Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 45

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR ✝ Björg Þorsteins-dóttir fæddist á Þönglabakka í Fjörð- um í Suður-Þingeyj- arsýslu 23. ágúst 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Helgason frá Hlíð- skógum í Grýta- bakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, f. 12. október 1890, d. 2. nóvember 1922 og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Steindyrum í Grýtubakka- hreppi, f. 15. desember 1897, d. 18. nóvember 1976. Björg var elst þriggja systkina en þau eru Ólaf- ur, f. 6. nóvember 1917, d. 25. sept- ember 1983 og Guðlaug, f. 2. des- ember 1919, d. 1950. Eiginmaður Bjargar var Alexander, D. Jóns- son sölumaður, f. í Reykjavík 9. desember 1897, d. 4. nóvember 1958. Hann var sonur Jóns Samsonarsonar, f. 23. ágúst 1872, d. 10. desember 1899 og Ingibjargar Árna- dóttur, f. 9. júlí 1876, d. 7. júlí 1948. Björg og Alexander eign- uðust þrjú börn, þau eru a) Júlía, f. 1943, d. 1964, b) Sigurjóna, f. 1955, dætur henn- ar Júlía, f. 1978, Pat- ricia Lynn, f. 1979 og Leslie Ann, f. 1982 og c) Þorsteinn 1957, kvæntur Sigríði Ósk Lárusdóttur, f. 1957, börn þeirra eru Björg, f. 1981 og Sveinbjörn, f. 1986. Börn Alexand- ers af fyrra hjónabandi eru Sigríð- ur, f. 1919, Jón, f. 1921, Klara, f. 1922, d. 1967, Sigurjón, f. 1924, d. 1949, Ingibjörg, f. 1925, d. 1995, Ólafur, f. 1928, d. 1988, Alexander 1930 og Sólveig, f. 1934 Útför Bjargar var gerð frá Fossvogskapellu 17. desember og fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Hún amma mín fæddist í harðbýlli sveit á fyrri hluta síðustu aldar og tók þátt í því að byggja upp það velferð- arþjóðfélag sem við búum nú í. Víst er að lífið var ekki alltaf auðvelt hjá hennar kynslóð. Þegar hún var á sjötta ári missti hún föður sinn og um það leyti fluttist hún með móður sinni og tveimur yngri systkinum til Hríseyjar. Þar sleit hún barnsskónum og þar hófst lífsbaráttan fyrir alvöru. Amma byrj- aði ung að vinna og létta undir með móður sinni sem festi kaup á húsi fyr- ir sig og börnin sín þrjú. Snemma kom í ljós að amma var góðum gáfum gædd en aðstæður voru þannig að efni leyfðu ekki að hún héldi áfram námi eftir að barnaskóla lauk. En amma var vel menntuð þó formleg skólaganga væri ekki löng. Hún var hafsjór af fróðleik, enda var hún víð- lesin og kunni ógrynni ljóða sem hún var óþreytandi við að kenna mér. Einnig var amma vel hagmælt og hafði gaman af að kasta fram vísum. Hún var vel máli farin og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og eru mér minnisstæðar tölur sem hún flutti á hátíðarstundum í fjölskyldunni. Á unglingsárunum fór hún til Akureyrar í vist til frændfólks síns, þar sem hún dvaldi fram undir tví- tugt. Frá Akureyri lá leið ömmu til Reykjavíkur, þar kynntist hún mannsefni sínu Alexander D. Jóns- syni sölumanni. Með honum eignaðist hún þrjú börn, Júlíu f. 1943, Sigur- jónu, f. 1955 og Þorstein, f. 1957. Afi minn lést úr hjartasjúkdómi ár- ið 1958 og stóð amma þá eftir ekkja með þrjú börn. Kom þá í ljós dugn- aðurinn og seiglan sem alla tíð ein- kenndi ömmu. Í stað þess að láta bug- ast dreif hún sig út á vinnumarkaðinn og vann við fiskverkun hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og síðan hjá SÍF í rúma þrjá áratugi. Oft var vinnudag- urinn langur og ég er viss um að amma var oft þreytt en ekkert var of gott og engin fórn of stór fyrir börnin hennar. Hún lagði áherslu á að þau öfluðu sér menntunar og styrkti þau af mætti ekki síst vegna þess að hún hafði af eigin raun kynnst því hve sárt það var að eiga ekki kost á menntun þó að hæfileikar