Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Árið hefur verið Austur-Húnvetningum viðburðaríkt. Sveitarfélög hafa sameinast. En þrátt fyrir það erum við enn ósamstæð. Einn stærsti atburður ársins var bruninn í Votmúla þar sem húsnæði þriggja fyr- irtækja eyðilagðist. Eignatjón var mikið en ekki urðu slys á fólki. Enn er óráðið um uppbyggingu tveggja fyrirtækja en fram- leiðsla hafin hjá matvælavinnslu Vilko ann- ars staðar í bænum. En vonir leynast engu að síður og draumar hafa ræst. Til að komast af í hörð- um heimi hámarksarðsemi er aðeins eitt ráð, þolinmæði og þrautseigja. Þeir sem lifa í ógnarhraða lífsgæðakapphlaupsins og há- markshagnaðar hafa þörf fyrir okkur sem enn þraukum í byggðum fjarri höfuðborg- arsvæðinu, byggðum þar sem ræturnar liggja.    Í dag þegar þessi pistill birtist er sam- kvæmt ritúalinu Barnadagur, dagur um saklausu börnin í Betlehem, dagur sem Heródes konungur mikli lét taka af lífi sam- kvæmt frásögn Matteusarguðspjalls öll sveinbörn tveggja ára og yngri til að koma í veg fyrir ógnun manns sem við flest byggj- um jólahátíðina á. Þegar þessi pistill birtist ykkur, þegar jólasveinar snúa aftur til síns heima, situr enn keimur af jólum í sálum okkar. Ekki er ráðlegt að sitja hnípin þetta árið og gráta hið liðna þegar ár er í rjúpur. Óskir flestra óháð aldri hafa verið uppfylltar. Allir hafa fengið eitthvað fallegt í það minnsta og svo framvegis.    Jólin eru hátíð barnanna, jólin eru hátíð þeirra sem þreyttir eru, jólin eru hátíð þeirra sem hafa gleðina að leiðarljósi – jólin koma og fara, jólin eru allra. Jólin eru í des- ember þá sól fer hækkandi á himni eftir 21. desember. Jólin koma ár hvert og er undir hverjum og einum komið hvernig úr rætist. Í huga þess sem þessar línur ritar eru jólin uppgjör hverrar sálar við sína nánustu og líka hátíð hinnar hækkandi sólar þar sem framtíðin er falin. Jólin eru samfagnaður, umburðarlyndi, og mökkur af ættingjum sem maður hefur allt of sjaldan séð. Framundan er ár sem enginn veit hvað ber í skauti sér en það er ósk þes sem þess- ar línur ritar að árið sem bíður handan við hornið verði ár réttlætis, umburðarlyndis, ár kærleika og friðar. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA Sveitarfélagið Fjarða-byggð hefur áhugaá að reisa stórt fjöl- nota íþróttahús á Reyð- arfirði. Viðræður standa yfir milli Fjarðabyggðar, Alcoa og Bechtel um hugs- anlega þátttöku tveggja síðarnefndu aðilanna í kostnaði við gerð slíks húss. Íþrótta- og tóm- stundanefnd hefur unnið að málinu. Þegar ljóst varð að Alcoa og Bechtel hygðust reisa íþrótta- aðstöðu fyrir starfsfólk sitt og verja til þess sam- eiginlega tæpum 100 millj- ónum króna, kom upp sú hugmynd að fjármagnið gengi inn í byggingu var- anlegs fjölnotahúss á staðnum. Slíkt hús gæti kostað um 500 milljónir króna. Ákvörðunar Alcoa og Bechtel er að vænta í kringum áramót og gæti hluti hússins verið kominn í gagnið nk. sumar. Fótboltahöll HeilbrigðisstofnunÞingeyinga hefurtekið í notkun nýtt hjartaþolspróftæki sem notað er til greiningar og eftirlits með hjartasjúk- lingum. Verðmæti tækisins er um tvær milljónir kr. Svala Hermannsdóttir, for- maður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunarinnar, afhenti Ásgeiri Böðv- arssyni lækni gjafabréf fyrir tækinu. Ásamt Styrktafélagi Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga eru gefendur meðal annars Lionsklúbbur Húsavíkur og hagyrðinga- félagið Kveðandi sem stóðu fyrir skemmtisamkomu í fjáröflunarskyni til þessara tækjakaupa. Þá eru einnig sjö kvenfélög í Þingeyj- arsýslu meðal gefenda ásamt ýmsum velunnurum Heilbrigðis-stofnunar Þingeyinga. