstu merkilegri en allar drottningar heimsins samanlagðar. Ég veit að núna ertu á betri stað að baða þig í sólinni og syndir af krafti í glæsilegri sundlaug. Þannig eiga hlutirnir að vera. Guð geymi þig, elsku amma mín, þín verður sárt saknað, því verður ekki komist hjá. Hrefna Bragadóttir. Margar af mínum bestu bernsku- minningum eru tengdar heimili Þórunnar föðursystur minnar, Tótu frænku, og manns hennar Halldórs Benediktssonar í Úthlíð 4. Þau áttu þar sérstaklega fallegt og mynd- arlegt heimili með börnunum sínum fjórum þeim Oddnýju, Halldóru, Hreini og Braga. Og það var meira líf og fjör en ég átti að venjast og meira frjálsræði. Svo lengi sem ég man eftir mér voru fjölskyldur okk- ar nátengdar. Það voru miklir kærleikar með systkinunum Oddi föður mínum og Þórunni alla tíð. Þau voru þriðja og fjórða barn í ellefu systkina hópi og aðeins tveggja ára aldursmunur. Sem ungur maður bjó faðir minn á heimili Tótu og Halldórs og þar hófu foreldrar mínir sinn búskap og dæturnar ungu, Oddný og Dolla, eins og Halldóra var alltaf kölluð, urðu eftirlæti þeirra. Þar var grunnur lagður að ævilangri vin- áttu móður minnar og Tótu. Minn- ist móðir mín mágkonu sinnar með mikilli hlýju. Þær voru ólíkar að ýmsu leyti, en voru hvor annarri ævinlega stoð og stytta og gátu líka gantast og hlegið saman ef sá var gállinn á þeim. Hún á Tótu mikið að þakka frá fyrstu tíð þegar hún kom inn í fjölskylduna og færir þakkir fyrir alla hennar vinsemd og velgjörðir. Í Úthlíðinni var gestkvæmt. Þar kom stórfjölskyldan saman, ávallt var glatt á hjalla og mikið spjallað. Og það var gripið í spil með góðum vinum. Þegar Hótel Saga var byggð gaf Tóta Úthlíðinni heitið Smásaga. Í fermingarveislum okk- ar krakkanna var húsgögnum ýtt til hliðar, farið í leiki, spilað á harmóniku og dansað. Þær mág- konurnar, mamma og Tóta, hjálp- uðust að við saumaskap, bakstur og veisluundirbúning. Einhvern veg- inn var á þessum árum alltaf næg- ur tími. Og þá fóru konur í bæinn prúðbúnar í sparikápum með hatta og á háum hælum. Tóta vakti at- hygli hvar sem hún fór, hún var fal- leg og glæsileg. Ég leit upp til hennar – svona ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór. Hvernig kona var Tóta? Hún var afar heiðarleg, dugleg og trygg, kjarnyrt og orðheppin. Hún var vönduð kona og orðvör. Eins og títt er um fólk af hennar kynslóð stóð hugur hennar til lengri skólagöngu en tök voru á. Hún hafði gaman af lestri bóka og í seinni tíð naut hún þess að sækja tónleika og hlusta á klassíska tónlist. Einnig gáfust þá góð tækifæri til ferðalaga. Sterkt skap og lífskraftur gerðu hana ef til vill svolítið óstýriláta. Það var eng- in lognmolla í kringum hana Tótu mína. Þegar á reyndi var hún fum- laus og ákveðin – þá voru óþörf orð spöruð. Hún var sannur vinur vina sinna. En dýpstu hugsanirnar átti hún fyrir sig sjálfa. Tóta var líka mamma hennar Oddnýjar, mikillar uppáhalds- frænku minnar, sem um skeið dvaldi hjá okkur fjölskyldunni þeg- ar við bjuggum í Vík. Sem ungling- ur í skóla átti ég alltaf víst athvarf í Úthlíðinni, bjó þar hálfan vetur og fermdist um vorið með Hreini. Til Tótu frænku leitaði ég þegar á bjátaði í lífi mínu. Ég skírði yngri dóttur mína í höfuðið á henni og trúi því að það hafi verið þeirri yngri til heilla. Það varð Tótu mikið áfall þegar dætur hennar þær Oddný og Hall- dóra létust á sama degi árið 1997. Hún bar aldrei sitt barr eftir það. Síðustu árin bjó hún á Skjóli og það voru erfið ár. En hún tók mér alltaf fagnandi þegar ég kom til hennar og fylgdist með minni fjöl- skyldu, dætrum og dótturdætrum. Faðmurinn var svo stór og hjarta- hlýjan mikil að hann rúmaði okkur allar ásamt hennar stóru fjöl- skyldu. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa átt hana að og kveð hana með söknuði. Fyrir hönd móður minnar og fjölskyldu sendi ég sonum henn- ar, tengdadætrum og barnabörnum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Tótu frænku. Margrét Oddsdóttir. Þórunn Sigurbergsdóttir kynnti sig fyrir mér í byrjun árs 1977 með orðum, sem í mínum eyrum hljóð- uðu á þá leið, að fyrst hún hefði getað passað börn fyrir Bríeti frænku mína, þá gæti hún víst ald- eilis passað mín börn. Enda leist mér strax þannig á hana, að ég leit- aði ekki frekar að konu til þess að sinna tveggja mánaða syni mínum og dóttur á meðan ég var í vinnu. Þórunn vann hug okkar og hjarta. Ekki með blíðmælgi né væmni, ÞÓRUNN SIGUR- BERGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.