og vilji væru fyrir hendi. Árið 1964 varð amma fyrir sárum harmi þegar elsta dóttir hennar Júlía lést í bílslysi aðeins 21 árs gömul. Júl- ía hafði þá hafið störf á skrifstofu Fé- lags íslenskra iðnrekenda og verið ömmu stoð í lífsbaráttunni. Þrátt fyr- ir dótturmissinn hélt lífið áfram og börnin hennar tvö luku bæði háskóla- námi. Það var ömmu mikið gleðiefni að sjá vonir sínar rætast í börnunum og var hún ávallt stolt af þeim. Amma vann hjá SÍF þar til hún varð 73 ára og segir það mikið um tryggð hennar og dugnað að frá því að hún varð ekkja vann hún aðeins hjá tveimur vinnuveitendum. Þótt ára- tuga strit hafi sett mark sitt á ömmu hafði hún alltaf þrek og tíma fyrir okkur barnabörnin. Hún umvafði okkur ást og hlýju og alltaf var gott að dvelja hjá henni. Barnabörnin eru fimm og fylgdist hún vel með þeim öllum og þó svo að þrjú þeirra byggju í Bandaríkjunum hélt amma ávallt góðu sambandi við þau öll og fór m.a. nokkrum sinnum til Bandaríkjanna til að vera í samvist- um við þau. Síðustu árin fór líkamleg heilsa ömmu að versna og þó hún væri stundum lasin heyrði ég hana aldrei kvarta. Hún bjó ein fram á þetta ár en síðustu tvo mánuði dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún undi hag sínum vel. Góð kona er gengin og bið ég Guð að blessa minn- ingu hennar. Sveinbjörn Þorsteinsson. Elsku amma mín dó 88 ára. Hún var fastur punktur í tilveru minni fram til þessa. Ég á svo margar góðar minningar um tíma okkar saman, og mér þykir svo ofur vænt um tímann sem ég fékk með henni. Hjá ömmu á Meistaravöllum var mitt annað heim- ili í æsku, þangað gat ég alltaf leitað eftir skóla og alltaf tók amma hlýlega á móti mér og hitaði kakó, spilaði við mig og leyfði mér að leika mér í dótinu sínu. Amma var lífsglöð og gladdist alltaf svo innilega þegar vel gekk hjá öðrum, hún vildi öllum svo vel. Ég er svo ánægð og þakklát fyrir að hafa átt hana að alla mína ævi, hún kenndi mér svo margt og var alltaf til staðar. Minning mín um ömmu Björgu verður hjá mér að eilífu og ég veit í hjarta mínu að hún er ánægð þar sem hún er núna. Hvíl í friði. Björg. Amma mín hefur kvatt í hárri elli. Hún átti stórt pláss í hjarta mínu þótt við byggjum sín í hvorri heimsálfunni. Amma var kjarkmikil og dugleg kona og lét sig ekki muna um að koma til Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna til þess að sjá mig, fyrsta barnabarnið sitt. Þetta var árið 1978 og ég á fyrsta ári. Þetta var reyndar fyrsta utan- landsferð ömmu sem orðin var 62ja ára. Eftir þetta átti hún eftir að koma oftar og samband okkar varð nánara. Eitt sumar dvaldi ég hjá ömmu á Ís- landi og frá þeim tíma á ég dýrmætar minningar. Hún var ákveðin og dug- leg kona, sem ég vissi að hafði unnið mikið á sinni löngu ævi. Hún var hreinskilin kona sem sagði sína mein- ingu og allir vissu hvar þeir höfðu hana. Þótt heilt úthaf skildi okkur að þá var hugur minn oft hjá ömmu og ég gleymi ekki hve hamingjusöm hún var þegar ég kom til Íslands í mars á þessu ári og ekki var gleði hennar minni þegar ég eignaðist son minn fyrir tveimur mánuðum. Við fjöl- skyldurnar í Bandaríkjunum biðjum Guð að blessa minningu ömmu Bjarg- ar. Júlía Ruedas. Ég vil minnast vinkonu minnar, Bjargar Þorsteinsdóttur, sem var móðir skólasystur minnar og vinkonu, og ég hélt sambandi við, nánast allt fram á síðustu mánuði sem hún lifði. Björg var ekkja með tvö börn í skóla, þegar ég kynnist dóttur hennar í Melaskóla um 1968. Þá vann hún mikið í Bæjarútgerð Reykjavíkur við Meistaravelli, og þar sáum við hana ávallt ganga til og frá vinnu. Hún var hörkudugleg, og lifandi persóna, og hélt þessum eiginleikum