Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 26

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 26
26 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ L augarásbíó hefur á undanförnum árum gengið í endurnýjun lífdaga hvað búnað og innréttingar snertir og nú síðast var stóri A-salurinn formlega tekinn í notkun fyrir röskri viku. Þar var sæt- um fækkað og þau nýju höfð stærri og þægilegri en hin gömlu og hallinn í salnum aukinn. „Það eru að því er ég best veit hvergi betri sæti í bíósal en í A-sal Laugarásbíós. Kröfurnar eru orðnar svo miklar hjá fólki, það vill hafa það betra í bíó en heima hjá sér,“ segir Magnús Gunnarsson, einn þeirra þriggja sem reka Laugarásbíó. Á sín- um tíma létu þeir byggja nýtt fordyri við bíóið og þannig mætti telja. Fyrir öllu þessu standa auk Magnúsar tví- burabróðir hans Gunnar og Snorri Hallgrímsson, en auk rekstrar Laug- arásbíós reka þeir fyrirtækin Mynd- form og Heimamynd. Líklega hefur þá viðskiptafélaga ekki órað fyrir því á sjöunda og áttunda áratugnum hver áhrif þeir ættu eftir að hafa í lífi Ís- lendinga hvað afþreyingu snertir. Tvíburabræðurnir ólust upp á Garða- holti með fjórum systkinum sínum, faðir þeirra stundaði útgerð, var við grásleppuveiðar en rekur nú kjúk- lingabú. Garðaholt var á þeim tíma að sögn bræðranna ekki beinlínis nafli heimsins. Vikubið ef þeir misstu af strætó „Við fórum með skólabíl í skólann og það var oft mikið mál í illri færð og svo kom strætisvagn á Álftanesið á fimmtudögum – og ef við misstum af honum urðum við að bíða með bæj- arferðina í viku,“ segir Magnús. Snemma hófu þeir þó rekstur myndbandaleigu og í þeim rekstri kynntust þeir Snorra Hallgrímssyni, sem einnig rak myndbandaleigu. „Snorri hafði unnið við sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum, hann var og er afar vel heima í bandarískri kvikmynda- framleiðslu og upp úr samræðum um það efni kom hugmynd um að við fær- um allir til Cannes á kvikmyndahátíð með öflun sýningarréttar á myndum og fjölföldun efnis í huga. Sú ferð reyndist giftudrjúg og varð fyrir- rennari fjölmargra slíkra ferða. Síðan höfum við farið saman á helstu kvik- myndahátíðir heimsins og tryggt okkur sýningarrétt á miklum fjölda mynda,“ segja þeir bræður. Þeir geta þess að ekki hafi verið spáð vel fyrir fyrirtækjarekstrinum í upphafi. Fyrst var það gervihnatta- diskar sem taldir voru ógna mynd- bandaleigum en nú er Netið talið helsta ógnin af úrtölufólki. Þetta hef- ur þó ekki gengið eftir og enn er Myndform í viðskiptum við allar myndbandaleigur á landinu en þær eru um hundrað alls. Þeir félagar hafa lifað góðu lífi á fyrirtækjarekstrinum fram á þennan dag við vaxandi gengi. Þess má geta að þeir Gunnar og Snorri búa í Garða- bæ en Magnús á Álftanesi. Fjölskyld- ur bræðranna vinna nokkuð við fyr- irtækin, þ.á m. eiginkonur þeirra. Tvíburabræðurnir voru að eigin sögn „rétt skriðnir úr skóla“ þegar þeir hófu samstarfið við Snorra, sem er tíu árum eldri en þeir, fæddur 1951 og starfar einn sinna ættmenna við fyrirtæki hans og bræðranna Gunn- ars og Magnúsar Gunnarssona. Blaðamaður frétti þetta allt saman á fundi sem hann átti með viðskipta- félögunum þremur í húsnæði Mynd- forms við Trönuhraun í Hafnarfirði. „Myndform starfar í eigin húsnæði og sama máli gegnir um aðra starf- semi sem við erum með, nema hvað við leigjum Laugarásbíó af Sjó- mannadagsráði, einnig á Myndform þriðjung í Borgarbíói á Akureyri á móti Skífunni,“ segir Gunnar. Í fararbroddi við að texta á íslensku og talsetja barnamyndir „Á fyrstu myndbandaleigunni okk- ar urðum við fljótlega varir við að það skorti myndir með íslenskum texta og tali. Við vildum koma til móts við þessa þörf og lögðum áherslu á að texta og talsetja myndir. Í raun varð þessi vöntun á textuðu og talsettu efni til þess að við stofnuðum útgáfu- og fjölföldunarfyrirtækið Myndform 1984 og höfum verið í fararbroddi í þeim efnum síðan,“ segir Magnús. „Við byrjuðum á að kaupa 140 myndir og urðum að koma þeim ein- hvern veginn út,“ segir Snorri og brosir. „Fyrstu fyrirtækin sem við fengum myndir hjá voru Lorimar og ABC- sjónvarpsstöðin. Fyrst vorum við ein- göngu í myndabandaútgáfu og leigu, við rekum raunar enn fyrstu leiguna okkar inni á Langholtsvegi, en síðan þróaðist þetta, við bættum við tölvu- leikjum og á seinni árum erum við komnir út í DVD-framleiðslu og loks auglýsingagerð. Sem og erum við að byrja á að vinna í þrívídd og erum líka með allar bíómyndaauglýsingar fyrir Skífuna, Myndmark og fleiri aðila. Við erum því með mörg járn í eld- inum. Hjá okkur starfa að jafnaði um fimmtíu manns. Við þrír skiptum þannig með okkur verkum að Snorri sér að mestu um tæknimálin og fjölföldun, Snorri og Gunnar hafa séð um rekstur Laug- arásbíós saman, Gunnar hefur verið lykilmaður í erlendum viðskiptum en ég hef sinnt markaðsmálunum. Öll réttindin eru keypt inn af Myndformi og í seinni tíð kaupum við í ríkari mæli sýningarrétt á tilteknum myndum fyrir Norðurlöndin og endurseljum hann svo þar. Sýningarréttur á myndum gildir í ákveðinn tíma, kannski tíu ár, en fellur svo niður,“ segir Magnús. Lykillinn að velgengninni En hver er lykillinn að velgegni þeirra félaga? „Við ákváðum frá upphafi að skuld- setja ekki fyrirtækið. Við byrjuðum smátt, svo hefur umfangið vaxið, þessari stefnu höfum við haldið. Eig- infjárstaða fyrirtækja okkar er mjög góð. Þetta er þó hart viðskiptaum- hverfi, fyrir nokkrum árum voru sjö eða átta fyrirtæki í þessum geira nú er aðeins fjögur eftir, hin komust í þrot. Við keyptum sýningarrétt á mörg- um myndum og sýndum þær í kvik- myndahúsum sem aðrir ráku. Þeirri stefnu höfum við fram haldið þótt við séum sjálfir með bíórekstur í Laug- arásbíói, margar myndir sem við höf- um keypt sýningarrétt á eru ekki sýndar þar, heldur aðeins í öðrum bíóhúsum.“ Kvikmyndahúsreksturinn býður upp á meiri möguleika En hvers vegna hófu þeir bíórekst- ur? „Það gefur meiri möguleika. Þegar maður hefur sjálfur yfir kvikmynda- húsi að ráða er hægt að sýna þær myndir sem maður vill. Ef við trúum t.d. á mynd sem aðrir vilja ekki sýna getum við sett hana í bíó hjá okkur. Við kaupum einnig myndir inn fyr- ir sjónvarp, við öflum sýningarréttar á a.m.k. 100 til 130 myndum á ári.“ Þeir félagar eru sammála um að allgóður rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi hér á landi hvað kvikmyndahús áhrærir. „Við höfum í það minnsta alltaf ver- ið réttu megin við núllið,“ segja þeir. „Við höfum þrefaldað aðsóknina að Laugarásbíói, hún var 58 þúsund gestir 1993 en er nú um 180 þúsund gestir,“ segir Gunnar. „Við byrjuðum á að setja nýtt hljóðkerfi, vegna hljóðkerfisins hefur Laugarásbíó verið vinsælt hjá ung- lingum. Einnig keyptum við nýjar sýningarvélar. – En myndirnar skipta auðvitað höfuðmáli. Við kaupum flestallar myndir fyr- irfram, vitum hver er leikstjóri, get- um lesið handritið og vitum hverjir eru aðalleikarar – en við vitum ekkert hvernig hver og ein mynd kemur til með að heppnast, – það er bara um að gera að veðja á réttu fyrirtækin,“ segja þeir Magnús og Snorri. Allir eru þeir sammála um að þetta séu áhættusöm viðskipti. Blaðamaður spyr um evrópskar myndir. „Það er venjulega fyrirfram tap á þeim, ein af hverjum tíu skilar ágóða,“ segir Snorri. Þeir segjast þó áhugamenn um að kynna nýjar evr- ópskar myndir eftir föngum. Myndform er með 20% markaðs- hlutdeild í dreifingu mynda, en áhorf sveiflast mjög til frá ári til árs. „Næsta ár lítur vel út, þá koma framhaldsmyndir Mask 2 og Zorro 2 og tvær Spielbergmyndir, The War of the Worlds og fleiri stórmyndir. The War of the Worlds er önnur Spiel- bergmyndin okkar, með Tom Cruise í Farsæll rekstur í t Myndform heitir fyrirtæki sem lengi hefur séð Íslend- ingum fyrir margvíslegri afþreyingu. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við bræðurna Gunnar og Magnús Gunnarssyni og Snorra Hallgrímsson sem eiga saman fyrirtækin Myndform, rekstur Laug- arásbíós og Heimamynd. Snorri Hallgrímsson, Salma Hayek og Magnús Gunnarsson. Sean Connery og Gunnar Gunnarsson. Morgunblaðið/Golli Hin nýju og þægilegu sæti í endurnýjuðum A-sal Laugarásbíós. Magnús Gunnarsson, Andy Garcia, Kurt Wellejus og Edward Burnes. Skólavörðustíg 8 - 101 Reykjavík Sími 551 8600 - Fax 551 9680 www.halligullsmidur.is Flöskustatíf margar gerðir Starfsstéttir Íþróttir Járnstytturnar vinsælu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.