Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 54

Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 54
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Rakkarapakk - Stekkjastaur ÞÚ ERT NÚ MEIRI FÁVITINN KALVIN!! ÞÚ SENDIR MÉR HJARTALAGA HATURSBRÉF OG GÖMUL, MYGLUÐ BLÓM! HÉRNA ER HATURSBRÉF FRÁ MÉR!! BRÉF OG BLÓM. HANN ER SKOTINN Í MÉR SNJÓBOLTI. HÚN ER SKOTIN Í MÉR! saga: Sigrún E. Björnsdóttir teikning: Jan Pozok Dagbók Í dag er sunnudagur 12. desember, 347. dagur ársins 2004 Víkverji elskar tón-list; hlustar á eitthvað fallegt kvölds og morgna, eitthvað krassandi og krefjandi á fimmtu- dagskvöldum, eitt- hvað munúðarfullt á mánudagskvöldum, eitthvað friðsælt á sunnudagsmorgnum, eitthvað mjúkt á mið- vikudögum og eitt- hvað sem reynir á þolrifin á þriðjudög- um. En prinsippið er alltaf það sama – Vík- verji vill ráða því sem hann hlustar á og vandar valið – vill hafa þetta fjöl- breytt og litríkt. Og svo koma jólin, og örlög Vík- verja verða undirorpin jólagölnum plötusnúðum stórmarkaðanna sem hafa engan skilning á hlustunar- venjum hans. Óþolandi hávaði, stynur Víkverji á jólabúðarandi, þetta bókstaflega meiðir eyrun, og steikir heilann. Hverjum dettur í hug að Víkverki vilji hlusta á Heims um ból á fullum styrk með- an hann kaupir grænsápuna í jóla- hreingerninguna? Eða þessi enda- lausu jólahjóla- og hún fær nál og tvinna-lög. Þetta er kannski bara allt eitt lag, JÓLALAGIÐ, óþolandi hávaðasteypa – já, hávaðamengun, sem gerir hvern mann brjálaðan og gjörsamlega andsnú- inn öllu því sem heit- ir tónlist. x x x En hvar er þá aðfinna þá stemn- ingu sem getur kom- ið manni í friðsælla skap? Ef til vill í mið- borginni; þar logar gjarnan á kertum við búðardyr á þessum árstíma, ómurinn af tónlistinni er ekki jafn ágengur, og jólatré og skreyting- arnar bera merki vetrarins. Í það minnsta er fullvíst að sú stemning sem borgarbúar flykkjast til að njóta á Þorláksmessu er í miðborginni allan desember og í rauninni er synd að ekki skuli fleiri njóta hennar fyrr en á síðasta degi fyrir jól. Þetta reyndi Víkverji á sjálfum sér í vikunni, þar sem hann tölti í rólegheitum á milli búða og keypti jólagjafirnar, fékk sér huggulega að borða í hádeginu og hugsaði með sér að það væri bara alveg eins gaman í Reykjavík og að vera í útlöndum – bara ef maður færi í bæinn með sama hugarfari og mað- ur gerir þar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Listasafn Einars Jónssonar | Hinir árvissu tónleikar á jólaföstu í Listasafni Einars Jónssonar verða haldnir í dag kl. 16. Að þessu sinni munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari flytja tvíleiks- verk fyrir hljóðfæri sín. Á efnisskránni eru verk eftir Nardini, Boccherini, Villa-Lobos og Jón Nordal. Laufey og Richard voru við æfingar þegar ljósmyndara bar að garði lista- safnsins, sem er einmitt kjörinn til að spássera og njóta þeirrar sígildu fag- urfræði sem einkennir höggmyndir Einars Jónssonar. Listasafnið er einnig afar sérstakur staður sem gaman er að heimsækja og bera vott mikilli snilli- gáfu Einars, sem hannaði húsið sjálfur og bjó á efstu hæð þess ásamt konu sinni í fullkomlega samhverfri íbúð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðventutónar á Skólavörðuholti MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En í borginni var fátækur maður, en vitur, og hann bjargaði borginni með viturleik sínum. En enginn maður minntist þessa fátæka manns. (Préd. 9, 15.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.