Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 27

Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 27
Neyðarástand er áSri Lanka vegnaflóðanna í fyrradag en þrjá íslenska friðar- gæsluliða sem þar eru við störf sakaði ekki. Þau eru Helen Ólafsdóttir, Björn Rúriksson og Magnús Nor- dahl. Helen segir ástandið á sumum svæðum eyjarinnar skelfilegt og stöðugt heyr- ist af fleiri dauðsföllum vegna hamfaranna, sér- staklega frá norðurhluta landsins. „Ástandið er skelfilegt vegna þess að ekki er hægt að komast til margra svæða, bæði vegna flóða af völdum rigninga undanfarnar vikur og lélegra vega. Það er engar upp- lýsingar að hafa frá litlum sjávarþorpum, sérstaklega á þeim svæðum sem lúta yf- irráðum Tamiltígranna.“ Íslenskir friðargæslulið- ar hafa verið á Sri Lanka frá árinu 2002 og starfað þar undir merkjum SLMM (Sri Lanka Moni- toring Mission). Er starf þeirra fólgið í því að gæta þess að vopnahlé Tamíl- tígranna og stjórnvalda sé virt. Starf friðargæslulið- anna hefur hinsvegar nú snúist í þá átt að miðla upplýsingum milli Tamíl- tígra og stjórnvalda til að auðvelda neyðaraðstoð vegna hamfaranna. Björn Rúriksson er staðsettur norðarlega á eynni, á Ampara, sem varð mjög illa úti, og Helen er sunnar, í höfuðborginni Colombo á vesturströnd Sri Lanka. SLMM er með skrifstofur á sex stöðum á eynni m.a. á Batticaloa á eynni austanverðri og voru liðsmenn SLMM kallaðir þaðan inn til Colombo. „Þar urðu flóð og menn urðu bókstaflega að synda út út íbúðum á jarð- hæðum,“ segir Helen. Nokkrir jeppar SLMM skemmdust í flóðunum en mann- skaði liðsins enginn sem fyrr gat. Allt aðra sögu er að segja af íbúum landsins því mörg þúsund manns hafa farist og ein milljón misst heimili sín. Urðum að taka til fótanna Sjálf var Helen stödd á ströndinni í Colombo ásamt manni sínum þegar flóð- bylgjan skall á eynni og segir framvind- una hafa verið gríðarhraða. Var hún á sól- bekk þegar hún heyrði skyndilega hróp og köll. „Aldan kemur síðan á slíkum hraða að sólbekkurinn fer undir sjó áður en mér tókst að standa upp. Við rifum allt með okkur og héldum af stað en svo ört hækkaði sjávarborðið að við urðum að taka til fótanna. Allir í kringum okkur var hlaupandi fólk og sjávarstraumurinn var ótrúlega sterkur. Okkur tókst að færa okkur upp á hæð í námunda við hótelið okkar. En allt sem var á ströndinni, sól- hlífar og annað slíkt, sópaðist á haf út á augabragði. Veitingahús þarna í ná- grenninu eru hálfónýt þótt ekki hafi þau þó hrunið.“ Helen telur að sjávarborðið hafi hækk- að um 3 metra þegar upp var staðið og hafi henni þótt nóg um eyðilegginguna, hvað þá á austurströndinni, sem var ber- skjölduð fyrir flóðbylgjunni. „Maður get- ur rétt ímyndað sér hvernig ástandið hef- ur verið þar.“ Hún segir enga leið að átta sig á hvern- ig ástandið sé víða í landinu vegna mjög erfiðra samgangna. „Við erum fyrst núna að tala við Tamíltígrana um þau svæði sem þeir ráða yfir og erum farin að gegna hlutverki milligönguaðila milli stjórn- valda og Tamíltígranna í hjálparstarf- inu.“ Segir hún það aðdáunarvert hve Tamíltígrarnir og stjórnvöld hafa verið einhuga um að aðstoða fólk í nauðum og mætti af þessu halda að þessir aðilar hefðu aldrei borist á banaspjót. Helen Ólafsdóttir Ástandið skelfilegt á Sri Lanka að sögn íslensks friðargæsluliða Stöðugt heyrist af fleiri dauðsföllum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 27 ósköpin dundu yfir. „Dauðinn kom af hafinu,“ sagði Satya Kumari, bygginga- verkamaður sem býr í Pondicherry. „Bylgjurnar eltu okkur stöðugt uppi. Þær sópuðu burt öllum kofunum okkar. Hvað höfum við gert til að eiga þetta skilið?