Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir þremur árum hættiHuldar Breiðfjörð aðreykja. Í kjölfarið gathann ekki setið kyrr og
ráfaði að eigin sögn stefnulaust
um götur Reykjavíkur. Eirðar-
leysið fæddi af sér þá hugdettu að
ganga eftir Kínamúrnum, nær
3.000 km leið um einhver harðbýl-
ustu héruð Kína. Huldar gerði al-
vöru úr hugmyndinni og skrifaði
bók um ferðalagið, Múrinn í Kína,
sem nú er komin út.
Huldar segir að hugmyndin hafi
orðið til með svipuðum hætti og
þegar hann skrifaði fyrstu bók
sína, Góðir Íslendingar, þar sem
segir frá hringferð hans um landið
um hávetur. „Það var komin yfir
mig ákveðin tilfinning, maður
lendir alltaf í einhverjum vana
hérna í Reykjavík og vaknar svo
upp annað slagið og finnst ekkert
hafa verið að gerast í lífinu ansi
lengi. Þá er um að gera að brjóta
það upp.
Fyrst var þetta náttúrulega
bara fjarlæg hugmynd. En svo fór
ég að kynna mér múrinn og lesa
mér til um Kína og þá fékk ég
þetta eiginlega á heilann. Ég rakst
á ýmsar staðreyndir um landið
sem mér fannst merkilegar, eins
og að íbúarnir eru heilar 1.300
milljónir og áætlanir gera ráð fyr-
ir að þeir verði um 2.500 milljónir
eftir fáa áratugi, nú eru 60 millj-
ónir Kínverja félagar í komm-
únistaflokknum og 6 milljónir eru í
hernum. Þegar litið er til sög-
unnar og þess hvað er að gerast
þar núna er þetta land þess eðlis
að maður verður mjög upptekinn
af því.“
Ekki aftur snúið
Huldar segir að þá hafi ekki
verið aftur snúið. „Ég undirbjó
mig markvisst fyrir ferðina í um
hálft ár, gekk mikið og synti, og
notaði líka tímann til að læra kín-
versku. Fyrst fór ég á almennt
byrjendanámskeið og hafði svo
uppi á manni sem gat tekið mig í
einkatíma. Mestallur tíminn fór í
að ná einhverjum tökum á fram-
burðinum. Ríkismálið í Kína,
mandarín, er tónað tungumál og
við fórum aftur og aftur í gegnum
töflu yfir tónana fimm svo ég gæti
allavega borið fram þau orð sem
ég þyrfti mest að nota á ferðalag-
inu, eins og vatn, matur og Kína-
múrinn. Orðaforðinn sem ég kom
mér upp var mjög takmarkaður,
en nægði til að gera mig skilj-
anlegan.
Til að byrja með hafði ég
áhyggjur af því að það var erfitt
að gera sér grein fyrir aðstæðum
á leiðinni. Múrinn er 2.800 km
langur og ég vissi ekki hversu auð-
velt það myndi reynast að komast
í mat og vatn, auk þess sem stór
skörð eru víða í múrnum. Ég var
hreinlega ekki viss um að þetta
væri hægt fyrr en ég rakst á það á
netinu að nokkrir hefðu gengið
þessa leið. Þá slakaði ég aðeins á
og ákvað bara að reyna að fara
þetta á kæruleysinu. Ég hafði allt-
af í hyggju að skrifa bók um ferða-
lagið og vildi frekar fara svolítið
grænn út og reyna þetta allt á eig-
in skinni heldur en að gerast hálf-
gerður Kínafræðingur og fá svo
bara allt staðfest sem ég væri bú-
inn að lesa. Ég ætlaði mér aldrei
að reyna að skilja þetta land eða
kínverskt samfélag til fulls, það er
ekki nokkur leið.“
Örbirgð og vonleysi
en yndislegt fólk
Héruðin fimm í norðurhluta
Kína sem múrinn liggur í gegnum
eru einhver fátækustu svæði
landsins. „Þarna hafa verið miklir
þurrkar og gríðarlegur skortur er
á vatni,“ segir Huldar. „Upp-
skerubrestir eru tíðir og á sumum
svæðum vofir yfir hörmungar-
ástand. Ég hafði búið mig undir að
mæta fátækt og eymd, en mig ór-
aði ekki fyrir því að ástandið væri
svona slæmt. Víða var greinilega
mikið atvinnuleysi og vonleysi í
fólki. Ef börnin komast ekki upp í
gegnum menntakerfið er ekkert
sem bíður þeirra nema þessi þorn-
andi akur. Það var skrýtið og
sorglegt að tala við fólk sem var í
eðli sínu lífsglatt en hafði fáa val-
kosti og var fáfrótt vegna skorts á
menntun og upplýsingum.“
Huldar kveðst hafa rekist á
miklar andstæður í Kína. „Það var
skrýtið að vera eina stundina í nú-
tímalegri verslunarmiðstöð þar
sem hægt var að kaupa vestræna
merkjavöru, farsíma og hvers kyns
raftæki, og ganga svo 50 km leið
að þorpi þar sem var ekkert raf-
magn og allt hafði staðið í stað
áratugum saman.
