Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Raunveruleg hætta er áþví að Íbúðalánasjóðurgeti komist í þrot, miðaðvið núvarandi aðstæðurá fjármálamarkaði. Lík- urnar á því aukast með auknum uppgreiðslum á útlánum sjóðsins og einnig ef vextir á markaði haldast eins og þeir eru nú eða ef þeir lækka. Ástæðan fyrir þessu er eink- um sú hvernig staðið var að skulda- bréfaskiptum í tengslum við breyt- inguna úr húsbréfakerfinu yfir í hið nýja peningalánakerfi sjóðsins, sem tók gildi hinn 1. júlí síðastliðinn. Möguleikinn á því að þessi staða komi upp hefði ekki komið til ef ekki hefði verið ráðist í þau miklu skulda- bréfaskipti sem ákveðin voru sam- fara lánakerfisbreytingunni með þeim hætti sem gert var. Jafnvægi í húsbréfakerfinu Húsbréfakerfið var þannig upp- byggt að Íbúðalánasjóður gaf út húsbréf sem báru nafnvextina 4,75% mestallan þann tíma sem kerfið var við líði. Á móti lánaði sjóðurinn ein- staklingum lán með 5,1% vöxtum. Framkvæmdin var reyndar þann- ig að íbúðakaupendur eða húsbyggj- endur gáfu út fasteignaveðbréf, sem báru 5,1% vexti, sem hægt var að skipta fyrir húsbréf með 4,75% vöxt- um, sem sjóðurinn gaf út. Seljendur fengu húsbréfin í skiptum fyrir fast- eignaveðbréfin og þau gátu þeir selt á markaði eða átt sem sparnað. Fasteignaveðbréfin, þ.e. lán íbúðakaupendanna, og húsbréfin, sem fjárfestar áttu, eru jafn- greiðslubréf og með sama lánstíma. Íbúðalánasjóður innheimti afborg- anir, vexti og verðbætur af fast- eignaveðbréfunum og lét það sem þannig kom inn ganga jafnharðan út til eigenda húsbréfanna. Þetta var gert með því að draga út húsbréf eftir ákveðnum reglum. Ef sjóð- urinn fékk inngreiðslur af fast- eignaveðbréfunum hraðar en ráð var fyrir gert, vegna þess að íbúða- eigendur greiddu inn á lán sín eða greiddu þau upp fyrir gjalddaga, þá gat sjóðurinn dregið út fleiri húsbréf en áætlað var, og þannig látið inn- greiðslur, eða uppgreiðslur, ganga jafnharðan út í staðinn fyrir úti- standandi húsbréf. Þetta gerði að verkum að húsbréfakerfið var alltaf í jafnvægi og ekki var hætta á því að Íbúðalánasjóður lenti í vandræðum vegna misræmis í inn- og út- greiðslum. Innköllun ekki möguleg Jafnvægið hjá Íbúðalánasjóði raskaðist þegar peningalánakerfið leysti húsbréfakerfið af hólmi á miðju þessu ári, samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í maí síðastliðnum. Eigendum valinna hús- og húsnæðisbréfa var boðið að skipta þeim fyrir ný skuldabréf, svo- kölluð íbúðabréf, í tengslum við kerfisbreytinguna. Hin nýju íbúða- bréf eru ekki með innköllunar- ákvæði en eru endurgreidd með af- borgunum tvisvar á ári. Íbúða- lánasjóður getur því ekki innkallað þessi bréf með sama hætti og hægt var varðandi húsbréfin, til að mynda ef mikið er um uppgreiðslur á lánum sjóðsins, sem standa að baki þessum skuldabréfum. Þegar skuldabréfaskiptin á hús- og húsnæðisbréfum fyrir íbúðabréf fóru fram á miðju árinu, bauðst eig- endum þeirra húsbréfa, sem skipti stóðu til boða á, að fá íbúðabréf fyrir húsbréf með skiptiálagi á bilinu 0,21–0,24%. Lægri prósentan átti við um styttri húsbréfaflokka. Sam- tals var um 200 milljörðum króna af húsbréfum skipt fyrir íbúðabréf í út- boðinu á markaðsvirði. Eins og áður segir getur Íbúðalánasjóður ekki greitt þau bréf upp fyrir gjalddaga. Skuldbindingar Íbúðalánasjóðs breyttust við þetta úr því að bera 4,75% vexti yfir í að bera u.