Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 55 MENNING 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Hb8 8. axb5 axb5 9. c3 d6 10. d4 Bb6 11. Ra3 O-O 12. Rxb5 exd4 13. cxd4 Bg4 14. Ba4 Bxf3 15. gxf3 d5 16. e5 Rh5 17. Be3 Dh4 18. Dd2 Rd8 19. Rc3 Re6 20. Bc6 Bxd4 21. Ha4 Rhf4 22. Bxf4 Rxf4 23. Kh1 Staðan kom upp á frönsku at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu. Murtas Kazhgaleyev (2607) hafði svart gegn rússnesku skákdrottning- unni Alexöndru Kosteniuk (2508). 23... Dh3! og hvítur gafst upp enda er hann óverjandi mát. Jólapakkamót Tafl- félagsins Hellis hefst í dag í Borg- arleikhúsinu en nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á www.hellir.is. Öllum krökkum á grunnskólaaldri er velkomið að taka þátt í því en marg- vísleg verðlaun eru í boði. Undanfarin ár hefur stemningin á mótunum verið mjög góð enda aðstæður í Borgarleik- húsinu til fyrirmyndar. Forráðamenn barnanna geta svo á meðan móti stend- ur verslað inn fyrir jólin í Kringlunni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Brúðkaup | Gefin voru saman 23. október sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Guðlaug Guð- jónsdóttir og Guðni Þór Sigurðsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Mynd, Hafnarfirði Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Gengið í kringum jólatréð þriðjudaginn 21. des. kl. 14, jólasveinninn kemur í heimsókn, skráning í síma 535–2760 eigi síðar en mánudaginn 20. des. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Betri stofa og Listasmiðja opin alla virka daga. Framsagnarhópur alla mánudaga í Listasmiðju. Gönuhlaup kl. 9.30 alla föstudaga. Gönguhópur alla laugardaga. Gönuhlaup alla föstudaga. Hárgreiðslustofa 568–3139. Fótaað- gerðarstofa 897–9801. Upplýsingar í síma 568–3132. Vesturgata 7 | Aðventuferð verður þriðjudaginn 21. desember kl. 14.30, ekið til Hafnarfjarðar, Kópavogs, í Ár- túnshverfi, Grafarvog og miðbæ Reykjavíkur. Komið við í Garðheimum. Skráning í síma 535–2740, aðventu- kaffi á Vesturgötu 7 kl. 15.15. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Stafkirkjan á Heimaey | Helgistund á aðventunni kl. 14. Stúlknakór Landa- kirkju syngur jólalög og sálma undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur og Joönnu Wlaszczyk. Sr. Kristján Björnsson. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Í TILEFNI 70 ára afmælis Haf- steins Austmann var haldin sýning á vatnslitamyndum hans í Listasafni ASÍ og jafnframt gefin út bókin Litbrigði vatnsins sem sýnir all- an feril listamannsins. Aðalsteinn Ingólfsson ritar greinargóðan, inn- blásinn og upplýsandi inngang að myndunum. Þetta er falleg bók og vel að henni staðið, prentuð á vandaðan pappír sem skilar við- kvæmu litrófi vatnslit- anna vel. Aðalsteinn segir m.a. frá myndlist- armenntun Hafsteins en hann lærði hjá Þor- valdi Skúlasyni í Mynd- lista- og handíðaskólanum en hélt síðan til Parísar upp úr 1950. Námið hjá Þorvaldi og dvölin í París eru án efa stórir áhrifavaldar í lífsstarfi hans en strangflatarstíllinn sem þá var ríkjandi heillaði hann frá upp- hafi. Ekki er þó hægt að segja að Hafsteinn hafi haldið sig við hann en það má líta á hann sem grunn að því húsi sem Hafsteinn hefur byggt yfir sjálfið með vinnu sinni, en með þeirri líkingu hefur listamaðurinn hefur lýst starfi sínu. Myndirnar í bókinni bregða upp svipmyndum af ferli Hafsteins og sýna vel þróun hans og breytingar á listferlinum. Á sjöunda áratugnum þegar hann hélt sína fyrstu einkasýningu, sem einn- ig var fyrsta einkasýning listamanns á vatnslitamyndum hér á landi, eru áhrif strangflatarlistarinnar ríkjandi en Hafsteinn notar rúðu- mynstur til að byggja upp myndir sínar líkt og margir gerðu á þeim tíma. Myndir þessar búa yfir mjúkri og hugljúfri