Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 26

Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Alþjóðlegar hjálparstofnanireinbeita sér nú að því að veitaaðstoð í löndum og héruðumþar sem mest hætta er talin á því að stjórnvöld geti ekki liðsinnt nógu vel fórnarlömbum flóðbylgjunnar á ann- an í jólum, ekki síst á Sri Lanka og Maldíveyjum. Tölur um dauðsföll héldu áfram að hækka í gær og er síðast frétt- ist var sagt að minnst 23.700 manns hefðu farist auk þess sem tugþúsundir eru slasaðir. Milljónir manna hafa misst heimili sín. „Þetta gætu verið hræðilegustu nátt- úruhamfarir á síðari tímum vegna þess að þær hafa áhrif í svo mörgum fjöl- mennum strandhéruðum ... og svo mörg- um viðkvæmum samfélögunum,“ sagði Norðmaðurinn Jan Egeland, talsmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, í samtali við CNN-sjónvarpsstöðina í gær. Einkum er óttast að farsóttir geti breiðst út. Tryggja þarf hreint drykkjarvatn en einnig mat og skjól fyrir veðri og vind- um. Fyrstu hjálparsveitir SÞ og fleiri al- þjóðasamtaka, þ. á m. Alþjóða Rauða krossins, eru þegar komnar á vettvang á hamfarasvæðunum og mörg ríki hafa boðist til að leggja fram aðstoð. „Mesta heilsufarshættan sem við þurfum að fást við núna er útbreiðsla sjúkdóma sem berast með vatni, einkum malaríu og nið- urgangspestar, einnig sjúkdómar í önd- unarfærum,“ sagði Hakan Sandbladh, embættismaður í bækistöð SÞ í Genf. „Við höfum miklar áhyggjur af fregnum um að sjúkrahús og aðrir innviðir heilsu- gæslu hafi eyðilagst á Sri Lanka.“ Skortur á hreinu drykkjarvatni Sandbladh sagði AP-fréttastofunni að flóðbylgjan hefði víða fyllt brunna með saltvatni og seti. Þegar brunnarnir yrðu tæmdir myndi nýja vatnið í þeim í fyrstu verða mengað öllu mögulegu. Ennfrem- ur yki það hættuna á sjúkdómum að margt fólk yrði að fara frá heimabyggð sinni á svæði þar sem þrifust til dæmis önnur afbrigði af malaríusýklinum og ekki víst að aðkomufólkið hefði byggt upp ónæmi gegn þeim og gæti því orðið lífshættulega veikt. Stjórnvöld á Sri Lanka meira en tvö- földuðu áætlaða tölu látinna þar í gær úr 5.000 í 11.000, einnig er vitað að 820 manns fórust í norðausturhlutanum þar sem bækistöðvar uppreisnarsveita Tam- íl-tígranna eru. Um þriðjungur látinna á Sri Lanka er talinn hafa verið börn. Að minnsta kosti þrjú þúsund manns létu lífið og um 30 þúsunda er saknað á Andaman- og Nicobareyjum í Indlands- hafi, milli Indlands og Taílands. Fimm þorp á eyjunum jöfnuðust við jörðu þeg- ar flóðbylgjur skullu á eyjunum eftir jarðskjálftann mikla í gærmorgun. And- aman- og Nicobareyjar, sem tilheyra Indlandi, eru skammt frá þeim stað þar sem upptök jarðskjálftans voru á hafs- botni. G.C. Gupta, embættismaður hjá hér- aðsstjórn eyjanna, sagði að indversk her- stöð á Car Nicobar-eyju hefði skolast á haf út og yfir 100 starfsmenn herstöðv- arinnar og fjölskyldur þeirra væru talin af. Indversk herskip voru í gær á leið til Car Nicobar þar sem um 45 þúsund manns búa. Gupta sagði að erfitt hefði reynst að ná fjarskiptasambandi við svæðið. Andaman- og Nicobareyjar eru 572 talsins og er búið á 36 þeirra. Alls búa um 300 þúsund manns á eyjunum. Manntjón í minnst níu löndum Vitað er um manntjón í a.m.k. níu löndum af völdum