þ.b. 4,5% vexti. Lækkunin stafar af skiptiálag- inu 0,21–0,24%. Í staðinn fyrir lægri vexti eiga eigendur íbúðabréfanna ekki á hættu að bréf þeirra verði dregin út, eins og þeir eiga á hættu sem ekki hafa skipt húsbréfum sínum fyrir íbúðabréf. Eigendur íbúðabréfa geta því treyst því að þeir muni fá afborganir, vexti og verðbætur mið- að við þau kjör sem gengið var út frá þegar skiptin fóru fram. Vandi vegna vaxtamunar Á móti þeim u.þ.b. 200 milljörðum króna í íbúðabréfum með um 4,5% vöxtum, sem Íbúðalánasjóður skuld- ar, standa lán sem íbúðaeigendur skulda Íbúðalánasjóði að sömu fjár- hæð en með 5,1% vöxtum. Þetta gæti því í fljótu bragði virst líta vel út fyrir Íbúðalánasjóð. Svo er þó ekki. Það stafar af því að íbúða- eigendurnir, sem skulda Íbúðalána- sjóði lánin með 5,1% vöxtunum, geta greitt inn á þau eða greitt þau upp hvenær sem þeir vilja. En er það ekki allt í lagi? Jú, ef Íbúðalánasjóð- ur gæti ávaxtað þá peninga sem sjóðurinn fær þannig inn með vöxt- um yfir þessum u.þ.b. 4,5% vöxtum sem sjóðurinn þarf að greiða af íbúðabréfunum. En svo er ekki við núverandi aðstæður og þar liggur vandi Íbúðalánasjóðs. Uppgreiðslur verulegar Íbúðalánasjóður hefur fengið af- borganir, vexti og verðbætur af hús- bréfalánum, þ.e. fasteignaveð- bréfum, mun hraðar inn en sjóðurinn gerði ráð fyrir, að mestu leyti vegna hinna nýju íbúðalána bankanna. Birgir Ísleifur Gunn- arsson, bankastjóri Seðlabanka Ís- lands, sagði á fundi hjá Versl- unarráði Íslands í byrjun þessa mánaðar, að um 85 milljarðar króna hefðu verið teknir að láni með fast- eignaveðtryggðum lánum frá því KB banki reið á vaðið og hóf að bjóða íbúðalán á betri kjörum en Íbúðalánasjóður í lok ágúst síðast- liðins. Í nýlegri mánaðarskýrslu Íbúða- lánasjóðs kemur fram að sjóðurinn muni greiða lánveitendum sínum um 41 milljarð króna umfram venju- bundnar afborganir, vexti og verð- bætur, að mestu á síðustu mánuðum þessa árs og í upphafi næsta árs. Jafnframt kom fram að þessar upp- greiðslur væru að stærstum hluta til komnar vegna uppgreiðslna í hús- bréfakerfinu vegna lækkunar vaxta og aukinnar samkeppni um íbúða- lán, en einnig væri um að ræða upp- safnaðar uppgreiðslur í húsbréfa- kerfinu frá síðasta áratug. Það má því ljóst vera að uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði eru verulegar. Seljanlegri skuldabréf Tilgangurinn með skiptiútboðinu á hús- og húsnæðisbréfum fyrir íbúðabréf, sem stóð yfir dagana 28.