Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 44

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 44
44 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmunda Ingv-arsdóttir fæddist á Skipum í Stokks- eyrarhreppi 30. maí 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Hann- esson, bóndi á Skipum, f. 10. febr- úar 1878, d. 16. maí 1962, og kona hans Guðfinna Guðmunds- dóttir, f. 22. ágúst 1887, d. 9. ágúst 1974. Alsystkini Guðmundu eru: Vilborg, f. 1918, Guðmundur, f. 1920, lést í æsku, Hannes, f. 1922, Sigtryggur, f. 1923, Sigríður, f. 1928, Pétur, f. 1930, og Ásdís, f. 1933. Með fyrri konu sinni, Vil- borgu Jónsdóttur, sem lést 1916, átti Ingvar þau: Sigurbjörgu, f. 1910, Margréti, f. 1911, d. 2003, Jón, f. 1912, Gísla, f. 1913, d. 1941, og Bjarna, f. 1915, d. 1999, sem var ættleiddur af Konráði Kon- ráðssyni lækni og Sigríði Jóns- dóttur. Á gamlársdag 1949 giftist Guð- munda Gunnari húsasmíðameistara, f. 11. október 1921, d. 2. apríl 1963. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Sig- valdason kaupmað- ur á Vopnafirði, f. 12. janúar 1884, d. 24. desember 1954, og Margrét Soffía Grímsdóttir, f. 5. sept. 1883, d. 20. júlí 1943. Systir Gunnars er Hólmfríður, sem býr í Reykjavík. Börn Guðmundu og Gunnars eru: 1) Margrét, f. 9. júní 1952. 2) Tryggvi, f. 27. febr- úar 1956, sambýliskona hans er Auður Ágústsdóttir, f. 29. sept. 1951. Börn: Hjalti Gunnar, f. 1986, og Ágúst Þorri, f. 1989. 3) Þor- finnur, f. 24. maí 1961. Guðmunda starfaði lengi í mötuneyti Vélsmiðjunnar Héðins, um tíma á saumastofu SS og síðast á saumastofu Landakotsspítala. Útför Guðmundu var gerð frá Fossvogskirkju 17. desember. Í æsku sinni vann Guðmunda að búi foreldra sinna að Skipum og stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni veturinn 1944– 45. Nokkru síðar kynntist hún mannsefni sínu, Gunnari Gunn- laugssyni húsasmíðameistara. Voru þau gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju í Reykjavík og stofnuðu heimili í Nökkvavogi 50. Árið 1954 fluttust þau Gunnar og Guðmunda í eigin íbúð á Flóka- götu 56. Þau voru samhent og glæsileg hjón sem lífið virtist brosa við. En snemma árs 1963 dró ský fyrir sólu er Gunnar greindist með heilaæxli. Var hann sendur til uppskurðar á þekktu sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn en þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Þá var Guðmunda snögglega orðin ekkja með þrjú ung börn, það yngsta á öðru ári. En hún var tápmikil og lét ekki bugast og bún- aðist síðan ótrúlega vel. Árið eftir seldi hún íbúðina á Flókagötu og keypti fallega íbúð í Vesturbænum á Kaplaskjólsvegi 41. Þar bjó hún upp frá því og átti fallegt heimili. Síðari árin var Guðmunda ekki heilsuhraust en naut þess að fara reglulega í sund. En 23. febrúar 2003 veiktist hún af heilablóðfalli. Eftir nokkra legu á Borgarspít- alanum var hún um tíma á Grens- ásdeild en dvaldist síðast á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni og naut þar frábærrar hjúkrunar. Guðmunda var glæsileg kona, fíngerð og bar sig vel og aldrei hrutu henni styggðaryrði af vörum. Áttum við Ásdís, yngsta systir hennar, og Ingvar sonur okkar þar gott athvarf í Reykjavíkurferðum okkar. Þegar leiðir skiljast nú um sinn minnumst við margra ánægjulegra stunda með henni og skemmtilegs félaga í ótal ferðum sem við fórum saman, bæði innanlands og utan. Við sendum börnum hennar og fjölskyldu samúðarkveðjur. Guðmundur Kristinsson. GUÐMUNDA INGVARSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn 11 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Gullsmára 10, Kópavogi, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi Landakoti laugardaginn 4. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild L1 á Landakoti og Fríðu- húsi fyrir hlýhug og góða umönnun. Hafdís Guðbergsdóttir, Þórhallur Magnússon, Stefanía Guðbergsdóttir, Óli Björn Torfason, Sigríður Guðbergsdóttir, Símon Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar og móður okkar, MARELLU GEIRDAL SVERRISDÓTTUR, Sjávargötu 25, Álftanesi. Megi guð gefa ykkur gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Ari E. Jónsson, Sverrir Örn Ólafsson, Steinar Arason Ólafsson, Unnar Geirdal Valsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fv. lögregluþjónn, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Bergþórugötu 57, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 13. Bjarni Ólafsson, Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, María Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HANNA MARTINA SIGURGEIRSSON, Hjallaseli 55, áður Drápuhlíð 34, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 15. desember sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 22. desember kl. 13.00. Erla Gunnarsdóttir, Hildur Rögnvaldsdóttir, Þrándur Rögnvaldsson, Friðgeir Gunnarsson, Helga Stefánsdóttir, Stefán Friðgeirsson, Gunnar Friðgeirsson, Steinar Jens Friðgeirsson, Hanna Martina Friðgeirsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN INGIBERGSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 13.00. Ásdís Óskarsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Baldur Óskarsson, Anna Kristrún Jónsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir, Grímur Björnsson, Katrín Baldursdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Gísli Þorvaldsson, Guðbjörg Eva Baldursdóttir og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.