Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
úrval gólflampa á
frábæru verði
Margar gerðir.
Verð frá:
nú opið til kl:
22.00
á laugardaglau.: 11 - 22 / sun.:
13
- 1
8
lampi á mynd
verð: 9.980,-
M
enningarborgina Leipzig í austur-
hluta Þýskalands, við mót ánna
Elster, Parhte og Pleisse, þarf
naumast að kynna Íslendingum,
í öllu falli ekki eldri kynslóðum.
Þar hafa verið haldnar heimsins
stærstu vörusýningar og fyrir
seinni heimsstyrjöldina var borgin nafntoguð fyrir
reisulegar byggingar; ráðhús byggt á árunum 1556–58,
kirkju kennda við heilagan Tómas, glæsilega járn-
brautarstöð, marga háskóla, heimsþekkta tónlistar-
akademíu og miðstöð
bókaiðnaðar. Borgin
varð mjög illa úti í loft-
árásunum, markmið
óvinarins var að rústa
sem mest af borgaperl-
um Þýskalands, sam-
anber Dresden, líkt og
þær og germönsk menn-
ing kæmu hildarleiknum
eitthvað við. En þar
voru íbúarnir alls ekki á
sömu nótum, því stór-
hug og eldmóði þeirra
náðu sprengjurnar ekki
að vinna á, Dresden-
búar hófu þannig strax
og færi gafst uppbygg-
ingu borgarinnar með
berum höndunum. Hinn
gamli mikilleiki borg-
arinnar fögru við Saxelfi
er sem óðast að skýrast
og endurreisnin, hvar
yfirhöfuð mögulegt er
að koma henni við,
stendur enn yfir, sömu-
leiðis berast miklar og
óvæntar fréttir frá Leip-
zig.
Á meira en 40 ára
valdatíma kommúnista
risu hvorki hof né hörg-
ar guði og listum til
dýrðar upp í austurhlut-
anum, þess fleiri minnismerki þeim sjálfum til lofs og
upphafningar. Að vísu ein undantekning, hin kassalaga
listhöll við Svanatjörn í Rostock
sem sumir vildu nefna „Kunst-
bunker“, þ.e. byrgi yfir mynd-
list. Íbúarnir einnig meðvitaðir
um, að þótt múrinn hafi fallið
1989 og landshlutarnir samein-
ast létu framfarir á sér standa,
voru í öllu falli engan veginn í samræmi við væntingar.
Risavaxið verkefni að koma hlutunum í líkt horf og í
vesturhlutanum, efnahagurinn enn í dag stórum bág-
bornari. En sem fyrri daginn vita Þjóðverjar sem bet-
ur fer hvernig fara skal að þegar rétta skal úr kútnum
eins og allur vesturhlutinn er til vitnis um og saga
Þýskalands í það heila, skapandi atriði grunnstoðir
framfara.
Þetta er sett á blað vegna þess að meira en 50síður desemberheftis listtímaritsins art DasKunstmagazin eru helgaðar Leipzig, nývígðulistasafni ásamt myndlistarbyltingu þar í
borg, slíkt næsta óvenjulegt á þeim bæ þannig að til-
efnið hefur þótt nokkurt. Forsíðuna prýðir litmynd af
hinni reisulegu teningslaga byggingu, sem er 36 metra
há, einföld hið ytra en mjög fjölþætt hið innra, hinir
stóru gluggar þekja 10.000 fermetra af veggjum (og
þaki) og veita þar sem við á náttúrubirtu inn í húsið.
Ungt teymi þriggja arkitekta bar sigurorð af 532
keppinautum í samkeppni um bygginguna árið 1997, en
einkafjármögnun lét á sér standa. Bygging safnsins
þýðir að endi er bundinn á 60 ára veru myndlistar-
eignar borgarinnar í bráðabirgðahúsnæði, um leið er
sex alda sýnishorn á þróun myndlistar komið undir eitt
þak. Þarnæst er vikið að sjálfri safneigninni frá upp-
hafi til samtímans í myndum prýddum greinum, hvorki
skortur á lykilverkum eldri meistara né framsækinna
samtímalistamanna. Þá er fyrirsögn einnar grein-
arinnar; „Die Stadt der Leinwandhelden“ (Borg lér-
eftshetjanna), þarnæst getur að lesa: Fyrir tíu árum
var málverkið í vonlausri stöðu í Leipzig (sem annars
staðar), en nú hefur hátæknimiðlunum verið þrengt til
hliðar og ný kynslóð saxnezkra málara vinnur listsigra
um víðan völl undir heitinu Nýi Leipzig-skólinn. Faðir
listasprengjunnar ótvírætt hinn 64 ára Arne Rink,
starfandi prófessor við málunardeild Listháskólans,
sem kenndur er við grafík og bókagerðarlist, jafnframt
skólastjóri til margra ára. Einn nemandinn, Neo Rauch
(f. 1960), var ráðinn aðstoðarmaður hans, og frá Rink-
klassanum koma flestir þeirra sem eiga þátt í umbylt-
ingunni. Rauch þessi sem ég hef áður vakið athygli á
vakti gríðarlega athygli fyrir nokkrum árum, rifist var
um málverk hans, sem tóku um leið að seljast fyrir há-
ar summur á listamarkaðnum. Er fram leið tóku augu
manna að beinast meir og meir að því sem var að ger-
ast í Leipzig og alþjóðlegur frami Rauch ruddi nýrri
kynslóð hlutrænna málara braut. Það merkilega við
þetta ferli er að það var ekki skipulagt, öllu frekar á
dagskrá að gera Leipzig að háborg nýmiðla.