flóðbylgjunnar sem stafaði af geysilega hörðum jarðskjálfta á sjávarbotni, vestan við eyna Súmötru í Indónesíu. Skjálftinn var 9 stig á Richt- er-kvarða. Mest varð manntjónið á Sri Lanka en einnig er ljóst að þúsundir manna hafa farist í héraðinu Aceh, í norðanverðri Indónesíu. „Ríki á borð við Indland getur tekist á við mikinn vanda af þessu tagi,“ sagði Yvette Stevens, einn af talsmönnum Mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. „Malas- íumenn hafa orðið fyrir nokkru tjóni en stjórnvöld þar ráða við ástandið.“ Hún sagði að embættismenn samtakanna væru að ræða við ráðamenn í Taílandi og Indónesíu til að kanna hve mikla hjálp umrædd ríki þyrftu. Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, sagði í gær að ef til vill hefðu farist þar um 2000 manns. Vitað væri um 900 sem hefðu týnt lífi en um 1000 væri enn saknað. Mörg hundruð manns létu lífið og heilu þorpin og bæirnir skoluðust á haf út þegar flóðbylgjan barst að ströndum Sómalíu á austurströnd Afríku í fyrra- dag, um 4.500 km frá upptökum skjálft- ans, að því er talsmaður forseta Sómalíu greindi frá í gær. Að sögn AFP-frétta- stofunnar höfðu 40 lík þegar fundist en 60 var saknað. Þá hafa einnig borist fregnir af því að um 50 manns hafi farist í höfuðborginni, Mogadishu, af völdum bylgjunnar. Yusuf Ismail Bari Bari, talsmaður Abdullahi Yusuf Ahmed, forseta Sómal- íu, sagði að fiskimenn hefðu að venju far- ið snemma út að morgni og margir hefðu ekki snúið aftur. Fiskimennirnir nota litla og mjög veikbyggða trébáta til veið- anna. „Hvað höfum við gert …? Enn var leitað í gær að sjómönnum sem saknað var á austurströnd Indlands og fólks sem var á ströndinni þegar „Dauðinn  Talið að meira en 23.000 manns h óttast að farsóttir breiðist út  Hu Sænskur ferða Þúsundir ferðamanna frá Norð-urlöndunum voru á hamfara-svæðunum á sunnudag, margir þeirra fórust og enn fleiri slösuðust. Sænsk stjórnvöld sögðu ljóst að tugir ef ekki hundruð Svía hefðu látið lífið en búið var að staðfesta dauða 10 þeirra. Aftenposten í Noregi hafði eftir tals- manni norska utanríkisráðuneytisins að samanlagt 13 Norðmenn hefðu farist í Taílandi og á Sri Lanka, þar af var átta mánaða gamalt barn. Vitað er um þrjá Dani sem fórust og þriggja danskra barna að auki var saknað í Taí- landi en þar í landi voru flestir norrænu ferðamennirnir. Einn Finni fórst á Sri Lanka. Áætlað er að allt að 20.000 sænskir ferðamenn hafi verið í Taílandi þegar hamfarirnar riðu yfir. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, var svart- sýnn á blaðamannafundi í gær. „Ég er hræddur um að tala látinna eigi eftir að hækka. Hve mikið þori ég ekki að velta fyrir mér,“ sagði ráðherrann. Vitað var að um 600 manns sem voru í Taílandi á vegum sænskra ferðaskrifstofa var enn saknað í Khao Lak í Phuket-héraði og eyjaklasanum Koh Phi Phi síðdegis í gær. Að auki ferðast margir Svíar til Taílands án aðstoðar ferðaskrifstofa. Dagblaðið Dagens Nyheter sagði emb- ættismenn í Stokkhólmi gera ráð fyrir að tala látinna myndi hækka verulega. Lík brennd á ströndinni Að sögn blaðsins létu taílensk yf- irvöld brenna strax lík margra fórn- arlamba náttúruhamfaranna á strönd Phuket til að reyna að draga úr hættu á farsóttum. Sagði sænskur biskup, Lennart