Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda Valdi-marsdóttir fæddist á Akureyri 3. mars 1912. Hún lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnun- ar Þingeyinga 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Herdís Friðfinnsdóttir hús- móðir frá Hvammi í Hjaltadal, f. 17. maí 1876 og Valdimar Kristján Þórarins- son sjómaður og verkamaður frá Þorvaldsstöðum við Húsavík, f. 12. febrúar 1881, d. 1930. Hulda átti einn albróður, Garðar Hólm, sem lést barnungur. Hún átti tvö eldri hálfsystkini, Valdimar og Sigfríði, og einn fósturbróður, Árna Indriða. Þau eru öll látin. dætur, Sigríði Borghildi og Kristínu Önnu. d) Sævar, d. 1984. 2) Jón, f. 1936, maki Lára Bene- diktsdóttir, börn þeirra eru a) Hulda, maki Jóhann Gunnarsson, þau eiga þrjú börn, Láru Sóley, Jón Hafstein og Benedikt Þór. b) Ingólfur, maki Berglind Steina- dóttir, þau eiga eina dóttur, Hjördísi Dong. c) Jónasína Lilja, maki Haukur Gröndal, þau eiga einn son, Kristófer Örn. 3) Bragi, f. 1947, d. 1998, maki Guðrún Svavarsdóttir, börn þeirra eru a) Herdís, maki Marinó Önundar- son, þau eiga tvo syni, Braga og Arnar. b) Elvar, á eina dóttur, Dagnýju. c) Guðni, maki Rann- veig Þórðardóttir, þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Maríu. 4) Ing- ólfur, f. 1949 d. 1949. 5) Dagný, f. 1952, maki Tryggvi Einar Geirsson, börn þeirra eru a) Geir, maki Anna Margrét Jóns- dóttir, þau eiga eina dóttur, Kol- brúnu Huldu. b) Inga Huld, maki Viðar Pálsson. c) Davíð Þór. Hulda verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hulda giftist 31. október 1931 Ingólfi Jónassyni frá Ysta- Hvammi í Aðaldal, f. 31. júlí 1904, d. 10. mars 1986. Foreldrar Ingólfs voru Jónas Sigurbjörnsson, f. 1876, d. 1924 og Jón- ína Kristín Sig- tryggsdóttir, f. 1876, d. 1965. Börn Huldu og Ingólfs eru: 1) Valdimar, f. 1934, maki Erla Sigurjóns- dóttir, börn þeirra eru a) Hulda, maki Sveinn Pálmi Guðmundsson, þau eiga þrjá syni, Atla Má, Sævar Inga og Andra Þór. b) Olga, maki Hermann Jónasson, Olga á þrjú börn, Valdimar, Erlu og Helgu. c) Jón Ingi, maki Rann- veig Ólafsdóttir, þau eiga tvær Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Er húmaði að kveldi hinn 17. des- ember sl. kvaddi amma mín og nafna Hulda Valdimarsdóttir þetta líf, orðin 92 ára. Hún hafði þá verið mjög veik í nokkra sólarhringa. Þó að erfitt sé að missa ástvin og ekki síst á þessum tíma veit ég að amma hefur fengið góðar móttökur hjá afa og öllum hin- um úr fjölskyldu okkar sem farnir eru. Minningarnar um ömmu eru marg- ar og langar mig að minnast nokkurra þeirra. Tónlist skipaði ætíð stóran sess í lífi ömmu. Hún fékk fótstigið orgel í fermingargjöf sem hún spilaði á. Efst í huga mínum eru aðfanga- dagskvöldin, bæði á Reykjum og á Túngötu 3, er amma sat við orgelið og spilaði og allir í fjölskyldunni sungu með. Einnig spilaði amma á gítar og svo söng hún líka vel. Hún var ein af stofnendum Verka- kvennakórsins Vonar á Húsavík 1937 og stjórnaði honum. Þetta voru konur sem komu saman og æfðu í stofunni á Reykjum. Haldnar voru kvöld- skemmtanir til fjáröflunar fyrir félag- ið. Einnig kom kórinn fram við ýmis önnur tækifæri. Þessi kór hætti starf- semi eftir 1940. Músíkin fylgdi ömmu ætíð og aðeins stuttu fyrir andlát hennar söng hún jólasálma er að- ventusamkoma var haldin á Sjúkra- húsinu fyrir sjúklinga og aðstandend- ur þeirra. Þegar að ég kom í heimsókn til ömmu nú í seinni tíð á sjúkrahúsið var hún oftar en ekki að raula eitthvert lag og fannst mér gaman að raula með henni og þá kom glampi í augun og augljóst að hún hafði gaman af. Ég veit að það var henni líka mikil gleði hversu margir afkomendur hennar hafa lært á hljóðfæri og sungið. Amma var mikil blómakona og bar heimili hennar og garður þess vott, allir litir og afbrigði af alls konar