“ Hermenn voru sendir til að leita að líkum í Aceh-héraði í Indónesíu sem var mjög nálægt upptökum jarðskjálftans. Víða sáust lík uppi trjám en þangað hafði flóðið borið þau. Að sögn fréttamanna var þegar megn rotnunarþefur á svæð- inu. Einn þeirra sem áttu um sárt að binda, maður að nafni Rajali, sagðist hvergi hafa fundið þurran blett til að jarðsetja eiginkonu sína og tvö börn. Hundruð evrópskra ferðamanna, sem voru í jólaleyfi á sólarströndum í Suð- austur-Asíu, létust eða er saknað eftir flóðbylgjuna. Þrír Austurríkismenn eru látnir þar og eins er saknað; tveir Belgar eru látnir og um 30 er saknað; staðfest er að fjórir Bretar eru látnir og óstað- festar fregnir um fleiri, en vitað var að um 10 þúsund breskir ferðamenn voru á svæðinu sem varð harðast úti. Þrír franskir ferðamenn létust og sex er saknað, en alls voru um 5.000 franskir ferðamenn á svæðinu; fjögurra Þjóð- verja er saknað og þeir taldir af, búist er við að fleiri Þjóðverjar hafi látist. Alls voru um 4.000 Þjóðverjar í leyfi á svæð- inu. Þrettán ítalskir ferðamenn eru látnir og tugir slasaðir, alls voru um 5.000 Ítal- ir á svæðinu; nítján Hollendinga er sakn- að. kom af hafinu“ Íbúar í borginni Galle sunnanvert á Sri Lanka innan um brak á götunum í gær eftir flóðbylgjuna sem skall á staðnum á sunnudag. Talið er að minnst 11.000 manns hafi farist á Sri Lanka. Eignatjónið í hamförunum í löndunum við Indlandshaf nemur milljörðum dollara og milljónir manna hafa misst heimili sín. hafi farist af völdum flóðbylgjunnar  Hjálparstofnanir undruð afrískra sjómanna í um 4.500 km fjarlægð fórust Reuters maður sem slasaðist fluttur á sjúkrahús í Phuket í Taílandi. AP HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð- herra sendi í gær samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna náttúruhamfaranna í fyrri- nótt. Stjórnvöldum á Indlandi, Sri Lanka, Indónesíu, Taílandi, Maldíveyj- um, Malasíu, Bangladesh, Myanmar og Sómalíu voru sendar samúðarkveðjur. Forsætisráð- herra sendi sam- úðarkveðjur FLÓÐBYLGJA af þeirri gerð sem olli hörmungunum í Suðaustur-Asíu er nefnd tsunami. Orðið er úr jap- önsku og merkir „bylgja í höfninni“. Orsakir tsunami geta verið jarð- skjálftar, eldgos á hafsbotni, skriðu- föll í sjó fram og stór loftsteinn get- ur einnig valdið geysimiklum flóðbylgjum lendi hann í hafinu. Bylgjurnar geysast í allar áttir frá upptökunum og fara afar hratt yfir, geta náð um 700 km hraða á klst. á opnu hafi og áhrifanna verður vart í mörg þúsund km fjarlægð. En það er ekki fyrr en þær ná land- grunni sem þær ná mikilli hæð, stundum nokkrum tugum metra. Fólk á skipum úti á reginhafi verður ekki vart við bylgjuna. Tsunami hefur oft valdið usla á Havaí-eyjum en nú hefur verið kom- ið upp eftirlitsstöðvum víða við strendur Kyrrahafs sem eykur líkur á að fólki gefist eitthvert ráðrúm til að forða sér. Hins vegar hefur ekki verið komið upp slíku neti við Ind- landshaf. Margt getur valdið flóðbylgju RÚSTABJÖRGUNARSVEIT Slysa- varnafélagsins Landsbjargar er ekki meðal þeirra fjögurra liða sem Við- bragðslið Sameinuðu þjóðanna (UN- DAC) hefur ákveðið að senda til flóða- svæðanna í Suðaustur-Asíu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Félaginu barst í fyrradag útkall sem sent var til UNDAC, en í því liði eru þrír Íslendingar er starfa á vegum Lands- bjargar og utanríkisráðuneytisins. Hamfarastofnun SÞ (OCHA) hefur ákveðið að senda fjögur lið til hamfara- svæðanna á Indónesíu, Thaílandi, Sri Lanka og Maldíveyjum, og valdir voru til fararinnar þeir liðsmenn UNDAC sem eru hvað næst þessum svæðum. Eru Íslendingarnir ekki í þeim hópi, því fljótlega varð ljóst að ekki væri þörf fyrir tæknilega rústabjörgunarsveit, að því er segir í tilkynningunni. Rústabjörg- unarsveitin ekki boðuð r fjölskyldur biðu í gær ta en þær voru í leyfi örnum sínum í Khao n við Phuket. Flóðbylgj- með sér en þau voru á a til fimm ára. „Þetta t að ég get varla talað danski sendiherrann í Helweg-Larsen, eftir að Hann hitti einnig aðra sem sakna ástvina arirnar. arvotta Jyllandsposten ð lítast í Phuket, mörg nni og mörg hótel og hrunin. Sums staðar argra metra hæð á svöl- g-Larsen sendiherra að nóg væri af hreinu væðinu og almennings- u í lagi. ðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.