alla tíð. Hún fylgdist einnig vel með bæði í þjóð- félaginu og með vinum barna sinna, sem er aðdáunarvert, þar sem hún var töluvert komin til ára sinna þegar hún eignaðist börnin. En hún fór ekki á mis við sorgina, missti fyrstu dóttur sína, Júlíu í slysi, og það var mikil sorg. Hún minntist hennar oft. Síðan vildi það þannig til, að ég og dóttir hennar giftumst báðar til Bandaríkjanna, en vorum ekki á sama stað, ég var einnig búsett í öðrum löndum, en við héldum alltaf sam- bandi, hvort sem ég var búsett, heima eða erlendis. Ég minnist þess, þegar ég bjó á Keflavíkurflugvelli, að hún kom oft í heimsókn til mín þangað og hafði mjög gaman af því að fara á veit- ingastaði sem þar voru, og talaði allt- af um að fara þangað aftur, jafnvel fram á síðasta ár, en því miður varð ekki af því. Ég vil þakka Björgu allan vinátt- una, og fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni eins og þegar hún var ein af fáum í kirkjunni þegar ég gifti mig eða þegar hún var með þeg- ar Daniel sonur minn var skírður og svo margt sem ég vil þakka henni fyr- ir á lífsleið minni samferða henni. Börnin mín öll fimm minnast hennar með hlýhug hérna í Orlando í Flórída. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson.) Guð veri með börnum hennar og fjölskyldum. Guðrún I. Gunnarsdóttir, Bandaríkjunum. BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, Skúlagötu 80, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 15.00. Fanney Magga Jónsdóttir, Sigrún Lilja Jónsdóttir, Stefán E. Pálsson, Gunnþór Jónsson, Katrín S. Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÞORVALDSSON, Bláhömrum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 21. desember og hefst athöfnin kl. 13. Gunnhildur Viktorsdóttir, Marteinn Elí Geirsson, Hugrún Pétursdóttir, Agnes Geirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Helga Margrét Geirsdóttir, Valdimar Bergsson, Þorvaldur Geir Geirsson, Ólöf Ingimundardóttir, Guðrún Geirsdóttir, Steinar Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓLÍN INGVARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 9. des- ember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 13.00. Árni V. Sigurðsson, Sólrún Ósk Sigurðardóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Ástgeir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ást- kæru SIGURBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Hæðargarði 33. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landakotsspítala og starfsfólks á deild H-2 á Hrafnistu í Reykjavík. Anna Ólína Jóhannesdóttir, Ragnar V. Jóhannesson, Hafdís Moldoff, Grettir Kristinn Jóhannesson, Sigríður Arngrímsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUNNÞÓRU HARALDSDÓTTUR frá Raufarhöfn, Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Garðvangs og Hlévangs. Guð blessi ykkur og gefi ykkur gleðilega jólahátíð og gæfuríkt nýtt ár. Rannveig Ísfjörð, Þorsteinn Hallsson, Kristbjörg Hallsdóttir, Sylvía Hallsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Jóna Halla Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir, Jens Sævar Guðbergsson, Lóa Hallsdóttir, Agnar Kolbeinsson, Ásta Hallsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR vélstjóra, Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði. Þökkum sérstaklega Guðmundi Vikar Einarssyni lækni, starfsfólki Heimahlynningar og starfsfólki St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir ein- stakan hlýhug og góða umönnun í veikindum hans. Elín Guðjónsdóttir, Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson, Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.