Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 63
*
*
Nýr og betri
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 3.40 og 5.45.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3.30 og 5.45. B.i. 12 ára.
Jólaklúður Kranks
Jólaklúður Kranks
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
DV ÓÖH...
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Kr. 500
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Ein besta spennu- og
grínmynd ársins
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
Forsýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Frábær rómantísk gamanmynd frá
leikstjóra Bend it like Beckham
Sýnd kl. 4. b.i. 16Sýnd kl. 3.30. b.i. 16
Kr. 500
KR. 300
KR. 300
KR. 300
KR. 300
www.laugarasbio.is
kl. 6, 8 og 10. Stranglega b.i. 16 ára.
BRUCE-LEE
EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA
HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ
GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
„Balli Popptíví“
„Balli Popptíví“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 63
Forsýnd kl. 20 B.i. 16.
BANDARÍSKI
tónlistarmað-
urinn James
Brown, sem hélt
tónleika í Laug-
ardalshöll í
haust, hefur
gengist undir vel
heppnaða skurð-
aðgerð vegna
krabbameins í
blöðruhálskirtli, sem hann greind-
ist nýlega með. „Aðgerðin á Brown
heppnaðist vel og hann hvílist nú,“
sagði James Bennett, læknir
Brown, í yfirlýsingu.
„Við búumst við því að hann nái
sér að fullu,“ sagði læknirinn
jafnframt og bætti við að til þess
að svo gæti orðið væri góð eft-
irmeðferð og umönnun nauðsyn-
leg.
Brown hefur stundum verið kall-
aður guðfaðir sálartónlistarinnar.
Hann hefur nýlega lokið tveggja
vikna tónlistarferð um Kanada en
þar áður var hann í ferð um Evr-
ópu.
Fyrr á þessu ári var hann
ákærður fyrir heimilisofbeldi en sú
deila leystist þegar hann játaði á
sig sakir.
Fólk í fréttum | James Brown með
krabbamein
Gekkst undir vel
heppnaða aðgerð
James Brown á
tónleikum í Laug-
ardalshöll.
SÚ hugmynd að
gefa út safn uppá-
haldslaga er
góðra gjalda verð
og þegar vel tekst
til geta gömul lög
lifnað við í nýjum
búningi, sýnt á
sér nýjar hliðar og jafnvel boðið upp
á nýjan skilning. Svo eru líka dæmi
um slíkar plötur sem hafa engan til-
gang ef svo má segja, hafa ekkert
nýtt fram að færa, eru ekki til neins.
Í bæklingi þessarar plötu Á móti
sól segja hljómsveitarmeðlimir frá
því hvað hafi drifið þá áfram í útgáf-
unni og nefna að valið hafi verið erf-
itt þar sem svo mikið sé til af góðri
íslenskri tónlist, en þess má geta að
þrjú laganna eru erlend þótt ortir
hafi verið við þau íslenskir textar.
Lögin eru annars alþekkt lög,
„topplög“ eins og segir í heiti plöt-
unnar, lög sem allir kunna og
þekkja, sum áður flutt af fremstu
tónlistarmönnum þjóðarinnar þann-
ig að ekki eru þeir félagar að ráðast
á garðinn þar sem hann er lægstur.
Það er og eitt helsta vandamál þess-
arar plötu því þegar maður heyrir Á
móti sól flytja þessi lög með upp-
runalega flytjendur í huga fer hljóm-
sveitin vægast sagt illa út úr sam-
anburðinum.
Sérstaklega fara þeir félagar illa
með lög sem eru með einhverjum
undirtóni, einhverja sögu á bak við
sig eins og til að mynda „Sirkus
Geira smart“ og „Rómeó og Júlíu“.
Fyrrnefnda lagið var beitt innlegg í
stjórnmálaumræðu á sínum tíma
eins og heitið ber með sér, afburða-
snjallt áróðurslag, og hið síðar-
nefnda segir hörmungarsögu fólks
sem veltist í ræsinu, rúið allri mann-
legri virðingu og reisn.
Magni syngur lögin aftur á móti
eins og hann hafi ekki hugmynd um
hvað sé verið að fjalla um, „Sirkus
Geira smart“ verður að rokklegri
soðgrýlu og „Rómeó og Júlía“ geld
FM977 singalong-vella. Ekki er þó
bara við söngvarann að sakast, út-
setningarnar eru ekki upp á marga
fiska, sérstaklega er „Rómeó og Júl-
ía“ í lélegum búningi, ekki síst þegar
litið er til þess að hér vélar um
hljómsveit sem hefur verið í hópi
bestu ballsveita landsins undanfarna
mánuði og ár.
Dæmi um hugmyndaskort eru
ekki bara þau tvö lög sem tínd hafa
verið til, ekki tekst að gera jafn ein-
földu lagi og „Rangur maður“ al-
mennileg skil, í meðförum hljóm-
sveitarinnar týnist galgopaleg
kímnin sem einkenndi það í upp-
runalegum búningi og „Traustur
vinur“ er líka slappt með hljóm-
borðssulli og hallærisklappi.
Fleiri dæmi má nefna en það er
helst að þeir komist sæmilega frá
Brimklóarlögunum tveimur sem á
plötunni eru, „Sögunni af Nínu og
Geira“ og „Einu lagi enn“, enda ekki
úr háum söðli að detta.
Eins og getið er í upphafi er ekk-
ert að því í sjálfu sér að menn séu að
taka lög eftir aðra tónlistarmenn ís-
lenska og mætti reyndar vera meira
um það; sum lög kalla einfaldlega á
það að vera skoðuð frá fleiri hliðum.
Getur líka verið þjóðþrifaverk þegar
menn draga fram í dagsljósið góð
lög sem ekki hafa fengið þá athygli
sem vert væri, en þá eins og alltaf
finnst mér rétt að gera einfalda
kröfu: Ýmist séu menn að segja eitt-
hvað nýtt með listinni eða eitthvað
gamalt á nýjan hátt.
Þessi plata þeirra félaga í Á móti
sól hefur ekkert nýtt fram að færa,
hvorki gleði né sorg.
Ekkert nýtt
TÓNLIST
Íslenskar plötur
12 íslensk topplög, hljómplata með
hljómsveitinni Á móti sól. Hljómsveitina
skipa þeir Magni Ásgeirsson söngvari og
gítarleikari, Sævar Þór Helgason gítar-
leikari, Stefán Þórhallsson trommuleik-
ari og Heimir Eyvindarson hljómborðs-
leikari. Ýmsir leggja hljómsveitinni lið.
Lög og textar eftir íslenska höfunda utan
þrjú lög sem eru útlend. Sonet gefur út.
76:54 mín. (á plötunni eru lögin tólf í
tveimur útgáfum, með og án söngs).
Á móti sól – 12 íslensk topplög
Árni Matthíasson
Á móti sól er á algerum villigötum á nýjustu plötu sinni að mati rýnis.