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hjartatæki afhent Spáð var stórhríð áNorðurlandi yfirjólin, eins og varð. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti af því tilefni: Úti dimm þótt ógni hríð ekki er þörf að kvarta, inni jólabirtan blíð býr í hverju hjarta. Eins og við mátti búast rækir Friðrik þann góða sið að setja vísu í jóla- kortin. Undirrituðum barst: Inn í sálir sérhvers manns sælustundir leita, megi fæðing frelsarans frið og gleði veita. Í höfuðstöðvum Íslands- banka á Kirkjusandi báðu nágrannar starfsmenn bankans að fjarlægja tómar kókflöskur úr gluggum á Þorláksmessu. Eftir það orti Þórður V. Oddsson: Þó daginn út og daginn inn við drekkum kókakóla. Fólkið nýtur friðs um sinn og flöskulausra jóla. Vísa í kort pebl@mbl.is Ísafjörður | Skautaíþróttir voru mikið stundaðar á Ísafirði á ár- um áður en nú þykir næstum tíðindum sæta ef einhver sést á skautum á götum bæjarins. Sig- ríður Þrastardóttir hár- greiðslumeistari fékk skauta í jólagjöf og tók þá fljótlega í notkun og renndi sér eftir göt- unni. Sonur Sigríðar, Kristófer Albert Lúðvík Lárusson, fór með til að kenna henni listina. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Jólagjöfin komin í gagnið Skautar Ísafjarðarbær | Gert er ráð fyrir að 292 milljónir króna fari í fjárfestingar og til sérstakra rekstrarverkefna á vegum Ísa- fjarðarbæjar á næsta ári að því er fram kom við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Helstu framkvæmdir verða við Grunn- skólann á Ísafirði, við byggingu nýs íþróttahúss á Suðureyri, lagður verður göngustígur meðfram Skutulsfjarðar- braut auk þess að keypt verður ný slökkvibifreið. Hvað hafnarframkvæmdir varðar er stefnt að því að byrja á 2. áfanga end- urbyggingar Ásgeirsbakka, keyptur verð- ur ný hafnsögubátur og dýpkað verður í Sundahöfn og innsiglingunni í höfninni á Suðureyri. Þá er áætlað fyrir snjóflóða- og sjóvarnargörðum, vatnsveitu- og frá- veituframkvæmdum, ýmsum smærri verkefnum ásamt viðhaldi gatna og fast- eigna og endurnýjun tækja og búnaðar. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætl- un eru heildarrekstrartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur áætlaðar ríflega 2 millj- arðar króna fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans Heildarrekstrarútgjöld eru áætluð 2.168 milljónir króna. Afborganir lána á næsta ári nema 244 milljónum króna og eigin fjármögnun og nýjar lántökur 323 milljónum króna. Fræðslumál taka mest til sín þegar að málaflokkum kemur, 643 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 140 milljónir, félagsþjónustan 79 milljónir, umhverfis og almannavarnir 145 milljónir, menningarmál 52 milljónir og sameigin- legur kostnaður nemur 160 milljónum króna. Tæpar 300 milljónir í framkvæmdir Ísafjörður | Fjögur skip sem skráð eru í Ísafjarðarbæ fá hámarkshlut af byggða- kvóta sjávarútvegsráðuneytisins, 15 tonn, sem útlit er fyrir að Fiskistofa úthluti vegna þess að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur vísað frá sér að skipta 210 lesta kvóta sem kemur í hlut byggðarlagsins. Skipin eru Júlíus Geirmundsson, Páll Pálsson, Fjölnir og Stefnir. Samkvæmt upplýsingum í frétt á vef bb.is fengju skip sem gerð eru út frá Ísa- firði, rúm 75 tonn, í hlut Suðureyrar kæmu tæp 52 tonn, til skipa á Flateyri tæp 43 tonn, liðlega 21 til Þingeyrar og 18 til Hnífsdals. Fjögur skip fá hámarkskvóta MEÐLAGSGREIÐENDUR! Gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.