blómum. Hún hafði gaman af sauma- skap og hannyrðum sem hún vann af vandvirkni og margt fallegt prýddi heimili hennar. Amma vildi líka alltaf vera fín til fara og hafði gaman af því að punta sig. Það var því okkur báðum ánægja að hún var fyrst til að setjast í stólinn hjá mér er ég hafði opnað hár- greiðslustofu mína á Húsavík fyrir 25 árum. En nú er komið að kveðjustund í bili. Ég og fjölskylda mín kveðjum Huldu ömmu með einlægri þökk fyrir samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Hulda Jónsdóttir. Amma Hulda lést föstudaginn 17. desember. Amma Hulda var hlý og brosmild kona sem var ætíð einstak- lega góð við okkur systkinin. Við minnumst hennar og afa Ingólfs ætíð með hlýhug og gáfu þau okkur marg- ar góðar minningar fyrir framtíðina. Sérstaklega eru okkur minnistæðar dvalir okkar hjá ömmu og afa á Húsa- vík þar sem ýmislegt var haft fyrir stafni eins og útilegur, að tína aðalblá- ber sem við fengum síðan að borða með rjóma og sykri, að gefa öndun- um, skíðaferðir á Húsavíkurfjall, fót- bolti og oft var tekið í spil. Amma og afi gáfu sér alltaf tíma til að leika og tala við okkur og við vorum alltaf glöð þegar við heyrðum að þau væru að koma suður til Reykjavíkur til að vera hjá okkur um jólin því þá vissum við að þar væri komið fólk sem ekki þreyttist á ólsen ólsen. Amma Hulda var mjög tónelsk kona og það var ekki sjaldan sem við fengum að heyra hana spila listavel á orgelið í Túngöt- unni og syngja með. Amma Hulda var líka með fagurgræna putta og blómin hennar ætíð litskrúðug og falleg og blómin á Sólbrautinni fengu oft sterka vítamínsprautu á meðan amma var í heimsókn. Við eigum eftir að sakna söngsins þíns, elsku amma okkar, og hvert sinn sem við sjáum stjúpublóm hugsum við til þín. Við er- um þakklát fyrir allar samverustund- irnar sem við fengum saman og fyrir alla þá hlýju og ást sem þú gafst okk- ur. Þú munt alltaf lifa í hugum okkar. Við vitum núna að þú ert þar sem þú vilt vera, með afa Ingólfi og Braga frænda. Guð blessi ykkur öll. Geir, Inga Huld og Davíð Þór. HULDA VALDIMARSDÓTTIR ✝ Friðgeir Guð-jónsson fædd- ist að Hermundar- felli í Þistilfirði 3. ágúst 1919. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Nausti á Þórshöfn 20. des- ember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Hólmfríður Jónsdóttir og Guð- jón Árnason. Al- systir Friðgeirs er Árnína, f. 1921, búsett á Akureyri. Maður hennar var Guðmundur Reynir Antonsson, f. 1921, d. 1989. Börn þeirra eru Þorbjörg, f. 1949, Hallur, f. 1956, Jóna Mar- grét, f. 1958, og Guðrún, f. 1960. Þau Guðjón og Jóna skildu árið 1923. Fluttist Jóna þá til Raufar- hafnar með dótturina, Árnínu. Friðgeir var áfram í skjóli föður síns næstu árin. Eftir fermingu 1933 réðst hann sem vinnumaður í Holt í Þistilfirði til Þorsteins Þórarinssonar og eftir lát Þorsteins 1952 til þeirra Holtsbræðra, Þórarins og Árna Krist- jánssona og loks til Gunnars Þóroddssonar í Holti. Eftir áttrætt tók Friðgeir að bila mjög á heilsu og fluttist þá á Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn þar sem hann átti skjól síðustu árin. Friðgeir var annálaður dugnaðarforkur og hlífði sér hvergi. Hann var gangnaforingi í öllum göngum í Dalsheiði áratugum saman, kunn- ur að ratvísi og ráðsnilld. Hann var heiðraður með hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að fjall- skilum. Útför Friðgeirs fer fram frá Svalbarðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag er til moldar borinn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði gamall vinur og frændi, Friðgeir Guðjóns- son, eða Geiri í Holti eins og hann var kallaður nær alla sína ævi. Hann var Þistilfirðingur í húð og hár, fæddur að Hermundarfelli í Þistilfirði og í þeirri sveit átti hann heima allt sitt líf. Lífið tók hann ómjúkum tökum í