birtu og eru mikið augnayndi. Síðan færist meira kapp í myndgerðina á áttunda og níunda áratug aldarinnar, svart kemur inn í myndirnar sem sterkur þáttur, horfið er rúðumynstrið en flæði ljóð- rænnar abstraktsjónar tekur við. Hjá Hafsteini er þó aldrei bara látið gossa, sterkur strúktúr er ávallt til staðar í myndum hans, rétt eins og steypustyrktarjárn sem halda veggjunum uppi. Margar þessara mynda minna mig á veðurofsa en Haf- steinn hefur þó svarið af sér öll tengsl við náttúruna. Hér er það áhorfandinn sem skáldar í myndflötinn en þetta eru ástríðu- full ljóð. Tilfinningin fyrir ljóði kemur einn- ig fram í myndum þar sem svarti liturinn myndar eins konar skrift sem minnir á austrænt letur. Aftur virðist svo afgerandi breyting eiga sér stað í kringum aldamótin, nokkrar myndir sýna hörð og að því er virðist brothætt form. Nýjustu verk listamannsins gætu síðan verið eins konar óður til miðaldalistar, til þess tíma þegar málverkið notaði sér óspart nýja uppgötvun; fjarvídd- ina. Málverk af útsýni út um glugga voru algeng og hér er gluggamótífið síendurtekið. Litirnir eru heitir og sterkir og minna á suðrænar slóðir, jafnvel eyðimerkurbirtu, gulan sand og heitt sólarlag, en aftur er hér áhorfandinn að skálda. Síðan má líka ímynda sér listamanninn sem hefur reist sitt hús og beinir nú sjónum sínum út um gluggann, að útsýninu. Það er meiri kyrrð yfir þessum myndum en eldri verkum. Nýjustu verkin sýna listamann í stöðugri þróun sem ekki sér fyrir endann á. Bókin er góð heimild um vatnslitaverk Hafsteins, hún er rétt eins og ljóðabók sem blaða má í aft- ur og aftur, slíkt er eðli myndverka hans. Frá grunni að glæstu húsi BÆKUR Myndlist Vatnslitamálverk eftir Hafstein Aust- mann. Inngang ritar Aðalsteinn Ingólfs- son. Gefin út í tilefni 70 ára afmælis lista- mannsins. 2004. Litbrigði vatnsins Ragna Sigurðardóttir Hafsteinn Austmann DAGBÓK SÖNGKVINTETTINN Reykjavík 5 heldur að- ventutónleika í Laug- arneskirkju í dag kl. 17 ásamt tríói Gunnars Gunnarssonar, organista og píanóleikara. Mun þar, að sögn liðsmanna kvintettsins, leikin hug- ljúf aðventu- og jóla- tónlist í léttum djassút- setningum. Meðlimir Reykjavík 5 eru þau Hera Björk Þórhalls- dóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson. „Þetta er ofsalega ljúf og skemmtileg dagskrá og kemur öllum í rétta jólaskapið,“ segir Krist- jana Stefánsdóttir, einn meðlima Reykjavík 5. „Það er alveg frábært að vinna með Gunnari og tríóinu. Þetta eru miklir snillingar og við erum nú að syngja nokkrar útsetningar eftir Gunnar sem eru bara tær snilld.“ Kristjana segir Laugarneskirkju vera eina skemmtilegustu tónleikakirkju landsins. „Hún er svo mátulega stór, umvefjandi og þægileg íveru. Það er gott að syngja þar og mikil nánd við tónleikagesti.“ Reykjavík 5 í Laugarneskirkju Kvintettinn Reykjavík 5 leggur áherslu á léttar og djassaðar útsetningar á sönglögum. DÓMKÓRINN flytur jólasöngva sína í Dómkirkjunni í dag kl. 17, en á dagskrá eru sígild jólalög auk laga og mótetta eftir Praetorius, Poulenc og Brahms. Stjórnandi Dómkórsins, Marteinn H. Friðriksson, segir ætlunina vera að ná upp jólastemmningu hjá gest- um með fallegum lögum. „Við mun- um líka kveikja á kertum og syngja söngva, minna á hvernig fjárhirðar hafa sungist á, þegar þeir voru að gæta sinnar hjarðar,“ segir Mar- teinn, en jólasöngvarnir hafa verið fluttir árlega í Dómkirkjunni síðan í kringum 1978. „Hápunkturinn er alltaf þegar við syngjum öll saman Heims um ból, slökkvum ljósin í kirkjunni og dreifum okkur um alla kirkjuna með kerti í hönd.“ Á tónleikum syngur einnig Ung- lingakór Dómkirkjunnar nokkur lög og er stjórnandi Kristín Vals- dóttir. Morgunblaðið/Ómar Kertaljósastemmn- ing í Dómkirkjunni Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.