Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 35 þess, að þau standi undir fjárfestingunni. Það er spennandi að fylgjast með þeim milljarða um- svifum, sem um er að ræða, þegar fyrirtæki eru keypt og yfirtekin, en daglegt puð við daglegan rekstur er kannski ekki eins spennandi. Það er áreiðanlega skynsamleg stefna hjá Baugs- fyrirtækjunum að halda þarlendum stjórnend- um í lykilstöðum alla vega meðan þau eru að ná tökum á stjórn þeirra. Hér á Íslandi velta margir því fyrir sér hvað- an peningarnir koma til þessara miklu fjárfest- inga. Í því sambandi er líklegt að hinir svo- nefndu fjárfestingarbankar komi mjög við sögu. Þar eru á ferð bankar, sem taka að sér að fjár- magna yfirtöku af þessari tegund og veðja gjarnan á ákveðna einstaklinga, sem þeir öðlast trú á. Bankarnir sjálfir taka háar þóknanir fyrir sinn hlut í viðskiptum sem þessum. Fjárfesting- arbankar í Bretlandi og annars staðar í Evrópu hafa augljóslega trú á íslenzku kaupsýslumönn- unum. Fjárfestingarbankar liggja undir gagnrýni fyrir sín vinnubrögð bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Er þar skemmst að minnast ævisögu eins fyrrverandi forstjóra IBM í Bandaríkjun- um, sem sá rautt, þegar fulltrúar fjárfesting- arbanka höfðu samband við hann með hug- myndir um kaup eða sölu á fyrirtækjum. Og höfðu það eitt í huga, að hagnast sjálfir sem mest en létu sig litlu skipta áhrif viðskiptanna á fyrirtækin og starfsmenn þeirra. Sjálfsagt eru tvær hliðar á þessu máli eins og mörgum öðrum en tæpast fer á milli mála, að starfsemi fjárfest- ingarbankanna er eitt af því, sem gerir landnám íslenzks viðskiptalífs í Bretlandi framkvæman- legt. Það er ástæða til að óska því unga fólki, sem við sögu kemur, til hamingju með þann mikla árangur, sem náðst hefur í Bretlandi og raunar víðar. Áhrifin á við- skiptalífið hér Landnám íslenzku kaupsýslumannanna, hvort sem er í Bret- landi, á Norðurlönd- um, í austurhluta Evrópu eða annars staðar er líklegt til að hafa jákvæð áhrif hér heima fyrir á ýmsan veg. Morgunblaðið hefur verið gagnrýnið á viðskiptaumsvif sumra þessara fyrirtækja hér m.a. á þeirri forsendu, að þau hafi ekki kunnað sér hóf og haft of ríka tilhneigingu til að kaupa allt, sem fyrir verður. Augljóst er að velgengni annars staðar er lík- leg til að draga úr þrýstingi á aukin umsvif hér heima fyrir. Mörgum hefur þótt nóg um umsvif bæði Baugs og annarra fyrirtækja á Íslandi og í undirbúningi er löggjöf til þess að setja þessum fyrirtækjum einhverjar skorður, svo að þau kaupi ekki upp Ísland allt. Til eru þeir sem segja: hvaða vitleysa er þetta. Menn kaupa og menn selja og hvað svo? Þetta eru bara við- skipti. Viljum við ekki frelsi til viðskipta? Við viljum viðskiptafrelsi en það má ekki breytast í andhverfu sína – einokun. Hér eru líka á ferð sjónarmið, sem snúast um það í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. Við viljum ekki búa í þjóðfélagi, þar sem einn eða tveir viðskiptahóp- ar eiga allt. Og viðskiptalífið getur ekki litið svo á, að það lifi einhverju sjálfstæðu lífi utan þjóð- félagsins. Það er hluti af því. Aukin velgengni í útlöndum er líkleg til að draga úr þörf manna fyrir að eignast allt á Ís- landi og er þess vegna af hinu góða. Hún eykur líkurnar á því að takast megi að skapa hér hæfi- legt jafnvægi á milli viðskiptahópa og draga úr þeirri pólitísku togstreitu, sem leitt hefur af stimpingum í viðskiptalífinu. Nú þegar eru t.d. vísbendingar um að meiri pólitísk samstaða geti tekizt um nýja fjölmiðlalöggjöf en nokkurn hefði órað fyrir, þegar upp var staðið frá þeim deilum á miðju sumri. Og ekki ólíklegt að hið sama geti gerzt í sambandi við hina almennu löggjöf, sem hefur verið í undirbúningi. En jafnframt er ástæða til að hvetja til þess, að ekki verði gengið of hratt um gleðinnar dyr. Úti í hinum stóra heimi hafa orðið til miklar við- skiptasamsteypur á skömmum tíma, sem hafa horfið á jafn skömmum tíma. Stundum vegna óviðráðanlegra atvika, sem enginn gat séð fyrir, hvort sem um hefur verið að ræða óvæntar sviptingar á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum, vaxtahækkanir eða hremmingar af öðrum ástæðum svo sem vegna mikilla hækkana á olíu- verði, sem getur haft afdrifarík áhrif á efna- hagslíf Vesturlanda. Þá væru það mikil mistök ef velgengni í öðr- um löndum yrði til þess, að menn gengju harðar til verks á heimavígstöðvum. Einu gildir hvort horft er til uppgangs í ís- lenzku efnahagslífi eða til landnáms íslenzks við- skiptalífs í öðrum löndum – alls staðar blasir við bjartsýni og velgengni. Það er fagnaðarefni svo lengi, sem haft er í huga, að það skiptast alltaf á skin og skúrir. Á síðustu fjórum áratugum hafa tvær alvarlegar kreppur skollið yfir íslenzkt at- vinnulíf og margar smærri. Þær eiga eftir að koma aftur. En þær eru ekki í augsýn á þessari stundu. Morgunblaðið/SverrirFrá Reykjavíkurtjörn. Raunar fór ekki á milli mála, að sum- um Dönum mislík- aði, þegar íslenzk fyrirtæki keyptu Magasin du Nord á dögunum. Kannski má segja, að með þeim viðskiptum hafi verið hefnt fyr- ir gerðir Herlufs Daa í skáldsögu Ragnars Arnalds! Laugardagur 18. desember REYKJAVÍKURBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.