fyrstu, foreldrar hans skildu og heimilið var leyst upp. Hann lifði því bernsku sína sem sveitardrengur, en sú stétt var lengst af nánast réttlaus í þessu landi, þrælkuð og svelt. Það má því nærri geta að hann hefur ekki not- ið ástríkis eða nærgætinnar umönnunar í bernsku sinni. Aldrei talaði hann þó um það eða bar fyrri húsbændum illa söguna. Árið 1933, fermingarárið hans, réð Þorsteinn Þórarinsson í Holti hann til sín sem vinnumann eins og það var kallað. Þar varð heimili hans og þar varð starfsvettvangur hans langa og giftusama ævi. Eftir lát Þorsteins 1952 réðst hann til þeirra Holtsbræðra Árna og Þór- arins og er búskap þeirra lauk til Gunnars Þóroddssonar, núverandi bónda í Holti. Geiri í Holti var um margt mjög sérstakur maður. Hann var vel að manni, harðduglegur og bar hag búsins fyrir brjósti eins og hann ætti það sjálfur. Hann naut nær engrar skólagöngu en hann var náttúrubarn, glöggskyggn og at- hugull. Ég minnist þess þegar ég var kúasmali í Holti að kýrnar voru settar út á dal á sumrin og rásuðu þá oft út að sjó eða vestur á Dals- móa í hvarf frá bænum. Ekki hafði ég vit á því að fylgjast með hátta- lagi kúnna til þess að geta séð nokkurn veginn fyrir hvar þeirra yrði að leita um kvöldið. En það kom ekki að sök, maður fór bara til Geira og spurði hann hvar kýrnar væru. Aldrei brást það að hann vissi það nákvæmlega. Börn og ekki síður unglingar sóttust eftir návist Geira. Við borð- ið sátum við strákarnir á „vinnu- mannabekknum“ hjá Geira eftir tignarröð. Ég sat við hlið hans um tíu ára skeið, næstur mér kom Kristján Ingi, þá Haddi, svo Hörð- ur o.s.frv. Hann var vinur okkar og félagi og eins og einn af okkur krökk- unum en auðvitað sjálfkjörinn for- ingi. Margan reiðtúrinn fórum við, að ekki sé minnst á bíltúrana og ballferðirnar síðar. Þegar maður minnist þessara góðu, glöðu daga bernsku sinnar og æsku kemur mynd Geira ætíð fram í hugann. En það vorum ekki bara við krakk- arnir í Holti og Dal sem sóttum til Geira heldur nánast allir krakkar í sveitinni, a.m.k. frá Austurbæjun- um. Þegar Þórarinn frændi í Holti var oddviti sagði hann á góðri stundu að réttast væri að gera Geira að æskulýðsfulltrúa í sveit- inni. Einhver skaut því þá að, að þess þyrfti ekki – hann væri það nú þegar! En þótt Geiri væri ætíð tilbúinn að slást í hóp okkar krakkanna þá tók hann að sjálfsögðu fullan þátt í heimi fullorðna fólksins. Hann var virkur félagi í Ungmennafélaginu Aftureldingu og gangnaforingi í Dalsheiði um áratugi. Hann þekkti heiðarnar eins og lófann á sér og ratvísi hans var við brugðið. Þáttur um Geira birtist í Göngum og rétt- um fyrir nokkrum árum. Framlag hans til fjallskila færði honum að lokum hina íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands. Snemma þurfti Geiri að brynja sig til varnar í hörðum heimi og bar því ógjarnan tilfinningar sínar á torg. Aðeins einu sinni sá ég hann láta það eftir sér að tárfella – það var við jarðarför öðlingsins Þórarins í Holti, húsbónda hans, félaga og vinar. Síðustu æviárin urðu Geira erfið. Hann dvaldi þá á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og naut alúðar og umönnunar þess einstaka starfsfólks sem þar vinnur. Nú við leiðarlok er mér þakklæti efst í huga fyrir kynninguna við vininn góða og frændann, bros hans og þétt handtak gleymist ekki. Farðu vel, bróðir og vinur. Óttar Einarsson. Enn einn góður sveitungi og vin- ur hefur lagt upp í ferðina löngu. Hann fellur síðastur frá af gamla heimilisfólkinu í Holti sem átti þar heimili seinni hluta síðustu aldar. Við Holt eru tengdar minningar frá góðum samverustundum sem voru hluti af erli hversdagsins eða upplyftingu á góðri stund. Friðgeir eða Geiri í Holti eins og hann var jafnan kallaður var mikill FRIÐGEIR GUÐJÓNSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.