Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIÐ annríki hefur verið hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) að undanförnu vegna endurreiknings á lífeyrisgreiðslum og bótarétti fyrir árið 2003. Á þriðja þúsund manns hefur komið í þjónustumiðstöðina síðustu vikur og leitað skýringa og á fjórum dögum bárust stofnuninni 11 þúsund símtöl. Nú í vikunni verða endurgreiddar inneignir til 24 þúsund lífeyrisþega en rukkanir vegna ofgreiðslu bóta eru um 11 þúsund talsins. Alls er verið að endurreikna líf- eyrisgreiðslur til um 42 þúsund líf- eyrisþega og samkvæmt upplýsing- um frá TR hafa borist 320 formlegar athugasemdir við endurreikning, eða frá um 0,8% allra lífeyrisþega. Að sögn Gunnars Salvarssonar, upp- lýsingafulltrúa TR, liggur ekki fyrir hvers eðlis þessar athugasemdir eru en þær verða teknar til sérstakrar umfjöllunar eftir áramót. „Okkur sýnist að ákaflega vel hafi tekist til með þessa framkvæmd alla, sem sést hvað best á því hversu afar fáir gera formlegar athugasemdir, en auðvitað eru nokkur dæmi um einstaklinga sem nýta andmælarétt sinn og þau mál verða öll könnuð ít- arlega á nýju ári,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofn- unar, í tilkynningu frá stofnuninni. Með lögum frá árinu 2002 var ákveðið að taka upp nýtt fyrirkomu- lag við útreikning og greiðslu tekju- tengdra bóta lífeyristrygginga. Verða bæturnar framvegis ákveðnar út frá tekjuáætlunum bótaþega og síðan endurreiknaðar þegar álagn- ing opinberra gjalda liggur fyrir árið eftir. Mikið annríki hjá Tryggingastofnun Þúsundir heim- sókna og símtala og 320 athugasemdir Morgunblaðið/Árni Torfason NETIÐ er langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur þeirra sem hingað koma segjast nota Net- ið við upplýsingaöflun um landið. Þetta kemur fram í niðurstöðum sumarkönnunar Ferðamálaráðs sem gerð var sl. sumar. Í fyrstu könnuninni sem gerð var árið 1997 var hlutfall þeirra sem notuðu Net- ið til að afla upplýsinga um Ísland innan við 20 af hundraði. Bækling- ar eða handbækur eru nú næstmest notaði upplýsingamiðillinn en álíka margir nefndu einnig ferðaskrif- stofur í eigin landi. Af þeim erlendu gestum sem sóttu upplýsingar á Netið voru Bandaríkjamenn og Bretar duglegastir að nýta þennan nýja upplýsingabrunn. Sumarkönnun Ferðamálaráðs 2004 fór fram í Leifsstöð og á Seyð- isfirði frá júníbyrjun til ágústloka. Á þessu tímabili fóru um 175 þús- und erlendir gestir úr landi og var spurningalistum dreift af handa- hófi til 3.139 gesta og bárust 2.507 nothæfir svarlistar til baka. Netið öflugasti upplýsinga- miðillinn ÞAÐ sem af er þessu ári hefur sýslumaðurinn á Keflavík- urflugvelli lagt hald á rúmlega 5.000 e-töflur, um 14,5 kíló af hassi, tæplega 2,4 kíló af kókaíni og um 1,3 kíló af amfetamíni. Þetta er um- talsvert meira af fíkniefnum en í fyrra. Í átta tilvikum var fíkniefnunum smyglað innvortis og bar sá stór- tækasti um hálft kíló af kókaíni í iðrum sínum. Stærsta hasssendingin á þessu ári vó um átta kíló og fannst hún í febrúar í tréöskjum sem komu frá Nepal. Í fyrra komu um tvö kíló af hassi með trégrímum frá sama landi. Fyrr í mánuðinum fundu skúringakonur á Keflavíkur- flugvelli um þrjú kíló af hassi á einu af salernum flugstöðvarinnar. Lík- lega hefur einhver taugaóstyrkur fíkniefnasmyglari ekki þorað með þau í gegnum tollhlið og ákveðið að skilja þau þar eftir. Átta hafa smygl- að fíkniefnum innvortis ENN hefur ekki fengist niðurstaða varðandi nám og starfsendurhæfingu fyrir geðsjúka