Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einn uppreisnarmannannavar með hermannahúfu yf-irmanns. En til að vekjameiri athygli hafði hannskreytt hann með skær- rauðu kvensokkabandi skreyttu blúndu. Ég velti fyrir mér hvort hann vissi til hvers það væri í raun. Ég hafði klifið Apafjall, eða Korongnang Fugo eins og það er kallað á staðnum, til þess að hafa upp á uppreisnarmönnum í Darfur og spyrja þá til hvers þeir væru að berjast. Við sátum í skugg- anum og sötruðum te. Ég ákvað að koma hingað eftir að Colin Powell, fráfarandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lýsti yfir því 9. september að verið væri að fremja þjóðarmorð í vesturhluta Súdans. Á þremur vikum í landinu hafði ég fáa hitt, sem töldu að verið væri að fremja þjóðarmorð fremur en kerfisbundna stríðsglæpi. En jafnvel þótt það séu ýkjur að kalla það þjóðarmorð, sem er að gerast í Darfur, þar sem 1,65 millj- ónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín, þýðir það ekki að alþjóða- samfélagið geti leyft sér að líta í aðra átt. Mánuðum saman hefur sama kunn- uglega, jafnvel síendurtekna sagan verið sögð í sjónvarpsfréttum frá Darfur. Þar hefur verið útskýrt að vegna þurrka og vaxandi jarðrofs hafi þrýstingur á að komast yfir land auk- ist jafnt og þétt og það hafi egnt meiri- hlutann, sem einkum samanstendur af afrískum þjóðflokkum, sem yrkja landið, gegn minnihlutanum, sem einkum telur arabíska hirðingjaþjóð- flokka, sem þurfa mikið beitiland fyrir búpening og úlfalda og opið svæði fyrir árlegar ferðir sínar. Allt er þetta satt. Þorpin tæmd Við höfum einnig séð og lesið hrylli- legar fréttir af grimmd, sem Afríku- mennirnir, sem hafa verið flæmdir frá þorpum sínum í flóttamannabúðir, segja af því hvernig arabískir Janja- weed-bardagamenn, eins og þeir eru kallaðir, hermenn og flugvélar réðust á þá. Dögum saman talaði ég við flótta- menn í búðunum og frásagnir þeirra voru ótrúlega líkar og samræmi á milli þeirra. Hins vegar sögðu þeir alltaf að fáir hefðu verið drepnir í þorpunum, sem þeir bjuggu í. Mér virtist sem bardagamennirnir legðu frekar áherslu á að tæma þorp- in en að myrða marga þorpsbúa. Aft- ur á móti var mér ekki jafn ljóst hvað afrísku uppreisnarmennirnir, sem áttu upptök að átökunum í febrúar 2003, vildu í raun. Ég fékk far með þyrlu frá Samein- uðu þjóðunum á leið til Golo, sem er litlu stærra en þorp og liggur hátt uppi á Jebel Marra, grýttri hásléttu, sem upp úr skaga hrjóstrug fjöll með hvassar útlínur. Á Jebel Marra er mikið ræktað, bæði korntegundin dúrra og önnur grunnvara auk tóm- ata, appelsína, súraldina og annarra tegunda, sem fólkið hér – aðallega af Fur-ættbálknum – selur fyrir reiðufé og seldi víða fyrir stríðið, allt frá bæj- um Darfur til Kartúm. Golo er eins og flestir aðrir bæir í Darfur á valdi stjórnarhersins. Þar á einnig við líkt og víðast hvar annars staðar í Darfur að hermennirnir fara ekki mikið út fyrir bæinn og í raun er það svo að fyrir utan ákveðið einsk- ismannsland er talað um yfirráða- svæði uppreisnarmanna. Frá Golo tekur eina og hálfa klukkustund að ganga að næstu búð- um uppreisnarmanna. Þær eru skammt frá yfirgefnu þorpi, sem heit- ir Debenaira. Fyrir aftan þorpið er Korongnang Fugo. Þegar leiðin upp er hálfnuð verða á vegi manns 40 eða 50 menn úr Frelsisher Súdans (SLA) sem er önnur tveggja helstu upp- reisnarhreyfinganna í Darfur og sú stærri. Uppreisnarmennirnir stilltu byssum sínum upp við veginn og ég spurði þá fyrir hverju þeir væru að berjast. Ég sagði að Darfur hefði not- ið sjálfstæðis til 1916 og samningur- inn, sem stjórn íslamista í Kartúm hefði heitið að undirrita við uppreisn- armenn í suðurhluta Súdans fyrir árs- lok þýddi að innan sex og hálfs árs myndu íbúar í suðrinu, sem eru að- allega kristnir eða iðka hefðbundin trúarbrögð, eiga þess kost að ganga til þjóðaratkvæðis um sjálfstæði. Síð- an spurði ég hvort þeir vildu – þótt flestir íbúar Darfur væru múslímar eins og flestir íbúar norðurhluta Súd- ans – ef til vill líka búa í Darfur end- urbornu sem sjálfstæðu landi? Nán- ast allir horfðu á mig fullkomlega gáttaðir. Þeir virtust ekki hafa hug- mynd um hvað ég væri að tala. Vilja „rétt sinn og frelsi“ Abulgassim Ahmed Ali, einn af yf- irmönnunum á staðnum, sagði þá að allt sem fólki sitt vildi væri „réttur sinn og frelsi“. En hvað, spurði ég, merkti það fyrir honum? „Fólkið hér eru bændur,“ sagði hann. „Þegar við sækjum uppskeruna og flytjum hana á ösnum á markaðinn tekur ríkis- stjórnin af okkur peningana“ – og þar átti hann við lögreglumennina í Golo. Síðan kvartaði hann undan skorti á vatni, heilbrigðisþjónustu og slæmum vegum. Annar yfirmaður í Debenaira heitir Ali Hamed Fatah. Hann sagði mér hvernig arabísku hirðingjarnir hefðu komið í fyrra og látið úlfaldana sína, nautgripina og geiturnar traðka á ökrum Debenaira og éta uppskeruna. Þorpsbúi hefði þá verið sendur til Golo að kvarta við lögregluna, en ver- ið handtekinn samstundis og sæti enn í fangelsi. „Þannig að við tókum byssur í hönd.