Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 54
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Rakkarapakk - Stekkjastaur ÞÚ ERT NÚ MEIRI FÁVITINN KALVIN!! ÞÚ SENDIR MÉR HJARTALAGA HATURSBRÉF OG GÖMUL, MYGLUÐ BLÓM! HÉRNA ER HATURSBRÉF FRÁ MÉR!! BRÉF OG BLÓM. HANN ER SKOTINN Í MÉR SNJÓBOLTI. HÚN ER SKOTIN Í MÉR! saga: Sigrún E. Björnsdóttir teikning: Jan Pozok Dagbók Í dag er sunnudagur 12. desember, 347. dagur ársins 2004 Víkverji elskar tón-list; hlustar á eitthvað fallegt kvölds og morgna, eitthvað krassandi og krefjandi á fimmtu- dagskvöldum, eitt- hvað munúðarfullt á mánudagskvöldum, eitthvað friðsælt á sunnudagsmorgnum, eitthvað mjúkt á mið- vikudögum og eitt- hvað sem reynir á þolrifin á þriðjudög- um. En prinsippið er alltaf það sama – Vík- verji vill ráða því sem hann hlustar á og vandar valið – vill hafa þetta fjöl- breytt og litríkt. Og svo koma jólin, og örlög Vík- verja verða undirorpin jólagölnum plötusnúðum stórmarkaðanna sem hafa engan skilning á hlustunar- venjum hans. Óþolandi hávaði, stynur Víkverji á jólabúðarandi, þetta bókstaflega meiðir eyrun, og steikir heilann. Hverjum dettur í hug að Víkverki vilji hlusta á Heims um ból á fullum styrk með- an hann kaupir grænsápuna í jóla- hreingerninguna? Eða þessi enda- lausu jólahjóla- og hún fær nál og tvinna-lög. Þetta er kannski bara allt eitt lag, JÓLALAGIÐ, óþolandi hávaðasteypa – já, hávaðamengun, sem gerir hvern mann brjálaðan og gjörsamlega andsnú- inn öllu því sem heit- ir tónlist. x x x En hvar er þá aðfinna þá stemn- ingu sem getur kom- ið manni í friðsælla skap? Ef til vill í mið- borginni; þar logar gjarnan á kertum við búðardyr á þessum árstíma, ómurinn af tónlistinni er ekki jafn ágengur, og jólatré og skreyting- arnar bera merki vetrarins. Í það minnsta er fullvíst að sú stemning sem borgarbúar flykkjast til að njóta á Þorláksmessu er í miðborginni allan desember og í rauninni er synd að ekki skuli fleiri njóta hennar fyrr en á síðasta degi fyrir jól. Þetta reyndi Víkverji á sjálfum sér í vikunni, þar sem hann tölti í rólegheitum á milli búða og keypti jólagjafirnar, fékk sér huggulega að borða í hádeginu og hugsaði með sér að það væri bara alveg eins gaman í Reykjavík og að vera í útlöndum – bara ef maður færi í bæinn með sama hugarfari og mað- ur gerir þar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Listasafn Einars Jónssonar | Hinir árvissu tónleikar á jólaföstu í Listasafni Einars Jónssonar verða haldnir í dag kl. 16. Að þessu sinni munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari flytja tvíleiks- verk fyrir hljóðfæri sín. Á efnisskránni eru verk eftir Nardini, Boccherini, Villa-Lobos og Jón Nordal. Laufey og Richard voru við æfingar þegar ljósmyndara bar að garði lista- safnsins, sem er einmitt kjörinn til að spássera og njóta þeirrar sígildu fag- urfræði sem einkennir höggmyndir Einars Jónssonar. Listasafnið er einnig afar sérstakur staður sem gaman er að heimsækja og bera vott mikilli snilli- gáfu Einars, sem hannaði húsið sjálfur og bjó á efstu hæð þess ásamt konu sinni í fullkomlega samhverfri íbúð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðventutónar á Skólavörðuholti MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En í borginni var fátækur maður, en vitur, og hann bjargaði borginni með viturleik sínum. En enginn maður minntist þessa fátæka manns. (Préd. 9, 15.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.