Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 9 FRÉTTIR Matseðill www.graennkostur.is Þri. 28/12: Orkuhleifur og rótargrænmetismús m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Mið. 29/12: Grænmetislasagna m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Fim. 30/12: Lokað Fös. 31/12: Lokað Opnum aftur mánudaginn 2/1 Glæsibæ – Sími 562 5110 Opið alla daga frá kl. 10.00-22.00 Útsalan hafin Allt að 70% afsláttur. Opið frá kl. 10-18 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegir síðir kjólar Laugavegi 63 sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm 50% afsláttur af allri jólavöru Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum 10% afsláttur Ný sending Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Nýjar vörur frá í búðinni á morgun Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 25% afsláttur af túnfisksteikum Goðarvogi 44 • Sími 588 8686 Glæný línuýsa Ný lúða Skötuselur Stór humar Hörpuskel RækjurEKKI er tilefni til að endurskoða áætlanir um ársafkomu ríkissjóðs á þessu ári, sem gerir ráð fyrir tæplega sjö milljarða rekstrarafgangi, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðu- neytisins. Í bráðabirgðauppgjöri sem Fjársýsla ríkisins tók saman um af- komu hins opinbera á rekstrargrunni og Hagstofan birti, nú síðast vegna 3. ársfjórðungs 2004, kemur fram fimm milljarða króna halli á ríkissjóði. Í vefritinu segir að hallinn hafi verið „túlkaður á þann veg að áætlun ráðu- neytis um tæplega 7 milljarða rekstr- arafgang á árinu sé óraunhæf“. Fjármálaráðuneytið bendir á að einfaldur framreikningur á gjalda- og tekjutölum fyrstu níu mánaða árs- ins gefi ekki rétta mynd af heildar- afkomu ársins. Taka þurfi tillit til þess hvernig tekjur og gjöld falli inn- an þess. Þannig vegi tekjur síðasta ársfjórðungs hlutfallslega þyngra í heildartekjum ársins en fyrri árs- fjórðungur. Þar muni mestu um álagðan virðisaukaskatt í október og desember. Fram kemur að þegar litið er á gjöld ríkissjóðs þá falli þau til með öðrum hætti en tekjur. Þannig séu gjöldin hlutfallslega þyngri um mið- bik ársins en bæði í upphafi og lok árs. Þar muni mestu um að fram- kvæmdir falli að stærstum hluta til á sumrin. Því gefi upplýsingar í yfirliti Hag- stofunnar ekki tilefni til þess að end- urskoða áætlanir um afkomu ársins. „Að sjálfsögðu geta orðið frávik bæði tekna- og gjaldamegin enda er velta A-hluta ríkissjóðs að nálgast 300 milljarða króna þannig að ekki er óeðlilegt að einhver frávik verði í báðar áttir. Nefna má að eftir að fjár- málaráðuneytið birti spá um afkomu ársins hafa verið gerðir kjarasamn- ingar við kennara og áhrif þeirra á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga liggja ekki fyrir,“ segir í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Ársafkoma ríkissjóðs ekki endurskoðuð SKRIFSTOFA Ferðamálaráðs í New York sendi fyrir jólin rafræna jólakveðju til um 100.000 aðila í ferða- og fjölmiðlaþjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Jafn- framt var hún send til 70.000 aðila sem hafa skráð sig á netfangalista á vef skrifstofunnar í þeim tilgangi að fá sendar reglulega upplýsingar um Ísland. Kveðjunni fylgdi þessi skemmti- lega mynd Ragnars Axelssonar ljósmyndara af manni sem óð snjó- inn til að komast á kaffihús á Eyrarbakka. Myndinni fylgdi fyrir- sögnin „May All Your Christmases be White“ þar sem vísað er í eitt vinsælasta jólalag Bandaríkjanna fyrr og síðar. Kveðjunni fylgdu einnig tilvitnanir í nýlegar greinar bandarískra fjölmiðla um Ísland en Ísland hefur notið mikillar athygli í fjölmiðlum vestanhafs upp á síð- kastið. Morgunblaðið/RAX Jólakveðja til 170 þúsund aðila Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.