Ég rak mig líka fljótlega á að í
Kína er mikið karlaveldi. Það birt-
ist með ýmsum hætti. Ég bjó með-
al fólksins í þorpunum og það virt-
ist vera venja að konan yfirgæfi
heimilið þegar gest bæri að garði.
Ég vissi aldrei hvert þær fóru. Á
kvöldin sá maður karlana gjarnan
safnast saman í litlum veit-
ingaskúrum og þamba bjór, spila
peningaspil og skjögra svo heim, á
meðan konurnar sátu við handverk
í dyragættinni heima. Kynjahlut-
fallið er orðið mjög brenglað í hér-
uðunum sem múrinn liggur um
vegna þess að stúlkubörn eru bor-
in út og ungar konur eru farnar að
flýja inn í borgirnar í von um
vinnu. Þá er reynt að lokka þær til
baka út í sveitirnar í nauðung-
arhjónabönd og stundum er þeim
beinlínis rænt. Allt þorpið tekur
þátt í að vakta konurnar á meðan
eiginmennirnir eru við vinnu á
daginn og jafnvel er skorið á há-
sinarnar á þeim til að koma í veg
fyrir að þær strjúki.“
En Huldar tekur fram að þessar
neikvæðu lýsingar gefi ekki rétta
mynd af Kína sem heild, enda sé
landið gríðarstórt og margslungið
og hann hafi aðeins ferðast eftir
tiltölulega mjórri línu meðfram
múrnum. Hann undirstrikar jafn-
framt að íbúarnir hafi sýnt sér
mikla gestrisni og velvild. „Á leið-
inni hitti ég fyrir yndislegt fólk
sem vildi allt fyrir mann gera. Alls
staðar var ég boðinn velkominn
inn á heimili og það blandaðist líka
spennu og forvitni, því þarna er
enginn túrismi og Vesturlandabú-
ar fáséðir. Oft varð hreinlega upp-
þot þegar útlendingurinn birtist,
allir vildu komast í snertingu við
hann og þeir sem kunnu einhver
orð í ensku notuðu tækifærið til að
æfa sig. Fólkið kom mér fyrir
sjónir sem lífsglatt og stolt, og
kynnin við það eru mér eft-
irminnilegust úr ferðinni.“
Spennandi tímar í Kína
Huldar segir að tvennt hafi
reynst sér erfiðast á ferðalaginu.
„Annars vegar vissi ég aldrei hvað
var framundan, því ég var eingöngu
með kort á kínversku og gekk í
rauninni bara á milli tákna. Ég
ímyndaði mér að stóru táknin á
kortinu væru þorpsnöfn og oftast
gekk það eftir, en ég vissi aldrei
hvort múrinn ætti eftir að rofna
eða hvort það væri fjall framundan.
Ég gat aðeins borið með mér tak-
markað magn af vatni í bakpok-
anum og hætta var á að allt færi úr
skorðum ef ég mætti slíkum hindr-
unum. Hitt var svo maturinn. Það
var náttúrulega mikið líkamlegt
erfiði að ganga 30 km dag eftir
dag, og ég var í stöðugum vand-
ræðum með að fá nógu góða nær-
ingu. Yfirleitt borðaði ég inni á
heimilum fólks í litlu þorpunum,
þar sem oftast var boðið upp á
núðlur og egg. Ég reyndi að nota
tækifærið þegar ég var í stærri
borgum og borða tófú til að fá pró-
tein, því ég tók ákvörðun um að
borða ekki kjöt eftir að ég sá
hvernig fiðurfénaður og húsdýr
voru meðhöndluð. Ég hafði líka
ítrekað verið varaður við matarsýk-
ingum, bæði af læknum og fólki
sem hafði ferðast um þessar slóðir,
og varð nokkrum sinnum fyrir mat-
areitrun. Það fór hvað verst með
mig á ferðalaginu og ég var orðinn
frekar slæptur í lokin.“
Huldar svarar því játandi að
ferðalagið eftir múrnum hafi vakið
hann til umhugsunar, enda sé mun-
urinn á lífskjörum mjög sláandi.
Hann kveðst einnig langa til að
fara aftur til Kína. „Þá vildi ég
ferðast víðar um landið og kynna
mér hvernig það er að breytast.
Kommúnistastjórnin reynir að
halda takinu og í kínversku lögregl-
unni starfa til dæmis 30 þúsund
manns bara við eftirlit með net-
notkun, en það verður alltaf erf-
iðara og erfiðara. Efnahags-
uppgangurinn á austurströnd
landsins virðist vera að skapa milli-
stétt sem er meðvitaðri, gerir meiri
kröfur og hefur meiri tíma. Æ fleiri
hagsmunasamtök og hópar eru að
spretta upp og losa um umræðuna.