Koskinen, sem hefur umsjón með starfi kirkjunnar erlendis, að ekki væri í þeim efnum gert upp á milli fólks eftir þjóðerni. Tvær danskar milli vonar og ót með alls þrem bö Lak, rétt norðan an hreif börnin m aldrinum tveggj er svo hræðilegt um það,“ sagði d Taílandi, Ulrik H hafa hitt fólkið. H Dani á svæðinu s sinna eftir hamfa Að sögn sjóna er ægilegt um að lík enn á ströndi einbýlishús eru h sjást bílflök í ma um húsa. Helweg sagði hins vegar vatni og mat á sv samgöngur væru Fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum á svæð SIGUR JÚSTSJENKÓS Úrslit kosninganna í Úkraínu ásunnudag voru afgerandi ogandrúmsloftið í kringum fram- kvæmd þeirra var að sögn eftirlits- manna allt annað en í kosningunum 21. nóvember sem hæstiréttur landsins ákvað að skyldu endurteknar vegna mikilla annmarka. Þegar rúmlega 99% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi var áskorandinn Víktor Jústsjenkó með 52,07% atkvæða og Víktor Jan- úkóvitsj forsætisráðherra með 44,13%. Kosningaþátttakan var í kringum 77%. Jústsjenkó lýsti yfir sigri í gærmorg- un, en Janúkóvitsj lýsti yfir því að hann myndi aldrei játa sig sigraðan vegna þess að brotið hefði verið gegn stjórnarskránni og mannréttindum. Liðsmenn Janúkóvitsj hyggjast nú leita til dómstóla líkt og andstæðingar hans gerðu fyrir rúmum mánuði. Ólík- legt er talið að sú málaleitan muni breyta nokkru um úrslit kosninganna, en hins vegar gæti fyrir vikið jafnvel orðið nokkurra vikna bið á því að op- inberlega verði greint frá úrslitum vegna þess að það má ekki gera fyrr en allar athugasemdir hafa verið af- greiddar. Merkilegt hefur verið að fylgjast með átökunum um völdin í Úkraínu. Annar frambjóðandinn var fulltrúi austurs, hinn vesturs. Janúkóvítsj var frambjóðandi Leoníds Kútsjma, sitj- andi forseta, og naut stuðnings Vlad- imírs Pútíns, forseta Rússlands. Jan- úkóvítsj hét því að efla tengslin við Rússland og rússnesk stjórnvöld studdu dyggilega við bakið á honum í kosningabaráttunni. Jústsjenkó er ólíklegur byltingarleiðtogi. Hann starfaði í ríkisbanka Sovétríkjanna og þegar þau hrundu varð hann seðla- bankastjóri Úkraínu. Hann varð for- sætisráðherra landsins í árslok 1999, en Kútsjma lagðist gegn þeim breyt- ingum og umbótum, sem hann vildi gera, og í apríl 2001 var hann sviptur forsætisráðherraembættinu. Jústsj- enkó gekk þá til liðs við stjórnarand- stöðuna. Í kosningabaráttunni kvaðst Jústsj- enkó ætla að efla tengslin til vesturs og á stefnuskrá hans var bæði innganga í Evrópusambandið og Atlantshafs- bandalagið. Áformin um inngönguna í NATÓ hafa sérstaklega verið Rússum þyrnir í augum. Margir Rússar líta á Úkraínu sem hluta af Rússlandi og rússnesk stjórnvöld eru þeirrar hyggju að Úkraína sé á rússnesku áhrifasvæði. Rússneskir ráðamenn hafa látið að því liggja að Vesturlönd hafi lagt á ráðin um að ræna réttkjör- inn forseta Úkraínu völdum með því að knýja fram aðrar kosningar og hefur málflutningur þeirra verið í anda kalda stríðsins. Engin leið er að segja hversu mikið Rússar lögðu í stuðning sinn við Jan- úkóvítsj, en þeir voru ekki einir um að reyna að hafa áhrif á pólitíska þróun í Úkraínu. Í frétt frá AP fyrir tveimur vikum kom fram að á síðustu tveimur árum hefðu bandarísk stjórnvöld