Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 39
SAMKVÆMT útreikningum fjár-
málaráðuneytisins rennur helmingur
af skattalækkuninni á næsta ári til
25% hæstu skattgreiðenda. Útreikn-
ingar ráðuneytisins sýna jafnframt
að 200 tekjuhæstu einstaklingarnir
samkvæmt skattframtölum fá í sinn
hlut, bara af tekjuskattslækkuninni
einni saman, hver og einn að með-
altali um 2,3 milljónir á ári þegar hún
er að fullu komin til framkvæmda.
Það samsvarar tveggja ára árs-
launum lágtekjufólks.
Tuttugufaldur munur á lækkun
hálauna- og meðallaunafólks
Fróðlegt er líka að bera saman hvað
fólk með lágar og meðaltekjur fær í
tekjuskattslækkun á sama tíma og
forstjórarnir með ofurtekjurnar og
kaupaukana, fá á hverjum mánuði í
skattalækkun frá ríkisstjórninni á
árinu 2007 um 187 þúsund krónur.
Lágtekjufólkið með 125 þúsund
krónur á mánuði fær 7.200 kr. þegar
tekjuskattslækkunin er að fullu
komin til framkvæmda eftir 3 ár og
fólk með 300 þúsund fær rúmar 14
þúsund krónur á mánuði á móti 187
þúsund króna skattalækkun sem há-
tekjumaðurinn fær á mánuði. Þeir
tekjuhæstu í þjóðfélaginu hirða til
sín í tekjuskattslækkun nærri tutt-
ugu sinnum meira en sá sem er með
200 þúsund á mánuði. Þannig taka
þeir sem mest hafa fyrir eða tekju-
hærri helmingur skattgreiðenda um
83% af þeim 23 milljörðum sem er til
skiptanna en tekjulægri helming-
urinn fær tæpa 4 milljarða kr. eða
um 17% af þeim fjár-
munum sem fara til að
lækka tekjuskatt lands-
manna.
Tekjuminni helm-
ingur þjóðarinnar
ber byrðarnar
Ríkisstjórnin hefur tek-
ið um 16 milljörðum
meira til sín árið 2003
en ella hefði verið ef
skattleysismörk hefðu
fylgt neysluvísitölu. sl.
rúman áratug. Þessa
tugi milljarða hefur rík-
isvaldið nýtt á umliðnum árum til að
lækka skatta af fyrirtækjum og fjár-
magnseigendum. Í skattagögnum
fyrir þetta ár kemur í ljós að 1% rík-
ustu Íslendingarnir eða um 500
manns eru með 88% af tekjum sínum
sem fjármagnstekjur eða 54 millj-
ónir króna á þessu ári og 7 milljónir
kr. í launatekjur hver einstaklingur
að meðaltali. Þessir einstaklingar
greiða að meðaltali um 12% af
tekjum sínum í skatta meðan fólk
með meðaltekjur greiðir 25–27% í
skatta. Samfylkingin sýndi fram á
það á Alþingi að það vantar allt að
650 milljónir á næsta ári til að per-
sónuafslátturinn geti haldið í við
áætlaða verðlagsþróun.
Helmingur eignaskattslækk-
unar til tekjuhæsta hópsins
Eignarskattar hafa allt of mikið
íþyngt fólki sem er með lágar tekjur
sér til framfærslu en á aftur á móti
eignir sem það borgar verulegan
eignarskatt af. Í þeim hópi eru ekki
síst aldraðir. Stjórnarandstaðan hef-
ur á Alþingi hrakið allar
fullyrðingar ríkisstjórn-
arinnar um að það sé
helst lágtekjufólkið og
fólk með meðaltekjur
sem hafi ávinning af
eignarskattslækkun
eða niðurfellingu henn-
ar. Staðreyndin er sú að
um helmingur allrar
eignarskattslækkunar-
innar við niðurfellingu
eignarskattsins fór til
þess 25% framteljenda
sem hæstar tekjur
höfðu hvort sem litið er
til einhleypra eða hjóna. Auk þess
fór vel þriðjungur af tekjutapi rík-
issjóðs vegna eignarskattslækkunar-
innar í að fella niður eignarskatta á
fyrirtæki eða tæpar 1.100 milljónir
króna. Stjórnarandstaðan lagði til að
fríeignarmarkið í eignarskatti yrði
þrefaldað og ekki yrði aflagður eign-
arskattur á lögaðila. Með því móti
hefði verið hægt að afnema eignar-
skatt að fullu á meðaleignir ein-
staklinga og stærri eignir hjóna.
