Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 31 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófess- orsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignar- land Biskupstungna- og Svína- vatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGAR íslenskar kannanir sýna að ungmennum eru helst boð- in ólögleg vímuefni í partíum, þ.e.a.s. eftirlitslausum unglinga- samkvæmum. Þar næst eru ung- mennum oftast boðin vímuefni á götunni, rúntinum, fyrir utan skemmtistaði og svo framvegis. Okkur, foreldrum, er hollt að hafa þetta í huga. Okkur er líka hollt að hafa það í huga að oftast ryður áfengisneysla ungmenna veginn að ólöglegum vímuefnum. Það ætti því að vera öllum ljóst að ef foreldrar hafa það að markmiði að reyna með öllum skynsamlegum ráðum að fresta áfengisneyslu unglinganna sinna sem lengst er verið að minnka líkurnar á því að þeir leiðist út í neyslu eiturlyfja. Þá má spyrja hvernig við frest- um áfengisneyslunni. Ekki er til neitt einhlítt svar við þessu, en hins vegar má nefna bestu þekktu aðferðirnar. Þær eru t.d. að for- eldrar framfylgi útivistarreglunum, leyfi ekki eftirlitslaus unglinga- samkvæmi, kaupi ekki áfengi fyrir börnin sín og reyni að fjölga sam- verustundum með börnum sínum. Í þessu sambandi má benda á að kannanir sýna að innihald sam- verustundanna skiptir ekki öllu máli. Hér áður fyrr var því haldið fram að fáar en innihaldsmiklar samverustundir skiptu mestu máli í þessu sambandi, en í dag er það t.d. viðurkennt að sameiginlegt sjónvarpsgláp telur ekki síður. Það ætti því að vera einfalt að uppfylla þessar þarfir barnanna okkar, að reyna að fjölga samverustundum með börnum okkar, án þess að skipulögð dagskrá sé alltaf til stað- ar. Minna má á að sá hópur ung- menna sem verður 16 ára á árinu 2005 má, skv. útivistarreglunum vera úti lengur en til miðnættis strax um nk. áramót. Þetta er þó háð leyfi foreldra þeirra að sjálf- sögðu. Í sjálfu sér er ekki, í flest- um tilvikum, ástæða til að banna þessum ungmennum að fara út eft- ir miðnættið. En mikilvægt er að foreldrar séu á varðbergi, setji þessum börnum sínum tímamörk á heimkomu og séu vakandi þegar þau koma heim. Mikilvægt er að börnin hafi fulla vitneskju um hvað pabbi og mamma eru að hugsa og hvaða væntingar þau geri til heil- brigðrar hegðunar barna sinna með hliðsjón af þessum auknu réttindum, sbr. þessar útivist- arreglur. Stöndum vörð um börnin okkar í verki. Og notum viðurkenndar að- ferðir. Vá Vesthópurinn vill að lokum óska öllum, foreldrum og börnum gleðilegra jóla, árs og friðar. Fyrir hönd Vá Vesthópsins, forvarnahóps á norðanverðum Vestfjörðum, HLYNUR SNORRASON. Hvatningarorð til foreldra á Ísafirði Frá Vá Vesthópnum. FYRIR RÚMU ári átti ég þess kost að skreppa til New York í desember, nokkuð sem ég hafði saknað í mörg ár. Mesta tilhlökk- unin var að sjá skautasvellið og jólatréð á Rockefeller Center, finna lyktina af ristuðu kast- aníuhnetunum og sjá rauðklædda jólasveina á hverju götuhorni. Nú brá svo við að engan fann ég jóla- sveininn. Skautasvellið, tréð og kastaníuhneturnar voru á sínum stað en eftir langa leit fann ég einn jólasvein í felum inni í versl- uninni Bloomingdale. En það sem mest vakti furðu mína var að hvergi nokkurs staðar sá ég kveðj- una Merry Christmas. Aftur á móti sá ég víða prentað stórum stöfum Happy Hanukah og svo þessa hálfvolgu kveðju Happy Ho- lidays. Meira að segja jólakortin voru með Happy Holidays. Ég þurfti að leita lengi að jólakortum með kveðjunni Merry Christmas. Það fauk í mig en ég þorði ekki fyrir nokkurn mun að láta skoðun mína í ljósi enda enn að bíða eftir réttum pappírum til að fá að dvelja í þessu svokallaða frjálsasta landi heims. Nú eru pappírarnir komnir og aftur eru komin jól og þessi hálfvolga kveðja tröllríður hér öllu og svo Happy Hanukah auðvitað. Nú er það vitað að í New York eru hlutföllin öðruvísi en annars staðar í Bandaríkjunum. Þrátt fyr- ir það telja 75 prósent Bandaríkja- manna sig kristna en til þess að styggja ekki 1,5% þjóðarinnar sem nota kveðjuna Happy Hanukah og til þess að verða ekki vændir um að vera ekki „politiskt correctir“ er farinn einhvers konar millivegur og þessi kveðja Happy Holidays, sem í mínum augum er hvorki fugl né fiskur. Eins og í forsetakosn- ingunum er það ekki prósentan heldur peningarnir sem hér virðast ráða öllu. Hvað varð um jólin? En nú bregður svo við að meira að segja fréttamönnum sjónvarps og útvarps blöskrar, ekki bara mér. Og hvers vegna skyldu kristnir menn ekki mega nota kveðjuna Merry Christmas þegar þeir óska öðrum gleðilegar jólahá- tíðar, sama hverrar trúar viðtak- andi kveðjunnar er? Það er svo annarra að nota sínar kveðjur þeg- ar það á við. Þetta er komið út í öfgar eins og margt annað hér í þessu landi. Hvað skyldi verða langt þangað til jólin verða tekin af okkur hér? En þangað til vanda ég öðrum kveðjurnar og nota óspart kveðj- una Merry Christmas eða á okkar ylhýra gleðileg jól! ELÍN KÁRADÓTTIR, fv. ritstjóri Gestgjafans, nú búsett í Bandaríkjunum. Vandaðar kveðjurnar Frá Elínu Káradóttur: flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Krabbameins- félagsins Vinningar í happadrætti Útdráttur 24. desember 2004 Audi Sportback, 2.490.000 kr. 86615 Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr. 110270 Vinningar B ir t án á b yr g ð ar Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 10. janúar nk. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr. 233 422 1133 3484 4488 5049 5847 6960 7712 8400 9735 10756 11062 11673 12952 13044 13870 14029 14287 14612 15863 16250 16792 18351 19188 20234 20550 20623 20654 20846 21323 22245 23826 24859 26027 26058 26549 27160 28413 28442 28760 30411 31627 31814 33674 33855 34590 35356 36600 36672 37620 39197 39216 39502 42567 43104 44085 44723 45304 46954 46979 48672 49088 49444 49952 50159 51986 55073 55413 56241 56444 59126 60846 62399 64705 66158 67281 67742 68713 69079 69621 70888 71105 71306 73040 73369 73375 74098 75225 76374 76575 77799 77910 78492 78500 78987 79645 82540 82625 82713 83337 83385 83573 84390 85065 86397 87488 87930 88024 90191 90267 91098 91225 92408 92520 93100 93311 93374 93557 93698 94654 95134 95191 95685 96326 97248 97863 98460 101169 101891 102032 102552 103668 104655 105707 106429 106789 108801 110177 110745 111419 111504 113630 113937 113958 114078 114750 115308 117215 118266 118514 119839 120008 122516 123028 123119 123943 124048 125030 125588 125757 126083 126414 130180 130381 132428 132469 134883 Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Krabbameinsfélagi› flakkar landsmönnum veittan stu›ning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.