varið 65 milljónum dollara í aðstoð við póli- tískar hreyfingar í landinu. Sá stuðn- ingur hefði ekki verið sendur stjórn- málaflokkum beint, heldur ýmsar stofnanir verið milliliðir um að nota féð til eflingar lýðræðis. Komið hefur fram að um sams konar starfsemi hafi verið að ræða í Georgíu og Serbíu þar sem stjórnarskipti hafa orðið með líkum hætti. Deila má um það hvort slík framlög teljist bein pólitísk afskipti, en lágmarkskrafa hlýtur að vera að þau fari fram fyrir opnum tjöldum. Sigur Jústsjenkós er fagnaðarefni. Hann mun hins vegar eiga erfitt með að vinda ofan af þeirri spillingu, sem ríkt hefur í stjórnartíð Kútsjmas. At- burðarásin í landinu var á margan hátt svipuð þeirri, sem varð í Rússlandi þegar óligarkarnir svokölluðu sölsuðu undir sig helstu ríkisfyrirtæki lands- ins, og úkraínsku óligarkarnir hafa sterk ítök. Þá er stuðningur við Jústsj- enkó bundinn við vesturhluta landsins, en í iðnhéruðunum í austurhlutanum þar sem flestir tala rússnesku er mikil andúð í hans garð. Jústsjenkó mun þurfa að leita leiða til að koma í veg fyrir að landið gliðni í sundur og færa meiri völd út í héruð. Þá er ljóst að hvað sem líður fyrirætlunum hans um nánari tengsl við vestrið mun hann ekki geta snúið baki við Rússum frekar en andstæðingur hans hefði getað lok- að á vestrið og ber nýleg yfirlýsing hans um að eitt hans fyrsta verk verði að heimsækja Pútín því vitni að hann gerir sér grein fyrir því. Byltingin í Úkraínu átti sér stað þegar fólk mótmælti klætt appelsínu- gulu, lit stjórnarandstöðunnar, og knúði fram aðrar kosningar með því að lama nánast stjórnkerfi landsins eftir seinni umferð kosninganna 21. nóvem- ber. Sigur Jústsjenkós rekur enda- hnútinn á „appelsínugulu byltinguna“. Nú tekur við að vinda ofan af spillingu og óstjórn í landinu og fara sömu leið og ýmis grannríki, sem áður voru und- ir ægivaldi Sovétríkjanna. Atburða- rásin undanfarnar vikur hefur sýnt að það verður ekki einfalt, en hún hefur einnig leitt í ljós að allt er hægt. FLUGSLYS OG FLUGÖRYGGI Í fréttaskýringu, sem birtist hér íMorgunblaðinu í gær, kom fram að á árunum 2002 og 2003 og það sem af væri þessu ári, sem senn er á enda, hefðu engin banaslys orðið í flugi á Ís- landi. Þetta er stórkostlegur árangur. Í sömu úttekt kom fram að nokkur flugslys hefðu þó orðið, einkum á litlum flugvélum og erlendir flug- menn hefðu lent í erfiðleikum í ná- munda við landið. Og enn fremur sagði: „Slys hafa orðið á sex litlum vélum, skráðum á Íslandi ...“ Undanfarna áratugi hafa slys á litlum flugvélum verið of tíð hér á landi. Í kjölfar hörmulegs flugslyss í Skerjafirði fóru fram miklar umræður um öryggi í flugi lítilla flugvéla. Skoð- anir voru skiptar. Þeir sem höfðu með að gera rekstur lítilla flugvéla töldu að sér vegið. Engu að síður verður að telja víst að þessar miklu umræður hafi orðið til þess bæði að herða kröfur en einn- ig vekja flugrekendur smáflugvéla og flugmenn, sem þeim fljúga, til vitund- ar um mikilvægi þess, að fylgja ör- yggisreglum út í yztu æsar. Þeir sem áttu um sárt að binda eftir slysið í Skerjafirði og stóðu fyrir þessum umræðum geta því vissulega sagt, að þrátt fyrir allt hafi til nokk- urs verið unnið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.