– 30. júní sl., var að setja á markað mjög viðskiptahæfa verðbréfaflokka sem væru gjaldgengir jafnt innan- lands sem erlendis. Markmiðið var því að gera íbúðabréfin seljanlegri. Almennt var talið að þetta myndi leiða til þess að vextir á fjármála- markaði myndu lækka. Og vextir hafa stöðugt farið lækkandi. Það kom fram á þessum tíma að greiningardeildir bankanna töldu skiptiverðið, sem Íbúðalánasjóður ákvað í tengslum við skuldabréfa- skiptin, mjög hagstætt. Hjá tals- mönnum Íbúðalánasjóðs kom fram vegna þessa að ástæðan fyrir hinu lága skiptigjaldi var sú að þegar væri búið að tryggja öryggi og fram- tíðarstöðu Íbúðalánasjóðs. Engin ástæða væri því til „að bæta ofan á skiptiverðið til þess eins að græða,“ eins og talsmaður sjóðsins orðaði það í samtali við Morgunblaðið í lok júní síðastliðnum. Ætla má að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi misreiknað sig þarna og ekki séð fyrir þróunina á íbúðalána- markaðinum. Bankarnir hafa lengi stefnt að því að geta boðið upp á veðlán sambæri- leg við þau sem tíðkast í öllum ná- grannalöndunum. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað og það var einfaldlega tímaspursmál hvenær bankarnir hér á landi myndu hefja slíka lánastarfsemi. Kerfisbreyt- ingin úr húsbréfakerfinu og yfir í hið nýja peningalánakerfi Íbúðalána- sjóðs flýtti fyrir þessari þróun og stuðlaði að lækkun vaxta. Gengistap vegna vaxtamunar Ef raunvextir verða áfram nálægt 3,5%, eins og þeir hafa verið að und- anförnu, eða lækka enn frekar eins og ýmsir spá, getur Íbúðalánasjóður ekki vænst þess að fá hærri ávöxtun áhættulaust en það á því fjármagni sem sjóðurinn fær inn vegna upp- greiðslna á fasteignaveðbréfum með 5,1% vöxtum. Sjóðurinn þarf því að fjárfesta á lægri vöxtum en skuldir hans eru, sem eru á u.þ.b. 4,5% vöxt- um. Þetta er í hnotskurn skýringin á því hvers vegna raunveruleg hætta er á því að Íbúðalánasjóður fari í þrot. Stærsti hluti útistandandi lána Íbúðalánasjóðs ber 5,1% vexti og er með 40 ára lánstíma. Meðallíftími þessara lána er væntanlega á bilinu 10–15 ár. Ef sagt er til einföldunar að líftíminn sé 10 ár, þá er útkoman fyrir Íbúðalánasjóð sú, að fyrir hvert prósentustig sem sjóðurinn fjárfestir undir 4,5%, þá þýðir það tíföldun í verði vegna líftímans. Þessu má til einföldunar lýsa sem svo, að sjóðurinn skuldar lán með 4,5% vöxtum en ef hann getur fjár- fest á 4,4% vöxtum þýðir það gengistap upp á tíu sinnum 0,1%, eða 1,0%. Þumalputtareglan er að gengistapið sé margfeldið af meðal- líftíma lánanna og vaxtamuninum. Þetta hefur í för með sér að ef Íbúðalánasjóður fær á sig t.d. upp- greiðslur upp á 100 milljarða króna, þ.e. lán með 5,1% vöxtum verði greidd upp fyrir samtals 100 millj- arða, og sjóðurinn skuldar sömu fjárhæð með 4,5% vöxtum, en raun- vextir eru 3,5%, þá er munurinn 1,0%. Gengistapið er þá u.