Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ VINNA Í KLEINUHRINGJANÁMUNNI SNILLD! GRAFÐU UPP EITTHVAÐ MEÐ SÚKKULAÐI- KREMI ÉG ER BÚINN AÐ FINNA KASSA FYRIR ÞIG! MIG ER AÐ DREYMA, ER ÞAÐ EKKI? ÉG ÆTLA AÐ LITA ÞETTA BLEIKT SÍÐAN LITA ÉG ÞETTA GRÆNT OG ÞETTA HÉRNA BRÚNT OG ÞETTA BLÁTT... ÞETTA ER MÍN LITABÓK OG ÉG NOTA ÞÁ LITI SEM ÉG VIL! FARÐU Í FÍN FÖT OG KOMDU ÚT Í GÖNGUTÚR Beini MORGUNSTUNDINN OKKAR Í DAG BER HEITIÐ: HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. © DARGAUD JAMM HALLÓ? 124,7 STÖÐIN? GÆTUÐ ÞIÐ ENDURTEKIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ SÖGÐUÐ RÉTT ÁÐAN? ÞETTA VAR SVO FALLEGA SAGT MEÐ ÁHERSLU Á BESTI TAKK VIÐ ENDURTÖKUM…HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. MEÐ ÁHERSLU. HANN HIKAR EKKI VIÐ AÐ FORNA SÉR FYRIR OKKUR…HANN SETUR LIF SITT Í HÆTTU TIL AÐ LÁTA EIGANDANN SINN LIÐA VEL. VIÐ HÖFUM SÉÐ HUNDA Í BRJÁLUÐU VEÐRI, GRAFA Í SNJÓ MEÐ LITLUM BLÓÐUGUM LOPPUNUM SÍNUM OG DRAGA UPP FROSNA SKÍÐAMENN. ÞETTA GERA ÞEIR ÞRÁTT FYRIR ÓBÆRILEGAN SÁRSAUKA. HALLÓ 124,7 STÖÐIN. MÁ ÉG SEGJA NOKKUR ORÐ VIÐ YKKUR? ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR Dagbók Í dag er þriðjudagur 28. desember, 363. dagur ársins 2004 Víkverji átti dásam-lega jólahátíð með fjölskyldu sinni, þrátt fyrir að jólin væru sví- virðilega stutt í þetta skiptið. Þau hafa hreinlega aldrei verið styttri. Víkverja, sem er tiltölulega nýskrið- inn út úr skólakerfinu, þykir það hreinasta hneisa að fólk á vinnu- markaðinum skuli ekki njóta sömu sjálf- sögðu réttinda og námsmenn, að fá að hvíla sig eftir erfiða vinnutörn og eyða dálitlum tíma í sjálft sig. Það er enginn að gera neitt merkilegt um jólin hvort eð er. Á einum vinnustað þar sem Víkverji starfaði var starfsfólk skikkað til að vinna hálfan dag á aðfangadag og hálfan dag á gamlársdag. Enginn gerði neitt þessa daga nema sitja eins og búrar og borða konfekt sem ráðvilltir yfirmenn fleygðu í allar áttir til að láta líta svo út að þeir hefðu eitthvað að gera. x x x Best væri ef vinnuveitendur tækjusig saman og ákvæðu að reka allt heila klabbið á hálfum afköstum yfir dimmustu daga ársins, svona vikuna fyrir og vikuna eftir jól. Tvær vikur af rólegheitum í samfélaginu, allir fengju tíma til að rölta um og spekúlera í sjálfum sér og heim- inum, sitja á kaffi- húsum, föndra heima hjá sér, syngja í kór eða bara setja tærnar upp í loft. Eftir að hafa upp- lifað þá dásemd sem jólafrí er og misst hana síðan hefur Vík- verji öðlast nýja sýn. Jólafrí er ekki lúxus námsmanna, heldur sjálfsögð og dásamleg lífsgæði í vestrænu samfélagi, sem leiðindapúkar rífa á brott vegna græðgi og skammsýni. Og nú er alltaf verið að klípa af jólafríum barnanna okkar, bara vegna þess að það er búið að klípa af pabba og mömmu líka. x x x Víkverji steytir hnefann í átt tilþessara leiðindapúka sem vilja að samfélagið keyri á tvöföldum af- köstum akkúrat á þeim tíma sem við þurfum mest á því að halda að það sé dálítið rólegt og afslappað. Við erum ekki vélar, við erum fólk, fólk með þarfir og drauma. Og ein af þessum þörfum, sem leiðindapúkarnir reyna að rífa af okkur er að fá að slaka á yfir dimmustu daga ársins. Bú á frjálsan markað, segir Víkverji. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Stafafell í Lóni | Íbúar á Stafafelli í Lóni urðu svo sannarlega vitni að sjónar- spili þegar marglit glitský blöstu við þeim í morgunbirtunni í fyrradag. Glitský, sem verða til í um 25–30 km hæð, nefnast einnig perlumóðurský, en þau þykja afar fögur, eru afar litrík og glóa gjarnan af himneskri birtu. Morgunblaðið/Helga Davíðsdóttir Glitský á himni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. (I.Kor. 2, 11.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.