Þetta eru mjög spennandi tímar í
Kína.“
Uppþot þegar útlend-
ingurinn birtist
Huldar Breiðfjörð
lagði upp í leiðangur
sem fáir höfðu freistað
á undan honum, göngu
eftir Kínamúrnum
endalöngum, og skrifaði
um það bók. Huldar
sagði Aðalheiði Ingu
Þorsteinsdóttur frá
upplifun sinni af marg-
slungnu landi og kynn-
um af örsnauðu en
lífsglöðu fólki.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Huldar Breiðfjörð segist hafa rekist á miklar andstæður á leið sinni með-
fram Kínamúrnum. Nokkrir kílómetrar hafi oft skilið að nútímalegar
borgir með öllum þægindum og lítil þorp þar sem hvorki var rafmagn né
rennandi vatn og tíminn virtist hafa staðið í stað.
adalheidur@mbl.is
ÞRETTÁN ár
eru síðan Ásgeir
Hvítaskáld sendi
síðast frá sér
plötu; „Rokið
kemur“ kom út
1991. Um líkt
leyti fluttist Ásgeir til Danmerkur og
hefur dvalið þar síðan, gert kvik-
myndir, samið kvikmyndatónlist og
rekið hljóðver.
Lögin á „Sterkum dögum“ bera
með sér að vera samin á löngum
tíma, í ýmsum stílum og stefnum,
hlaðborð smárétta úr ýmsum áttum
sem eiga kannski ekki saman allir í
einu en geta svosem dugað hver fyrir
sig.
Textarnir eru eins misjafnir og
lögin og viðfangsefnið ekki síður. Ás-
geiri er lagið að sjá hlutina frá gam-
ansömu sjónarhorni, bregður á leik í
textum með orðaleikjum og útúr-
snúningum, en hann getur líka verið
alvarlegri í bragði eins og í „Brotsjó“
sem segir frá hörmulegum örlögum
sjómanns. Honum eru annars mis-
lagðar hendur í textagerðinni, getur
verið beinskeyttur og ágætlega gríp-
andi en inn á milli eru sérkennilegar
líkingar („Sjóbragðið var allstaðar /
það fór / líka upp í heila“) og fullmikil
mærð fyrir minn smekk.
Besta lag plötunnar, „Á meðan ég
lifi“, er ekki eftir Ásgeir sjálfan, held-
ur eftir hinn snjalla John Mogensen
sáluga. Önnur lög eru prýðileg, til að
mynda er „Sumarið er stutt“ ágætt
lag, „Brotsjór“ líka, „Sumarið kom
inn um gluggann“ er skemmtilega
gamaldags og útsetningin á „Á Aust-
urvelli“ gerir mikið fyrir lagið. „Why
Don’t You Come Home“ stingur
nokkuð í stúf á plötunni, aðallega fyr-
ir söng Ásdísar Arnalds sem er
einkar skemmtilegur þótt framburð-
urinn sé ekki hnökralaus, en textinn
er á ensku. Það er einnig býsna gott
lag. „Ískaldur Eiriksjökull“ er aftur a
móti heldur misheppnað – lag sem
maður vill helst ekki heyra nema einu
sinni þótt textinn leyni á sér. „Taktu
af þér skóna“ er líka lagleysa.
Þessi plata Ásgeirs Hvítaskálds
geldur nokkuð fyrir sundurleysi, en
sýnir þó að honum hefur farið mikið
fram í lagasmíðum og útsetningu.
Brugðið
á leik
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Sterkir dagar, plata Ásgeirs Þórhalls-
sonar Hvítaskálds. Ásgeir semur öll lög
og texta utan eitt lag sem er eftir John
Mogensen, eitt sem er að hluta eftir Jón
Sigurðsson og eitt sem Thomas Ledin
semur. Ásgeir annaðist útsetningar,
stýrði upptökum og sá um hljóðblöndun.
Ýmsir tónlistarmenn erlendir aðstoða
hann og íslenskir söngvarar syngja með
honum. Silver Sound gefur út.
Ásgeir Hvítaskáld – Sterkir dagar
Árni Matthíasson
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Kristín Hrafnkelsdóttir 475 6662 860 6849
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 862 0543
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Valdís Valdimarsdóttir 422 7095 897 7095
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 848 9691
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987
Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarás Bisk. Hjörtur Freyr Sæland 486 8874
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Njarðvík Elínborg Þorsteinsdótti 421 3463 820 3463
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904
Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1349 456 1119
Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 465 1287
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338
Seyðisfjörður Birna Pálsdóttir 472 1700 897 0909
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 862 1286
Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655
Vestmannaeyjar Guðrún K. Sigurgeirsdóttir 481 3293, 699 3293
Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389
Vogar Una Jóna Ólafsdóttir 421 6910 663 0167
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni