Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 27
Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Fullar búðir
af glæsilegri vöru
Opið í dag frá kl.11-18
Vorum að taka upp mikið úrval
af pilsum og blússum
Munið gjafakortin
Persónuleg þjónusta og rólegt umhverfi
Glæsilegur
hátíðarfatnaður
Vönduð díóðuvasaljós með
langa rafhlöðuendingu. Góður
ljósstyrkur. Fást hjá Afreks-
vörum, Símabæ, Vesturröst.
Vasaljós
aðalhlutverki og án efa stærsta mynd
næsta árs. Hin Spielbergmyndin,
Memoirs of a Geisha, hefur verið í bí-
gerð hjá Spielberg í tíu ár og því
margir nú þegar farnir að bíða henn-
ar með óþreyju,“ segir Snorri.
En hvaða myndir skyldu ganga
best?
„Grínmyndir, – Dumb and Dumber
var t.d. vinsælasta mynd ársins hjá
okkur á sínum tíma, en við vorum eina
landið í heimi þar sem sú niðurstaða
fékkst. Íslendingar hafa sérstöðu að
þessu leyti, sumar myndir sem hafa
ekki gengið erlendis gera það gott
hér. Í öðru sæti hér eru hasarmyndir
og svo góðar, rómantískar myndir.
Ísland er miklu líkara Bandaríkj-
unum en Evrópu í myndasmekk.
Myndir sem ganga vestra ganga yf-
irleitt vel hér,“ segja þeir.
Lord of the Rings I borgaði
strax allan kostnað áhættunnar
Hvaða mynd skyldi hafa gengið
best frá upphafi þeirra samstarfs?
„Lord of the Rings,“ segja þeir ein-
um rómi.
„Þegar sú mynd var gerð var það
altalað í bransanum að annaðhvort
yrði þetta algjört „hit“ eða algjört
„flopp“, kostnaðurinn var svo mikill.
Við tókum þátt í kostnaði við gerð
myndarinnar og vissum auðvitað ekki
hvernig til myndi takast. Stórar ep-
ískar myndir eins og Lord of the
Rings verða að vera mjög góðar ef
ekki á að verða tap á þeim.“
Hve langt leið þangað til myndirn-
ar um Hringadróttinssögu fóru að
skila arði?
„Sú fyrsta skilaði okkur öllu sem
við höfðum lagt í gerð myndanna
allra. Við gerðum mjög góðan pró-
sentusamning þannig að hagnaðurinn
var töluverður. Þessi mynd er fram-
leidd á hinum svokallaða „óháða
markaði“, þar sem kvikmyndaverin
koma ekki að gerð myndanna heldur
er lagt upp úr að dreifa kostnaði og fá
sem flesta til að leggja fram fé, þetta
er aðferð sem stóru kvikmyndaverin
nota síður – evrópskar kvikmyndir
eru hins vegar gjarnan fjármagnaðar
með styrkjum og svo bankalánum.“
Lítur oft betur út á pappírnum
Áhættan er þá mikil þegar lagt er
út fé fyrirfram?
„Já, þetta lítur alltaf mjög vel út á
pappírnum en útkoman er oft ekki
samræmi við það, aðeins um 20–30%
myndanna skila ágóða. Ef mynd er lé-
leg er lítið hægt að gera, það er sama
hvað leikstjóri eða leikarar eru fræg-
ir, sé myndin misheppnuð þá duga
hvorki auglýsingar né annað – mynd-
in gengur bara ekki. En sé myndin
þokkaleg geta frægir leikarar dregið
að.“
Þeir félagar upplýsa að nú séu
frægustu leikararnir farnir að gera
samninga sem kveða á um sölupró-
sentur.
„Það eru þó ekki nema fáir sem
komast upp með þetta, kvikmynda-
félögum er ekki vel við slíka samn-
inga,“ segir Gunnar.
En skyldu dagar hinna stóru
stjarna vera liðnir?
„Nei, Tom Cruise og Brad Pitt eru
t.d. gulltryggðir og Julia Róberts og
Cameron Diaz gera það yfirleitt gott
hvað aðsókn snertir,“ segja þeir.
Lykillinn að öllu þessu er kvik-
myndahátíðirnar. „Kvikmyndahátíðir
í Cannes, Mílanó og American Film
Market hafa verið þær stærstu en nú
er Berlín að koma sterk inn,“ segja
þeir.
Mismunandi er hversu mikið þeir
kaupa á hverri hátíð.
„Það fer eftir því hvernig fyrirtæk-
in eru stödd með efni hverju sinni,
það þarf að ákveða hvaða fyrirtæki á
að heimsækja á hverri hátíð en oftast
er búið að kaupa sýningarréttinn
löngu fyrr en myndirnar eru sýndar á
kvikmyndahátíðum. Það er sjaldgæft
að keypt sé mynd sem búið er að
framleiða,“ segir Gunnar.
Íslendingar fara oftast í bíó
Í máli þeirra Myndformsmanna
kemur fram að Íslendingar fara oft-
ast í bíó af öllum þjóðum heims og
myndbandanotkun er líka mjög mikil
hér. DVD-myndir sækja mjög á í
leigu og eru nær einráðar á markaði
seldra mynda fyrir fullorðna en
barnamyndir á myndböndum eru enn
mikið keyptar og leigðar.
„Fólk er tilbúið til að eiga DVD-
myndir fremur en myndböndin, sem
meira fer fyrir. Um þessar mundir er
verið að færa gömlu og sígildu mynd-
irnar yfir á DVD og endurútgefa þær,
þar er kominn nýr markaður.“
Myndform er langstærsta og um-
fangsmesta fyrirtæki þeirra Snorra,
Magnúsar og Gunnars og sú eining
sem tengir öll fyrirtæki þeirra saman.
Velta Myndforms hefur fjórfaldast
frá árinu 1997. Samtals eru vöru- og
þjónustuliðir Myndforms fimmtán
talsins og umsvif hafa farið vaxandi
vegna erlendra samninga.
uttugu ár
Morgunblaðið/Árni Torfason
Félagarnir hjá Myndformi. Frá vinstri Snorri, Gunnar og Magnús ásamt Guð-
mundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannadagsráðs.
gudrung@mbl.is