Einungis hefði staðið eftir eignar-
skattur á allra stærstu eignirnar.
Jafnframt hefði þessi leið okkar í
Samfylkingunni skapað svigrúm til
að greiða barnabætur með öllum
börnum til 18 ára aldurs. Því lofuðu
framsóknarmenn á árinu 1999, en
hafa svikið.
Barnabætur ekki í forgangi
– vaxtabætur skertar
Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylk-
ingarinnar um að greiða barnabætur
með öllum börnum að 18 ára aldri.
Þeir vildu heldur ekki setja hækkun
barnabóta í forganga og að þær komi
til framkvæmda á næsta ári. Rík-
isstjórnin er einungis að skila til
baka um fjórðung af þeim 10 millj-
örðum sem hún hefur hlunnfarið
barnafólk um í barnabótum frá árinu
1995 eða 2,4 milljörðum og það ekki
fyrr en á árinu 2007. Auk þess ráðast
þeir af fullri hörku á skuldug heimili
og skerða vaxtabætur um 600 millj-
ónir á þessu ári og 300 milljónir á því
næsta, sem setur úr skorðum allar
greiðsluáætlanir um 50–60 þúsund
heimila í landinu.
Skattalækkanir
Samfylkingarinnar
Tillögur Samfylkingarinnar í skatta-
málum byggjast á jöfnuði og réttlæti
og að svigrúmið sem nú er til skatta-
lækkana verði nýtt til að brúa bilið
milli hátekjuhópanna og þeirra sem
minna hafa, en ekki auka það eins og
stjórnarflokkarnir gera. Þar skilur á
milli stefnu jafnaðarmanna og
stjórnarflokkanna í skattamálum.
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifar um skattalækkanir
’200 tekjuhæstu ein-staklingarnir fá árlega í
sinn hlut 2,3 milljónir í
tekjuskattslækkun þeg-
ar hún er að fullu komin
til framkvæmda. Það
samsvarar tveggja ára
árslaunum lágtekju-
fólks.‘
Jóhanna
Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður og
á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd
á Alþingi.
83% tekjuskattslækkunar
til þeirra efnameiri
Ármúla 15 • Sími 515 0500 • Fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla
og þökkum góðar móttökur á árinu
Við val ráðgjafa á sölu fasteignar þinnar er mikilvægt að velja fólk sem hefur
reynslu og þekkingu á viðskiptum. Hátt þjónustustig og þekking á markaðsmálum
er forsenda þess að fasteignaviðskipti þín séu í góðum höndum. Ánægðir
viðskiptavinir er ástæðan fyrir því að við höfum náð góðum árangri í fasteignasölu.
Björgvin Ibsen
Edda Snorradóttir
Erna Valsdótttir
Guðmundur Valtýsson
Páll Höskuldsson
Sandra Guðmundsdóttir
Sigríður Birgisdóttir
Sigríður Sigmundsdóttir
Sveinn Skúlason
Þorbjörn Pálsson
Soffía
Theodórsdóttir
löggiltur fasteignasali
Breiðumörk 19, Hveragerði, www.byr.is
sími 568 9800
TÆKIFÆRI
1800 m² iðnaðarhúsnæði á
fallegum stað í bænum. Stór lóð í
fallegu umhverfi undir Hamrinum.
Húsið skiptist í 800 m² sal með 5-
6 metra lofthæð, 572 m² sal, 264
m² vörugeymslu með góðu milli-
lofti og 132 m² skrifstofu- og
starfsmannarými. Lóðin er 6.634
m² að stærð. Verð 35.000.000.
HVERAGERÐI