Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 6

Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 68 88 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur Verð frá: 59.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 14 nætur Enska ströndin - Montemar 1 vika Verð frá: 44.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að synj- un fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi hafi ekki verið í samræmi við lög. Er þeim tilmælum beint til dómsmálaráðuneytisins að það gæti í fram- tíðinni þeirra sjónarmiða sem fram koma í álitinu við meðferð sambærilegra mála. Afplánunarfangi á Litla-Hrauni kvartaði til um- boðsmanns Alþingis í júlí sl. yfir úrskurði dómsmála- ráðuneytisins þar sem staðfest var synjun Fangels- ismálastofnunar á umsókn hans um dagsleyfi. Byggðist niðurstaða ráðuneytisins á verklagsreglu stofnunarinnar sem gerir ráð fyrir að eigi fangi ólokið máli þar sem ljóst þykir að hann hlýtur óskilorðs- bundna fangelsisrefsingu til viðbótar áður dæmdri refsingu, verði honum ekki veitt dagsleyfi. Umboðsmaður telur að umrædd verklagsregla gangi lengra en samrýmist geti lagaákvæðum um leyfi til dvalar utan fangelsis í að afnema það ein- staklingsbundna mat sem stjórnvöldum sé falið. Dregur umboðsmaður þá ályktun af skýringum dómsmálaráðuneytisins að verklagsreglan hafi í raun ráðið ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fangans. Því hafi ekki farið fram mat á því hvort aðstæður hans fullnægðu skilyrðum laga fyrir veitingu dagsleyfis. Ekki farið að stjórnsýslulögum Umboðsmaður telur jafnframt að dómsmálaráðu- neytið hafi ekki gætt ákvæða stjórnsýslulaga þegar fanganum var ekki kynnt efni umsagnar Fangels- ismálastofnunar. Í umsögninni hafi komið fram ný at- riði sem gefa hafi átt fanganum kost á að tjá sig um. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns 19. nóvember sl. kemur fram að fanginn afpláni dóm sinn hjá Vernd og hafi síðan þetta mál kom upp fengið dagsleyfi. Telur umboðsmaður sig því ekki hafa tilefni til að beina tilmælum til ráðuneytisins að taka mál fangans til endurskoðunar. Umboðsmaður Alþingis um úrskurð dómsmálaráðuneytisins Synjun á leyfi ekki í samræmi við lög LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur enn ekki fundið veski sem stolið var af móður langveiks barns í verslun Bónuss við Helluhraun í Hafnarfirði á miðvikudag. Í veskinu voru ómetanlegt læknisgögn vegna barns hennar sem var á leið til Bandaríkjanna á sjúkrahús. Vitað er að þjófurinn er kona, sem sást í eftirlitsmyndavél verslunarinnar, en lög- reglan þekkir ekki til viðkomandi. Hefur lögreglan leitað ítarlega í nágrenni við Bónus í þeirri von að þjófurinn hafi fleygt frá sér því sem hann teldi ekki verðmæti þar með talið umræddum gögnum, en án árangurs. Er skorað á þjófinn að skila þó ekki væri nema þessum hluta þýfisins. Veski með læknis- gögnum ófundið MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykja- vík í fyrrinótt vegna ölvunar og háreysti í samkvæmum sem stóðu langt fram á nótt. Frá því á miðnætti og fram til klukkan sex í gærmorgun var lögreglan kölluð 11 sinn- um út til að róa samkvæmisglatt fólk og stilla til friðar þar sem háreysti var við íbúðarhús. Auk mikillar ölvunar voru lagð- ar fram tvær kærur vegna líkamsárása. Um nóttina varð einnig fjöldi árekstra vegna hálku sem myndaðist þegar hitastig féll og fór niður fyrir frostmark. Var nóttin að þessu leyti eins og meðaldagur hvað varðar fjölda árekstra en þeir urðu ellefu talsins. Ekki urðu þó alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Þá var talsverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í fyrrinótt. Voru þrír menn hand- teknir á skemmtistöðum bæjarins vegna ölvunar og óláta og gisti einn fanga- geymslu. Einnig voru tvær líkamsárásir til- kynntar. Á skemmtistaðnum Paddy’s hafði stúlka slegið aðra stúlku inni á salerni stað- arins og brotnaði klósett í átökunum. Í Stapa tilkynnti maður að stúlka hefði hent glasi í andlitið á honum. Var hann með sýnilega áverka og leitaði sér læknis. Mikil ölvun á fólki LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum rann- sakar nú tildrög þess að jólatré bæjarins við Stafkirkjuna í miðbænum var rifið upp með ljósaseríu og varpað í sjóinn þar steinsnar frá. Tréð er 3–4 metra hátt og var fjarlægt á jólanótt. Fannst það síðar í höfninni, vestan við Skansinn. Mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem jólatré á þess- um stað er rifið upp en ekki hefur það hent áður að því hafi verið kastað í sjóinn. Jólatré rifið upp í Eyjum FYRSTU útsölurnar hófust í gær og búast má við að fleiri fyrirtæki sláist í leikinn á næstu dögum og að útsölurnar fari síðan á fullan skrið strax eftir áramótin. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu, segir að hér áður fyrr hafi útsölurnar almennt hafist seinna en núna fari þetta fyrr af stað og nokkur hópur fyrirtækja hefji útsölur núna milli jóla og ný- árs. Nokkur ár séu frá því að þessi þróun hafi hafist. „Það er vaxandi tilhneiging í þessa veru og þetta er þar með að nálgast það sem gerist erlendis þar sem útsölur byrja jafnvel á aðfangadag.“ Sigurður segir að breytingin sé einnig sú að verslunareigendur séu farnir að kaupa gagngert vörur inn til þess að setja á útsöl- ur. Það séu ekki bara restar eins og hafi verið hér áður fyrr. Sig- urður segist telja að þessar breyt- ingar leggist vel í neytendur. „Maður heyrir jafnvel talað um að fólk fái jólagjafir í formi gjafa- korta eða peninga til þess að versla fyrir á útsölunum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsölurnar byrja strax eftir jól LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á rúmlega 20 grömm af hvítum fíkniefnum auk kannabisefna um helgina. Um var að ræða tvö ótengd mál þar sem í öðru þeirra var lagt hald á 17 grömm af ætluðu kókaíni og nokkur grömm af amfeta- míni. Þá var í hinu málinu lagt hald á 4–5 grömm af hvítum efnum. Þá var einn maður í fangageymslu á jólanótt í þriðja fíkniefnamálinu. Málin eru í rannsókn og að mestu upplýst að sögn lögreglu. Þá voru þrjú innbrot til- kynnt lögreglu. Á jólanótt var brotist inn í bílapartasölu og fatahreinsun í Hafnarfirði og annan jóladag var tilkynnt um innbrot í sólbaðsstofu í Garða- bæ. Hörð fíkni- efni tekin í Hafnarfirði STARF skrifstofustjóra Alþingis var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknar- frestur um embættið út 22. des- ember sl. Umsækjendur eru þrír: Einar Farestveit, lögfræðingur á skrif- stofu Alþingis; Helgi Bernód- usson, aðstoðarskrifstofustjóri Al- þingis, og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, hefur óskað eftir að láta af störfum frá 20. jan. 2005 en hann verður sjötugur síðar í mánuðinum. Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis „APPELSÍNUGULI liturinn hefur fengið nýja merkingu,“ sagði Arna Schram blaða- maður í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi en hún er stödd í Kænugarði (Kíev), höfuðborg Úkraínu. Appelsínugulur er ein- kennislitur stuðnings- manna Víktors Jústsj- ensko en allt bendir til þess að hann hafi sigr- að í forsetakosningun- um sem fram fóru í fyrradag. „Fólk streymir hérna niður í miðborgina til þess að fagna úrslitum kosninganna. Annar hver maður ber eitthvað appels- ínugult, t.d. trefil, fána, húfu eða borða. Margir bílar eru með appels- ínugula borða á loftnetunum. Götu- sölumennirnir selja appelsínugulan varning og það er jafnvel hægt að kaupa appelsínugul kanínueyru og appelsínugular rósir,“ sagði Arna og bætti við að þrátt fyrir mann- fjöldann væri stemmningin róleg og mikið um ræðuhöld. Arna sagði eftirtektarvert að á öllum krám og veitingahúsum væru sjónvörpin stillt á stöð fimm en það er einka- stöð og einn af fáum fjölmiðlum sem hafa gefið Jústsjenko tæki- færi til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. „Það er meira að segja sjónvarpað á tjald hér úti á götu. Maður getur fylgst með fréttatímanum og barnatímanum og öllu saman.“ Arna sagðist ekkert verða vör við stuðn- ingsmenn Janúkovítsj en í kosningabaráttunni einkenndu þeir sig með bláum lit. Kænugarður er hins vegar í vesturhluta Úkraínu en Janúkóvítsj sækir stuðning sinn meira til austurhlutans. Arna sagði því líklegt að ástandið væri öðruvísi annars staðar í landinu. „Fólkið hérna er ánægt og það væntir greinilega mikils af sigrinum og af Jústsjenko. Hvort þær væntingar eigi eftir að standast þarf tíminn að leiða í ljós. Það er náttúrulega mikil fátækt hérna og ég hugsa að fólk vonist til þess að það verði ein- hverjar breytingar á efnahags- ástandi og að lífskjör fólks muni batna,“ sagði Arna. Appelsínugulur með nýja merkingu Arna Schram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.