Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚSUNDA ENN SAKNAÐ Nú er ljóst að a.m.k. 23.700 manns fórust í náttúruhamförum í Suður- Asíu á sunnudag. Þúsunda er enn saknað og gæti tala látinna því enn hækkað verulega. Flestir dóu á Sri Lanka eftir að flóðbylgja hafði ætt þangað yfir Indlandshaf en henni olli jarðskjálfti í hafinu vestur af Súm- ötru í Indónesíu sem mældist 9,0 á Richters-kvarðanum. Nátt- úruhamfarirnar ollu raunar ekki að- eins manntjóni í Asíu, 4.500 km í burtu, undan ströndum Afríkurík- isins Sómalíu, er talið að hundruð fiskimanna hafi farist. 1000 ára gömul bein Aldursgreining á beinum sem fundust þegar drenskurður var graf- inn við prestsbústaðinn á Skeggja- stöðum í Bakkafirði sumarið 2002 leiðir í ljós á að þau eru um 1000 ára gömul. Beinin koma úr kristnum gröfum og því er ljóst að á Skeggja- stöðum hefur verið kirkjugarður allt frá kristnitöku. Bensínið lækkar Olíufélagið tilkynnti um hádegi í gær að listaverð á bensíni yrði lækk- að um 2 krónur og aðrar tegundir yrðu lækkaðar um 1 krónu. Í kjölfarið tilkynntu Skeljungur og OLÍS að fé- lögin myndu lækka verðið jafnmikið. Játar sig ekki sigraðan Víktor Jústsjenkó, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Úkraínu, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Víkt- or Janúkóvítsj forsætisráðherra neit- ar hins vegar að viðurkenna ósigur sinn og hyggst kæra úrslitin til hæstaréttar landsins. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Viðskipti 14 Umræðan 28/31 Úr verinu 15 Bréf 31 Erlent 18/19 Minningar 32/36 Minn staður 20 Myndasögur 40 Höfuðborgin 21 Dagbók 40/42 Suðurnes 22 Víkverji 40 Akureyri 22 Leikhús 44 Austurland 23 Bíó 46/48 Daglegt líf 24 Ljósvakar 50/51 Menning 25, 43/49 Veður 51 Forystugrein 26 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                          Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar GUÐLAUGUR Berg- mann framkvæmda- stjóri lést aðfaranótt 27. desember á heimili sínu, á Hellnum í Snæ- fellsbæ. Guðlaugur var athafnamaður á mörg- um sviðum og innleiddi nýja verslunarhætti hér á landi með stofnun verslunarinnar Karna- bæjar á sjöunda ára- tugnum. Guðlaugur var 66 ára gamall, fæddur í Hafn- arfirði 20. október 1938. Eftir að hann lauk verslunarprófi úr Verzlunar- skóla Íslands 1958 stundaði hann verslunarstörf um árabil. Hann stofnaði heildverslunina G. Berg- mann þegar hann var tvítugur en þekktastur er hann fyrir rekstur tískuverslunarinnar Karnabæjar en þær verslanir urðu átta þegar mest var. Hin síðari ár rak hann ásamt eig- inkonu sinni, Guðrúnu G. Bergmann, og fleirum gistiheimili að Brekkubæ á Hellnum, ferðaþjónustuna Leiðar- ljós og bókaútgáfuna Leiðarljós. Guðlaugur var virkur í félagsstarf- semi og sat m.a. í stjórn Gamla mið- bæjarins og Miðbæjarsamtakanna. Hann sat í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur 1986–1995 og var formaður Ný- aldarsamtakanna 1990–1994. Guðlaugur lét andleg málefni og mannrækt á breiðum grundvelli mjög til sín taka sem og umhverfis- og ferða- mál. Hann var einn af stofnendum Snæfells- ássamfélagsins á Hellnum árið 1995 sem hafði það að markmiði að koma þar upp vist- vænu, sjálfbæru og andlegu sam- félagi. Hann var verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ frá 1999 og var formaður framkvæmda- ráðs Snæfellsness sem fylgdi eftir vottun Green Globe 21 á sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála á Snæfellsnesi með megináherslu á ferðaþjónustu. Með eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu G. Bergmann, eignaðist Guðlaugur tvo syni. Hann átti þrjá eldri syni fyrir. Morgunblaðið átti mikil samskipti við Guðlaug Bergmann um áratuga- skeið. Blaðið sendir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát GUÐLAUGUR BERGMANN ÞAÐ ER engu líkara en þessir tveir seppar séu hættir að ganga á fjórum fótum þar sem þeir ærslast í vetrarkuldanum. Þó ekki sé gert ráð fyrir miklu frosti næstu daga er betra fyrir menn og málleysingja að fara varlega. Búast má við snjókomu víða á landinu í vikunni, en mestar líkur eru á rigningu suðvest- anlands á gamlársdag þegar flugeldar eiga að taka á loft. Morgunblaðið/RAX Kátína í vetrarkuldanum AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN hjá ríkislögreglustjóra hefur verið leystur undan starfsskyldum vegna gruns um að hann hafi ráðstafað tveimur ómerktum lögreglujeppum í eigin þágu. Báðir jepparnir eru nú í vörslu embættisins. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn hafði yfirum- sjón með Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá því hún var sett á laggirnar árið 2000 en hann hóf störf við stofnun embættis ríkislögreglu- stjóra árið 1997. Hann á að baki langan starfs- feril innan lögreglunnar. Bílamiðstöðin annast rekstur allra lögreglubifreiða á landinu og sér m.a. um að endurnýja bílaflotann og selja not- aðar bifreiðar. Lögregluembættin greiða gjald af notkun lögreglubíla til miðstöðvarinnar. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkis- lögreglustjóra, segir að grunur leiki á að mað- urinn hafi um mitt ár 2001 heimildarlaust skráð lögreglujeppa á sambýliskonu sína. Í skrám embættisins komi fram að hann hefði verið seldur en söluandvirðið skilaði sér aldrei. Þá sé grunur um að hann hafi á tímabili á þessu ári notað annan jeppa heimildarlaust í eigin þágu. Báðir jepparnir voru notaðir, sá fyrri hefði með réttu átt að vera seldur frá embættinu en hinn jeppinn var aftur tekinn í notkun af lögreglu. Vegna þessa máls hefur ríkislögreglustjóri sent erindi til ríkissaksóknara, dómsmálaráðu- neytisins og Ríkisendurskoðunar. Ríkissak- sóknari mun rannsaka meint brot mannsins og Ríkisendurskoðun mun yfirfara embættis- færslur hans. Þar sem maðurinn var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn af dómsmálaráð- herra mun ráðherra taka afstöðu til þess hvort honum verði vikið úr starfi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra leystur undan starfsskyldum Grunaður um að ráðstafa tveimur jeppum í eigin þágu ÞRIGGJA bíla árekstur varð rétt of- an við Borgarnes í gærkvöldi en mjög slæmt skyggni var á veginum, él og hálka. Veginum um Holta- vörðuheiði var lokað vegna veðurs. Ökumaður bíls með aftanívagn, sem var á leið norður í land, stöðvaði þar sem hann sá ekki neitt vegna élja. Lenti þá annar aftan á honum. Rétt á meðan þeir voru að tilkynna áreksturinn til lögreglu lenti svo þriðji bíllinn aftan á þeim. Afar slæmt ferðaveður var á svæðinu, vindur 20 m/sek. Nokkrar tafir urðu á þjóðveginum við Borgarnes fyrr í gær þar sem grafa fór út af og var veginum lokað meðan verið var að ná gröfunni upp. Árekstur í slæmri færð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.