Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 23
Reyðarfjörður | Vinna við grunn álversins við Reyðarfjörð hófst í september og gengur sam- kvæmt áætlun. Á henni að mestu að vera lokið inn- an árs. Jarðvegsvinna er unnin af Suðurverki hf. Hafnarfirði, en fyrirtækið tekur á sama tíma einnig þátt í að byggja tvær stíflur, þar sem magnið er um 4,5 milljónir m3 við Kárahnjúka. Á álverslóðinni er um að ræða útgröft lausra jarðlaga sem nemur um 1.400.000 m3, sprengingu klappar sem nemur 1.600.000 m3, mölun fyllingar um 1.500.000 m3 og gerð frárennslisskurða sem eru 2,6 km á lengd og magnið þar um 300.000 m3. Mun þetta vera stærsta verkefni sinnar tegundar hér á landi. Að sögn þeirra Suðurverksmanna þarf verkið að vinnast hratt og mikil afköst kalla á umtalsverð- an tækjakost; á sjötta tug 20–140 tonna vinnuvéla. Rúmlega 150 manns vinna á þrískiptum vöktum allan sólahringinn. Búa starfsmennirnir í búðum sem Bechtel hefur verið að reisa á Haga fyrir utan þéttbýlið í Reyðarfirði Þar er verið að byggja búðir fyrir 1.800 manns ásamt aðstöðu fyrir ýmiskonar afþreyingu. Starfsmenn eru nú í jólafríi en vinna byrjar aftur 3. janúar. Suðurverk var stofnað 1967 og hefur starfað sem jarðvinnuverktaki, m.a. við stíflugerð fyrir Lands- virkjun, vega- og hafnarframkvæmdir og ýmis önn- ur verkefni. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sitja stillt Þessi vélaruna haggast ekki fyrr en Suðurverk fer aftur af stað með jarðvegsvinnu eftir áramót. Grunnur lagður að álveri MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR Reyðarfjörður | Það leikur margt á himninum á vetrarnáttum og má þar helstra geta stjarna og norðurljósa. Fréttaritari blaðsins, sem var á leið um Reyðarfjörð að kvöldi annars dags jóla, leit þá augum rosabaug mikinn um mánann og var hann óvenjustór og greinilegur. Rosabaugurinn ber nafn með rentu því hann þótti vita á rosa í tíð- inni framundan og var talinn áreið- anlegur fyrirboði illviðris og mann- skaðaveðra við sjávarsíðuna sér- staklega. Bændur fóru sér jafnan hægt fyrstu dægrin eftir að rosa- baugur hafði sést um tungl. Fleira hefur sést markvert á himni. Þannig hafði margur Héraðs- búinn gaman af fréttum um glitský sem sást um hátíðarnar í Reykjavík. Var skýið sagt bæði fágætt fyrir- bæri og merkilegt. Héraðsbúar urðu nokkuð hvumsa yfir þessu því glit- ský eru tiltölulega algeng eystra og hafa ekki færri en fimm slík sést frá því seint í haust. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Rosabaugur Máni hátt á himni skín. Leikið á himni „HINGAÐ kemur fólkið til að fá sér kaffi eða öl, en hér eru hvorki leyfð- ar reykingar né áfengisdrykkja, nema í sérstökum tilvikum,“ segir Sóley Árnadóttir, sem stjórnar klúbbnum í aðalbúðum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. „Konur ítölsku starfsmannanna hafa skreytt salinn fallega og við erum að leggja síðustu hönd á ljós og hljóð, svo allt verði tilbúið fyrir hátíðardagskrána á gamlárskvöld.“ Starfsfélagi Sóleyjar, Bryndís Ásta Ólafsdóttir, segir fólk hið kurteisasta og þótt vinnudagurinn sé langur, 12 klst., sé auðvelt að umgangast starfsfólk Impregilo. „Það er helst að heyrist hátt í Portúgölunum, tungumálið þeirra er þannig að það er alltaf eins og þeir séu að hrópa og jafnvel rífast, svona dálítið eins og ítalskan.“ Sóley segir að í sérstökum tilvik- um sé leyft að hafa samkvæmi þar sem vín er veitt í klúbbnum, en ann- ars þjóni hann fremur sem kaffihús. Lítill salur annars staðar í búðunum sé lánaður undir partístand ef svo beri undir. Sóley segist vön því að vera á óhefðbundnum stöðum við störf, hafi m.a. starfað í fimm ár á skemmtiferðaskipi. Lífið í Kára- hnjúkum sé ágætt og skemmtileg fjölbreytni í mannlífinu. Gert klárt í klúbbnum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.