þ.b. tífald- ur sá munur. Gengistap sjóðsins gæti því numið tugum milljarða króna. Þessi hætta er raunveruleg ef aðstæður á fjármálamarkaði verða áfram eins og þær eru nú. Ekki reiknað með bönkunum En hvað fór úrskeiðis? Almennt var gert ráð fyrir að vextir myndu lækka í kjölfar breytinganna úr hús- bréfakerfinu yfir í peningalánakerfi Íbúðalánasjóðs. Það kom því ekki á óvart. Þá voru flestir á því að skuldabréfaskiptin úr hús- og hús- næðisbréfum yfir í íbúðabréf hafi verið rétt, til að búa til sterkari flokk íbúðabréfa sem væri seljanlegri. Hin nýju íbúðalán bankanna komu Íbúðalánasjóði og stjórnendum hús- næðismála hins opinbera hins vegar í opna skjöldu sem og þær upp- greiðslur á húsbréfalánum sem fylgt hafa í kjölfarið. Þar liggur ástæðan fyrir þeirri stöðu sem hugsanlega blasir við Íbúðalánasjóði, sér- staklega vegna þess hvað skipti- kjörin í skuldabréfaskiptunum voru hagstæð. Ef Íbúðalánasjóður hefði ákveðið að hafa skiptiálagið hærra en 0,21–0,24% hefðu vextir af lánum sjóðsins verið lægri sem því nemur en þeir rúmlega 4,5% vextir sem hann þarf að standa skil á nú. Ef skiptikjörin hefðu til að mynda verið ákveðin 0,5% þá væru þeir vextir sem sjóðurinn þyrfti að standa skil á mismunurinn á 4,75% og 0,5%, eða 4,25%. Staðan væri því betri fyrir sjóðinn. Í ljósi þeirrar stöðu sem blasir við Íbúðalánasjóði má því ljóst vera að skiptikjörin hefðu þurft að vera hærri en raun varð á. Ef skiptikjörin hefðu verið hærri er hins vegar spurning hvort þátttaka í skulda- bréfaskiptunum hefði verið eins mikil og raun varð á. Staðan ofmetin Skuldabréfaskiptin hjá Íbúða- lánasjóði gengu hratt fyrir sig. Út- boðslýsing var tilbúin skömmu fyrir skiptin sjálf. Eftir á að hyggja vakna óneitanlega ýmsar spurningar um þennan undirbúning. Hefði til að mynda verið hægt að fara í skulda- bréfskiptin hægar en gert var og ákveða næstu skref með hliðsjón af reynslunni? Það sem þó stendur upp úr er að ekki verður annað sé en að Íbúða- lánsjóður hafi misreiknað stöðu sína á markaðinum. Greinilegt er að ekki var reiknað með því að það myndi koma til eins mikilla uppgreiðslna á útlánum sjóðsins og allt stefnir í að verði. Sjóðurinn virðist hafa haldið að hann sæti einn að markaðinum. Það er líklega helsta skýringin á því sem fór úrskeiðis. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að aðgerðir Íbúða- lánasjóðs flýttu fyrir þeirri þróun sem orðið hefur á íbúðalánamarkaði, þróun sem getur komið sjóðnum sjálfum í koll. Morgunblaðið/RAX Uppgreiðslur á útlánum Íbúðalánasjóðs í kjölfar íbúðalána bankanna geta valdið því að sjóðurinn komist í þrot. Ástæðan er hvernig staðið var að skuldabréfaskiptum í tengslum við breytinguna úr húsbréfakerfinu yfir í hið nýja peningalánakerfi hinn 1. júlí sl. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði málið og segir ástæðuna m.a. þá að líklegt sé að sjóðurinn eigi eftir að þurfa að fjárfesta í vöxtum sem eru lægri en skuldir hans. gretar@mbl.is Skuldabréfaskipti valda Íbúðalánasjóði miklum vanda Hin nýju íbúðalán bankanna komu Íbúðalánasjóði og stjórnendum húsnæðismála hins opinbera hins vegar í opna skjöldu sem og þær uppgreiðslur á húsbréfalánum sem fylgt hafa í kjölfarið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.