“ Hann sagði að í októ- ber í fyrra hefðu Janjaweed, hermenn og sprengjuflugvél ráðist á þorpið, myrt 21 og neytt íbúana til að flýja. Ég spurði uppreisnarmennina hvort þeir hefðu verið á staðnum þegar ráð- ist var á þorpið og þeir sögðust hafa verið það. „Janjaweed hafa fleiri nautgripi en við, en samt vilja þeir taka okkar með valdi,“ kvartaði Ali Hamed. „Einnig koma stjórnvöld eða hermenn í þorp- in, taka konurnar okkar og nauðga þeim. Það gerðist líka fyrir stríðið.“ Og hvað annað lá honum á hjarta? „Við erum mjög fátæk og viljum mennta syni okkar og dætur, en ef þú átt ekkert til að borga með geta kenn- ararnir sent börnin burt.“ Ég gekk frá Debenaira-búðunum niður fjallið. Á slóðinni var mikill troðningur. Það var markaðsdagur í Golo og fjöldi fólks kom og fór. Asnar þess voru hlaðnir varningi. Konur klæddar fallegum, litríkum fötum hlógu þegar þær fóru framhjá á ösn- um sínum og menn í hefðbundnum hvítum kyrtlum með túrban á höfði heilsuðu mér, námu staðar til að heils- ast og láta tímann líða. Ég sá ekki einn einasta lögregluþjón eða her- mann á leiðinni aftur til Golo. Í stóru búðunum umhverfis bæina Nyala og El Fasher eru menn hræddir við að hætta sér út af ótta við að Janjaweed ráðist á þá og konurnar óttast að þeim verði nauðgað. Helstu stjórnmálaleiðtogar upp- reisnarmanna eru nú hvorki í Darfur né Súdan, en það er ekki erfitt að finna mikilvægt fólk í Darfur, sem hefur samúð með þeim. Einn af þeim, sem mestrar virðingar njóta, er magdúmi Fur-ættflokksins, Ahmed Abdel Rahman Adam Rigal. Hann býr í Nyala í suðurhluta Darfur. Hann er einn hæstsetti maðurinn í Fur-ættflokknum, sem nafnið Darfur er dregið af. Fjölskylda magdúmanna – þannig er hann titlaður – hefur leik- ið stórt hlutverk í að stjórna ætt- flokknum, eins og hann sagði mér, „frá upphafi soldánaveldisins Darfur á fimmtándu öld“. Magdúminn er fyrrverandi háskólaprófessor og embættismaður, sem talar óaðfinnan- lega, gamaldags ensku og hann talaði um SLA sem „strákana okkar, sem eru að verja ættflokkinn“, land Fur- ættflokksins, „fyrir árásum arabískra ættbálka“ og ríkisstjórninni „vegna þess að hún styður arabana opinber- lega“. Magdúminn sagði mér líka að hann hefði fengið fréttir um að í ákveðnum þorpum, þar sem framin hefðu verið fjöldamorð, græfu stjórnvöld nú upp lík og flyttu þau. Hann útskýrði að þetta væri vegna þess að þau vildu ekki að hópurinn, sem Kofi Annan, yf- irmaður Sameinuðu þjóðanna, hefði sett saman til þess að rannsaka ásak- anirnar um þjóðarmorð, fyndi þau. Ógerningur var að fá slíkar fullyrð- ingar staðfestar fremur en svo margt annað, sem ég heyrði í Darfur. Þegar ég spurði magdúmann hvort hann vildi upplifa það að Darfur fengi sjálfstæði á ný sagði hann: „Að sjálf- sögðu munum við ekki vera áfram hluti af Súdan ef illa verður farið með okkur. Það er augljóst. Við viljum okkar frelsi, lýðræði og … sanngjarn- an hlut í ríkisstjórninni.“ Magdúminn sagði að fengi Darfur það sem líta mætti á sem sanngjarnan hlut af auð- inum og völdunum í Kartúm, og þetta viðkvæði átti ég eftir að heyra hvað eftir annað, „þá höfum við ekkert á móti því að tilheyra Súdan áfram, að því tilskildu að við höfum yfirráð í landi okkar.“ Næststærsta uppreisnarhreyfing- in nefnist Réttlætis- og jafnréttis- hreyfingin eða JEM. Þótt hún sé mun minni en SLA líta margir svo á að hún sé pólitískt mun öflugri. Ástæðan er sú að hún hefur sterk sambönd í Kart- úm og að því er margir íbúar Darfur sögðu mér náin tengsl við Hassan Al- Ótti og tortryggni í Ljósmynd/Tim Judah Uppreisnarmenn úr Frelsisher Súdans með alvæpni í Debenaira. Flóttamenn í Abu Shok-búðunum við bæinn El Fasher. Ástandið í Darfur í Súdan hefur lengi verið slæmt og átök- um linnir ekki. Stríðsglæpir hafa verið framdir með kerf- isbundnum hætti og 1,65 milljónir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Tim Judah kynnti sér ástandið í Súdan og heimsótti uppreisnarmenn. Debenaira, Súdan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.