Eins og áður hermir blés ekki blíðlega um málverkið
og haft er eftir Arne Rink, að litið hafi verið á þá sem
voru í málunardeild sem undanvillinga, og á tímabili
sveif sú hugmynd eins og sverð Damóklesar yfir höfði
manna að starfsemin skyldi öll eða að hluta yfirtekin af
listakademíunni í Dresden.
Grunnurinn að uppganginum var lagður 1992 er
Arno Rink ákvað að losa um klemmuna og stofna til
hreyfingar kringum nýja miðla, jafnvel þótt bógur eins
og málarinn Markus Lüpertz réði honum eindregið frá
því. En Rink hafði þá þegar þegar markað sér skýra
stefnu og hafði að kjörorði: Ég vil færa skólann nær
Evrópu, við viljum ekki vera einhver eyða á listamark-
aðnum heldur mótandi afl. Ári seinna réð hann Neo
Rauch aðstoðarmann til sex ára og smám saman fóru
hjólin að snúast; fjarvíddinni jafnt sem óhlutlæga mál-
verkinu, abstraktinu, var ekki lengur hafnað og menn
hagnýttu sér yfirborð popplistarinnar ásamt hug-
myndafræðilegri list, konseptinu, einnegin erfðavenj-
unni í hlutlægri list og ýmsu því sem kennt hafði verið
í listakademíu Alþýðulýðveldisins. Um drjúgar hrær-
ingar og uppstokkanir að ræða eftir að stjörnumálarar
eins og Bernhard Heizig og Werner Tübke voru ekki
lengur leiðandi afl. Ungir fundu hjá sér vaxandi þörf til
að vinna upp það sem tapast hafði í einangruninni og
standa jafnfætis framsæknum listamönnum í vestrinu, í
upphafi var um að ræða 14–15 listspírur sem mynduðu
fyrstu samþýsku listamannakynslóðina.
Svo komið er það líkast gæðastimpli að vera frá
Leipzig, sagan hermir að á síðustu kaupstefnu í Basel
hafi amerískir listkaupendur með áhersluþunga spurt
hvort þessi og hinn málarinn væri þaðan. Safnarar og
listhúsaeigendur leituðu einnig uppi verk þeirra í sýn-
ingarsölum Basel, „þeir sem safna málverkum vita að
mestu skiptir að hafa hér hraðann á“ er haft eftir
Jochen Hempel frá hinu virta listhúsi Galerie Dogen-
haus, en hann hefur frá upphafi verið með á nótunum.
Á síðustu tveimur árum hafa málverk af stærri gerð-
inni rokið úr 4.000 upp í 30.000 evrur og ameríska list-
tímaritið art & auction hefur kjörið Leipzig nýjasta
„hot spot“ markaðarins, eftir New York, London og
Berlín. Og vel að merkja eru þetta málverk í sígildum
skilningi, þ.e. olía/akrýl á léreft og aðra tilfallandi
grunni, en ekkert sem póstmódernistar og niðurrifs-
menn hafa skyndilega uppgötvað að geti allt eins fallið
undir hugtakið.
Þannig gengur þróunin fyrir sig úti í heimi og lengi
má spyrja hvort við séum alveg með á nótunum, vísa
til og minni á að á næstu listahátíð virðist eiga að
ganga fullkomlega framhjá nýviðhorfum í málverkinu,
eins og það hefur verið að þróast vestan hafs og aust-
an. Hins vegar lyfta upp viðhorfum sem hafa verið í
framlínunni síðustu þrjá áratugi en er svo komið til-
heyra núliðinni tíð, og margur virðast hafa fengið sig
fullmettan af. Kastljósið beinist þó sem aldrei fyrr að
Dieter Roth, list hans, erill og ferill í brennidepli, og
meira en sjálfsagt að sýna listamanninum sóma, en
spursmál hvort það þurfi endilega að gerast á Listahá-
tíð í Reykjavík. Efast um að um leið og viðkomandi
snúast í öllu mögulegu öðru takist þeim að koma upp
yfirlitssýningu sem muni búa yfir þeirri fjölbreytni og
slagkrafti sem einkenndi þá á MoMA, Queens, í New
York, á vormánuðum. Trúlega hefði verið skyn-
samlegra að sameina alla krafta í einn mikinn Dieter
Roth-viðburð …
Veigurinn hér að vekja athygli á fleiri hliðum áteningi heimslistarinnar en helst er haldiðfram í landinu grábláa um þessar mundir, ogá ekki svo lítið sameiginlegt með einsýni
strangflatatímabilsins.
Með sanni ýmsar vænar fréttir sem berast nú frá
umheiminum, reisulega safnbyggingin í Leipzig tví-
mælalaust ein þeirra, kannski fyrsta og eina súpermód-
erne safnið sem upp rís í austurhlutanum. Önnur
breidd og víðsýni í listum dagsins, loks fyrirbærið sem
Þýðverjar nefna málverkasprengjuna; „Der Boom der
Malerei“.
Uppgangur í Leipzig
Nýja listasafnið í Leipzig sem var opnað 5. desember mun líkast til ekki aðeins fyrir-
boði mikilla hvarfa í austurhlutanum, heldur um leið staðfesting þeirra.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is