á vegum Fjölmenntar og Geðhjálpar, að því er fram kemur á heimasíðu Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns en viðræður um það hafa staðið yfir milli þessara aðila og menntamálaráðuneytisins. „Ég skora á félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamála- ráðherra að taka höndum saman við aðra ráðherra – að þeir tali sig saman á næsta ríkisstjórnarfundi og tryggi að námið hefjist á tilsettum tíma í jan- úar og að allir sem óska eftir því geti fengið þessa þjónustu sem mikil þörf er á í samfélaginu,“ segir Ásta Ragn- heiður á heimasíðu sinni. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að um ófremdarástand væri að ræða þar sem fjárveiting væri ekki fyrir hendi eftir áramót. Það yrði því að hætta allri kennslu og alger óvissa ríkti um það sem við tæki og það væri fólki mjög erfitt. Ásta rifjaði upp að hún hefði tekið upp málið upp á Alþingi 8. desember síðastliðinn og þá hefði menntamála- ráðherra sagt að hann vildi gjarnan leysa þetta mál en það hefði ekkert gerst ennþá. Heilbrigðisráðherra hefði líka tekið þátt í umræðunni og sagst gjarnan vilja leysa þetta en málið væri í rauninni á hendi mennta- málaráðherra. „Þetta eru það litlar fjárhæðir að það er alveg óþarfi að láta þennan hóp bíða svona í óvissu,“ sagði Ásta Ragn- heiður ennfremur. Fram kom að 140–150 manns sóttu um að komast í námið í haust en að ekki var hægt að taka inn nema tvo þriðju hluta vegna fjárskorts en þá fengust sex milljónir króna til verk- efnisins. Ásta R. Jóhannesdóttir um starfsendurhæfingu fyrir geðsjúka Framhald eftir ára- mót enn ekki tryggt STÖÐUMÆLAVERÐIR hafa í nógu að snúast þessa dagana enda margmenni í miðbænum. Aðrir starfs- menn borgarinnar fara einnig víða, þó í öðrum til- gangi, t.d. þeir sem sjá um að hreinsa upp rusl og ryk við götur og gangstéttir. Ólíklegt er að stöðu- mælavörðurinn hafi verið að sekta ökumann hreinsibílsins, líklegra er að þeir hafi verið að spjalla saman. Morgunblaðið/Kristinn Sópurinn sektaður? ÁSKRIFTARVERÐ Stöðvar 2 hækkar frá og með 5. janúar 2005 um 6,4% hjá almennum áskrif- endum og um 4,7% hjá M12- áskrifendum, en flestir áskrifenda eru í hópi M12-áskrifenda. Í tilkynningu frá Íslenska út- varpsfélaginu kemur fram að áskriftarverð Stöðvar 2 hafi síðast hækkað fyrir tæpum tveimur árum. Hækkunin nú sé í takt við almennar verðlagsbreytingar frá þeim tíma. Almennt verð mun því verða 4.672 krónur en 4.286 krónur fyrir M12- áskrifendur frá og með 5. janúar á næsta ári. Stöð 2 hækkar áskriftarverð TILBOÐ á vegum Ríkiskaupa í allt að 80 bifreiðir fyrir ríkisstofnanir verða opnuð þriðjudaginn 21. des- ember. Stærstu kaupendur öku- tækjanna eru Vegagerðin og rík- islögreglustjóri en um er að ræða kaup og/eða rekstrarleigukjör á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum í samræmi við lýsingar á einstökum flokkum. Óskað er eftir tilboðum í flestar gerðir bifreiða s.s. fólksbíla, jeppa, sendibíla, pall- bíla og fólksflutningabifreiðar. Að sögn Magnúsar Sigurgeirs- sonar hjá Ríkiskaupum er um að ræða árlegt útboð hjá Ríkis- kaupum. Ríkið kaupir allt að 80 bíla Morgunblaðið/Júlíus TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags vegna ölvunar bæði í miðborginni og í heimahúsum. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra voru engar stórar uppákomur en nokkuð um að menn væru að kýla hver annan. Þá var töluvert um út- köll vegna hávaða í heimahúsum. Erill hjá lögregl- unni í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.